Óðinn - 01.02.1917, Blaðsíða 6

Óðinn - 01.02.1917, Blaðsíða 6
86 ÓÐINN ekki að neinu, þó þessháttar ónákvæmni komi fyrir. Ónákvæmt er líka þýtt: Sie haben mich ge- quálet (Þeir hafa pínt mig og plágað) í 3. erindi: — gequált, geárgert, betrubt = og sett mig kval- anna slig (rímar: mig). Loks er röng þýðing í einu kvæði: Diese Damen, sie verstehen (Þessar konur kunna að mela) í 2. erindi (siðari hluta): »das Gefliigel, das war göttlich! und der Hase war ge- spickt«, »Og svo þessi unaðs-sönglist! og sú rjúpa, sú var steikt —« og þó verður ekki tekið eftir þessu nema við samanburð. — Þá eru Goethe- þýðingarnar góðar, einkum Wanderers Nachtlied (Kveldvísa vegfaranda), en smákvæðið Ein gleiches (svipaðs efnis) missir blæinn að nokkru leyti vegna þess, að ekkert atkvæði má missa sín í þessari vísu (hvorki áhersluatkvæði nje áherslulaus): ww — 'w' — — o. s. frv. og kemur þetta greinilega í Ijós í lagi Kuhlaus.1) IV. Hefur nú verið drepið á efni kvæða H. H., eink- um hversu heimurinn líti út í augum skáldsins og náttúrukend lians allítarlega lýsl og bent á, hverjir strengir ómi tíðast og snjallast á hörpu hans. Ekki hefur verið litið á ytri búning Ijóða hans að þessu sinni og væri það sannarlega ómaksins vert, því þar koma fram margir bestu kostir skáldsins. Þótt ekki sje um margar nýjungar í bragháttum að ræða, eru æðimörg tilbrigði í hljóðfalli kvæða hans. H. H. er ljóðskáld í sannleika, flest kvæði hans vaggast á bárum djúpra og næmra tilfinninga, sólgáruðum sumarbárum lífsgleði og nautna, afl- þrungnum vorbárum framsóknar og baráttu og þungum undirstreymisöldum dýpstu sorgar og ör- væntingar. Skal hjer aðeins minst á kvæðabálkinn »í sárum« og munu vart vera til í íslenskum skáldskap að fornu og nýju viðkvæmari ljóð en sum þessara. Raddmyndir Sievers2) mundu áþreif- anlega sýna, hversu söngsveiflur sálar H. H. eru miklar og tíðar í skáldskap hans. Því aðaleinkenni sannra ljóðskálda eru söngsveiflur og þá fyrst fæð- ast hugsanir, er mál og kliður reyna að ná fasta- tökum á. H. H. lýsir þessu sjálfur: »f hljóðfalli leikandi ljóða lauga jeg huga minn, og nýja kæl- andi krafta og kvikari blóðrás finn. Mjer finst sem bylgjur mig beri og blakti um vanga mjer þýtt—«. »— Raddir frá hyldýpi hafsins hljóma í sálu mjer« 1) Ágæt pýðing á pessari vísu er til eftir Gest, óprentuð. 2) sjá ritgerð mína: Nýjar uppgötvanir um manns- röddina, Skirnir 1910, 4. (Hljóðfallið). En þessu er líkt farið, hvort söngur eða eitthvað, náttúrufegurð, sólskin, vorhugur, eða annað snertir huga skáldsins og veldur söngsveifi- um í sál hans. Mætti því hugsa sjer, að búa mætli til kerfi yfir t. d. alla íslenska bragarháttu og selja á nótur, því þar mundi áreiðanlega vera einhver ákveðin tónhæð og tóndýpt í áhersluatkvæðum, Ef slíkt kerfi væri búið til, væri gleggra að sjá, hversu eitthvert ákveðið skáld færi með bragar- háttu, hverja hann notaði tíðast og væri þá fljótara að benda á aðaleinkenni hvers skálds fyrir sig. Því oft er náið samband milli kvæðisefnis og bragarháttar. Sjest þetta glögglega, er rannsökuð eru áhrif eins skálds á annað. Skal í þessu sainbandi aðeins minst á Aldamótaljóð H. H. og kvæði, er birtist í Oðni 1905, 1 (eftir Á. B.), er nefnist Vor og hefur líkt hljóðfall. Er það bersýnilega orðið til fyrir áhrif Aldamótaljóða H. H.: »— kemur sú tíð, er allar verur vakna af vetrarblundi og læra að elska og sakna«. En ekki skal hjer reynt að rekja áhrif H. H. á nútíðarskáldskap íslenskan, enda of snemt. Ef athuguð er braglist H. H., sjest, að honum tekst víða afbragðsvel með orðavali og hljóðfalli að gera lýsingar sínar lifandi. T. d. sýna í kvæðinu (Skarphjeðinn í brennunni) langir harð- liðir glögglega eldtungurnar: »— eldvarga.r runnu fram, hvæsandi, sogandi —«, »— færðust að Iogarnir, brestandi, brakandi —« og geðbreytingin i kvæði þessu kemur glögglega í Ijós í breytingu á hljóðfalli. Þá reynir H. H. oft í orðavali og hljóðfalli að likja eftir náttúruhljóðum: »— orgar í boðum, en urgar í grjóti«, »— hve grenjandi hrönnin við hrikaberg sýður —«, »— sogar strengur og suðar kátt —« (Við Valagilsá). »— Úr hyljum logar, úr hömrum gýs, það hvæsir, sogar og stormur rís —« (Á Skeljastöðum í Þjórsárdal). »— Steypir sjer af ná- kaldri, naktri klettaborg norðanstormur þindarlaus, hvín með rokuh!átrum« (Oveður); vindstrokurnar á milli, stuttar og snöggar, heyrast greinilega í þessu hljóðfalli: »blístrar gjóstur í gjá og við grá- tenta rönd, stendur stundum á önd, strýkst svo hvínandi hjá«. Eins er bæði hljóði og hraða vinds- ins eftir líkt: »hvín, hvín, hvín, hvæsir við og hrín vindurinn i gjótunum og gjánum«. (Slæðing- ur). En þetta væri efni í sjerstaka ritgerð og skal því hjer staðar numið. %

x

Óðinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.