Alþýðublaðið - 15.10.1963, Blaðsíða 7
Victoria plægir Arabiuhaf.
Indlandspistlar f rá
Sigvalda Hjálmarssyni
ER OF HÁTÍÐLEGT að taka
svo til orða, að hafið sé eins og
mannlífið: hvergi eins, en þó alls
staðar hið sama?
Á Miðjarðarhafi og Rauðahafi
er það kallað dálítil alda, sem á
okkar norrænu höfum heitir slétt-
ur sjór, og hér freyðir á litlum
gárum, sem engiun dytti í hug að
bryti þar nyðra.
Á Indlandshafi dregur Ægir þó
stórum þyngra andann.
Um borð í „Victorhr' höfum við
dáiítið sýnishorn af mannlífinu.
Menn verða hér ástfangnir, ekki
síður en annars staðar, og biðja
sér kvenna, er mér sagt, þótt það
gangi auðvitað misjafnlega eins og
annars staðar.
Hér er fölk frá mörgum Evrópu-
löndum, þar á meðal frá þremur
Norðurlandanna, frá mörgum As-
í Japan, en les hér á skipinu ind
verska heimspeki.
Við höfum um ýmisiegt að tala
Hann ætlar að vera a. m. k. ár
ferðinni.
Hvað finnur hann?
Skiptir naumast miklu.
Sannleikurinn felst fremur
sjálfri leitinni en í nokkrum sér
stökum niðurstöðum. Hann er næ
því að vera leið, heldur takmark
En samtímis þessum Þjóðverja
sem snýr í austur, eru hér Austur
landamenn, sem hvarfla til vest
urs.
Þannig á það líklega að vera
Heimurinn er orðinn lítill.
Þeir að austan vilja læra véla
mennt og tækni vestra, vilja bæt
kjörin og skipulagið, en í leiðinn
verða forframaðir, að þeir læra
tvist og sömbu og cha-cha-cha, og
íulöndum og frá Norður-Ameríku.
Og þessi kokkteill er hið prýðiieg-
asta samfélag.
í matartímunum, yfir hrísgrjón-
unum og karrýinu (því að ég
byrja strax að æfa mig í Hindúa-
háttum), verður mér stundum á að
hugsa um skipið góða, sem þeir
voru á í leikritinu „Á útleið" og
flutti menn til landsins handan
við gröf og dauða. Ég má auðvitað
alls ekki hugsa svona, og því síður
tala svona, en það verður að hafa
það. Og mér er auðvitað líka bann-
að að minnast á það, að yfirþjónn-
inn á ferðamannafarrýminu, hann
Tóní, minnir mig á þann reynda
og vitra ferðalang, sem í leikritinu
fór með merkilegasta hlutverkið
og oft hafði komið til beggja landa.
Toni passar rækilega upp á það,
að ég fái jurtafæðu en hvorki
fisk né kjöt, sem ég sakir sér-
vizku minnar vil ekki neyta. Ég
bið hvorki Toni né aðra neinnar
afsökunar á þessari sérvizku,
enda óþarft fyrir menn að biðja
mig afsökunar á sínum tiltækjum.
Úr sæti mínu í miðjum borðsal-
num get ég séð unga námsmenn
frá Indlandi, Pakistan, Filipsevj-
um, Indónesíu og Malaysíu, sem
eru að fara heim frá námi í vest-
rænum löndum. Og samtímis kem
ég auga á ungan Þjóðverja, sem er
að fara til Austurlanda að leita
að sannleikanum.
Ég hitti hann út við borðstokk
kvöld eitt. Við stóðum þar báðir í
eömu erindagjörðum: að horfa á
sólarlagið á fjöllunum suður af
Port Suez.
Hann sagði:
— Þetta er betra en nokkurt
leikhús.
Ég samsinnti.
Ég hafði tekið eftir því, að þessi
þcssi maður hafði oft setið einn
sér, norrænn og sterklegur í út-
liti, tottað pípu sína og lesið í
bók. Nú kom það upp í almcnnu
samtali okkar, að hann er að fara
til Indlands, Kína og Japan til
þess að kynna sér austræn fræði
um andleg mál, hefur einkum
hug á að grúska í Zen Buddhísma
hér á skipinu sýna þeir það svart
á hvítu, að þeir eru hárvíssir í
öllum þeim glennum, er kunna
þarf skil á í þeim göfuga lærdómi.
Mættu þeir samt ekki gleyma
sinni fornu menningu.
Meðal þeirra, sem setja svip á hóp
inn í borðsalnum, er hópur af
nunnum úr fleiri en einni reglu
og nokkrir kaþólskir prestar.
Nunnumar fara oft þrjár eða
fleiri saman, ganga hlið við hlið,
dálítið álútar eins og þær annað
hvort veigri sér. við að líta á á-
hyggjur. Þær eru sumar austræn-
ar að ætterni, en krossmörkin og
talnaböndin, sem þær leika oft með
fimum fingrum, merkja þær greini
lega hinni öldnu móður, kaþólsk-
unni.
Ég varð einu sinni var við bæna
gerðir þessa fólks, en þær fara
alltaf fram á afturþiljum kl. 7 að
morgni. Einn morguninn fór ég ó
fætur fyrir sólrls, og varð þá var
við morgunbænimar um það
leyti sem ég var að fara niður aft
ur.
Prestamir eru oft með Biblíuna
í höndunum eins og vænta má af
þeirri stétt, og einn þeirra hef ég
oft séð sitja á bekk undir sól-
byrginu aftur á, og, að ég held,
fara með bænir í hljóði.
Þetta gerði mig forvitinn.
Ég laumaðist því til þess hvað
eftir annað að tylla mér niður
rétt hjá honum til þess að athuga
hann, meðan hann baðst fyrir, og
vona ég að hann og guð hans fyrir-
gefi mér ó&kammfeilnina.
Bænagerðir, eins og aðrar teg-
undir hugleiðingar, geta orðið að
hreinu vanastarfi. Maður kann
bænina, hugurinn fetar kunnuga
slóð, en athygli hans — þessi dul-
arfulli brennipunktur vitundar-
lífsins er víðs fjarri, ef til vill
hálfsofandi. Þegar svo fer, eru í
vitundinnj orð án innihalds, en
aftur á móti þarf hugsunin alls
ekki að klæðast neinum orðum í
djúpri og innihaldsríkari huglcið-
ingu æfðs huga, enda þótt hún sé
fyllilega skýr.
Mér virðist þessi prestur ekki
svíkja lit. í svipnum var langtím-
um saman kyrrð og festa þess ,
manns, sem er niðursokkinn í djúp
viðfangsefnj hið innra. Hann sýnd-
ist vita, hvað hann var að gera.
Hér á skipinu eru líka nokkrir
Múhameðstrúarmenn, frá Pak-
istan. Ekki hef ég orðið þess var, að
þeir hneigðu sig í átt til Mekka,
en þar fórum við fram hjá nýlega,
þótt fjarri væri, að við sæjum til
lands svo er borgin langt írá
strönd.
Þar að auki eru auðvitað menn,
sem engu segjast trúá, og menn,
sem ekki teljast til neinna sér-
stakra trúarbragða, þótt ekki neiti
þeir gildi trúarinnar.
Samt kemur mönnum vel saman.
Þeir eru ekkert að karpa, og ef
þeir karpa, þá karpa þeir um allt
fremur en andleg mál. Umburðar-
lyndið er á sigurleið. Brhaminar
sitja nú til borðs með hverjum
6em er, Múhameðstrúarmenn
spýta ekki á vantrúaða, eins og
mér er sagt, að þeir geri i Saudi-
Arabíu, þegar stendur í bólið
þeirra, og heittrúaðir kristniboð-
ar eru hættir að halda því fram,
að aðrir en rétttrúaðir fari eftir
dauðann niður í eldinn og brenni-
^ steininn.
Slík er liðin tíð.
Hvers vegna líka að vera að
stritast við að halda því fram
manns eigið viðhorf eé einhlítt,
harla einfeldningslegur hroki að
telja sjálfan sig vera dómbæran
um það, eða að maður viti um ein
hvern annan sem sé dóm-
bær um hvað sé til sáluhjálpar
rétt eins og öllum hljóti að hæfa
hið sama.
Það hefur enginn einkarétt á
sannleikanum, og þar að auki
hygg ég, að sannleikurinn víki úr
vegi fyrir þeim, sem heldur að
hann sé kominn að endanlegvi
niðurstöðu, ekki sízt ef hann hefur
fengið bréf upp á það hjá einhverj
um öðrum.
Janvel umræður um andstæð
sjónarmið í andlegum efnum eni
oftast gagnslitlar.
Þær væru að vísu ekki gagns-
litlar, ef meiningin væri að leiða
í ljós sannleika.
En það er sjaldgæft. Menn eui
oftar að reyna að ná sér niðri á
einhverjum andstæðingi — nauða
heimskulegt athæfi.
Öll sjónarmið hafa hlutverki að
gegna. Þau eru öll eins og nótur-
í hinni miklu hljómkviðu lífsins,
sem mannsandinn er sífellt að
reyna að skilja.
FRÍMERKJASÖFNUN
UNGI safnarinn kemst fljótt
að raun um, að frímerkjasöfnun
er ekki aðeins skemmtilegur leik
ur. — Hann verður margs vísari
— gegnum frímerkin — um þau
lönd, sem hann safnar frímerkj
um frá. ■— Hann kynnist sögu
landanna, athafnalífi, íþróttum
og náttúrulífi. Og hann getur
einnig, oft með aðstoð pabba
eða mönnu fengið sér penna-
vin í nágrannalöndunum. —- Þau
bréfaviðskipti hafa stundum
leitt til ævilangrar vináttu. —
Frímerkjasöfnun kennir einnig
hinum unga safnara sparsemi.
Stundum vill hann heldur kaupa
sér álitlegan frímerkja-pakka,
fremur en að fara á bíó. — Og
safnið hans, sem stækkar ár frá
ári, getur vel orðið verðmætt
með tímanum. .— Margir eru
þeirrar skoðunar að ekki sé lak
ara fjárhagslega, að verja ein-
hverju af spariskildingunum til
þess að kaupa nokkur þau merki,
.sem eru að seljast upp á pósthús
inu.
Nú skulum við athuga frímerk
ið sjálft nokkru nánar. — Papp-
•írinn, sem merkið er prentað á,
getur verið mcð ýmsu móti. —
Tvö frímerki geta. við fyrstu sýn
virzt alveg eins, en þegar bet-
ur er að gáð er pappírinn í öðru
þeirra þynnri og getur það stund
um riðið baggamuninn um það,
að annað merkið sé miklu dýr-
ara. — Af íslenzkum merkjum
má minna á, í þessu sambandi,
45 aura Geysir. Það merki er til
bæði með þykkum og þunnum
pappír. — Pappírinn er oftast
hvítur, eða hvítleitur, en stund-
um litaður. Hann getur verið gljá
andi eða gljáalaus. Myndin á
pappírnum getur verið í mörg-
um litum. — Límið aftan á merk:
inu getur verið gagnsætt cða þá
litað. — Sum merki eru þó lím
laus, einkum þau gömlu. Vatns-
merki eru í sumum frímerkjum,
sem sjást bezt á baki merkisins,
ef því er snúið á ýmsa vegu við
ljósið. Einnig er hægt að sjá
vatnsmerkið með þvi, að leggjat
frímerkið í litla skál, svarta að
innan, og láta bakhlið þess snúa
upp. Síðan eru nokkrir dropar
af benzíni látnir leka á merkið,
kemur þá vatnsmerkið í ljós. t'
islenzkum merkjum eru til 4»
teg. vatnsmerkja.
ALÞÝÐUBLAÐIÐ — 15. okt. 1963