Alþýðublaðið - 06.10.1963, Blaðsíða 8

Alþýðublaðið - 06.10.1963, Blaðsíða 8
 •••_•. ■ •.••• •.'■•.••■ •/■• •■•■••■• ■••••■ ■•■ •■■..■ ■mMmm Wm ií®SíUÍ ••'••^/•••;//, /VV////-VVU ;•///:/ 1 wáwS§§; wm Rætt viÖ þrjá menn um Keflavíkurveg og iyrirhugaða radargæzlu FYRIR nokkru birtist grein hér í blaðinu þar sem sú hug'- mynd kom fram, að radartæki yrðu notuð til að hafa hendur í hári ökufanta, sem ekki virtu ákvæðin um hámarkshraöa á Kefla víkurveginum nýja. Þegar við fórum að kanna þefta mál nánar, kom í ljós, að lögreglan hefur mikinn hug á því að fá radaríæki til að nota við gæzlu þarna, og hefur lögreglan kynnt sér þessi mál allnáið og hefur meira að segja nokkurn veginn verið ákveð ið hvernig tæki munu keypt, ef til kemur. Við höfum snúið okkur til þriggja manna, sem allir starfa að einhverju leyti að umferðarmáium, og rabbað við þá um radar- gæzlu cg ýmislegt annað í sambandi við nýja veginn. Kristján Sigurðsson, — fráleitt að hafa merktar ganghrautir á nýja veginum. VIÐ ræddum við Sverri Guð- mundsson, varðstjóra í umferðar- deild lögreglunnar og spurðum hann álits á þeirri hugmynd, sem komið hefur fram hér í blaðinu: nefnilega, að radartæki yrðu notuð til að hremma ökugikki, sem ækju hraðar en lög leyfðu á hinum nýja Keflavíkurvegi. — Þetta mál hefur nú einmitt verið í náinni athugun hjá okkur, sagði Sverrir. Við höfum meira að segja gert það að tillögu okk- ar, að keypt verði radartæki, til að auðvelda okkur að hafa upp á lögbrjótum á þessum nýja veg- arkafla. Það er alveg ábyggilegt, að slíkt tæki, eða slík tæki mundu koma að miklu gagni, og erum við þess mjög fýsandi að fá þau. Við höfum skoðað myndir af ýms- um gerðum radartækja og höfum ákveðið að mæla með einni ákveð- inni tegund. — Verður hærri hámarkshraði á nýja veginum en annars staðar? — Lögin segja, að hámarks- hraðinn eigi að vera 70 kílómetrar á klukkustund, en hvort einhver tilfærsla verður gerð þarna, veit ég ekki, og þori ekkert að full- yrða um. — Heldurðu að mikil brögð séu að því að menn aki of hratt þarna? — Við höfum ekki fylgzt náið með því, en hins vegar er okkur sagt, að þarna sé ekið allhratt. Við vorum þarna suður frá fyrir nokkrum dögum, til að kanna all- ar aðstæður og sjá hvernig bezt verður að haga umferðargæzlu þarna. En sem sagt, þá erum við hér í lögreglunni því mjög fylgj- andi, að þarna verði sett upp rad- ártæki, því að við erum þess full- vissir, að þau muni verða til mik- ils gagns, og enda ekki nema sjálf- sagt að nýta tækni og nýjungar sem bezt, á þessum sviðum sem öðrum. Síðan hittum við að máli Kristj- án Sigurðsson hjá slysadeild rannsóknarlögreglunnar. — Hvernig lízt þér á að sett verði upp radartæki við nýja Keflavíkurveginn, Kristján? — Þetta er nú eiginlega of tæknilegs eðlis til að ég geti nokk- uð um það sagt. En þetta mundi vissulega vera mjög gott, ef hægt er með tækjum að mæla hraðann svo ekki skeiki. — Annars mun þessi vegur vera byggður þann- ig, að reiknað er með hærri há- markshraða en leyfilegur er sam- kvæmt gildandi umferðarlögum. Þyrfti þess vegna hámarkshraðinn þarna að vera meiri, til þess að vegurinn skiii fullum afköstum. — Hvað heldurðu um slysa- hættu á veginum? — Þarna verður að sjálfsögðu stórhætta á ferðum, þegar ísing sezt á veginn. Mér finnst það alls ekki fráleit hugmynd, að hafa há- markshraðann ekki alltaf þann sama, og láta koma upp sérstök- um aðvörunarmerkium of ein- hver óvenjuleg hætta er á ferð- um, eins og til dæmis ísing. — Hafið þið frétt um slys þarna síðustu daga. — Nei, ekki nú síðustu daga. Á MYNDINNI hér að ofan s kaupa. Tækin eru bandarísk og r ætlunin að koma þeim fyrir r bi ökutækjanna, svo ekki verður vé Á stóru myndinni sjáum við krónur. Lögregluþjónninn er að fólksbíilinn ekur. í reynd er þai við veginn, heldur láta til dæmis Hins vegar voru í fyrra nokkur slys á þeim kafla, sem þá var tek- inn í notkun. Yoru það einkum ungir menn, sem farið höfðu heldur geyst, enda er sú freisting til staðar, þar sem við erum ó- vanir svona góðum vegum. , — Hvað um umferð gangandi fólks við veginn? — Þar sem mikil umferð og mikill hraði eru annars vegar, þá er umferð gangandi vegfaranda að sjálfsögðu alltaf mikið vandamál. Mér finnst alveg fráleitt, ef hafa á merktar . gangbrautir á vegin- um til dæmis, þar sem hann-ligg- ur í gegnum Hafnarfjörð. Slíkt væri að mínum dómi til þess eins að bjóða hættunum heim. Við höfum enga tryggingu fyrir því, að bílstjórar virði rétt þeirra, sem eru á slíkum gangbrautum, en vegfarendur treysta brautun- nm hins vegar, og sér þá hver maður hættuna, sem þarna hlýtur að skapazt. Þarna þyrftu skiiyrðis- laust að vera undirgöng, sem greið fært væri að og vel opin í báða enda, ekki neinn smágangur, því reynslan hefur sýnt, að fólk not- ar slíkt ekki. Að lokum ræddum við við Guð- mund G. Pétursson, framkvæmda- stjóra Umferðarnefndar, og lögð- um fyrir hann sömu spurningu og þá, sem ’i '-æddum við águr. — Mér lízt vel á þetta, sagði Guðmundur. Eg veit, að verið er að athuga með radartækin, og held ég, að einkum hafi verið rætt um að fá tæki, sem koma ast hra? g 6. okt. 1963 — ALÞYÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.