Óðinn - 01.02.1917, Blaðsíða 5
ÓÐINN
85
er að sanna slík áhrif með óyggjandi rökum og
því siður hægt að vita um alla, er skáldið hefur
haft andlegt samneyti við. H. H. hefur þýtt nokk-
ur kvæði og brot úr Brandi Ibsens, en mest ber
á Heine-þýðingum hans og skulu þær því athug-
aðar nokkru nánar, þó annars kenni lítilla áhrifa
frá Heine í skáldskap hans. Heine-þýðingarnar eru
flestar vel gerðar og margar prýðilegar. Þær eru
nákvæmar, sama bragarhætti er haldið og varpað
yfir þær íslenskuin blæ mörgum og þá stöku sinn-
um vikið lítilsháttar við, islensk nöfn sett t. d. í
staðinn, eins og í visunni: »Hann veslings Hallur
á Hamri er hreint á pislartrje nú: hann langar
þau óstjórnleg ósköp að eignast nágrannans kú«,
en á þýsku er þetta: »Den König Wiswamitra,
den treibt's ohne Rast und Ruh’, er will durch
Kampf und Bússung erwerben Wasischtas Kuh«.
Smávísurnar eru margar ágætlega þýddar, eins og
t. d. »Vondur er heimur og veröld skarn« (Die
Welt ist dumm, die Welt ist blind), Svo fagurt er
lífið og lofthvelfing blá (Die Welt ist so schön und
der Himmel so blau) og vel eru í kvæði Heines:
»Wir fuhren allein im dunkeln Postwagen die
ganze Nacht«—þessar línur þýddar: »Denn zwischen
uns sass Amor der blinde Passagier«: »Pví milli
okkar sat Amor ólukkans lómurinn sá!« Kvæði
Heines »Die Grenadiere« mætti eflaust þýða betur,
geðblænum er ekki haldið gegnum alt kvæðið og
þýðingin ónákvæm í þessu erindi: »Was schert
mich Weib, was schert mich Kind! ich trage weit
bessres Verlangen; lass sie betteln gehn, wenn sie
hungrig sind — mein Ivaiser, mein Kaiser gefangen!«
á íslensku: »Hvað varðar mig nú um víf eða börn,
þótt vist til þeirra mig langi. Pau, ef hungrið knýr,
geta knúð um líkn — En keisarinn, keisarinn
fangi!« Smákvæðið: Die Rose, die Lilie, die Taube,
die Sonne er laglegt í þýðingu, þó ónákvæmt sje:
die kleine, die feine, die reine, die eine = mín
uppspretlan heilsu, mín lækning meina1). »Pú ert
sem blómstrið eina«, er góð þýðing og nákvæmari
en Ben. Gröndals, er gerir blómið að bláu blómi
(ímynd rómantisku stefnunnar), máske vegna
rímsins (sbr. þó hjá Gröndal í Gigjunni: — á fegra
landi gróa blómin bláu —*). Lorelei-þýðing H. H.
1) 2 aðrar þýðingar eru til á kvæði þessu, önnur eftir
L. H. B. í Pjóðólfi 58, 10 (bragarhætti ekki haldið, 5
áhersluatkvæði í Ijóðlínu!) og hin eftir Ársæl Árnason
(óprentuð).
2) nákvæm þýðing á þessu kvæði er til eftir Gest,
óprentuð.
er nákvæmari en Stgr. Thorst.1) og ef báðar þýð-
ingarnar eru bornar saman við frumkvæðið má
líta, hversu Stgr. eykur á tilfmningar Loreleiar
og farmannsins og má á þessu kenna róman-
tiska skáldið Stgr. Th.: — kveður — sitt vilta
sorgar\ag (gewaltige Melodei), — og farmaður
harmblíðu hrifinn (ergreift es mit wildem Weh),
— en Ijúft til hæða sjer (er sehaut nur hinauf
in die Höh’). Vel er og þýtt: Ef inn jeg lít í aug-
un þín — (Wenn ich in deine Augen seh’)2).
Þá má sjá, hversu rím og stuðlar oft hafa áhrif
á þýðingar og breyta jafnvel hugsun eða líkingu,
lýsingarorði er skotið inn o. s. frv. Kvæðið: Du
hast Diamanten und Perlen — hefur hjá Heine
sama viðkvæðið í 3 erindunum: Mein Liebchen, was
willst du mehr — hjá H. H.: Pú elskaða, livað
viltu meir? í 2. erindi er skotið inn vegna rímsins:
»og um þessi ljómandi augu jeg ótal sem bakkanna
regr hef orkt af eilífum ljóðum —« auf deine
schönen Augen hab’ ich ein ganzes Heer von
ewigen Liedern gedichtet —« og í 3. erindi: »Pú
mig hefur formað sem leir«: hast du mich gequált
so sehr—«. Eða t. d. kvæði Heines: »Wir fuhren
allein im dunkeln Poslwagen die ganze Nacht—«:
»Við ókum í vagninuin auslan alein um koldimma
nótt —«. »Ein Fichtenbaum steht einsam« er vel
þýtt, þó Fichte (greni) verði að björk í þýðingunni
og Palme í næsta erindi að fikju3). Smákvæði H.
H.: Parodia (bls. 343) er bersýnileg stæling á þessu
kvæði Heines: »Hann Jón gamli bredduna brýnir
og bústýran trog hefur sótt —«. í kvæðinu »Du
schönes Fischermádchen« (Pú fagra farmannsdóttir)
þýðir H. H.: »Ivom, set þig hjá mjer, sæta og sól-
brenda rjettu mjer hönd—« (sólbrenda skotið inn
vegna stuðlanna).4) Ur kvæðabálknum Die Nordsee
eru nokkur kvæði þýdd, m. a. Herangedámmert
kam der Abend (Rökkvaði óðum að aftni) og þýðir
H. H. hjer: »Mit leichtem Rohr schrieb ich in den
Sand: Agnes, ich liebe dich!« »Með ljettum reyr
jeg reit á sandinn: Rannveig, jeg elska þig!« og er
þetta af skiljanlegum ástæðum; í sama kvæði er
Tanne (greni) þýtt með eik, en geðblærinn breytist
1) Gísli Brynjólfsson hefur líka þýtt Lorelei, Ljóðm. 1893.
2) 2 aðrar þýðingar eru til á kvæði þessu, eftir Bjarna
Jónsson frá Vogi, Úrval 1916, og Jónas Guðlaugsson, í
Dagsbrún, 1909.
3) Jónas Guðl. hefur þýtt þetta kvæði laglega (Dags-
brún, 1909).
4) lagleg þýðíng á þessu kvæði er til eftir Ág. Bjarna-
son (Óðinn, I, 7).