Alþýðublaðið - 29.11.1963, Síða 5

Alþýðublaðið - 29.11.1963, Síða 5
Fl SVA Hr- ritstjóri! í biaði yðar s.l. sunnudag birt- ist grein eftir framkvæmdastjóra Framleiðsluráðs landbúnaðarins, Svein Tryggva.'on. Er grein þessi skrifuð að beiðni Tímans, og er tilefni hennar ræða, sem ég flutti á Alþingi s.l. miðvikudag, þar sem ég ræddi vandamál landbúnaðar- jns- Sveinn Tryggvason er ekki blaðamaður við Tímann, heldur starfsmaður Framleiðsluráðs land húnaðarins, sem sumpart má telja hálf-opinbera stofnun. í grein hans eru hins vegar alvar- legar skekkjur, sem mér og fleir- um hljóta að koma mjög á óvart, þar sem í hlut á einn helzti trún- aðarmaður íslenzkra bænda. Ég vil því fara þess á leit við yöur hr. iritstjóri, að þér birtið í blaði yð- ar athugasemdir þær, sem hér fara á eftir, við grein framkvæmda stjórans. En áður en ég vík að vill- um framkvæmdastjórans, er nauð synlegt að gera í örstuttu máli grein fyrir tilefni ummæla minr.a og skrifa hans. Framleiðni í landbúnaði er yf- irleitt mun lægri en framleiðni í iðnaði, og hér á landi er framleiðni í landbúnaði án efa miklu minni en framleiðni í sjávarútvegi. Þar við bætist, að af eðlilegum ástæð- um hefur eftirspurn eftir landbún- aðarvörum ekki aukizt í hlutfalli við vaxandi þjóðartekjur- Af þess- um sökum hefur landbúnaður víð- ast hvar — og ekki hvað sízt í Vestur-Evrópu — átt við erfið- leika að etja nú um iangt skeið, og hefur landbúnaðarframleiðsla ekki skilað þeim, sem við hana vinna, jafnmiklum tekjum og t.d. iðnaður. Þess vegna hefur land- búnaður hvarvetna í Vestur-Evr- ópu verið verndaður og studdur á margvíslegan hátt, þ.e.as. samfé lagið hefur styrkt . landbúnaðar- framleiðsluna með verulegum fjár framlögum. Þetta á sér einnig etað hér á landi, þótt tölulegar lipplýsingar um það efni séu hér því miðux af állt of skornum Ekammti- í þingræðu minni gerði ég ein- falda tilraun til að skýra með talnadæmum um helztu framleiðsl- Wvörur íslenzks landbúnaðar stað- reynd, sem er óumdeilanleg að því er landbúnaðinn í heild snert ir.þ. e. a. s. að hann nýtur sem heild stuðnings frá samfélaginu Að því er mjólkurframleið-luna snertir bar ég saman mjólkurverð til bænda 1961—1962 samkvæmt skýrslum Framleiðsluráðs land- búnaðarins og meðalverð til bænda á sama framleiðsluári í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Bretlandi, samkvæmt upplýsiug- um í Árbók landbúnaðarins, 1. hefti þeísa árs. Hér á landi var raunverulegt meðalverð til bænda á framleiðsluárinu 1961 — 1962 kr. 4.76, en óvegið meðaltal í hinum löndunum fimm, kr- 3.50. Hér var mjólkurverð til bænda því kr. 1.26 hærra en í hinum löndunum Nú tók ég auðvitað skýrt fram, að einmitt vegna þess, hve landbún- aður er hvarvetna styrktur mikið og í margvíslegu formi, eru mikil vandkvæði á samanburði milli landa í verðlagsmálum landbúnað ar.ins. Mér hefur heidur aldrei komið til hugar, að þessar tölur séu annað og meira en vís- bending um, að mjólkur- framleiðsla hér sé yfirleitt nokkru dýrari en gerist að meðaltali í hinum löndunum. Það er við þessar tölur, sem framkvæmdastjóri Framleiðslu- ráðs landbúnaðarins, - Sveinn Tryggvason, hefur tekið sér fyrir hendur að gera athugasemd- Hann ræðir þessar tölur þó ekki, held- ur snýr sér þess í stað að saman- burði útsöluverðs mjólkur í höfuð- borgum ýmissa landa og útsölu- verði mjólkur í Reykjavík. Um þetta er í fyrsta lagi það að segja, að útsöluverð mjólkur hér og ann ars staðar kemur því máli, sem ég hefi verið að ræða um, bók- staflega ekkert við. Ég var að ræða um, hvað bændur fengju fyrir mjólkurframleiðslu sína hér og í nálægum löndum í því skyni að gera grein fyrir framleiðslukostn- aði mjólkur hér og þar- Útsölu- verð mjólkur fer hins vegar auð- vitað ekki aðeins eftir framleiðslu kostnaði hennar heldur ekki síð- ur eftir flutningskostnaði hennar á markað, dreifingarkostnaði henn ar þar og þá ekki sízt eftir því ÞESSA grein, neituðu ritstjórar Tímans að birta. Greinin er eftir Gylfa Þ. Gíslason, viðskipta málaráðherra. Er hún svar og leiðréttingar á rang Tærslum, sem koma fram í grein, er Sveinn Tryggvason skrifaði í Tímann síðastliðinn sunnu dag. hversu mikiu fé ríkisvaldið ver til þess að lækka söluverð mjólkur-. innar. Ef menn vilja reyna að gera sér grein fyrir misinun á fram- leiðslukostnaði mjóikur í ýmsum löndum, en það er málið, sem ég hefi verið að ræða um, þá er auð- vitað alveg út í bláinn að fara að ræða um útsöluverð mjólkur eins og framkvæmclastjóri Framleiðslu ráðsins gerir með því að birta upp lýsingar um útsöluverð í höfuð- borgum 12 landa og undirstrika í því sambandi, að útsöljiverð á ís- landi sé fyrir neðan miðju þess lista eins og hann gerir- í stað þess að ræða þær tölur um framleiðslukostnað mjólkur, sem ég hafði nefnt, gerir fram- kvæmdastjórinn tilraun til þess að reikna út, livert útsöluverð mjólkur yrði í einu landi, Noregi, ef beinar niði>greiðslur yrðu þar felldar niður, og bera þetta reikn- aða útsöluverð sitt saman við ó- niðurgreitt útsöluverð mjólkur hér í Reykjavík. Þessi útreikningur snertir á engan hátt það mál, sem til umræðu er. Eigi að síður tcð ég nauðsynlegt, að gera við hann nokkrar athugasemdir, þvi að hér hefur framkvæmdastjóri Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins gert sig sekan um reikningsvillur, sen* torvelt er að gera sér grein fyrir hvernig géta hent mann í hana stöðu. Framkvæmdastjórinn eegir, atf niðurgreiðslur á verði mjólkur i Noregi séu miðaðar við innvegiS mjólkurmagn samlaga og nemi kr. 2,58 pr- lítra. Hér sé niðurgreiðsl- an hins vegar miðuð við seld» mjólk og nemi kr. 2,72 á lítra. Núl tekur hann sér fyrir hendur a9 gera niðurgreiðslurnar í báðum löndunum sambærilegar. Þetta ger ir hann á eftirfarandi hátt: A sl. ári var innvegið magn mjólkur $ mjólkursamlög hér á landi 88 mLV) lítha, en 38 millj. lítrar voru eelcJ ir sem neyzlumjólk. Þar cð nið- jirgreiðsla hér á hvern lítra sölu- mjólkur er kr. 2,72 en niður- greiðsla í Noregi kr. 2.58 á hvern lítra innveginsi mjólkurmagus, þá telur hann niðurgreiðsluna í Nor egi svara til þess, að hér væru greíddar rösklega kr- 5,60 á hvern iítra seldrar mjólkur. Síðan bæt ir hann þessari upphæð, sem hann telur niðurgreiðsluna hér mundn Framh. á 13. síðu nýja karlmannafataverzlun AÐ LAUGAVEGI 95 HERJRAP E I L O Heyr á eoidemi NÚ er skörin þó sannarlega farin að færast upp á bekkinn hjá þeim Framsóknarmönnum. í Tímanum í fyrradag birtist grein, þar sem Framsóknar- flokknum er líkt við flokka Jafn aðarmanna á Norðurlöndum! Heyr á endemi, liefur vafalaust mörgum orðið að orði eftir lest ur umrædds pistils. Oft hefur málflutningur Framsóknarmanna í Tímanum verið fáráníegur, eins og ótelj- andi dæmi sanna, en þetta hafa þeir þó komizt lengst, er óhætt að fullyrða. Saga íslenzkra stjórnmála síð ustu áratugina, ber þess glögg- an vott, að Framsóknarflokkur- inn er og hefur verið, aftur- haldssamasti stjórnmálaflokk- ur á íslandi. Á það við um allt nema einstaka hagsmunamál bændastéttarinnar, sem flokk- urinn hefur hrint í framkvæmd á kostnað annarra stétta í land- inu. Framsékn ©g fétagsmálin í félagsmálum hefur Fram- sóknarflokkurinn alla tíð verið starblindur og barizt gegn öll- um umbótum á því sviði, sem mest hefur mátt. Tryggingamar hafa verið eitur í beinum flokksins frá upphafi. Svo er um öll önnur mál, er snerta vel ferðarríkið. Framsóknarflokk- urinn hefur ævinlega talið sig sérstakan andstæðing þess, og lagzt eindregið gegn flestum málum, er liorft hafa £ þá átt að skapa hér réttlátara og betra þjóðfélag. Svo leyfa Framsókn arherramir sér að bera sig sam- an við jafnaðarmenn á Norð- urlöndum! Alþýðuflokkurinn hefur í megindráttum fylgt sömu stefnu að sömu markmiðum og jafnaðarmannaflokkarnir á Norðurlöndum. Nægir þar að minna á tryggingamálin, hús- næðismálin og gerð þjóðhags- áætlana. Öllu þessu hafa Fram- sóknarmenn barizt gegn. Þing- menn Framsóknar greiddu at- kvæði gegn lögunum um al- mannatryggingar 1946 að ein um undanskildum, þeir hafa ekki eflt verkamannabústaða- kerfið, og þeir hafa alla tíð ver ið á móti áætlanagerð, þar til nú fyrir fáum vikum. Brigzlað um íhald^amstarf í áðurnefndum pistli er Al- þýðuflokknum, brigzlað um að hafa samstarf við flokk ,,örg- ustu íhaldsmanna, Sjálfstæðis- flokkinn”. Alþýðuflokkurinn beinir stjórnmálastarfi sínu inn á þær brautir, sem hann telur vænlegastar til framgangs fyr- ir stefnumál flokksins. Núver- andi stjórnarsamstarf hefur tek izt vel. Innan Sjálfstæðisflokks ins ríkir meiri skilningur á um- bóta- og hagsmunamálum ís- lendinga, en ríkir í röðum Framsóknar. Þar sem þingræði ríkir, og elcki eru fyrir hendi skilyrði til myndunar meiri- hlutastjórnar hafa Jafnaðar menn ætíð gengið til samstarfs við þá, sem þeir hafa talið lík- lega til að veita aðstoð til að koma umbóta og réttlætismál- um í framkvæmd. Framsokn og SÍS Framsóknarflokkurinn á fylgi sitt fyrst og fremst samvinnu- hreyfingunni að þakka. En hyernig hafa Framsóknarherr- arnir haldið á spöðunum þar? Hafa þeir unnið stórvirki fyrir hinn almenna neytenda á seinni árum? Hafa þeir beitt sér fyr ir lækkuðu vöruverði og bættri þjónustu? Svarið er NEI og aft ur NEI. Samband íslenzkra samvinnu félaga er stórkapítalið í ís- lenzku þjóðfélagi- Á síðustu ár um hefur SÍS gert æ meira af því að keppa við aðra aðila á sviði fjárfestinga - og útþenslu. Ofurkapp hefur verið lagt á að koma á fót peningastofnun- um þar sem Framsóknarvaldið gæti skammtað og gefið af jöt- unni eftir flokkslegum verðleik um manna. Af framangreindu ætti að vera fullkomlega Ijóst, hvílik ósvífni það er í rauninni af Framsóknarmönnum, — aftur- haldsöflunum í íslenzka þjóð- félaginu, að leggja sig að jöfnu við jafnaðarmenn á Norður- löndum, sem ætíð hafa verið umbótamenn í félagsmálum, cn elcki bai-izt gegn umbótum á því sviði eins og Framsóknarmenn hafa gert á íslandi. ALÞÝÐUBLAÐiÐ — 29. nóv. 1953 §

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.