Alþýðublaðið - 19.11.1963, Blaðsíða 2
Altstjórar: Gylfi Gröndai iat>. > oa öenedíkt Gröndaj Fréttastjórl
Jkrni Gunnarsson. — Ritstjórnarfulltrúi: Eiður Guðnason. — Símar:
J.4900-14903. - Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Ali>ýðuhúsið við
Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Áskriftargjald
•kr. 80.00. — í lausasölu kr. 4.00 eintakið. Útgefandi: Alþýðuflokkurinn.
RÖDD STALÍNS
HALLDÓR LAXNESS hefur haft mikinn á-
l
, huga á þjóðfélagsmálum, og hafa skoðanir hans
j sett svip á verk hans, skáldsögur jafnt sem ritgerða
: söfn. Laxness hefur verið hlynntur kommúnisman-
'uin og skrifað mjög lofsamlega um Sovétríkin, þar
raem hann hefur iverið tíður gestur.
I nýjustu bók sinni:, Skáldatíma, játar Halldór,
að sér hafi missýnzt illilega varðandi Stalín og
stjórn hans. Lýsir hann eymd fólksins í ríki Stalíns
ogkúgun stjórnarvalda á eftirminnilegan hátt. Þarf
engan að undra, þótt lesendum Halldórs þætti út-
| koma þessarar bókar mikil tíðihdi.
Svo virðist, sem kommúnistum hafi þótt þeir
settir í vanda með hinni nýju stefnu Laxness. Þjóð
'viljinn var þó ekki lengi að finna lausnarorðið. Blað
ið upplýsti, að skoðanir Laxness væru hinar sömu
og núverandi valdhafar í Sovétríkjuninn hafi lát-
íð í Ijós á Stalín og stjóm hans. Nóbelsskáldtð sé því
| enn á hárréttri Moskvulínu.
Ýmsir bjuggust við, að þessi viðbrögð yrðu látin
! hægja í röðum kommúnista. En svo er ekki. Bónd-
! inn í Kreml á enn sína vini hér uppi á íslandi, og
1 þeir sitja ekki auðum höndurn.
Á sunnudag bilrtist í Þjóðviljanum ritdómur
í um Skáldatíma eftir Gunnar Ben. Hann telur bók
ina „jafnþynnsta" af bókurn Laxness og tekur ó-
! feiminn upp hanzkann fyrir Stalín. Kaliar hann
! fíkrif Laxness um Sovétríkin í tíð Stalíns „flat-
f neskju hversdagslegs Rússaníðs, sem hver venjuleg
!• viðreisnarstjóm beitir fyrir vagn sinn“. í iok rit-
l dómsins biður Gunnar skáldið að „vera ekki að
j rugla um fyrir alþýðu manna, meðan hún held-
j ur enn að einhverju leyti tryggð við hann.“
Ritdómur þessi er athyglisverður. Hann sann-
í ar, að enn em til Stalínistar í röðum íslenzkra
í kommúnista og Þjóðviijinn verður að taka tillit til
þeirra, meðal annars með birtingu á slíkum rit-
dómi. Staðfestir þetta þá vitneskju, að fylking ís-
! lenzkra kommúnista sé alvarlega klofin og skoð-
i: anamunur meilra en lítill.
Ein helzta skýring Laxness á stalínstímabili
sínu er sjálfsblekking. Svo virðist, sem Gunnar sé
i enn haldinn slikri blekkingu. Hann neitar að trúa
...............................................................
Hverjir „eiga“ bifreiSastæSin ViS Arnarhvol? 1
ir Hver hefur kostaS þau og hver borgar fyrir þau? |
Þau eru alls ekki fyrir viSskiptavinina. I
it Nokkur orS um slæma kvikmynd. 1
niiiinii»imiiiiu»i»|ii»»»a.i»>»»»»»»»». »ii»»i.Mii»»i»»»»»|»,»i|i»»»»iiiiii»ii»i»»i»»i>i.»»»ii>v,i»*
„VIÐSKIPTAVINUR" skrifar:
„Verzluuarfyrirtæki í borg'inni
reyna eins ogr þau geta að gefa
viðskiptavinum sínum kost á að
geta lagt bifreiðum sínum í ná-
grenninu og ég veit ekki betur en
að kaupmenn telji það mjög gott j
að hafa bífreiðastæði fyrir þá,
enda er mér sagt að viðskipti
gangj miklu betur hjá þeim, sem
hafa bifreiðastæði heldur en liin-
um og er það trúlegt eftir að bif-
reiðum hefur fjölgað í borginni
eins mikið og raun er á.
ÉG ER EINN ÞEIRRA fjölda-
margu, sem þurfa að reka erindi í
Arnarhvoli. Þar á maður að borga
ýmsa skatta og margt fleira þarf
maður að gera þar. Þarna er mik-
ill fjöldi bifreiðastæða, en þau virð
ast vera eingöngu fyrir allan
þann sæg, sem þarna vinnur.. Þar
er ekkert hugsað um þá, sem
þurfa að reka erindi í skrifstofun-
um — og hafa til þess engan ann-
an tírna en sinn eiginn vinnutíma
og fríið því mjög takmarkað. Öll
bifreiðastæði eru alltaf fullskipuð
við þetta stóra skrifstofuhús og
þarna eru aðeins tveir götumælar
sem vitanlega eru alltaf uppteknir
ÞETTA FINNST MÉR að ekki
nái nokkurri átt. Arnarhvoll verð-
ur að reka einstaklinga, sem hafa
þarna bifreiðar sínar allan dag-
inn, burt með þær, setja upp
stöðumæla, fyrir þá, sem þurfa
að reka erindi sín þarna og gefa
þeim um leið möguleika á því að
reka erindi sín á scm stytztum
tíma. Fyrir fáum dögum varð ég
að leggja bíl mínum inn við
Franska spítalann og kom séir
þetta mjög illa fyrir mig. Ég
skora á þá sem þessum málum
ráða að kippa þessu í lag.“
BÍÓGESTUR skrifar eftirfar-
andi um Kristsmynd: „Nú mun
vera að ljúka sýningum á hinni
íburðarmiklu, amerísku glans-
mynd Konungi konunganna. Þyf
miður sá ég hana ekki fyrr en nú
fyrir nokkrum dögum. Þþí ástæða
hefðj verið til að vara almenning
við henni.
FVRIR FULLUM 30 árum var
myhd með þessu nafni sýnd hér
í Reykjavík, og var hún á margan
hátt allgóð. Þessi er miklu íburðar
meiri og því í samræmi við tím-
ana, en þeim háú herrum, sem að
henni stóðu hefur láðst að blása
í hana þeim lífsanda sém frá önd-
verðu hefur verið aðall kristninnar
ÞESSI KVIKMYND er snauð að
listrænu gildi og full af sögulegum
rangtúlkunum. Hún er í flestum
atriðum skrumskæling á látlausri
og áhrifamikillj frásögn guðspjail
anna. Hið stóra og háleita er gert
smátt í sniðum. Og ekki nóg með
það, heldur eru þau atriði skrum
skæld, sem hefðu getað liaft yfir
sér blæ raunveruleikans, svo sem
brennifórnaraltarið í musterinu.
TINDUR MÓSÍAFJALLS þar
sem brennifórnirnar áttu sér
stað, er enn til og hefði verið hæg
ur vandi að sýna sanna eftiriík
ingu af þeim stað. Júdas verður
miklu eftirtektarverðari persóna í
myndinni Cn sá mikli persónuleiki
Pétur postúli og þannig mætti
lengi telja. Júdas er látinn vera
að sniglast í kringum kross Krists
og tína upp blóðugar steinvölur óg
á að lokum allt sitt undir Barral|vji
SÚ EINA SENA, sem mér þykir
góð í myndinni og eðlileg er fjail-
ræðan. En út yfir allt tekur, hvað
upprisan er gerð lágkúruleg. Og
myndin endar með því, að svartur
skuggi frá Jesú Kristi upprisnum
breiðir sig út yfir sviðið. Öllu ó-
smekklegrf lok myndar þessarar
er tæpast hægt að hugsa sér.“
NÝKOMNAR í MÖRGUM GERÐUM.
14 r W* W A Ð E I L D
Auglýsingasíminn er 14906
Askrittarsíminn er 14901
\ Því, sem nú hefur verið upplýst í Sovétríkjunum
í um réttarfar á dögum Stalíns, og dregur fram ó-
! Ijósa endurminningu úr eigiln huga til að eyða á-
hrifum af átakanlegum viðburði', er Laxness segir
! frá í bókarlok.
Hver kommúnisti hlýtur að gera sér grein fyr
í ir þróun stefnunnar 1 Sovétríkjunum, ekki sízt
! Stalínstímanum, og taka afstöðu til þeirra mála.
Fróðfegt iværi að vita, hvort Gunnar Ben. á marga
! ekoðanabræður, oghvers vegna Þjóðviljinn er enn
opinn fyrilr verjendur Stalíns.
BYGGINGARLÓÐ
í Arnarnesi, Garðahreppi til sölu.
Upplýsingar í skrifstofu minni í Iðnaðarbankahúsinu fvið Lækjargötu.
Vílhjálmur Árnason hæstaréttarlögmaður
Símar 24635 — 16307.
2 ». nóv. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ