Óðinn - 01.12.1918, Síða 2
ÓÐINN
66
VIII. Var nú eigi Iengur um það eill að ræða, að
breyta stjórnarskránni, heldur einnig stöðulögunum
frá 1871, og fá í stað þeirra ný sambandslög. Ut
af þessu spratt konungsheimsóknin 1907 og svo
skipun sambandslaganefndarinnar, sem kom saman
í Khöfn veturinn 1908. Frumvarp hennar til sam-
bandslaga fór lengra en nokkrar kröfur, sem fram
höfðu komið af íslendinga hálfu alt til þessa, en
samt feldi alþingi það veturinn 1909 og samdi
nýtt frumvarp, sem þó var aldrei borið fram fyrir
konung. En með frumvarpi sambandslaganefndar-
innar frá 1908 og störfum hennar var grundvöll-
urinn lagður til þess, sem nú hefur gerst, en í hin-
um nýju sambandslögum er einnig fullnægt þeim
kröfum, sem fram komu í frumvarpi alþingis frá
1909. Eftir mikið þóf bæði hjer lieima og við dönsku
stjórnina og danska stjórnmálamenn hafa loks skap-
ast þau sambandslög, sem nú eru fengin, með ótví-
ræðri fullveldisviðurkenningu íslandi til handa.
En aðalforvigismaðurinn frá íslands hálfu þennan
síðsla áfanga sjálfstæðisbaráltunnar hefur verið sá
maður, sem lijer fylgir mynd af, .Jón Magnússon
forsætisráðherra, og það er hann, sem undirskrifað
hefur með Kristjáni konungi X. lögin, sem gera
Island að fullvalda ríki. En áður hefur verið sagt
í »Óðni« frá starfi sambandslaganefndarinnar hjer
i Reykjavík síðastl. sumar og hvernig hún var
mönnum skipuð. Á öðrum stað í blaðinu eru
einnig sýndar myndir af þeim.
»()ðinn« hefur áður flutt mynd og æfiágrip Jóns
Magnússonar. Þetta er í aprílblaðinu 1910. Æfi-
ágripið þar er skrifað af Þórhalli sál. Bjarnarsyni
biskupi, og vísast hjer til þess um helstu æfialriði
J. M. fram til þess tíma. Hann var þá fyrir rúmu
ári orðinn bæjarfógeti í Ileykjavík, og því embætli
gegndi hann þangað til hann í ársbyrjun 1917
varð forsætisráðherra. Ráðherrum var þá fjölgað
úr einum í þrjá samkvæmt heimild, sem sett hafði
verið inn í stjórnarskrána, ásamt fleiri breylingum,
á þingunum 1914 og 1915. Var þá samsleypustjórn
mynduð og skyldu aðalflokkar þingsins þrír leggja
til liver sinn mann í stjórnina. J. M. varð þar
fulllrúi Heimastjórnarílokksins, sem fjölmennaslur
var í þinginu, og þólti það fyrir margra liluta
sakir sjálfsagt, að J. M. tæki að sjer forsætisráð-
herraembættið. Stríðsástandið liefur gert það að
verkum, að slarf sljórnarinnar hefur síðustu árin
verið erfiðara og margbrotnara en ella. Hún hefur
orðið að hafa afskifti af mörgum málum, sem
annars hafa ekki, fyrir stríðið, komið lil liennar
kasta, svo sem af verslunarrekstri o. m. íl. Um
öll þau mál er ekki rúm nje staður til að ræða
hjer. En starf J. M. að úrlausn sambandsmálsins
og það, að hann bar gæfu til þess að koma því
máli i höfn, er eilt út af fyrir sig nægilegt til þess,
að hans hlýtur að verða lengi og lofsamlega ininst
í stjórnmálasögu landsLns.
Hann hafði, eins og margir stjórnmálamenn
okkar, lengi fengist við þetta mál. Skömmu eftir
ílutning sljórnarinnar lieim liingað varð liann einn
af aðalforgöngumönnnm þess, að blaðið »Lögrjetta«
var stofnað, og hefur liann i eldri árganga hennar
skrifað margar greinar um horfur þess, enda var
liann í ritnefnd blaðsins 3 fyrstu árin. Hann var
einn þeirra manna, sem sæti áttu í sambandslaga-
nefndinni 1908, og af öllu því, sem gerst hefur í
málinu síðan, hefur hann haft mikil afskifti. Hann
var áður lengi þingmaður Vestmannaeyja, en frá
1914 hefur hann verið þingmaður Reykvíkinga.
J. M. er fæddur 16. jan. 1859 og á því sexlugs
afmæli í næsta mánuði.
Að lokum skulu lijer tekin upp nokkur orð úr
grein Þórlialls sál. Bjarnarsonar um J. M. í april-
blaði »()ðins« 1910: ». . . Ekki er það ofmælt, að
J. M. sje einhver allra besti lagamaður landsins,
og vel haldast dómar hans. Hann hugsar manna
best orð sín og gerðir og er afarvandur að hvoru-
tveggja, sanngjarn maður og rjettsýnn; fyrir það
einnig manna vinsælastur, og trúir því hver maður,
að því starfi sje vel borgið, sem liann hefur með
liöndum, hversu vandasamt sem er. Hann slarfar
mikið á þingi, eigi sísl í nefndum, og eru tillögur
lians mikils melnar«.
Sí
Kvöld.
Dagurinn fölnar
við djúpin blá.
Ivveldgolan kveður
við kulnuð strá
draumbót dauðans.
Dökkvinn flæðir
sem eilur í sár þau,
er sólunni blæðir. —
191(1. Jóh. Jónsson.
Sl