Alþýðublaðið - 19.11.1963, Blaðsíða 4
ítalskir sósíalistar
krossgötum
Efíirfarandi grein eftir Car-
sten Middlethon fjallar um
Jiing ítalskra vinstri-sósíal-
ista, sem gerði viðræður rnn
myndun ítalskrar meirihluta-
stjórnar me'ð þátttöku sósí-
alista mögulegar. Greinarhöf-
undur kemst að þeirri niður-
stöðu, að meirililuti flokksins
tiafi fyrir fullt og allt tekiff
afstöðu mcð lýðræði og sam-
starfi við aðra lýðræðissinna
og minnihlutinn geti aðeins
lagzt gegn þessu sjónarmiði
meff því að segja sig úr flokkn
um, en þaff gerir hann tæp-
íega,
JPEGAR Ricardo Lombardi hafði
laaldið hina miklu ræðu sína á
Jpingi sósíalista í Róm hækkuðu
vcrðbréf í verði í kauphöllinni í
fyrsta skipti í langan tíma. Þetta
vakti athygli, enda er kauphöllin
ioftvog, ekki liugarástands þjóð-
arinnar heldur hægri manna. Verð
tbref liafa hældcað eða lækkað í
verði, allt eftir því hvort óttinn
við sósíalista hefur minnkað eða
aukizt.
Á að halda, að óttinn liafi minnk
að eftir þingið, þar eð verðbréf-
ín hækkuðu?
Sú virðist vera raunin. Svo virð
ist sem margir hægri menn andi
léttar, ekki af því að Lombardi
■umgekkst þá af kurteisi, heldur íf
•því að þeir óttuðust, að hann yrði
ennþá harðskeyttari. Öll þjóðin
iræðir um það, sem Lombardi raun-
verulega sagði, og lagt er út af
orðum hans næstum því eftir vild
allt eftir því hvaða skoðanir menn
Inafa. Það fer eftir því hvort menn
■óttast — eða ekki — sósíalisma.
IGn það sem Lombardi gerð grein
íyrir var eftirfarandi:
Hann var hlynntur myndun
íiýrrar ,mið-vinstri” stjórnar, sem
sósialistar tækju einnig þátt í.
ÍÞar með var meirililutinn fyrir
Mýju stjórnina tryggður. Hann
krafðist áætlunarbúslcapar, sem
veitt gæti ríkisfyrirtækjum enn
•vneiri möguleika til þess að stjórna
•iþróuninni.
Á sama hátt og Nenni (foringi
ílokksins) krafðist hann þess, að
’ítalir létu byggingu skóla og íbúða
sitja í fyrirrúmi fremur en bíl-
vegi, en þessa skoðun lét yfirmað-
■«r Ítalíubanka, sem er íhaldsmað-
tu1, einnig í ljós daginn eftir að
jjþinginu lauk.
Ómögulegt er að segja um, við
tiverju einstakir hægrimenn hafi
eiginlega búizt en margir harma að
sósíalistinn Lombardi var „alltof
jtósialískur". Þeir tóku þó eftir því,
•að liann kom ekki fram með beinar
•íillögur um nýjar þjóðnýtingar.
SHann stakk heldur ekki upp á nýj-
■oum „eignamáms-sköttum” eins og
kaupsýslumenn á Ítalíu kalla það,
sem Norðurlandabúar líta á sem
vnjög eðlilega skattalöggjöf.
Það var víst helzt tónninn í ræðu
SLombardis, sem menn felldu sig
<ekki við, því að hann var óvæginn
é garð hægri manna almennt. Og
<jþað eru einmitt almennir hægri
*nenn, sem eiga að taka þátt í
nmyndun hinnar nýju mið-vinstri-
Ætjórnar.
Sú skoðun gerir æ meir vart við
«ig, að stjórnarmyndun muni tak-
aSt. Eitt annað þrætuepli, sem
•túlka verður eftir ræðu Lombard-
19. nóv. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐiÐ
is, eru þau ummæli hans, að Ítalía
verði að leggjast gegn fyrirætlun-
um um stofnun kjarnorkuherafla
margra þjóða. Nenni hélt þessu
einnig fram og sagði, að einungis
Bandaríkin og Sovétríkin ættu að
ráða yfir kjarnorkuvopnum.
í raun réttri er Lombardi á
sömu skoðun og Harold Wilson, að.
því er sagt er, og það er engin á-
stæða til að ætla annað, en að
verkalýðshreyfingarnar á Ítalíu
og í Bretlandi getl haft með sér
samvinnu varðandi þetta atriði.
Eftir verður því þessi höfuðspurn-
ing:
Hvað hyggst Lombardi fyrir, ef
hann verður á ný óánægður með
val Nennis á ráðherrum flokksins
KASTUÓS
í nýju stjórninni. Lombardi hefur
á bak við sig 16 menn úr 59 manna
meirihluta Nennis í miðstjórn
flokksins þar sem 101 meðlimur á
sæti. Lembardi getur þannig fært
meirihlutann yfir til minnihluta
vinstriarmsins hvenær sem hann
vill.
Svarið er að finna á þinginu
sjálfu. Það heyrir nú þegar sög-
unni til, en hefur ekki verið túlkað
nægilega vel. Ég hygg að svarið
sé eitthvað á þessa leið:
Tveir mikilvægir atburðir gerð-
ust á þinginu, — setnmgarræða
Nennis og lokahvatning Nennis. -
Þessar ræður voru haldnar með
þriggja daga millibili, og á þess-
um tíma gerðist margt. Þess vegna
fengu lokaorð Nennis allt annað
mót en setningarræðan. Samt verð
ur að athuga bóðar xæðurnar sam-
an.
Nenni tók fyrst saman viðhorf
sín í víðtæka sósíalíska stefnuyfir-
lýsingu, sem þingið samþykkti síð-
ar. Þar segir, að flokkurinn byggi
ó lýðræði og takmarkið sé sósíal-
ískt samfélag, sem byggist á frelsi
og jafnrétti allra. Flokkurinn er
fús til að hafa samstarf með öðr-
um lýðræðisflokkum til þess að
hrinda í framkvæmd ítarlegri
stefnuskrá um þjóðfélagslegar og
efnahagslegar umbætur.
Þessi stefnuskrá snerti ekki
minnihlutann með einu einasta
orði — aftur á móti var allri árás
minnihlutans beint af óvenju
miklum krafti gegn því, sem kaU-
að var „hægri-tilhneigingin”.
Minnihlutinn gerði Nenni og alla
fylgismenn hans tortryggilega og
var það gert með því að segja að
þeir væru „borgaralegir” og ,,jafn
, aðarmenn”, en síðamefnda orðið
j var notað á svipaðan hátt og
i kommúnistar gera en í þeirra
munni er jafnaðarmaður nánast
skammaryrði.
Yfirleitt var hér um að ræða
árás, sem allmikiMhrif hafði.
NENNI
★ BYLTINGAR-
RÓMANTÍK”
í flokki Nennis eru sannfærðir
kommúnistar og lýðræðissinnaðir
jafnaðarmenn og allt þar í milli.
Eiginlega er ekki rangt að kalla
mann eins og Lelio Basso komm-
únista. Á Ítalíu eru margir menn
i hægri armi kommúriistaflokks-
ins sem á Norðurlöndum væru tald
ir jafnaðarmenn eða róttækir
vinstrimenn.
Lelio Basso stendur lengst til
vinstri í sósíalistaflokknum, og af-
staða hans er miklu vinstrisinn-
aðri en afstaða hægri arms komm-
únistaflokksins. í Moskvu væri
hann kallaður „Kína-kommúnisti”.
Hann er eldskarpur díalektiker.
Hann sér enga ástæðu til þess, að
látið verði af ,,byltingarkenning-
unni, sem hann telur þá einu réttu
og óhjákvæmilega. Hann segir sem
syo, að tímarnir breytist vissulega
og hægrisinnar um leið, það er að
segja að hægrimenn skipti um and
lit en séu alltaf eins í eigin flokk-
um eða utan þeirra. Þess vegna sé
allt samstarf við hina borgaralegu
liættulegt, eina hugsanlega leiðin
sé sterk verkamannafylking gegn
hinu borgaralega þjóðfélagi.
Þetta eru orð, sem alltaf hafa
getað tekið huga margra og fá
marga í fundarsalnum til þess að
finnast, að sá sem vilji ganga
braut umbótanna brjóti niður sam
lieldni verkamannanna. Basso náði
miklu af hinni gömlu byltingar-
hrifningu með ræðumennskuhæfi-
leikum sínum og þessi hrifning
olli vissri tortryggni í garð Nen-
nis. Var liinn gamli leiðtogi í raun
og veru ennþá sósíalisti?
Til liægri við Basso stendur
Tullio Veechietti. Hann er ekki
eins mikiil ræðumaður en þó ekki
óhrifaminni þess vegna. Hann
NENNI í ræffustól
olli þvert á móti ótta um spreng-
ingu í flokknum og hann lagði
freistandi brú til Lombardis:
Vinstriarmurinn undir forystu
Vecchiettis gæti ef til vill fallizt á
mið-vinstri stjórn þegar öllu væri
á botninn hvolft. En gegn trygg-
ingum.
Og tryggingar, það er einmitt
orðið, sem hæfir Lombardi, en
segja má að hann sé í miðarmi
flokksins. Að vísu kallaði Lombar-
di byltingar- og hreintrúarstefnu
Bassos og Vecchettis (eða bylting-
ar-rómantík. þannig er á það litið)
„frumstæðan Lenínisma“, en hlut-
verk brúarsmiðsins er freistandi
og Lombardi virðist dauðhrædd-
ur við að vera kallaður jafnaðar-
maður.
Kannski verður að finna upp
nýtt orð um hinn lýðræðislega
sósíalisma til þess að mæta mót-
setningunum, en hugtakafræði-
lega séð gæti það orðið erfitt.
Nenni notar orðið sósíalisti fyr-
ir sitt leyti. Hann er sósíalískur
lýðræðissinni. En til þess að út-
rýma hinni vaxandi tortryggni
um, að hann sé „jafnaðarmaður”,
í skilningi Bassos á orðinu, gerði
hann harða hríð í lokaræðu sinni
að flokki Saragats. Þetta kom
þeim, sem ekki höfðu fylgzt með
uniræðum þingsins, á óvart.
í raun réttri hafði árásin gegn
Saragat ekki hina minnstu þýð-
ingu. Það mátti næstum því kalla
hana „tæknilega nauðsyn” vegna
lýðskrums Bassos og Vecchiettis.
Tveim dögum síðar skrifaði líka
Nenni Saragat bréf og bað hann
um að gleyma árásinni. Og ekki
lítur út fyrir, að hið nýja sam-
starf þeirra tvímenninganna hafi
beðið nokkurt tjón.
Niðurstaða þingsins verður því
þessi: Sögulegur landsfundur, sem
hafði úrslitaþýðingu. Sósíalista-
flokkurinn hefur tekið afstöðu
sína, og minnihlutinn í flokknum
I getur aðeins brotið hana á bak
aftur með því að sprengja sig úr
j flokknum. Og það gerir minni-
I hlutinn varla.
i Og ef viðræðurnar um stjórnar-
j myndun fara út um þúfur fara
j fljótlega fram nýjar viðræður. —.
i Gagnvart þeirri hættu, að þing
I verði leyst upp og efnt verði til
■ nýrra kosninga aðeins hálfu ári
eftir almennar kosningar, er lík-
legt að lýðræðisöflin á Ítalíu sam-
einist.
Nýjar kosningar nú merkja í
sjálfu sér ósigur fvrir lýðræðið,
það er að segja lýðræðissinnaða
þingmenn. Þær mundu aðeins leiða
til nýs sigurs fvrir öfgaflokkana,
til vinstri og hægri.
Þau ummæli Nennis, sem bæði
öfgamenn til vinstri og hægri
velta fyrir sér, að hægrisinhar
ætli að græða á öngbveiti, fá því
stöðugt meira mikilvægi. ítalir
hafa fengið sig fullsadda af öng-
þveiti. Nú er það bróun, vinna og
framfarir, sem fólkið vill — og
þessu marki er aðeins hægt að ná
með samstarfi.
FRÁ IÐNÓ
Félög - Starfshópar
Þau félög, sem tryggja vilja sér dag fyrir
jólatrésfagnaði ættu að tala við okkur sem
fyrst. Einnig fást nokkrir laugardagar fyr-
ir árshátíðir félaga, eða starfshópa eftir ára-
mót.
Upplýsingar í Iðnó. — Sími 12350.