Alþýðublaðið - 19.11.1963, Blaðsíða 1
FORSETIHN FÆR HLÝLEGAR
MÚTTÖKURIBREILANDI
HEIM
myndinni
sést forsætis-
ráðherra Bret-
lands, Sir Alec
Douglas -Home
taka á móti for-
seta íslands og
frú á Victoriu-
stöðinni í Dond-
Reykjavík, 18. nóv. ÁG.
FLUGliÉL forseta íslands,
herra Ásgeirs Ásgeirssonar, lenti
á Gatwick-flugvelli hjá Londoa
kl. tvö í dag. Þar með hófst hin
opinbera heimsókn forsetans tii
Bretlands. Klukkustund eftir að
flugvélin var lent, tók íorsætis-
ráðherra Bretlands, Sir Alec
Douglas-Home, á móti forsetan-
um á Victoriu-járnbrautarstööinni
í London.
Forsetalijónin héldu utan í naorg
un með flugvél frá Loftleiöum.
Lögðu þau af stað frá Reykjavík-
urflugvellj kl. 7.30. Með þeim í
förinni er utanríkisráðherra, Guð-
mundur í. Guðmundsson og frú,
forsetaritari og Sir Basil Boolhby,
sendiherra Breta á íslandi og kona
hans.
Framli. á 10. síðu
BELGÍSKUR SJÓ-
MAÐUR í SJÚKRA-
HÚSIÁ ÍSAFIRÐI
ísafirði, 18. nóv. — BS.
SKIPSMADUR á belgiskum tog-
ara hlaut svo alvarleg meiðsíi, er
krókur losnaði af togvír, og lenti
á honum að skipið varð að halda
hingað til að koma manninum á
sjúkrahús.
Togarinn kom hingað á laug-
ardagskvöldið og var maðurinn
fluttur beint á fjórðungss; úkra-
húsið. Hann reyndist vera rif-
brotinn og hafa hlotið fleiri inn-
vortis meiðsli. Manninum llður
vel eftir atvikum.
ANNAR FÉKK KÚLU í LUNGUN, HINN í KVIÐINN
Reykjavík, 18. nóv. ÁG.
TVEIR ungir íslendingar, sem
eru við flugvirkjanám í borginni
Tuísa í Bandaríkjunum, særðust
alvarlega er drukkinn Bandaríkja-
maður, J. O. Scaggs skaut á þá úr
skambyssu. Annar pilturiim Ket-
ill Oddsson fékk kúlnna í kviðar-
holið, og fór hún skáhallt í gegn-
íL' KetiB Oddsson
um hann. Hinn, Halldór Geslsson,
fékk kúlu í lungað, og stöðvaðist
hún í lungavöðva. Piltarnir^yoru
þegar ffuttir á sjúkrahús, og var
Ketill á skurðarborðinu í tvær
ki'ukkustundir. Þetta var s.L laug-
ardag. Báðir piltarnir eru úr lífs-
hættu.
Nánari atvik þessa atburðar eru
Halldór Gestsson
ekki ljós. Er Alþýðublaðið hafði í
dag tal af fréttastjóra dagblaðsins
Tribune, sem er gefið út í Tulsa,
sagði hann, að atburðurinn hefði
átt sér stað í „trailer“ihjólhýsi, en
þar hefðu piltarnir verið að heim-
sækja konu, er þeir þekktu.
Scaggs, sem er eiganði hjólhýsa-
fyrirtækis, mun hafa verið trúlof-
aður þessari stúlku, en þau slitið
samvistum. Hann mun hafa kom-
ið í hjólhýsið og verið drukkinn.
Hefðu piltarnir og Scaggs lent í
með því, að hann tók upp skam-
byssu og skaut á þá. Scaggs var
síðar tekinn höndum, og játaði
hann á sig verknaðinn. Annað gat
fréttastjórinn ekki sagt um at-
burðinn, en sagði að lokum, að
báðir piltarnir væru úr lífshættu.
Foreldrar Ketils fengu að vita
um þetta í morgun, en þau eru
Oddur Ólafsson, læknir á Reykja-
lundi og Ragnheiður Jóhannes-
dóttir. Var það frændi Ketils, Geir
Hauksson, sem einnig er við nám
í Tulsa, sem hringdi í Odd. Geir
frétti fljótlega um árásina, og
skýrði lögreglan honum frá því
hvernig komið var.
í blöðunum á sunnudaginn var
sagt, að piltarnir hefðu verið
drukknir, en lögreglan bar þá frétt
til baka, og kvað það tilhæfu-
laust. Nefndur Scaggs mun vera
ríkur maður, og eigandi stórs hjól
hýsafyrirtækis. Hann skaut á pilt-
ana úr 25 cal. skambyssu. Hon-
mn hefur verið sleppt úr haldi
gegn hárri tryggingu.
Halldór og Ketill liafa verið í
Tulsa i 14 mánuði, og stundað þar
, nám í flugvirkjun. Þeir áttu að
koma heim um næstu mánaðamót
og áttu aðeins eftir eitt próf. Sext
án aðrir íslenzkir piltar eru þarna
við nám í flugvirkjun.
Þess má geta, að Halldóri og
Katli var komið fyrir á góðu sjúkra
húsi, og gerði þekktur læknir að-
gerðina á Katli.
FAGRANES KOMIÐ
ísafirði, 18. nóv. — BS.
FAGRANESH), nýi Djúpbátur-
inn, rcyndist vel á heimleiðinni '
frá Noregi, en hann hreppti slæmt j
veður. Skipið kom hingað á mið- j
nætti sl. og kl. 4 í dag verður j
bæjarstjóminni og fleiri gesturn j
boðið að skoða fleytuna.
MMMMHMMMUMMMM
SKAGFIRÐINGUR
FÓR Á 10,6
MILLJÓNIR KR.
Sauðárkróki, 18. nóv. MB-ÁG
Stálskipiö Skagfirðingur, sem
er einn af liinum svokölluðu
au.-þýzku „tappatogurum” var
selt liér á uppboði í dag
Skipið var eign Fiskivers hf„
en það átti hér - frystiliús og
aðrar eignir, sem seldar vorn
fyrir nokkru síðan. Skuldim-
ar á bátnum námu 12.8 miHj.
Uppboðið hófst kl. 10 í
morgun. Þrír menn buðu í
skipið. Rögnvaldur Finnboga-
son, bæjarstjóri, bauð 9 millj.
og 900 000. Sigurður Ólafsson,
lögfræðingur, sem mættur var
fyrir ríkissjóð, bauð 10 millj.
og 600 þús., og Haraldur Árna
son, skrifstofustjóri, ssm
mættur var fyrir hönd Veral-
unarfélags Skagfirðinga, banð
10 milljónir 625 þús. og var
því hæstbjóðandi.
AMMMMMMMMMiMMMMm