Svipan - 01.06.1912, Qupperneq 2

Svipan - 01.06.1912, Qupperneq 2
2 S V I P A N arráðinu þætti fróðlegt að vita hvernig eld- urinn hafi komist að þeim; enda ber því stranglega að gæta þess, að alt sé hreint, því enginn getur sér til, að maður, sem er jafn tortrygginn rannsóknar- dómari, að hann jafnvel staðhæfir ósannar sakir á saklausa menn, að hann geri sig sjálfan sekan sem brennuvarg, og þvl síður að stjórnarráðið láti sér það óviðkomandi. En ekki hefur enn frétst að þangað hafi nokkur rannsóknardómari verið sendur til þess að vita hvernig þetta hafi gelað or- sakast, og sé svo, að það hafi ekki verið gert, þá er það ófyrirgefanleg vanræksla af stjórninni, því það er bein skylda hennar, að hafa glögt eftirlit með undirmönnum sínum, ekki síður en alþýðunni. En þegar svo er komið, að landstjórnin sér svo í gegnum fingur við undirmenn sína, sem hér er tilfært, en refsar alþýðunni strang- lega jafnvel fyrir minstu yfirsjónir, eins og 25 aura málið ber vitni um, — þá væri ekki ólíklegt að alþýðan lærði einhvern tíma að beita sér gegn þessum misrétti. Og þess væri óskandi, að þjóðin á sínum tima gæti lært að meta þennan embættisgorgeir með tilhiýðilegri fyrirlitningu, — þvi annars er hinu siðferðislega ástandi í landinu mesta hætta búin, því »hvað höfðingjarnir hafast að, hinir ætla sér leyfist það«, svo kvað skáldið. Og er það ekki nema náttúrleg af- leiðing af illri strjórnrækslu og eftirlitsleysi, að allar siðferðislegar tilfinningar kulni og deyi út hjá alþýðunni, þegar valdsmenn hennar ganga á undan með slíkum eftir- dæmum. £anðsbankamálið nýja. Hvað liður Landsbankamálinu nýja, ekkert heyrist enn, og eru menn alment gramir yfir, verði það svæft svo sem hið lyrra. Þeim er lesa lögréttugr. frá 6. marz 1912 er jeg prenta hér orðrétta, ættu að vera skiljanlegar ástæðnr til þess, að em- bættismannalýðurinn vill draga sem mest úr málinu, því þeir standa aðallega Lögréttu að baki. Misfellur hjá valdsmönnum hjá embættismönnum hjá stjórnendum yfirleitt hjá öllum er völd hafa og metorð, segir blaðið svo almennar, að ekki sé tiltökumál. Sem sýnishorn upp á ummæli blaðsins prenta eg hér greinina. »Ransókninni nýju í Landsbankanum, þeirra H. Daníelssonar yíirdómara og E. Schou bankastjóra, var lokið þegar um helgina, en skýrsla þeirra er enn ókomin til stjórnarráðsins, eða að minsta kosti eigi kunn orðin enn. Þangað til sú skýrsla er fram komin, er réttast að ræða sem minst um málið. En út af ummælum, sem fram hafa komið annarstaðar um gang þess, skal þess get- ið, að Lögr. hefir leitað sér upplýringa um hann i stjórnarráðinu. Það lét fyrst rann- saka reikninga gjaldkerans þrjá síðustu mánuði siðastl. árs. Villur fundust þar. Gjaldkerinn viðurkendi þær réttar og borg- aði. Alveg eins er farið með reikninga sýslumanna. Villur finnast þar oft, sem nema háum upphæðum. Þelm er gefinn kostur á að sjá athugasemdirnar, og svo leiðrétta þeir. Engum dettur í hug, að gera þegar ráð fyrir, að villurnar séu settar af ásettu ráði. Annað eins og þetta kemur oft fyrir, sagði maður sá í stjórnarráðinn, sem Lögr. átti tal við. Svo er fundið að eldri reikningum, eins og frá var skýx t i síðasta tbl. Ný ran- sókn er þá skipuð, sem nú er lokið, og nxun skýrsla um hana væntanleg voii bráðai’«. Er þetta nú fyrirboði þess hjá embætt- ismanna málgagninu, að allir eigi að verða jafnir fyrir lögunum, eða er blaðið að fletta ofan af gamalli þjóðai'smán eða svíviiðingu, að því er embættismannalýðinn snertii’, að víllur þær er koma fyx'ir í í'eikn. embætt- ismenna séu sama eðlis og þær er gjald- keri Landsbankans er sakaður um. Eru þeir menn er blaðið ber þessar sakir á, færir um að gegna trúnaðarmálum þjóðarinnai'. Á ekki þjóðin heimting á að þessir embættismenn er svo haga sér séu settir undir rannsókn. Ekki bæta slíkir menn þjóðlífið sem haga sjer svo gagnvart því opinbera, hvað þá heldur gagnvart ein- staklingunum er þeir eru settir yfir. Hvað- an stafar sú venja gagnvart embættismanna- lýðnum, að leita umsagnar þeirra, um kær- ur eða annað á þá, en snúa sér fyrirvara- laust að almúgamanninum, sem sakbox'inn er jafnvel út af lítilfjörlegasta grun og hneppa hann i fangelsi, en flestir mundu hafa málstað sínum eitthvað til afsökunar ef umsagnar þeirra væri leitað. Eða eru önnur lög þessa lands ef embættismaður gerir sig sekan i misfellum en almúgamað- inn? Eg vil beina þeirri spurningu til ís- lenzkrar alþýða, hvort henni virðist ekki nóg komið til hnekkis og ámælis lands- stofnun þeirri er nefnist Landsbanki; til þess að ástæða væri til þess með almennri áskorun, að rannsakað yrði alt ástand þess- arar stofnunar af komandi þingi, eða rann- sóknai'nefnd skipuð til þess, svo framvegis yrðu fyrirbygðar með sti’angara eftirliti, lög- boðnu, slíkar mislellur sem þegar eru komnar 1 ljós, til stórhnekkis áliti landsins og þjóðþrifum, og sé ekki málið tekið frá rótum niður til okkar dags, verður sifeld endurtekning á því sama, og Landsbankinn vei’ður að sjálfsögðu að leggjast niður. Ráðherratímabilin vii'ðarst mér sorgar- sjón þessa lands, er byrjaði með megnu eftirlitsleysi í tíð Hannesar, er fæddi af sér ýmsar misfellur og almenna tortrygni; saga hinna tveggja er i of fersku minni til þess eg þurfi að andurtaka hana hér. Spilling ofanirá, misrétti og kúgun einstaklinganna; er ai’fur okkar tilkomandi kynslóða; ljót en sönn saga. Póliliski bræðingurinn. Um hinn nýa bi’æðing er margt talað þessa daga, og virðast skiftar skoðanir um tilgang hans og stefnu. Mér fyrir mitt leyti hefir alla daga verið meinilla við allan biæðing, og aldi’ei heíi eg fengist til þess að borða hann í smjör stað. — En hvað þessum ný-pólitiska bræðing viðvíkur, þá er hann víst alt annars eðlis, mér er hann reyndar að öllu ókunnur, því þótt að eg hafi leitað upplýsinga hjá þeim sem mest þykjast fylgja mcð, þá er jafnan svai’ið, að ekki sé fullbrætt enn. Það er »Consentra- tíonen« er tekur svo langan tima!! Verði hann til þess að sameina báða tlokkana á þann hátt, að lyfta oss betur á- fram í sjálfstæðismálinu með sameinuðum kröftum og vilja, þá er vel yfir að láta, og munu allir góðir menn taka þeim boðskap fagnandi, en sé það svo, að þeir sem stað- ið hafa fremstir í bi’jóstfylkingu sjálfstæðis- manna og sem vér höfum trúað fyrir mál- um vorum, muni vera að gera ríkislegt réttindaafsal fyrir sjálfa sig og okkur, þá eru engar bölbænir þeim ómaklegar frá vorri hendi. En bíðum og sjáum hvað setur! Enn er ekki hægt að dæma! Aðsent. (Úr bréfi). Heyrist að úr hverjum stað hels þegar naður gellur, mikill skaði þykir það þegar maður fellur. Þó eru kindúr manns í mynd er mér væri yndi að deyða. Þjóð er blind, hún segir það synd, ó svei — þér lyndisbleiða Eyju fanna færa tjón og frelsis banna vega, Kitti, Hanni, Klemmi og Jón þeir klára það sannanlega. Það yrði landi lyfti-spil lífs i vanda og nauðum, og hresti andann af og til yfir þeim standa dauðum. Incognita.

x

Svipan

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Svipan
https://timarit.is/publication/212

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.