Óðinn - 01.12.1916, Síða 8
72
ÖÐINN
Árið 1910 birtist kvæðaflokkur, »Vídalín á Þing-
völlum«, sem er eftir Magnús, og enn 1914 birtist
eftir hann flokkur, sem heitir »Ábyrgðin«. Er það
kröftug og heilbrigð ádrepa til lieimsins, sungin
með dimmum, sterkum tónum, frá brjósti liins
undirokaða öreiga, er skáldið lýsir í kvæðinu. Og
á þessu sviði virðist M. G. eiga best heima, því
þó að hann fáist einnig við önnur yrkisefni, finst
mjer ádeiluandinn altaf hafa yfirhöndina og sj7nir
það einnig hin nýja ljóðabók lians »Rúnir«, sem
Brynjólfur Magnússon bókbindari gaf út síðastliðið
liaust. í henni er margt gott að finna. Magnús
Gíslason er jafnaðarmaður í raun og sannleika, og
ótrauður málsvari lítilmagnans og liggur ekki á liði
sínu með að opinbera sannfæringu sína svo sem
tími hans og kraftar leyfa. Hann er sannur óvinur
liins síríkjandi órjelllætis, sem heiminum er verri
smán en öll stríð og blóðsúthellingar. Hjer á-jeg
við það furðuverk, sem jeg hef heyrt best lýst í
þessari gömlu visu :
Pað er dauði og djöfuls nauð,
að dygðasnauðir fantar
safna auð með augun rauð,
en aðra brauðið vantar.
Jeg segi að þetta sje hin mesta smán heimsins
vegna þess, að það smámyrðir margt það, sem
best er og fegurst í heiminum, en í liildarleik er
þá gengið svo lireinlega milli bols og höfuðs sem
unt er. Sjerhvert gott og rjetllátt lijarta er heim-
inum dýrmæt eign, hver sem geymir það, því að
það getur skoðast sem lieilnæmt frækorn í lífsins
akri, líklegt til að kæfa hið þráláta illgresi, órjett-
lætið. En dýrmætust eru þó slík lijörtu lijá þeim,
sem geta liaft áhrif á aðra með manngæsku sinni.
Það er ekki örðugt að finna, er maður les ljóð M.
G., að hann á eitt þetta viðkvæma hjarta og það,
er það gefur, fagran undirhreim, erhljómar í gegn-
um hina slerku lóna, er harpa hans hefur til um-
ráða. Jeg man ekki eftir neinu núlifandi skáldi,
er Ijóð M. G. minni á, en aftur svipar þeim stöku
sinnum til Ijóða Þorsteins Erlingssonar, en þó
miklu frekar til Bólu-Hjálmars, þó að M. G., enn
þá að minsta kosti, vanli ýmis konar fullkomnun
til að standa þeim jafnfætis.
Nú vil jeg setja hjer sýnishorn af því, sem
»Rúnir« hafa að bjóða. Fyrsta vísan, sem jeg set
hjer, er þannig til orðin, að valdsmaður einn liafði
lofað bláfátækum manni vinnu, er hann gat haft
dálitið upp úr framvegis. En er sem allra verst
stóð á fyrir fátæklingnum, vegna veikinda og
vinnuleysis, þá veitir valdsmaðurinn vinnuna ein-
hleypum mannj, sem bæði var ókunnugri starfinu
og hafði vel launaða stöðu. Þá kvað M. G.:
Styrktu æ pann sem sterkari er,
en sljakaðu frá peim smærri;
pað virðing meiri veitir pjer
og valdamerkin stærri.
Kvæðið »Fálækt« er eitt af þeim bestu í Rún-
um. Þar í er þetta :
Er á paki hríðin lilær,
hylja skýin sunnu,
kuldagustur greipir klær
gegnum klæðin punnu.
Oft í peirri örgu nauð
ertu af blundi vakinn
við að sáran biðja um brauð
börn pin svöng og nakin.
Vinnu er neitað pjer í pörf,
pó hún bjóðist liinum;
arðsöm jafnan ætluð störf
auðugari vinum.
»Ófriðurinn mikli« er ágætt kvæði. Þar í er þessi
mjög smellna vísa :
Hver fær lofið? sá, er myrðir mest.
Minning glæsta? er ej'ðileggur flest.
Ileiður mesta? er vitrust vjelráð býr.
Völdin æðstu? er frelsi í kúgun snýr.
»Bruninn mikli« er vel málað kvæði. ^Seinasta
vísan er svona:
Voðans sterki vísifingur
virðum kennir ráð,
afleiðing er ávinningur
eftir liygni, dáð.
Bygð er sundur logi leysir,
lýðum færir sorg,
en á hennar rústum reisir
reynslan fegri bórg.
Ekki hef jeg heyrt betur orkt eftir Þorgils
gjallanda en kvæði M. G., er endar svona :
Porgils dýrum krýna krans
konur lands og synir;
lengi munu minnast hans
manna og dýra-vinir.
»Útlaginn« er ágæt staka. Margt fleira mætti
benda á, t. d. kvæðið »Á dansleik«, »Draumadísin«,
»Gleð þig« o. s. frv.
Jeg óska að Magnúsi Gíslasyni megi endast ald-
ur og orka til að auðga íslenskt Ijóðlíf með miklu
jafngóðu og þaðan af betra.
Rikarður Jónsson.
Prentsmiðjan Gutenberg.