Alþýðublaðið - 20.11.1963, Side 15

Alþýðublaðið - 20.11.1963, Side 15
— Jú, víst, hrópaði Heiðveig allt í einu, og lagði brúðuna frá sér. Ég vil líka verða falleg. Seg ið honum, að ég skuli liggja ró- leg..... alveg róleg. Ég hefði getað grátið af gleði, og Harry varð .hrærður. Tilraun- in Iiafði heppnast. . — Það er alveg ágætt, sagði dr. Janson og brosti. Þú sérð, að það eru tvö rúm í þessu herbergi, Heiðveig. í öðru þeirra getur þú legið, en Dollý í hinu. Það ’er bezt, að brúðan verði hér áfram, þar til þú ert orðin frísk. — Ætlarðu að heimsækja mig' á hverjum degi, Elsbeth, sagðí ; Heiðveig og horfði á mig með á- hyggjusvip. — Já, Heiðveig, svaraði ég. — Er þetta sárt, spurði luin þá, og snéri sér að lækninum. — Langt frá þvi, svaraði Jan son. Þú finnur ekkert fyrir þvi. Við þurfum heldur ekki að fram kvæma aðgerðina strax, þú get- ur verið hér í nokkra daga, til að athuga hvernig þér líkar ver- an hér. Svo lætur þú okkur bara vita, þegar þú ert tilbúin undir aðgerð. v' Samkvæmi Fylgiu hófst mjög vel, en endaði á leiðinlegan hátt. ' Þrjá af gest'un hennar hafði ég ' aldrei séð áður, stúlku frá Gauta borg, ungan arkitekt frá Kon- ungsbakka, og fertugan óðalseig • anda. Hina gestina þekkti ég alla. Það voru Hinrik, Rolf, Anita og Kjellson lögfræðingur, og auk þess nokkuð af ungu fólki, sem hafði verið í samkvæminu á Berl ingshólmi. I Harry og ég höfðum dansað nokkra dansa saman, þegar Anna María kom og stakk miða að hon um. — Það er í sambandi við Nönnu, sagði hann lágt, og rétti mér miðann. Ég las: Herra Lind' Vilduð þér vera svo vænn að skreppa til mín. Ég bíð yðar við ' símann í anddyrinu. Nanna var að hringja til mín. Evald. Ég fór með Harry. — Hvaðan hringdi Nanna, spurði Harry. — Frá Bonsrud. Hún bað mig að koma strax til sín. — Ágætt, sagði Harry og tók fram bíllyklana. Taktu bílinn minn og sæktu Nönnu. Farðu með hana í austurálmuna, og biddu hana að bíða þar eftir okk ur Elsbeth. Við hurfum aftur til gestanna. Á ganginum fyrir framan dans- salinn, rákumst við á Tajt. — Sástu hvernig hann léit út, livíslaði ég, þegar við gegngum inn í salinn. — Nei. — Hann var náfölur, og augu 'hans hlóðhlaupin. Það hlýtur eitt livað að hafa komið fyrir . . . — Hann er kannski afbrýði- samur, sagði Harry. — Afbrýðisamur? — Ef liann er elskhugi Fylgiu, og það er ég næstum því viss um, að hann er, þá geðjast hon iim áreiðanlega ekki að því, að liún sé að dansa og daðra við . aðra. i Rolf kom. og bauð mér upp í dans. Það gladdi mig síður en svo, ,en það var varla nein hætta á ferðum fyrir mig hér inni í danssalnum. Mér fannst ég ald- rci geta verið örugg í, návist hans. _ Þú ert alveg búin að ná þér, sagði hann. Henrik sagði mér, að. þú hefðir verið veik. — Aðeins smáræði, sagði ég. Mér er alveg batnað. — Henrik sagði mér líka, að þú hefðir orðið fyrir óþægileg- um atburði niður við vatnið fyrir skömmu. Að einhver maður hafi elt þig . . . Mig langaði ekkert til að ræða þetta mál núna, mig langaðFað- eins til að gleyma því. — Sástu hver það var, spurði Rolf. — Nei. 17 — Henrik fullyrðir, að það hafi verið þessi maður, sem er svo um'talaður í blöðunum .... þessi árásarmaður. — Jæja, sagði ég stuttlega. — Heldur þú, að það hafi ver- ið hann? — Ég veit það ekki. — Hann er alltaf dulbúinn. — Er það, sagði ég hvasst. Hvemig veixtu það? — Það stendur í blöðunum. Allar þær stúlkur er á hefur ver ið ráðist, hafa gefið sömu lýs- inguna á árásarmanninum. — Getum við ekki talað mn eitthvað annað? Mér þykir ekk- ert gaman að minnast þessa at- burðar .... ? Mér tókst ekki að ljúka við setninguna. Dyrunum var skyndi lega hrundið upp, og Tajt kom inn með vínglas í hendinni. Augnaráð hans var tryllingslegt. — Sleppið henni, æpti hann. Ég snéri mér við, og sá strax orsökina fyrir reiði Tajts. Fylgia var að dansa við Henrik og hafði lagt armana urn báls honum. — Sleppið lienni. , Tajt ruddist áfram, og andlit hans var afmyndað af reiði. Hann greip um handlegginn á Henrik. — Tajt, sagði Fylgia hvasst Reyndu að haga sér eins og mann neskja, og vertu ekki að skipta sér. af því, sem þér kemur ekki við. En Tajt sleppti ekki takinu. Hann virtist ekki einu sinni ,taka eftir gestunum, sem þyrptust ut an um hann. Henrik skildi ekki strax hvað var að ske,- Það var eins og hann vildi ekki trúa, að Tajt væri al- vara. En svo sleppti hann Fylgu og snéri sér að Tajt. — Slepptu, sagði hann hvass. Hvernig dirfistu ... En Tajt herti bara takið. — Slepptu henni, og láttu hana í friði, hrópaði hann. En nú missti Henrik þolinmæð ina. Hann hreppti hnefann og hrinti Tajt frá sér. Tajt lenti á borðinu þar sem glösin stóðu. Borðið valt um koll með hræði- legum hávaða . . . Glerbrotin dreifðustu um allt gólfið. Á næsta andartáki ríkti mikil ring ulreið í salnum. Allt í einu stóð Tajt með hníf á lofti. — Slepptu hnífnum, sagði Henrik lágt. - Gestimir hörfuðu undan nema Harry, sem stóð eftir við hlið Henrjks. — Tajt, sagði Harry. Vertu ró legur, og farðu héðan. — Slepptu hnífnum, endurtók Henrik. Hann nálgaðist Tajt, án sýni- legrar hræðslu. Tajt hörfaði aftur á bak, en á næsta andartáki stökk hann á- fram og miðaði hnífnum á brjóst Henriks. Henrik skáút sér undan, og hnífurinn hitti ekki brjóst hans, heldur handlegg hans. Harry réðst á Tajt áður en hann gerði nýja atlögu. Honum tókst að ná áf honum hnífntun, og nú fékk Tájt sjálfur að kenna á honum. Tatarinn féll til jarðar. I OVEkHEARP HoW 'TPERHAP5 YOtJ ^ YOU HAMOLEP THOSE PEPOPT£E5...AND 1 ENVIEP YOBJi 5KILL SHOULP PIKEcr YOUR 5TUPIE5 TOWASP THE PUB- LIC-RELATI0N5 RELPj — Hringið í lækni, hrópaði Harry. — Þess þarf ekki, svaraði Hen rik. Sárið er ekki hættulegt, ég er með sjúkrakassa ú±i í bíln- um mínum. Anita hljóp út til að ná í um- búðir. Hariy beygði sig niður að Tajt, sem lá hreyfingarlaus á gólfinu. Við skvettum á hann koníaki, og hann kom aftur til meðvit- undar. Sara hafði skyndilega komið inn, og þegar hún sjá Tajt liggjandi á gólfinu. hrópaði hún upp yfir sig og beygði sig niður að syni sínum. — Drengurinn minn, drengur inn minn! Ég rétti henni glas af koníaki. Hún lét eins og hún sæi mig ekki. Hún tók höfuð Tajts í skaut sér, og strauk honum yfir liárið. — Gefðu honum koniakið, sagði ég. Þá jafnar hann sig fljót lega. Þessi atburður hafði eyðilagt alla gleði kvöldsins. Gestimir tóku að ferðbúast. Við Harry kvöddum líka, en okkur var allt annað en hvíld í huga. Við læddumst út um bakdyrn ar og út í austurlámu, þar sent Nanna beið okkar. , Nanna sat og barðist við grái inn. 'i * — N^íma, sagði Harry. Segða okkur: nú allt, sem skeði hé$ kvöldið, sem þú varst rekin. | — Ég veit ekki á hverju éa1 á að byrja, stamaði hún. Það eif svo erfitt að útskýra það, ser skeði. Ef til vill er bezt mig að þegja, og skipta mér ek ert af þessu. I — Vertu ekki hrædd, Nanna, sagði ég. Segðu okkur frá þvíj — Það er engin skemmtisaga^ sem ég hef að segja, sagði húri og leit niður fyrir sig. j — Hertu upp hugann, sagði' Harry. Hvað skeði kvöldið, senji Elsebeth tók inn svefntöfluna og fékk krampa? — Það byrjaði ekki með því; sagði Nanna og hristi höfuðiði Þetta byrjaði allt kvöldið, seni gamla frúin veiktist og dó. — Hvemig þá . . . spurðt Harry. — Gamla frúin var vön aclt taka inn svefntöflu á hvei-ju' kvöldi, svaraði Nanna, og það vair ég, sem náði alltaf í töfluna — Varst þú á bílnum í dag mamma? — Má ég ekki vera yður samferðá.helm dr. Blotcher? • , ---Jú, það væri í rauninnl ágsett. — Ég heyrði hvemig þú meðhöndlaðlr fréttaritarana. Það var alveg prýðilegt; Ég — Það gæti verið að svo færi. öfnndáði yffur i affta röndina. Þér ættuff ef — Meffan þessu öllu fer fram er Stebbl tli vill aff helga yffur svona störfum, þegar Stál á leiðinni til Aþenu í Grikklandi. ’ þér liafiff lokið prófi. ALþÝÐUBLAÐIÐ — 20. nóv. 1963

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.