Alþýðublaðið - 06.10.1963, Blaðsíða 5
Einkaumboð fyir
I forhifara
Myndin sýnir forhitara, sem boltað-
ur er saman.
FORHITARAR
DE LAVAL forhitarar (hitaskiptar) eru
framleiddir úr ryðfríum stálplötum, og
hafa verið notaðir meðal annars sem
millihitarar fyrir hitaveituvatn, sem olíu-
kælar og hitarar í skipum, soðhitarar í
síldarverksmiðjum,- svo að nokkuð sé
nefnt.
DE LAVAL forhitarar eru sérstaklega
hentugir fyrir smærri sem stærri hús á
hitaveltusvæðinu. Þeir eru mjög fyrir-
ferðarlitlir. Hitatapið er ótrúlega lágt
DE LAVAL forhitarin er þannig gerð-
ur, að auðvelt er að taka hann í sundur
og hreinsa. Enn fremur er auðvelt að
auka afköst hans eða minnka með því að
bæta í hann plötum, eða fækka þeim.
Leitið nánari upplýsingar hjá oss um
þessa fráhæru forhitara.
J.'S.;
VIÐ HVAÐA KAUP ER MIÐAÐ?
um rétt að muna, að það GÍ*
miðað við meðalbú verðlags-'
grundvallarins. Hins vegar hef-
ur meirihluti allra íslenzkral
Myndin sýnir forhitara, sem tekinn hefur
verðið í sirndur og þá auðvelt að hreinsa
plöturnar.
HIN mikla hækkun á verði
landbúnaðarafurða hefur hlotið
misjafnar móttökur. Sumir
bæqdavinir telja hækkunina
alltof litla og hvetja til frekari
k|röfugerðar, þar sem jafnvel
væri bcitt sölubanni á mjólk.
Hins vegar eru neytendur, sem
telja hækkunina alltof mikla og
vilja, að ríkið hætti afskiptum
af þessum málum, láti bændur
sjálfa ákveða verðið eftir mark-
aði, en ríkið greiði engar upp-
bætur og spari sér þarmeð um
400 milljónir.
Viðbrögð almennings eru að
mestu á milli þessara sjónar-
miða, þótt ýmsum þyki flókin á-
kvörðun á búvöruverðinu og íæst
ir skilji raunar upp eða niður í
því máli. Spyrja til dæmis ýmsir,
við hvað sé miðað, þegar sagt
er, að bændur eigi að fá sam-
bærilegt kaup við aðrar vinnu-
stéttir.
Þegar ákveðið er, hvaða kaup
eigi að reikna bændum í verðlags
grundvellinum, gerist það í stór-
um dráttum á eftirfarandi hátt:
Fyrst er tekið úrtak úr fram-
töldum atvinnutekjum sjómanna,
verkamanna og iðnaðarmanna.
Að þessu sinni voru tekin fram-
tölin frá síðastliðnuin vetri, er
menn gáfu upp tekjur sínar ár-
ið 1902. Reyndist meðaltal íekna
þessara stétta um allt land vera
103.61G krónur. Hins vegar reynd
ust meðaltekjur sömu stétta í
Reykjavík vera nokkru
lægri, eða 99. 663 krónur.
(Það er athyglisverð staðreynd,
að nokkur undanfarin ár hafa
meðal atvinnutekjur verkamanna
sjómanna og iðnaðarmanna.ver-
ið lægri í Reykjavík en í öðrum
kaupsíöðum á landinu. Til
skamms tíma var höfuðborgin
talin gósenland hinna háu tekna,
en atvinnutekjur hafa um árabil
verið hærri utan Reykjavíkux).
í fyrra náðist samkomulag í
sex manna nefndinni um að nota
miðtölu aRs landsins og Reykja-
víkur. Nú gekk málið til yfir-
nefndar, og ákvað hún að nota
sömu tölu. Þannig var kaup bónd
ans samkvæmt miðtölu Reykja-
víkur og landsins alls ákveðið
kr. 101. 639 krónur.
Enn voru ekki öll kurl komin
til grafar. Eftir var að færa
meðaltal tekna þessara stétta
1982 til samræmis við núgildandi
kauptaxta. Þegar þetta hafði
gerzt, kom út talan 119.121 kr.
Þetta er það kaup, sem bóndan-
um er ætlað í útreikningi afurð-
averðsins.
Til samanburðar má geta þess,
að í fyrrahaust var kaup bónd-
ans reiknað 106.779 krónur.
. Svo hefur oft virzt, sem aj-
menningur ætti erfitt með að
trúa þeim meðaltekjum, sem
verkamenn, sjómenn og iðnaðar-
menn raunverulega telja fram
til skatts. Ber þess að vísu að
gæta, að 1962 var mesta síld-
veiðisumar í sögu þjóðarinnar
og 2-3000 síldarsjómenn höfðu
tnjö'g miklar tekjur, jafnframt
því sem vinna fyrir landverka-
fólk og iðnaðarmenn jókst einn-
ig mikið. Þess vegna hækkar
meðaltalið verulega, þótt hækk-
unin sé ekki jöfn fyrir allar at-
vinnugreinar, sem taldar eru
með. Hins vegar er hér um mun
hærri tölur að ræða en kaup-
taxtar hinna einstöku stétta
gefa, ef aðeins er unnin dag-
vinna.
í sambandi við kaup og kjara-
mál væri mjög athyglisvert að
lúta gera og birta skýrslur um
framtaldar tekjur hverrar cin-
ustu atvinnustéttar í landinu,
hæstu tekjur og lægstu innan
Benedikt Gröndal
skrifar um helgina
stéttarinnar, og meðaltekjur.
Mundu slíkar skýrlur gefa fróð-
lega mynd af afkomu fólksins og
væri athyglisvert að bera raun-
verulegar tekjur saman við
kauptaxta viðkomandi stétta.
Mikið rót hefur verið á öllum
kaupgjaldsmálum undanfarnar
vikur, ekki sízt vegna þeirrar
byltlngar, sem orðið hefur á
kjörum opinberra starfsmarina.
Má raunar búast við, að enn líði .
mörg ár, áður en þjóðin finnur
hlutfall milli launa hinna ýmsu
starfsstétta, sem hún vill una
við. Slíkt lilutfall veírður að
sjálfsögðu að finna, ef nokkru
simii á að verða skaplegur friður
á vinnumarkaðinum.
Vafalaust muírdi nfikvæm
skýrsla um framtaldar tekjur
aUra vinnustétta verða fróðleg.
Hún gæti að vísu leitt til nýrr-
ar kröfugerðar er menn sæju
svart á hvítu, hvað aðrir fá. En
einhvern tíma verður slík saman-
burðar-kröfugerð að taka enda.
Þegar engar upplýsngar eru birt-
ar um framtaldar vinnutekjur,
skaþast tortryggni af óvissu og
einnig það getur ýtt undir kröf-
bænda Því miður minni bú ©gj’
getur ekki gert sér vonir um
það kaup, sem hér hefur veriff
talað um. Minnihlutinn — þeiú
sem eiga stóru búin — fá hind
vegar mun meiri tekjur. í hinurcV
mikla mun á stærð búanna felsú
höfuðvandinn við verðlagningri
landbúnaðarafurða. Það er ekki
hægt að tryggja smábændum lö!
vænlega afkomu, án þess að gera
stórbændur um leið enn ríkari,
BÍLAOG
BÚVÉLA
SALAN
ur.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 6. okt. 1963
Þess ber auðvitað að gæta, að
framtaldar tekjur eru ekki allt-
af raunverulegar tekjur einstakl
ings. En við höfum engar tölur
betri og verðum að nötast við þá
gamaldags hugmynd, að menn
telji yfirleitt heiðarlega fram.
Um kaup bóndans er að lok-
v/Miklatorg
Sími 2 3136
LANDSSMIÐJAN