Óðinn - 01.02.1917, Blaðsíða 4
84
ÓÐINN
er skáldið ákqllar til verndar fósturjörðinni (t. d.
Aldamótin), eða til að hlúa að framliðnum vini:
»Gleðji nú Drottinn góða sáh*1) (Ben. Sveinsson
o. fl. kvæði). Endurminningar norrænnar guða-
trúar gægjast og fram á stöku stað, t. d.: »Þeir
menn, sem börðust fremst, með traustri trú, —
þeir eru horfnir heim um glæsta brú« (Áraskiftin
1901—02), og renna saman við nútíðarhugmyndir:
»En andar þeirra horfa og hlusta á hvert hjarta-
slag, sem snertir þeirra starf« (sama kvæði). Lík
lifsskoðun mun vaka fyrir skáldinu, er hann yrkir
t. d. Systurlát og Niðaróð: maðurinn, er stendur
við fossinn, sjer »hve ólgan í farveg fellur og flóð-
ið stillist í bökkum kafið, hvort fer um urðargrjót
eða hellur, að ending fer það í djúpa hafið —
í hafið, í hafið —«, en í síðustu kvæðunum er trú
á framhald lífs og framþróun komin í staðinn:
»Sannlega sú kemur stund, að vjer sjáum, skynj-
um og reynum endalaus ógrynni dýrðar, sem
opnast ei dauðlegum neinum. En dauðlegir eru
þeir einir, sem ei vilja Drottinn sjá, sem skortir
vit til að vilja og viljann: sigur að fá—«. (í sár-
um III, sbr. einnig Drottinn sigrar, Lífsviljinn o. fl.).
íslenskur í lund er H. H. einnig, er hann dvelur
ytra; er hann t. d. siglir fram með Skotlands-
ströndum, er hugurinn allur heima. Er hann yrkir
vorkvæði í Danmörku, er sú hugsun ríkust að geta
breytt sjer í heitan hringstraum »eins heitan, eins
og blóð mitt er, þú ættarland, og straummagn
streymdi heitt við strendur þjer —«. Stærstu ein-
kenni skáldsins H. H., þau, er mest ber á, eru
eflaust þrekið og þrótturinn. Kvæðið Stormur og
ferðakvæðin Norður fjöll lýsa eflaust skáldinu best.
Lífsþrótturinn í æskukvæðunum, er haft gæti að
einkunnarorðum: »jeg ætla að sjá, hvað setur,
hvort sjóðandi straumiðufall eða brjóstþrekinn
klár hefur betur« (Við Valagilsá) kemur alstaðar
í ljós, í vorkvæðunum, því »dugur með kjark og
þori« (Vorvísur) blessast æ best; í ástamálum
kennir hins sama: »stríðið, stríðið er mitt yndi,
ungfrú, ver þú barminn þinn« (Svalar veigar), í
örðugleikum Iífsins (Lifsviljinn o. fl.); brúa verður
»lognhyl margan, bæði í sál og grundu« (Ölfusár-
brúin). Þrótturinn, þrekið, kemur greinilega í ljós
í orðavali: »Það er sem blóðið brenni og bálist
hugur minn« (Nei, smáfrið er hún ekki), »augna-
skeyti, brúnabogar bála mig í sálu inn«, (Svalar
veigar), »og eins og bál varð öll hans sál og alt
1) sbr. t. d. Jónas H.: »Gleöji nú guð þig á hæðum«,
(unj Bjarna Thorarensen).
hans mál varð heitt sem bál (Á misvíxl), »— til
einskis báli eg verst« (Ástarjátning), »— og neist-
ann upp blæs þú og bálar upp loga« (Stormur),
»1 sjerhvern þann, er sæmdum ann, hann sendi
andans báW (um Þorlák helga, viðkvæði i Þor-
láksmessukvæði I). Einkennilegt er, að H. H. finnur
geðbrigði sín í vöðvum likamans: »í öllum vöðv-
um jeg það titra finn« (Árni Finsen), »jeg finn í
herðum eitthvert titringsafl« (Næturferð), »Mörg
endurminning læðist fylgsnum frá og fer í köldum
hrylling eftir taugum og fellir hrukkur föla gegn-
um brá« (Næturferð), »þú, Olafur, finnurðu’ ei
aflvöðva stælast?« (Brúðkaupskvæði Ó. G. og M. Ó.),
»nú hef jeg fundið yndissára eldinn æðarnar fylla,
streyma gegnum brjóstið, þrengjast sem eldregn
út um knje og sköfnung, afl fara úr kálfum.
Þornaði munnur, andköf brjóstið engdu —« (Nú
hef jeg fundið), »jeg hafði ekki ró — — hjarta
mitt sló svo ótt og svo tíðan i tilfúsum barmi og
titruðu vöðvar í armi« (Einn á fundi). Mætti má
ske ætla, að þetla væru áhrif úr skáldskap Hol-
gers Drachmann’s eða annara danskra skálda um
og eftir 1880. Ber nokkuð á þessu í kvæðum
Drachmann’s, t. d. er hann lýsir: »udödelig Længsel
er tegnet med bævende Drag om hans Mund« eða
»Det Blik er ham Feber í Blodet —« (Ved Uni-
versitetsjubilæet 1879) o. fi. Annars er þetta ekki óal-
gengt í skáldskap alt frá dögum Saflo hinnar grísku.
Áhrifa norræns skáldskapar og sagna gætir nokkuð
í skáldskap H. H. Er hann yrkir eftir Ben. Sveins-
son, er hann Brjánn: »Brjánn fjell, en hjelt velli«,
og á haugi hans munu háir bautasteinar standa;
þar kemur víkingseðlið fram, stóð Ben. Sveinsson
»með hjör í hönd«. Ægismey lireif burt Árna
Finsen, eins og dísir eitt sinn Þiðranda Síðuhalls-
son, eins og segir í Njálu. Jón Sigurðsson hefur
»magn í sverði, mátt í skildi« og »bar ægishjálm«
(Minningarljóð). Drangey minnir skáldið vitanlega
á Gretti, Hafursgrið (Af Vatnsskarði) og þá vitan-
lega þau kvæði, er lýsa norrænu efni, eins og t. d.
Skarphjeðinn í brennunni. »í lofti hreinu dylst
lævís trylling« (á Skeljástöðum í Þjórsárdal) minnir
á Völuspá o. 11. Glámsaugun stara í hafísnum, en
miklu minna gætir þó þessara áhrifa en hjá ýms-
um nútíðarskáldum eins og t. d. Matth. Joch. eða
Bjarna frá Vogi.
III.
Ýmsir hafa haft nokkur áhrif á skáldskap H. H.,
eins og sjá má á ofangreindu að nokkru, en erfitt