Óðinn - 01.12.1918, Page 4

Óðinn - 01.12.1918, Page 4
68 ÓÐINN Myndirnar. Hjer i blaðinu eru nú 3 myndir, sem snerta samþykt liinna nýju sambandslaga milli íslands og Danmerkur. Hin fyrsta er tekin í Alþingishúsgarðinum af sambands- laganefndinni, meðan hún var hjer að störfum siðastl. sumar. Lengst til vinstri handar stendur Magnús Jónsson lögfræðingur (skrifari dönsku nefndarmannanna), þá, talið frá vinstri til hægri handar, Bjarni frá Vogi, Chr. Hage, Borgbjerg, Jóh. Jóhannesson, í. C. Christensen, Einar Arnórsson, Aruþ, Gisli ísleifsson lögfræðingur (skrifari islensku nefndarmannanna), Porsteinn M. Jóns- son, Þorsteinn Porsteinsson hagstofustjóri (annar skrif- ari ísl. nefndarm.), og lengst til hægri handar Funder lögfræðingur (annar skrifari dönsku nefndarmannanna).— Ónnur er tekin i sal neðri deiidar alþingis síðastl. sumar. í forsetastólnum, til hægri handar á myndinni, situr Ólaíur Briem. Framan við hann eru skrifarar deildar- innar, Gisli Sveinsson sýslum. nær, en Porsteinn M. Jóns- son fjær. Uþp við dyrastaf, á miðri myndinni, stendur sjera Sigurður í Vigur, en framan við hann setja Einar á Eyrarlandi og Stefán í Fagraskógi. Yflr deildarskrif- borðið sjest höfuðið á Magnúsi lækni Pjeturssyni, en við hlið hans situr Pjetur Ottesen.Við borðið, mitt á myndinni, siija þingskrifarar, Árni Sigurðsson stúdent næstur, en þá Pjetur Sigurðsson stúdent. Lengst til vinstri handar sitja Einar á Geldingalæk, Sveinn Ólafsson og Porleifur í Hólum, en aftan við þá standa Björn R. Stefánsson og Sigurður Sigurðsson búfræðingur. Uppi á veggnum, á miðri mynd, sjest brjóstlíkneski af Magnúsi Slephensen landshöfðingja, en vinstra megin hangir á veggnum máluð mynd af Jóni frá Gautlöndum. — Sú þriðja er tek- in úti á wíslands Falk«, er dönsku nefndarmennirnir voru á leið hingað. Vinstra megin cr Hage ráðherra, formaður nefndarinnar, og hjá honum stendur Magnús Jónsson lögfræðingur, annar skrifari dönsku nefndar- mannanna. Á miðri myndinni stendur í. C. Christenscn, en Arup prófessor situr hægra megin. 0 y<SÍrs v> ‘ivfo’

x

Óðinn

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Óðinn
https://timarit.is/publication/205

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.