Alþýðublaðið - 20.11.1963, Qupperneq 6

Alþýðublaðið - 20.11.1963, Qupperneq 6
 Goldwater Goldwater öldungadeildarþingmað ur, sem enn sem komið er, telst líklegasta forsetaefni repúblikana næsta haust, hefur nú fengið raf- magnsheila í lið með sér. Hann er fóðraður á öllum þeim spurning- um, sem forsetaefni getur hugs- anlega fengið til úrlausnar, og jafnframt með upplýsingum, sem gera honum fært að leysa úr þeim. Útkoman á að verða nokkur al- gild svör, sem eiga að koma í veg fyrir að Goldwater verði tvísaga, en hingað til hefur það verið allt- of algengt. Af eftirfarandi má sjá, að Goldwater er full nauðsyn á heil- anum. Einn mikilvægasti stuðn- ingsmaður hans í kosningabarátt- unni er Eisenhower fyrrverandi forseti. Nú eru þeir komnir upp á kant fyrir frumhlaup Goldwaters. Hann var spurður um það hvemig honum litist á Milton, bróður Eis- enhowers sem forsetaefni og svar- aði spurningunni þannig að einn Eisenhower á áratug væri alveg nóg og að Bandarikjamenn óskuðu ekki eftir erfðaríki, hvorki ættar- innar Kennedy né Eisenhower. — Þetta var kannski ekki viturleg- asta athugasemdin frá diplómat- ísku sjónarmiði, en þetta gerðist líka eins og áður er sagt, áður en rafmagnsheilinn komst í gagnið. / DÝRAGARÐINUM í KAUPMANNAHÖFN ÞESSI fríðleiksskepna var gefin kyni, sem hc' dýragarðinum í Kaupmannahöfn Fún er há: af Antwerpenbúum. Hún á ættir lengd og jafn að rekja til Afríku, en er fædd í að sögn. Eftii Hollandi, og hin fyrsta af sínu ■ er dýrið mau: skir Danmörku. annar metri að og vel upp alin ndinni að dæma eikja og annarra smákvikinda. Ekki hefur því verið gefið nafn enn sem komið er, enda vafasamt eftir svipnum á mynd- inni að dæma að það muni nokkru sinni læra að gegna kalli! /^Miiiiuiiiiiiiiiiiiiiiiin 11111111 imm ■•l•llllllllllll■lllll■lll■■l■llllllll•lll•llll• ...........................................................iiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiuniiinin,'í. Um harsmíðar í skólum |SVARTARSJÓN- ‘ VARPSSTJÖRNUR Upp á síðkastið hafa verið nokkrar deilur um líkamlegar refsingar í dönskum skólum. Þingmaður einn hefur gert fyr- irspurn um það til Petersens menntamálaráðherra, hvort ekki sé unnt að breyta tuttugu og fimm ára gamalli reglugerð, sem gefur dönskum kennurum leyfi til'að „gefa óþekkum böm um þrjú högg á endann með spanskreyr”. Ákveðnar takmarkanir em settar í reglugerðinni: Líkamlegum refsingum má aðeins beita vegna sérstaklega aivarlegra yfirjóna, einkum við börn, sem gera sig sek um ruddalega og tillitslausa framkomu við félaga sína. Að- eins má beita höggum — í mesta lagi þremur í senn — með mjóum spanskreyr utan á fötin. Refsing'n fikal veitt af festu og alvöru og sé það unnt, þegar eftir afbrotið, sem refs- að er fyrir. Það, sem mesta eftirtekt vakti, þegar reglugerðin var gefin út árið 1938 "sv - ’i löðr- ungar voru-bannaðir. Hitt er annað mál, að þeir eru alls ekki horfnir úr dönskum skól- um enn þá. En bæði þeir, sem eru með og móti s"'"’* <• "eym- um, eru sammála um, að regl- urnar eru óljósar. Inn í umræðurnar drógust reglur annarra landa um þessi efni. Það liggur á ijósu, að Danmörk og Vestur-Þýzkaland eru ein um að leyfa barsmíðar í skólum sínum. Á Ítalíu og ír- iandi eru að vísu leyfð högg á fingurgómana. Önnur lönd banna líkamlegar refsingar í skólum. 1 Japan vísast beint til greinar í stjórnarskránni, um mannréttindi, og í Póllandi og Austurríki gerast kennarar brot legir við refsilöggjöfina, ef þeir beita líkamlegum refsingum við nemendur sína. Aðrir hlut- ar heimsins, jafnt ísland sem Kína, eiga skólalöggjafir, sem banna algerlega spanskreyr og löðrunga. Bandarísk sjónvarpsstöð hefur nú hafið framhaldsþátt, sem verður varpað stranda á milli í margar vikur. Þættinum verður sjónvarp- að á bezta senditíma og fjallar um unga elskendur og er glæpaleikrif Elskendurna leikur blökkufólkið Diana Sands og Earl Jones. Þetta mun vera í fyrsta skipti, sem svertingjar leika aðalhlutverk í siónvarpsmynd, sem fjallar ekki um kynþáttavandamálin. Það, sem veldur því að menn líta á þetta sem lið í kynþáttabaráttunni, er bað að allt er gert til þess, að svörtu hjúin öðlist samúð áhorf- enda. Taldar eru miklar líkur til þess, að þau verði vinsælar sjón- varpsstjörnur. upp í 420.000 og gjaldið er um það bil þúsund krónur íslenzkar, en dagskráin hefur alls ekki batnað, heldur miklu fremur versnað að því er „Félagið til verndar áhuga- málum sjónvarpsnotenda” stað- hæfir. Það er þessi félagsskapur, sem heíur stefnt forstjóranum. Þessi mynd fylgdi grein í dönsku blaði, þar sem barsmíð- ar í skólum voru fordæmdar. Texti myndarinnar hljóðar svo: „Nú skal ég sýna þér hvernig þú átt að fara með hana syst- ur þína“ • )••ll•lll•lllll■■nllllllllllll||||||||||•l•••4Mlt•••l ■••iiiiiikaiaiiaiiaiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiatiiaiiiiiiiiiiiaiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiii | STEFNT FYRIR | LÉLEGA DAGSKRÁ l A' sturrískum sjónvarpsforstjóra | hefur verið stefnt fyrir rétt fyrir | að hafa ekki staðið við loforð um I að bæta dagskrána hjá sér, segir 1 blaðið Dansk Radio Industri. I Málið hófst árið 1959 með því í að sjáendurnir kvörtuðu undan því I hve sjónvarpsdagskráin væri lé- 1 leg. Þá kom forstjórinn fram og i s.v'rði frá því, að ekki væri fé til : þess að bjóða upp á betri dagskrá. — En, sagði hann, — ég heiti H því, að þegar áhorfendafjöldinn | hcfur náð 100.000, þá munum við | bæta dagskrána vegna þess að þá ? mu.num við hafa fjármagn til þess. Nú er notendafjöldinn kominn ★ Hún hafði verið í veiðiferð með manni sínum og þegar hún var komin heim, mætti hún grann konu sinni á götu, sem spurði hvernig hefði gengið. — Ö, ég gerði auðvitað allt öf- ugt eins og venjulega, sagði veiði- ! mannskonan. Ég talaði of hátt. Ég j notaði vitlausa beitu. Ég dró o£ I fljótt inn. Og ég veiddi fleiri en hann. í endurminningum sínum kveður Eisenhower fyrrum foi-seti niður þráláta sögu: Þegar hann bjó í Hvíta húsinu var sagt að liturinn á fötum hans segði til um pólitískt skap hans þann og þann daginn. — Ég valdi aldrei fötin. mín sjálfur, segir hann, það var að- stoðarmaður minn, John Morley liðþjálfi, sem það gerði, svo að það er hugsanlegt að pólitískt skap hans hafi ráðið einhverju um ■fatalitinn. ★ í Sovétríkjunum eru auglýs- ingar bannaðar. Þetta hefur vald- ið erlendum fyrirtækjum, sem vilja selja vörur sínar í Rússlandi talsverðum erfiðleikum. í danska blaðinu Aktuelt segir, áð danskar verksmiðjur hafi tekið upp þann hátt að auglýsa í amerískum tækni tímaritum með góðum árangri, vegna þess að Rússarnir lesa slík- ar auglýsingar vandlega í auglýs ingaieysinu heima. 6 20. nóv. 1963 — iÝ HJBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.