Alþýðublaðið - 20.11.1963, Síða 10
VARÐ FYRIR ÁRÁS
Framhalri af 1. síðu.
inn, a3 hann hefði ekki hragðað
mat í þrjá sólarhringa, hann hefði
verið á fylliríi. í morgun hefði
hann verið orðinn mjög svangur,
og ákveðinn í því að verða sér
iiti um peninga með hverjum
ráðum, sem hann þyrfti að
beita. Um árásina á konuna á
Vesturgötunni sagði hann, að
hann hefði þurft að losna við
hana til að geta leitað að pening-
um. Hann hefði orðið mjög hissa,
þegar hann sá, að hún rotaðist
ekki við höggið.
Þá kvaðst hann ekki hafa kunn-
að við að berja gömlu konuna á
Hávallagötunni, hún hefði verið
svo kurteys og svo gömul.
☆
Reykjavík, 19. nóv. — GO.
Frú Jóhanna Gúffmundsdóttir,
Vesturgötu 65, sagðist vera dálítiff
ringluð í kollinum, eftir að 16
ára unglingur molaði fulla bjór-
flöskn á hnakkanum á henni.
Við heimsóttum Jóhönnu í kvöld
og sagðist hún hafa verið ein
heima um klukkan hálf ellefu í
morgun, þegar þokkalega klædd-
ur unglingur knúði dyra en afsak-
aði sig jafnskjótt og sagð
Ist vera að fara húsavillt. Hann
-fór svo niður, en kom að vörmu
spori aftur og að þessu sinni
beint inn í eldhús. Sagðist hann
vera ókunnugur í bænum og bað
Jóhönnu að sýna sér hvor gatan
væri Vesturgata og hvor Selja-
vegur.
— Nú eldhúsglugginn minn
snýr út að Seljaveginum og ég
dró gluggatjöldin frá og bjóst til
að segja honum til vegar. Meðan
ég var að þvi, varð mér litið svo
lítið útundan mér, svona eins og
til að leggja frekari álierzlu á
orð mín, en þá sé ég hann reiða
flösku til höggs. Og höggið reið
af. Eg vankaðist rétt í svip, en
tókst að rífa mig frá honum og
hljóp niður stigann og út. Eg
heyrði hann koma á eftir mér,
en þegar hann sá, að ég var kom-
in að annarri hurð hér í undir-
ganginum, tók hann til fótanna |
og flýði yfir baklóðina.
Eg hringdi svo á lögregluna og
rannsóknarlögregluna, en fór sjálf
á Slysavarðstofuna, þar sem
saumaður var saman stór skurð-
ur á hnakkanum.
Eg gizkaði á að pilturinn væri
18 ára gamall, en seinna kom
upp úr kafinu, að hann er ekki
nema 16 ára. Hann var ekkj mjög
áberandi drukkinn, þegar hann
kom til mín, minnsta kosti ekki
svo að orð sé á gerandi. Hann var
kurteis og kom vel fyrir allt þang-
að til höggið reið af.
Þegar ég spurði hann hvaðan
hann væri, sagðist hann vera
ættaður frá Akureyri, en það mun
vera ósatt.
Eg segi fyrir mig, að mér fannst
ekki ástæða til að tortryggja
drenginn að óreyndu, og maður
veit vel, að það getur komið fyrir
alla að þurfa að spyrja til vegar.
Hér lauk Jóhanna frásögn
sinni, en til minja um atburðinn
hefur hún stóran plástur á hnakk-
anum þar sem skurðurinn er.
Jóhanna er gift Ingibergi Jón-
assyni verkamanni.
FRÁ FLUGFÉLAGINU UM
ÍSAFJARÐARFLUG
UM SÍÐUSTU helgi birtust í
nokkrum dagblöðum Reykjavikur
fréttir um stopular flugsamgöngur
viff ísafjörff og var m. a. gefiff í
skyn, aff flug þangað hefffi falliff
niffur sl. föstudag vegna þess aff
allar flugvélar hefffu veriff í „gos-
flugi.”
, Vegna þessara frétta óskar Flug-
félag íslands að taka fram eftir-
farandi:
Föstudaginn 15. nóvember var
áætluð ferð til ísafjarðar kl. 12
f
Starfið
í Burst
Á fimmtudaginn kl. 9
verffur félagsvist í félags-
heimiii FUJ, Burst í
Stórholti 1. Á. föstudag
kemur þar saman skemmti-
klúbburinn ,Kátir krakkar'
og á laugardag verffur mál-
fundaræfing Mjölnis. Innrit-
un í málfundarhópa FUJ
verffur nk. fimmtudagskvöld
mUli 8,30 og 9.
iHnWHMWUWMMWMUWW
og var ákveðið að flugvélin Gljá-
faxi færi vestur að afloknu flugi
til Vestmannaeyja.
Vindur var hægur af norðri,
en skömmu eftir lendingu Gljá-
faxa í Eyjum hvessti. Var vind-
styrkur 6 vindstig, sem er of hvass
hliðarvindur til þess að flugtak
með farþega sé leyfilegt, samkv.
reglum um Vestmannaeyja flug-
völl.
Þegar örvænt þótti að lygndi,
svo flugtak með farþega yrði ger
legt, voru flugstjóra send skila-
boð, hvort hann vildi fljúga vél-
inni tómri til Reykjavíkur og kom
hún þangað kl. 14,35.
Þá var orðið of seint að leggja
af stað vestur, vegna þess, að
flugvélin hefði lent í myrkri á
ísafirði, en þar er ekki aðstaða
til næturflugs, en aðrar Dakota
flugvélar félagsins voru í ferðum
til Hornafjarðar og Akureyrar.
Flugfélag íslands harmar að
svona skyldi fara, ekki sízt þar,
sem ófært hafði verið vestur næstu
daga á undan. Það voru hins veg-
ar veðurguðirnir en ekki „gos-
flug,” sem ollu því, að ísafjarðar-
flug féll niður títt nefndan föstu-
dag.
Daginn eftir, laugardaginn 16.
nóvember voru flognar tvær ferð-
ir til ísafjarðar og allir farþegar
og vörur, er þá biðu flutnings,
fluttar.
Englandsför
Framh. af 16. síffn
hjónunum. Var þar mikill fjöldi
brezkra framámanna og allt fylgd-
arlið forsetans auk nokkurra ís-
lendinga, sem búsettir eru í
London. Veitt var franskt kampa-
vín og má geta þess, að þetta er
fyrsta móttaka í forsætisráðherra-
bústaðniun eftir að hann hefur
verið endumýjaður eða uppgerð-
ur fyrir eina milljón sterlings-
punda að sagt er. Meffal íslend-
inga í hinni fjölmennu móttöku
voru Bjöm Björnsson, Karl
Strand, Jóhann Sigurðsson, Eirík-
ur Benediktz og frúr þeirra.
Varðandi kvöldverðarboðiff má
geta þess, að forsetinn hafði frú
Butler á hægri hönd og lafði
Douglas Home á vinstri, og við
hlið hennar sat einnig utanríkis-
ráðherra íslands. Brezki forsætis-
ráðherrann hafði forsetafrúna á
hægri hönd en íslenzku utanríkis-
ráðherrafrúna á vinstri, en við
hlið hennar sat Butler.
í kvöldverðarboðinu bauð for-
sætisráðherrann forsetann vel-
kominn með nokkmm mjög vin-
samlegum orðum og forsetinn
þakkaði.
í morgun heimsótti Ásgeir Ás-
geirsson forsetj þá Butler utanrík
isráðherra og Home forsætisráð-
herra á stjórnarskrifstofur þeirra.
Ræddi hann í um það bil klukku-
stund við hvorn þeirra og færði
þeim báðum gjafir.
Síðan sátu forsetahjónin hádeg-
isverðarboð drottningar í Bucking-
ham höll, sem fyrr segir og þar
færðj forsetinn drottningu að gjöf
útgáfu Háskóla íslands af íslend-
ingabók Ara fróða, bundna í fork-
unnarfagurt skinnband silfur-
urskreytt.
Að loknum hádegisverðinum
heimsótti forsetinn og fylgdarlið
hans brezka þingið og hlýddi þar
á umræður í báðum deildum.
Á morgun mun forsetinn heim-
sækja British Museu og Tate Gall-
ery.
Blöð í Bretlandi hafa farið mjög
lofsamlegum orðum um forseta
íslands og skrifað mikið um heim-
sókn hans.
í kvöldverðarboði því, sem Home
forsætisráðherra hélt til heiðurs
forsetahjónunum voru 38 manns,
þar á meðal Guðmundur í. Guð-
mundsson utanrikisráðherra og
frú, Butler, utanríkisráðherra
Breta, Harold Wilson, foringi
stjórnarandstöðunnar, Christoph-
er Soames, fiskimálaráðherra,
sendilierra íslands í London, for-
setaritari og frúr þeirra.
Eins og áður segir, var kvöld-
verðarboðið í Dovvningstreet 10
og að því loknu var fjölmenn við-
hafnarmóttaka til heiðurs forseta-
TRYGGVI
Framh. af 1 síffu
vöruflutninga og einnig til leitar-
og sjúkraflugs.
Þess má geta, að Tryggvi á 4
flugvélar fyrir. Ein þeirra er 2ja
hreyfla af Piper Aphace gerð, en
hinar cru Piper Cub, Piper Colt
og Auster-vél. Það hefur háð hon-
um mikið, að ekkert gott flugskýli
er á vellinum á Akureyri. Eins og
er verður hann að skáskjóta vélun
um inn í eina skýlið, sem er á flug
vellinum, en það eru samliggj-
andi skúrabyggingar. Er það mik-
ið nauðsynjamál, að nýtt og stórt
flugskýli verði byggt á vellinum
áður en nýju vélarnar koma.
Tryggvi mun sækja nýju vél-
arnar til Bandaríkjanna næsta
vor. m
SKÁK
Framh. af 1 síðu
fengið hefur titilinn alþjóðlegur
meistari. Þá hafa verið nefndir í
þessu sambandi, Guðmundur
Pálmason og landsliðsmennirnir
Jón Kristinsson, Magnús Sól-
mundarson og Freysteinn Þor-
bergsson.
Það er óþarfi að taka það fram,
að ef af þessu móti verður, er
þetta stór-viðburður f skákheim-
inum, ekki aðeins fyrir íslend-
inga, heldur og aðrar þjóðir.
ÍÞRÓTTIR
Framhald af 11. síðu.
Sviþjóff 55,85, Eugen Ekman, Finn
land 55.4 stig.
★ Danir sigruffu í badminton.
Norffnrlandamót í badminton fór
einnig fram nýlega í Borás í Sví-
þjóff. Danir voru sigursæfir. í ein-
liffa keppni sigraffi K. A. Nielsen
landa sinn H. Borch meff 15—8,
6—15 og 17—16. — í tvíliðakeppni
kvenna sigruffu dönsku stúlkurnar
Jörgensen og Rasmunsscn óvænt
burasysturnar Flindt meff 6—15,
i 15—4 og 15—9. í tvenndarkeppni
1 sigrnffu Borch og Rasmunsscn,-
| Danmörkui Mertz og Jörgensen
’ meff 15—13 og 15—8.
Meistaraflokkur
Framh. at II. síðu
eins vel útfærður og hjá Fram.
Það'-sem gerði útslagið nú var að
markvörður Vals varði með ágæt-
um, en markvörður Fram var cins
i og út á þekju. Var það eannar-
lega mikill munur á frá því í ieik
Fram við Ármann fyrir skemmstu,
en þá stóð sami markvörður sig
með ágætnm. Valur lék enn án
Sigríðar Sigurðardóttur og hefur
það að sjálfsögðu sín áhrif á getu
liðsins. Ekki verður sagt, að leik-
ur þessi hafi upp á góðan hand-
knattleik að bjóða því hann var
bæði þunglamalegur og lítt
ekemmtilegur á köflum.
Mörk Vals skoruðu: Sigrún 3,
Elinborg 2 og Vigdís 1, en fyrir
Fram: Unnur 1, Kristín 1, Val-
gerður 1 og Geirrún 1. Dómari
var Gunnar Jónsson.
Þá fóru fram 3 leikir í 2. fl.
karla og urðu úrslit þessi:
ÍR-KR 8-7
- Valur-Ármann 16-4
Fram-Víkingur 10-5
Loks léku svo Ármann og KR í 1.
fl. karla. Sigruðu Ármenningar
með 9-7. í liði Ármanns léku tveir
gamalkunnir handknattleiksmenn,
þeir Kjartan Magnússon og Jón
Erlendsson. Var sannarlega gam-
an að sjá, að enn geta þeir fyllí-
lega haldið sínu í keppni við sér
yngri menn.
Valsmenn
á Akranesi
Fjórir handknattleiksflokk
Vals sóttu Akurnesinga heim u
helgina. Valsmenn sigruðu í öllu
leikjunum. í mfl. karla með 34-3
í II. fl. karla með 22-17, í III.
karla með 18-11 og í II. fl. kvem
með 10-8. Áhorfendur voru marg
og skemmtu sér. Það bar til tí
inda, að Akumesingar fengu þak
arskeyti frá Val fyrir móttökur
ar daginn eftir, en slíkt hefur ek
skeð áður í íþrótfasögu Skag
manna.
10 20- nóv- 1963 — alþýðublaðið
Allir vilia...
Framh. af 16. síffu
endurtryggjendur og á niðurstöff-
um þeirra ylti hvort áframhald
gæti orðið á tryggingunum.
Brunabótafélag íslands kvað
mikið um fyrirspurnir vegna jarð
skjálítatrygginga í Vestmannaeyj-
um og væri ekki ástæða til að
ætla annað en tryggingarnar yrðu
teknar.
Alménnar tryggingar h.f. svör-
uðu því til, að ekki hafi borið á
aukinni eftirsmim eftir jarð-
skjálftatryggingum hjá þeim, eft-
ir að gosið við Vestmannaeyjar
hófst. En slíkar tryggingar yrðu
að sjálfsögðu teknar.
Samvinnutryggingar taka ekki
jarffskjálftatryggingar nema á
þeim húsum, sem elnnig eru
brunatryggð hiá þeim. Félagið
hefur ekki slíkar tryggingar í
Vestmannaeyjum eða á Suður-
nesjum og getur því ekki sinnt
þeim sem til þeirra leita á þessu
svæði. Þessu valda endurtrygg-
ingasamningar félagsins.
Herbergi óskast
Reglusamur vélsetjari ósk-
ar nú þegar eftir her-
bergi, (má vera lítið). Upp-
lýtingar í prentsm. Alþbl.,
sími 14905 eftir kl. 5. í
dag og næstu daga.
Tökum að okkur
allskonar prentun
HagprentS
Bergþórugötu 3 — Sími 38270
Bílasalan BÍLLINN
Sölumaffur Matthías
!>inn 24540.
heíur hílinn.
Sigurgeir Sigurjónsson
hæstarétta rlögmaður
Málf lu tn i n gsskr ifstof a
Óffinseötir i Síml 11043.
KarSmannaföt
Drengjaföí
Vcrzl SPARTA
Laugavegi 87
SMUBSTÖÐIN
Sætúni 4 - Símí /6-2-27
BiUinn er smurður fijótt og veL
Scljum aUar tegundir af smurolin.