Alþýðublaðið - 17.10.1963, Blaðsíða 16

Alþýðublaðið - 17.10.1963, Blaðsíða 16
HVAB er aö gerast? Jú, þetta er sjón, sem á hverju liausti fýrir augu þeirra, sem leiS eiga um Lækjargötu neðan Menntaskólans eftir að skólinn hefur verið settur. Myndirnar tók ljósmyndari Alþýðublaðs- ins í góða veðrinu í gær af eld- •vígslu busanna — hinni árlegu „tolleringu”. ■ Tolleringar við Menntaskól- ann í Reykjavík munu eiga ræt ur sínar að rekja til þess tíma, þegar Bessastaðaskóli var helzta- menntastofnun landsins fýrir meira en heilli öld, og til sögur um snögg við- brögð og rifinn rass frá þeim tímum ekki síður en nú, þegar glíman stendur á skólalóðinni ofan Lækjargötu. En þó að bus- arnir reyni að bjarga sér á flótta undan þeim, sem fengu að fljúga fyrir einu tveimur eða þremur árum, nást þeir samt ýmist úti eða inni. Kenn- ararnir fylgjast með tvíráðir á svipinn, því að þó að leikurinn sé æsispennandi, getur gaman- ið farið af, ef tolleringameist- urunum bregzt bogalistin. Því betur eru þess þó fá dæmi. Það er hlaupið, æpt og stimpast við — og busunum þeytt upp í loft- ið einum af öðrum. Oft er spaugiieg sjón að sjá þá, suma hrópandi á öfugum enda, en aðra ofur rólega og stóiska á sínu flugi. Kvenþjóðin nýtur engra forréttinda í þessum sökiun, heldur eru stelpurnar miskunnarlaust gripnar og tol- leraðar. Auðvitað látast þær hafa á móti þessu og hrópa kannski svolítið hærra en efni standa til ... en ... einn - tveir - þrír. Síðasta busann ber við himin — og eftir það verður enginn busi í Menntaskólanum í Reykjavík, fyrr en að ári. En ekki þorum við að sverja fyrir, að einhvers staöar finnist busi í rifinni skyrtu eða týnd tala á stöku stað í sölnandi grasinu. MENNINGARSAMTOK HASKOLAMANNA Reykjavík, 16. okt - HP ÖTOFNUÐ hafa verið Menningai- Ujiintök háskólamanna, sem hafa 4 stefnuskrá sinni „að vinna á Sræöiftfcíran og hlutlægan hátt að •fír.amförum á sviði menningarmála. ^fiigangi síntun liyggjast þau ná með því að gera samþykktir um þessi efni að undangengnum át- liugunum og umræðum og koina þeim á framfæri við stjómarvöld eða aðra þá aðila, er hlut eiga að máli; svo og með birtingu þeirFa í blöðum og útvarpi, ennfremur með almennum umræðufundum eða á annan hátt eftir því, sem henta þykir”. Frá þessu var skýrt á blaða mannafundi í dag, en samtökin hafa þegar samþykkt ályktun um i öryggismál bama og unglinga, en fleiri ályktana er að vænta síðar. Eitt tilboð barst í Laugardalslðugina Reykjavík, 16. okt. - G.G. AÐEINS barst eitt tilboð í næsta áfanga framkvæmda við nýju sundlaugina í Laugardalnum. Var það frá Byggingafélaginu Brú og hljóðar upp á kr. 10.975.000.00, að Aukafundur hjá SH SÖLUMIÐSTÖÐ hraðfrystihús- anna hefur boðað til aukafundar í Reykjavík þriðjudaginn 22. októ- ber n. k. Á fundinum mun m. a. verða rætt um rekstursvandamál hraðfrystihúsanna, en afkomu þeirra hefur hrakað mikið að und- anförnu vegna stöðugt hækkandi reksturskostnaðar. Niðurstöður at- hugana á afkomu frystihúsa munu verða lagðar fyrir fundinn og f jall- að verður um starfsgrundvöll hrað- frystihúsanna. því er Valgarð Briem, forstjóri lnnkaupastofnunar Reykjavíkur- borgar, tjáði blaðinu í gær. Það, sem vinna á í þessum áfanga, er að steypa botninn í laugina, halda áfram vinnu við áhorfendapallana, gera í þá bak og steypa yfir þá skyggni. Þetta er allvandasamt verk og óvenjulegt, einkum í sam- bandi við hina háu palla og skyggn iö, og kann það að hafa valdið því, að ekki bárust fleiri tilboð, enda um mörg venjulegri og einfaldari verkefni að ræða. Valgarð tjáði blaðinu ennfrem- ur, að nú væri verið að ganga frá útboði í hitaveitulögn í enn eitt hverfi í bænum og yrði það verk boöið út næstu daga. Hér er uin að ræða hverfið, sem takmarkast af Langholtsvegi - Suðurlands- braut og Álfheimum, mikið verk- efni, sem taka mun tvö ár. Þá er væntanlegt næstu daga útboð í háhýsið, sem borgin hyggst byggja í Heimunum. Einstefnuakst og ný bí Reykjavík, 16. okt. - KG Á FUNDI Umferðarnefndar fyrr í mánuðinum kom fram tillaga frá Borgarverkfræðingi þess efnis, að einstefnuakstur verði tekinn upp í Mávalilíð, Drápuhlíð og Blöndu- hlíð frá Lönguhlíð að Reykjahlíð og á Barmahlíð frá Lönguhlíð að Engililíð. Mun ætlunin með þessu að flytja sem mest af þungaflutningn um yfir á umferðaæðarnar. Mun hafa verið gert ráð fyrir þessu í upphafi og þá annar helmíngur götunnar ætlaður sem biireiða- stæði. Einnig var samþykkt í nefndinni að leggja til, að bifreiðastöður verði bannaðar á Njarðargötu, vestan megin götunnar. En nokk- uð hefur verið gert að því að banna bifreiðastöður öðru megin á tvístefnuakstursgötum tíl þéss að greiða fyrir umferðinni. * í Á fundi nefndarinnar voru einn- ig ræddar nokkrar framkvæmdir í sambandi bifreiðastæði. Meðal annars var samþykkt, að mæía með því að lóðin Vesturgata 51' verði tekin á leigu fyrir almenningsbif- reiðastæði. Og að lagfært verði bifreiðastæði vlð Eiríksgötu, milli Barónsstígs og Njarðargötu. Eitthvað mun hafa verið rætt um mögulegar hækkanir á stöðu- gjöldum. Miklar tekjur hafa verið : af mælunum og liluta af því fé verið varið til lagfæringa á bif- reiðastæðum. Nokkurt fé mun nú vera í sjóð til byggingar bifreiða- ; geymslu í miðbænum, en beðið er ■ eftir heildarskipulagningu áður en ; staðsetning verður endanlega á- ; kveðin. ! IHHHHMHHMMWHWHMM TEKNIR VÍD ÓLÖGLEGA LAðQ/EIÐI TVEIR smástrákar voru tekn ir á þriðjudag að ólöglegum laxveiðum í Ellióaánum. Vó þeir með nokkra laxa í poka, en veiðitækið var bambus- stöng, sem þeir höfðu fest hníf við endann á. Stungu. þeir laxinn og fleygðu bon- um á land. Þannig hafði þeím tekizt að ná í sex fiska. Tvo 1 höfðu þeir gefið, og einn selt á 59 krónur. MMMHHMHMnÚ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.