Alþýðublaðið - 29.11.1963, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 29.11.1963, Blaðsíða 2
I I j *ltstjórar: Gylfi Gröndal (áb.) og Benedlkt Grönaai. - Fréttastjórl Arnl Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi: Eiöur Guðnason. - Símar: 14900-14903. — Auglýsingasími: 14906. — Aðsetur: Alþýðuhúsið við Hverfisgötu, Reykjavík. — Prentsmiðja Alþýðublaðsins. — Askriftargjald tz. 80.00. — í lausasölu kr. 4.00 eintakið. - Útgefandi: Aiþýðuflokkurinn Framtíð landhúnaðar FRAMSÓKNARMENN hafa flutt tillögu á Al- þingi um að þjóðarframleiðslan skuli aukíin veru- lega, þótt þeir hafi gleymt að nefna, hvernig þeir tvilja fara að því. Hins vegar notaði Gylfi Þ. Gísla- son viðskiptamálaráðberra tækifærið og hóf um- ræður um framMðni í landbúnaði, sem framsóknar anenn hafa sjálfir getað ráðið miklu um. Ræða Gylfa var öll málefnaleg. Hann benti á, að í Vestur-Evrópu og víðar hefði framleiðni, það er meðalframleiðsla á hvem mann, aukizt verulega með tækni í iðnaði', sjávarútvegi og fleiri greinum. Hins vegar hefði framleiðni í landbún- aði, þrátt fyrir miklar framfarir, ekki aukizt eins mikið. Þó hefðu bændúr eðlilega óskað eftir sömu lífskjörum og aðrar stéttir, og hefði því reynzt óhjá fcvæmillegt að flytja til þeirra alhnikið fé frá öðrum greinum þjóðarbúsins, með ýmis konar styrkjum og niðurgreiðslum á landbúnaðarafurðum. Þetta hefur gerzt í flestum nágrannalöndum okkar, og það hefur gerzt hér. Sýndi Gylfi fram á, etð hér á landi hlyti landbúnaðurinn mikinn stuðn- ing og sumar afurðir hans væru verulega niður- (greiddar. Yrðu íslendiingar að horfast í augu við þennan vanda eins og aðrar þjóðir og finna skyn- samlegar leiðir til að auka framleiðni landbúnað- •arins og koma efnahagsmálum hans fyrir á sem beztan hátt. Gylfi tók skýrt fram, að öflugur og heilbrigður landbúnaður yrði að vera til í landinu, um það ef- aðist enginn. Væri það ekki aðeins af efnahags- legum öryggisástæðum, heldur einnig af menningarlegum og félagslegum ástæðum. Hins vegar hefði kapphlaup tveggja stærstu flokk- anna um pólitískt fylgi bænda valdið því, að hinn efnahagsiegi grundvöllur hefði ekki verið ræddur hér á landi eins og í öðrum löndum. Þó mundu margir glöggir menn gera sér þetta Ijóst, og las hann úr grein í Árbók landbúnaðarins eftir dr. Björn Sigurbjörnsson, þar sem bent var á þessi sömu vandamál. Gylfi spáði því í ræðu sinni á Alþiíngi, að fram- sóknarmenn mundu mistúlka orð hans sem árás á bændastétfina, enda 'gátu sumir þeirra ekki hald ið stillingu sinni í þingsalnum og gerðu hróp að ráðherrapum. Létu þeir tiílfinningar taka ráðin af skynseminni. Spádómur Gylfa hefur rætzt. Tíminn hefur ráö izt á hann fyrir þessa ræðu, ekki með því að svara röksemdum bans á málefnalegan hátt, heldur með venjulegum stóryrðum. Hins vegar virðist afstaða hænidasamtakanna sjálfra vera mun raunhæfari. Þau hafa fyrir nokkru sett á laggirnar nefnd, sem á að rannsaka ýmis grundvallaratri'ði varðandi af- íkomu landbúnaðarins, meðal annars þau, sem ráð- herrann hefur -gert að umtalsefni. Tryggingar.... Framh. af 1 síðu indi og höfðu um það mörg orð og stór. Ráðherrann benti og á, að árið Í955, þegar Framsóknarflokkur- inn var í stjórn hefði verið vaiið 79 milljónum til almannatrygg- inga, en nú um 600 milljónum króna. Þessar tölur töluðu sínu máli um hvernig unnið hefði ver ið að þessum málum nú undanfar ið. Þá benti ráðherrann á, að nú væri Hannibal Valdimarsson allt í einu kominn í vörn fyrir lág- launafólkið, en hingað til hefði hann oftar staðið upp til að verja hagsmuni tekjuhæstu stétta þjóð félagrijfs eins og verkfræðinga, lækna og flugmanna, ef liann hefði talið að þeim vegið- Aulc fyrrgreindra kvöddu sér hljóðs í þesum umræðum, Birgír Finnsson, Lúðvík Jósefsson, Ey- steinn Jónsson og Sigurvin Ein- arsson. Að umræðum loknum var atkvæðagreiðslu frestað. TECTYL ryðvörn. Eyrbekkingar, Stokkseyringar! Innilegar þakkir fyrir mér sýndan sóma, og veglegar gjaf ir á sextugsafmæli mínu. Jafnframt þakka ég öllum þeim, sem minntust mín með kveðjum og árnaðaróskum. Bragi Ólafsson, læknir. —.— ------ -------- ,-------------- Kaupmentf - Veitingahús Til jólanna sérstaklega Ijúffengir kjötkjúklingar, viðurkenndir af fagmönnnum til afgreiðslu nú um mánaðamótin. Pantið strax. — Takmarkaðar birgðir. BOÐABÚÐ Hafnarfirði, sími 51314. Auglýsið í Alþýðublaöinu 2 29. nóv. 1963 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.