Alþýðublaðið - 06.10.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 06.10.1963, Blaðsíða 16
■ HMMWmMWWWWWWW%MW%WWWWiWmWWWWWWMW%WMW%%W»M»W Þeir könnuðust ekki við Kiljan í veizlum [ ALÞÝDUBLAÐID RÆÐIR VIÐ HALLDÓR LAXNESS ] Reykjavík, 5. okt. — HP. f HAUST birtist í Yísi og Tím- . tmum grein um Steingrím Thor- netcinsson, skáld, eftir Halldór \*Kil.jan Laxness, en í ágúst var hálf . bld liðin frá dauða Steingríms. — JÞað vakti athygli blaðalesenda, að vlgreinin var skrifuð undir nafninu Halldór Laxness einvörðungu, en -viKiljan fellt úr nafni Nóbelsverð- '.-launaskáldsins. Nýverið hleraði Alþýðublaðið, að bókin „Skálda- Halldór Laxness tími,” hið nýja verk Laxness, sem væntanlcga kemur út 9. október, mundi einnig birtast með höfund- arnafninu Halldór Laxness, en ekki Halldór Kiljan Laxness, en undir því siðarnefnda hafa flestar bækur skáldsins birzt á fslandi. Blaða- maður Alþýðublaðsins hringdi í gær upp að Gljúfrasteini og spurði hvort rétt væri hermt. Laxness kvað það rétt vera. Hins vegar færi fjarri því, að hann hefði breytt nafni sínu eða nokkuð í þá átt. — Það er ekkert grundvallar- atriði, sem liggur þessu að baki, en það stendur bara aldrei Kiljan á þeim bókum mínum, sem birtast í erlendum þýðingum. Þær eru prentaðar með nafninu Halldór Laxness, og ég er orðinn þessu svo vanur, að ég er oft farinn að sleppa Kiljan ör nafninu mínu, þegar ég skrifa það, en rita í þess stað H. L. eða Halldór Laxness. Þetta er semsagt ekkert „prinsíp- mál” af minni hálfu, að skrifa ein- ungis Halldór Laxness, — það er aðeins gert til hægri verka fyrir alla aðila. Það þekkir mig enginn útlendingur undir nafninu Kiljan. Vinir mínir kalla mig flestir Hall- dór eða Laxness; það er helzt ó- kunnugt fólk, sem kallar mig Kilj- an. Oft hefur það komið fyrir, að ég hef verið kynntur fyrir fólki í veizlum erlendis sem Kiljan, en það veit sjaldnast við hvern er átt og virðir mig ekki svars, en rankar svo kannski við sér á eftir og áttar sig á því, að Laxness og Kiljan eru einn og sami maðurinn. Eg man eftir a.m.k. tveimur dæm- um um þetta frá útlöndum. Eg var , kynntur Kiljan fyrir því, en svo kom það til mín á eftir og sagði: Ja, ég vissi ekki, að það voruð þér. Eg kom þó einmitt hingað til að hitta yður, en ég kannast ekkert við Kiljan. — Kemur ekki nýja bókin yðar út 9. október. — Eg veit það bara ekki. Eg veit það eitt, að það er verið að prenta hana núna en ég þori ekki að fara með útkomudaginn. — Ragnar mundi vita það bet- ur? — Já, ég býzt við því. — Hafa ekki einhverjlr vinir yðar fengið að lesa handritið eða glugga í það? — Nei, ég held enginn liafi les- ið það. Það var enginn tími til þess. Bókin fór í prentun, áður en ég var búinn með hana, en ég var svo langt kominn, að það var vel hægt að koma því svo fyrir. Prentaramir lesa hana fyrstir — á eftir Ragnari. — Hafið þér unnið lengi að Skáldatíma eða var bókin skrifuð í sumar að — mestu? — Já, ég hef einkum unnið að henni í sumar, en ég átti uppkast eða lausleg minnisblöð — væri kannski réttara að segja — frá síðari árum. — Eruð þér með fleiri ritverk á prjónunum? — Ja, ég get eiginlega ekki sagt það, því að Skáldatími hefur tekið allan tíma minn upp á síðkastið. Eg á ekki gott með að hafa mörg járn í eldinum í senn, af því að ég er einyrki. Eg get ekkert sagt um þetta núna, en síðar býzt ég nú við, að ég fari eitthvað að bolla- leggja. — Hvað um Dúfnaveizluna? — Já, það er leikrit. Eg varð að leggja það á hilluna í vetur, þegar ég tók til við Skáldatíma fyrir alvöru, en ég held sjálfsagt áfram með það, þegar tími vinnst til. — Við getum þá kannski ekki spjallað meira um það, sem enn er ekki orðið til. — Nei, ég býst ekki við því. Að svo mæltu þökkuðum við Halldóri Laxness samtalið. >4%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%%^ Fyrsti rafeindaheilinn er kominn tii landsins osmm 44 ár. — Sunnudagur 6. október 1963 — 116. tbl. Afbrot barna auk- ast í skammdeginu Reykjavík, 5. okt. R.L. Þegar ljósmyndari og blaðamað- tir Alþbl. va|ru á gangi nið'ur ■i Klapparstíginn í dag, sáu þeir að • extthvað var um að vera framan Við húsið þar sem umboð IMB er -'ltil húsa. Þarna var lyftari frá íEimskip að tilfæra nokkuð stóra vlcassa og flytja þá inn í húsið. Við Vorum svo heppnir að rekast á um- ifcoð.smanninn, IMB á íslandi, en ifiað er Otto A. Michelsen. — Hvað er hér um að vera, Otto? — Við erum að fá rafreikni, • Cða- svokallaðan rafeindaheila. ■’Hann kemur frá Montreal í Can- *<%ada, en þar er hann smíðaður. Hann verður hér aðeins í þrjár • Vikur, .en þá fer liann til Finnlands. stendur til að nota rafreikn- inn til kennslu fyrir menn sem hafa tekið þátt í Fortran nám- skeiðum. — Hvað er Fortran? — Fortran er það tungumál sem rafreiknirinn skilur. — Til hvers eru svona rafreikn- ar notaðir? — Aðallega við visindi og vís- indalega útreikninga. Þessar vélar hafa það sérstaklega til síns á- gætis að vera mjög öruggar, fljót- legt er að setja þær upp og ótrú- lega auðvelt er að vinna með þeim. Nú bar| að mann sem Ott.o kynnti fyrir okkur. Anders Thal- me, sænskan verkfræðing, einn af forstjórum IMB á Norður- löndum. Við spurðum hann: — Hafið þér unnið lengi hjá IMB? — í 35 ár. Þegar ég byrjaði Framh. á 2. síðu Reykjavík, 5. okt. — A.G. ÚTIVIST barna hefur orðið æ tneira vandamál hér í höfuðborg- inni. Máí vegna lauslætis stúlkna innan 16 ára aldurs, verða sífellt tíðari, og hefur rannsóknarlögregl- an fengið mörg slík mál til með- ferðar. Drengir innan 16 ára ald- urs gerazt oftast sekir um innbrot og skemmdarverk. Nú, þegar skammdegið fer í liönd og eftir fenginni reynslu, aukast afbrot unglinga og slysa- hætta vex. Vegna þess, hefur Barnaverndamefnd Reykjavíkur sent frá sér eftirfarandi tilkynn- ingu: Á fundl bamaverndarnefndar Reykjavíkur sem lialdinn var 30. sept. sl. var samþykkt að beita sér fyrir því, að reglum um útivist bama verði fylgt og skora á for- eldra, að sinna þeirri skyldu sinni. Skammdegið fer £ hönd og sam- kvæmt reynslu eykst þá slysahætt an og afbrotum barna fjölgar. — Með auknu eftirliti og strangari gæzlu á reglum um útivist er hægt að draga úr slysahættunni og fækka afbrotum. Það hlýtur að vera áhugamál allra foreldra. Ákvæði um þessi atriði eru í 19. gr. lögreglusamþykktar Rvík- ur. Hún er svohljóðandi: Lögreglustjóra er heimilt að banna öllum óviðkomandi, sem ékkl eiga brýnt erindi, umferð út í skip, sem liggja i höfninni, frá kl. 20-8 á tímabilinu 1. október til 1. maí, en frá kl. 22-8 á tíma- bilinu 1. maí til 1. október. Ungl- ingum innan 16 ára er óheimill að- gangur að almennum knattborðs-1 stofum, dansstöðum og öldrykkju- | stofum. Þeim er óheimill aðgang- j ur að almennum veitingastofum, ís-, sælgætis- og tóbaksbúðum eftir kl. 20.00 nema í fylgd með fullorðnum, sem ber ábyrgð á þeim. Öll afgreiðsla um söluop til barna eftir að útivistartíma þeirra cr lokið, er óheimil. Eigendum og umsjónarmönnum þessara stofn- ana ber að sjá um, að unglingar fái þar ekki aðgang né hafizt þar við fram yfir það, sem leyfilegt er. Ákvæði þessi eru þó ekki því til fyrirstöðu, að unglingar megi hafa afnot af strætisvagnaskýlum. Börn yngri en 12 ára mega ekki vera á almannafæri seinna en kl. 20 frá 1. október til 1. maí og ekki seinna en kl. 22 frá 1. maí til 1. Framh. á 2. síðu _ ^ A morgun er HAB dagur AУIN$ 5000 NÚMER/ Aðalumboðið Hverfisgötu 4 er opið til kl. 8 í kvöld. Myndin er af Anders Thalme t.v. ög Otto A. Michelsen t.li. • •

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.