Óðinn - 01.12.1918, Qupperneq 8
72
ÓÐINN
Dóttir Mgrta mannsins: Þeir vita að við erum svo sterk.
(Hurðinni er iirundið upp. Börnunum verður ilt við. Pau sieppa
liöndum fangans. I.ugreglustjórinn kemur inn).
Lögreglustjórinn: (branaiega) Hverfjandinn tefurj’kkur?
Takið þið hann. Komið þið með hann.
(Lögregluþjónarnir taka sinn um hvorn handlegg fanganum)
Kona Fangans: (feliurfyrirfæturlögreglustjórans) Látið þið
hann lausan. O, látið þið hann lausan (grætur). Takið þið
mig; jeg er völd að sekt hans. Jeg hef leitl ógæfuna yfir
okkur öll. Jeg er vond, en hann er góður. Jeg grálbið
ykkur. Látið þið liann lausan. O, látið þið liann lausan.
Verið þið rjettlátir. Þið megið síst af öllum gera það,
sem er rangt (stendur upp — rjettir fram hendurnar). Hjerna,
takið þið mig.
Lögreglustjórinn: Út með fangann.
(Lögregluþjónarnir leiða fangann til dyranna. Kona Fangans og
börnin ganga grátandi á eftir þeim).
Kona Fangans: Ó, látið þið hann lausan. Takið þið
heldur mig. Miskunnið þið mjer. Ó! (fclluráfram meðútrjettar
hendur).
Öll börnin: (hrópa) Ó, pabbi, hjálpaðu okkur (takaað
gráta ákaflega).
(Lögreglustjórinn opnar dyrnar. Nokltur skrílsleg andlit sjást úti-
fyrir í myrkrinu. Peir fara út með fangann. Hiátur og óhljóð heyrast
utan af strætinu).
Tjaldið.
Bhagavad-Gita
II. kviða.
Nl.
61. En ef skynjunum öllum
hann í skefjum heldur,
hann öðlast þá óðar
andlega rósemd.
Eg er hans takmark,
hann tapar þá eigi
jafnvægi hugans,
því hann er orðinn
sem einvaldur yfir
allri skjmjun.
62. Hver maður, sem jafnan
um munað hugsar,
af munaði heillast,
og heillan sú vekur
ástríðu í hjarta,
en ástríðan fæðir
reiðina af sjer,
sem er rekka böl.
63. Af reiði leiðir
hin ramma villa,
og villan án tafar
fær truflað minnið,
en truflað minni
fær mannviti sönnu
glatað, en gumum
er þá glötun búin.
64. Hver sál, er gát
á sjer sjálfri hefur
og lætur ei laðast
að lystisemdum,
nje fráfælist það,
sem ei fellur skynjun,
og leiðast lætur
í lífi á jörðu
af frumvitund sinni,
til friðar hún gengur
65. í friði þeim þver
öll þraut og mæða;
þar senn fær jafnvægi
hið sanna mannvit
hjá öllum, sem öðlast
hina andlegu rósemd.
66. En hver sem sjer sjálfum
er sundurþykkur
ei hefur i sál sinni
hið sanna mannvit,
þá frið cigi finnur
hans flöktandi hugur,
en hvernig friðvani
má finna sælu?
67. Ef hugurinn hlýðir
æ hvarflandi skynjun,
þá villist hans skyn
af vegum rjettum,
sem flaust, er fárviðri
um fleyvang hrekur.
68. Vit þú þess vegna
— ó, vopnaða hetja —
hinn rjetta skilning
sá rekkur öðlast,
sem taumhald hefur
á huga og skynjun
og megnar hana
frá munaði draga.
69. Það, sem cr niðdimm
njóla með þjóðum,
er dagur dýrðlegur
mcð djúpúðgum rekkum,
en dagur með lýðum
er draumnjórun hverjum,
sem öðlast hefur
hina æðri sjón.
70. Sá friðsælu finnur,
sem fýsnir lætur
æ um sig liða
sem elfur, er falla
í úthaf um aldir,
en þó aldrei raska
í djúpi ró; —
en sá rekkur, er girnist
æ girndir, er þræll
sinna girnda og friðvana.
71. En hver, sem ástríðum
öllum hafnar
og þráir ekkert
í þessum heimi
og sjálfselskuvana
sífelt lifir —
hann er þegar frjáls
og til friðar hann gengur.
72. Þetta er samvitund
með sjálfum guði,
hver hana öðlast
— ó, arfi Pritha —
og lætur ei truflast
og lifir í henni
á fjörlátsstundu,
hann fer til Nírvana,
hins eilífa, hans,
sem aldrei breytist.
Hjer endar önnur kviða í Upan-
ishad, brag þeim, er nefnist heilög
Bhagavad-Gíta vísindi um andann,
hina eilífu Verönd.Y ogasöngvar, sam-
ræður þeirra, liins heilaga Krishna
og hilmis Arjúna og hún ber heitið:
Hugspeki, er leiðir til samuitundar
við guð.
Sí
Prentsmiðjan Outenberg.