Alþýðublaðið - 20.11.1963, Page 4
HROSSASMÖLUN
í MOSFELLSSVEIT
Smalað verður öllum hrossum, sem ganga laus í hreppn-
um, föstudaginn 22. nóvember n.k. og verða þau rekin í
óskilagirðingu.
■ Réttað verður laugardaginn 23. nóv. kl. 1,30 e. h.
Þau hross, sem ekki verða þá hirt, verða auglýst sem óskih
Sveitarstjóri Mosfellshrepps.
Albýðublaðið
/
vantar unglinga til að bera blaðið til kaup-
enda í þessum hverfiun:
Lindargötu Laugarási
Barónsstíg, Skjólunum
Hverfisgötu Álftamýri
ÞINGFORSETINN, Eugen Gerstenmaier, með hinn gullna lykil að suðurálmu ríkisþingshúsbygg-
ingarinnar, sem liefur verið endurreist. í álmunni eru sjö fundaherhergi og- 45 skrifstofur. í baksýn sést
íoring-i Frjálsra demókrata og ráðherra alþýzkra m álefna, Ericli Mende.
NU HITTAST ÞEIR AFTUR
Afgrelðsla AlþýtSublafSsins
Sími 14-900
i’ RIKiSÞINGHÚSINU GAMIA
ÞJÓÐERNISJAFNAÐAR-
3MENN notuðu ríkisþinghúsbrun-
tuin 27. febrúar 1933 sem tylli-
aóstæðu til þess að handtaka komiii
lúnista. Bruninn var notaður í á-
Ttóðrinum fyrir kosningarnar, sem
Jtialda átti sjö dögum síðar.
Hollendinguriun Marinus van
Xubbe var dæmdur. til dauða í rátt-
.arhöldum í Leipzig í desember
asama ár fyrir íkveikju og síðan
Xengdur. Hollendingurinn, sem
Riafði ekki virzt með öllum mjalla
i réttarhöldunum, var dæmdur
Jjrátt fyrir vitnisburð, sem virt-
jfat brjóta í bága við niðurstöður
«!óinstólsins.
Því var seinna haldið fram, að
Síermann Göring hefði komið brun
ánum til leioar.
RIKISÞINGHÚSBYGGINGIN
gamla í Berlín hefur á ný dregizt
inn í alþjóðastjómmál. Ríkisþing-
húsið, sem er eitt af táknunum
um ósigur lýðræðisins í Þýzka-
landi og sigur einræðisstjórnar,
er aftur orðinn fundarstaður
þýzkra stjórnmálamanna.
Tuttugu árum eftir ríkisþing-
húsbrunann hefur suðurálma bygg
ingarinnar verið endurvígð eftir
gagngerar endurbætur og í fram-
tíðinni munu meðlimir vestur-
þýzka þingsins oft koma þangað
til funda. Kommúnistar segja, að
það sé fáheyrð ögrun að vestur-
þýzkir stjórnmálamenn skuli nú
nota þessa byggingu íyrir fundar-
stað.
Vígslan hefur vakið mikið upp-
nám í Austur-Þýzkalandi og stjórn
málamenn í Moskvu hafa einnig
lagt orð í belg.
Austur-Þjóðverjar segja, að
þetta sé ögrun. Með því að gera rík
isþinghúsið gamla að fundarstað
fyrir vestur-þýzka sambandsþingið
virði Vestur-Þjóðverjar þá stað-
reynd að vettugi, að kommúnista
ríkin viðurkenni ekki Vestur-Ber-
lín sem hluta af vestur-þýzka sam-
bandslýðveldinu.
VONDUR TÍMI
Ekki hefði verið hægt að finna
óheppilegri tíma fyrir vígsluatt
höfnina. Hún fór fram viku eft-
ir stöðvun bílalesta á samgöngu-
leiðunum til Berlínar, en þetta at
vik varð til þess að menn óttuðust
breytingu á stefnu Rússa. Hvöss
ummæli Krústjovs eftir atvikið
drógu ekki úr avartsýni manna.
í ummælum Moskvuútvarpsins'
um vígslu þinghúsbyggingarinnar
var vikið að atburðunum við Ber-
lín. Fyrirlesari útvarpsins kvað
það ögrun, sem stofnað gæti sam
rkiptum austurs og vesturs í
hættu, að vestur-þýzka sambands
þingið tæki við ríkisþinghúsbygg
ingunni.
Athöfnin fór fram á þann tákn-
ræna hátt, að Eugen Gerstenmaíer
var afhentur stór lykill úr gulli.
Vestur-þýzka ríkið héfur greitt
kostnaðinn við endurbætur á suð
urálmunni. Kostnaðurinn hefur
unnið um 30 milljónum marka, en
endurbótunum verður haldið á-
fram á næstu fjórum til fimm ár-
um og endanlegur kostnaður er
talinn verða um 80 millj. marka.
Gerstenmaier sagði í vígslu-
ræðu sinni: Við könnumst við þá
fortíð sem hófst í ljóma og mik-
illeika innan þessara veggja og
lauk með hinum bitra ósigri 1933.
Við munum halda áfram að varð-
veita hinar friðelskandi erfðar-
venjur.
Enginn fulltrúi vesturveldanna
var viðstaddur athöfnina.
í FULLUM RÉTTI
Gerstenmaier notaði tækifærið
til þess að fullyrða, að sambands-
þingið hefði fullan rótt til þess aö
lialda fundj í Vestur-Berlín, en
að öðru leyti vék hann ekki að
ásökunum A.-Þjóðverja og Rússa.
Það gerði Erich Mende, ráð
herra alþýzkra málefna, hins vegar
síðar. En hann bar kröftuglega
til baka það, sem fólst í ásökunun.
Mende telur, að enginn þurfi að
efast um rétt þjóðþings, sem kos
ið er í frjálsum kosningum, til
Framliald ð 13. síðu.
RA.ÐSÓFIhúsgagnaarkitekt SVE3INN KJAKVÁLi
litiö k húsbúnaöinn. hjá husbúnaði , , ,
EKKERT HEIMILIÁN HÚSBÚNAÐAR
SAMBAND HÚSGAGNAFRAMLEIÐENÐA
Hugheilar hjartans þakkir færi ég öllum börnum mínum,
tengdabömum og bamabömum fyrir höfðinglegar gjafir.
Þeim og öllum öðrum skyldum og vandalausum, sem
glöddu mig með gjöfum, heimsóknum, skeytum og blómum,,
og gerðu mér 75 ára afmælisdaginn 10. nóv, s. 1. ógleyman-
legan, bið ég öllum guðsblessunar.
Guðfinna Einarsdóttir
Öldugötu 4, Hafnarfirði.
j Auglýsingasíminn er 149 06
4 20. nóv. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ