Alþýðublaðið - 29.11.1963, Qupperneq 8

Alþýðublaðið - 29.11.1963, Qupperneq 8
ítarleg frásögn eftir Ása í Bæ Fimmtudaginn 14. nóv. vökn- uðu Vestmannaeyingar við þau tíðindi, að eldur væri uppi skammt suðvestur af Eyjum í birtingu um morguninn höfðu skipverjar á mb. ísleifi II. orðið varir við umbrotin fyrstir manna. Fljótt barst fréttin út og íbúar Eyjanna streymdu upp á hæðir og hóla ýmist bílandi eða gangandi og varð brekkan við Hástein vinsæl- astur staður þeirra síðarnefndu, enda skammt úr bænum að fara. Skyggni var gott. Úr landi að sjá virtist reyksúlan ekki hærri en svo þennan fyrsta morgun goss- ins, að hana bar vart hærra en hrygg Álseyjar. Öðru hverju þeytt- ust upp svartar flygsur og magn- aðist reykurinn eftir því sem gus- ur þessar voru tíðari. Um og eftir hádegi fóru flygsur þessar í aukana en ekki meira en svo, að þær sáust rétt endrum og eins. Ekki heyrði maður neinar drun- ur frá gosinu. Þennan fyrsta dag fórum við nokkrir á mb. Heimi út á gos- staðinn, sem þá hafði ekki ver- ið nákvæmlega staðsettur og virtist manni hann miklu nær e.n reyndist, þegar út var komið. Á leiðinni út sýndist okkur um- brotin m.un minni en sézt hafði úr landi skömmu áður, og sáum við sjaldan dökkva þeytast upp. Ekki þori ég að gizka á, hve nærri við komumst gosinu, ekki nær en 500 metra. Eþki urðum við varir við neina ókyrrð í sjónum umhverfis og undruðumst við það. Meðan við dvöldum þarna úti við gos- ið urðu ekki mikil umbrot, enda heyrðum við hvorki gný né bresti. — Þegar við komumst næst munum við hafa verið sem næst í norður frá gosinu og norðan kaldi var á og vél í gangi, svo vera má, að hljóð bærust okkur ekki, þó einhver kynnu að hafa verið. Sólin sett- ist meðan við vorum þarna úti, kynjamyndaðir reykjarbólstram- ir gompuðust til lofts án afláts og báru við bláan himinn, og vesturjaðrarnir urðu hvítgló- andi í sólskininu og var furðu- sjón í slíkri nálægð. Við vorum þarna á 63 faðma dýpi og þegar litið var til miða, — bar Álsey milli Heimakietts og Yztakletts, en Geirfuglasker var sem maður segir langlaust við Súlnasker. Þegar við komum að gosinu hagaði mökkurinn sér þannig, að hann stóð nokkurn veginn beinn úr sjó yfir allt svæðið, sem fyrir augu bar, dreifðist, síðan óreglulega, þegar ofar dró og sveigði síðan til suðurs. En þegar við höfðum dvalið þama um stund. breyttist þetta þann- ig, að dökkar ýrur komú í mökkinn, og nú gaus hann ekki beint upp, heldur var eins og hann sveigði inn að miðju, þétt ist þar og liðaðist síðan í loft, fyrst mjór strókur, en breiddi síðan úr sér. Var þetta til að sjá ekki ólíkt höfuðfati, sem bund- ið er í brúsk í þyrli, þó að Ási í Bæ brúskur þessi yrði kannski í lengsta lagi. Hélzt þetta svó all- lengi og var mjög reglulegt frá okkur séð, og virtist gosið þá ekki vera mjög æst. Um það bil sem við höfum siglt svo sem 15 mín. á heimleið, fór gosið mjög í aukana og breyltist þá aftur útlit reyksúlunnar. Það rökkvaði fljótt eftir að sól settist og sáum við þá einu sinni dálítinn dumbrauðan neista, líkt og hefði logandi grjót þeytzt í loft upp. Við fylgdumst með gosinu í myrkrinu á heimleiðinni og sáum enga elda. Þegar út var litið á föstudags morguninn gat heldur á að líta hafði þá mökkurinn margfaldazt að hæð og gildleika, enda var nú heiður himinn. Fór ég upp í brekkuna við Fiskhella og kíkti þaðan. Svörtu flygsurnar, sem þeyttust upp, voru nú orðn- ar miklu stærri en daginn áður og náðu mun hærra í loft upp. Héðan að sjá virtist líka gos- svæðið hafa breitt nokkuð úr sér. Hélzt svo allan þennan dag, skyggni var mjög gott. Oftast lagði mökkinn beint í loft nokk- Uð mishátt, en sveigði síðan til suðurs eða suðausturS undan norðankaldanum. Meðan sólin nálgaðist sjálfan gosstrókinn, jaðraði hún löngum við neðri brún bogans, sem lagði suður og sindraði hann öðru hverju, en áður en hún hvarf unöir þykkn- ið birtist sú hrikafegurð, sem orð mín ná ekki að lýsa: að baki voru ílöng roðaský, sólin sjálf orðin eldrauð og þetta rauða ljósflóð flæddi um ólg- andi gráhvíta bóistrana. Stund- um komu örmjóar trjónur þjót- andi út úr meginuppstreyminu, stundum hringir og allt ljóm- aði þetta í þessari undarlegu birtu. Ofar, þar sem þykknið líktist einna helzt nálægum út- synningsklökkum mynduðust dimmbláar geilar hér og þar. Daginn áður hafði ég séð sáldr- azt dökkleita móðu niður á sjó- inn undan vindátt, nú bar mun meira á þessu og virtist ná yfir stærra svæði. Að kvöldi föstu- dags fór ég enn í brekkuna með kíkinn, og sá ég þá allveru- legar eldglæringar oftast dumb rauðar en einn og einn ljósarj blossa og voru þá lóðréttir og sýndist mér þeir breiðastir um miðjuna en mjókka til endanna. Á laugardagsmorgun var mökkurinn svipaður og þó ekki minni, dökku flygsurnar virtust mun stærri og höguðu sér öðru vísi, það var líkt og þær ská- skytust upp og út meira en áð- ur og hornið, sem fjarst náði bar hæst. Undir hádegi þennan dag, ínátti sjá vesturtaneann á eynni, sem nú hafði myndazt af hamförunum. Um svinað leyti sá hæst bera þessar svörtu flygs- ur, ein þeirra mjórri en hinar flestar bar frá mér, um það bil tvær hæðir Álseyjar. — Ekki fylgdist ég með gosinu síðari hluta laugardagsins. Á sunnudagsmorguninn var ég vakinn með þeim skilaboð- um, að mér væri boðið að fara með mb. Gullborgu á gosstað- inn. Við lögðum á stað kl. rúml. 11 f. h. Þegar við sáum til goss- ins úr Smáeyjasundi var þar mikið um að vera og pufumökk urinn geysilegur og lagði nú til vesturs. Öðru hverju létti svo að við sáum eyna greinilega. Þegar við komum á gosstaðinn var þar úti austan kaldi, en sléttur sjór að kalla, — var fyrst siglt suðvestur með eynni og kom nú í ljós, að hólarnir voru tveir, sá syðri um það bil helm- ingi lægri og «skarð á milli, en ekki varð greint hvort það náði niður að sjó. Þessir hólar voru kolsvartir og sást hvernig niður- fallið rann niður eftir þeim. Eg heyrði s narpa hvelli, líkt og skotið væri af byssu, annað hljóð heyrði ég ekki, en aðrir töldu sig hafa heyrt eins og nið af vindi eða vatni. — Mikill vikur var á sjónum umhverfis, svo mikill, að við héldum, að þétt- asti flekkurinn suðvestur frá gígnum væri ný eyja. Sunnan við eyna var 70 faðma dýpi, þegar við vorum syðst tók ég eftir því, að Geirfuglasker var komið inn úr Geldungnum, eins og kallað er á miðamáli. Mun því láta nærri, að gigur- inn sé skerin saman, en vestur miðið virtist mér svipað því er áður getur. Meðan við vorum þarna að lóna og komumst næst um 300 metra frá staðnum, spýttist flóð í loft upp, en nú voru þau ekki eins dökk og sýndist úr landi, heldur eins og gráyrjótt, og fóru þessir Ijósu díiar vaxandi meðan upp þeytt- ist og enn meðan það steyptist fram yfir sig og féll niður og var þá stórfenglega tignarlegt á að líta. — Þegar eimyrjan síðan féll í sjóinn niður gíginn, gaus gufan upp, en einnig rauk mik- ið án þess maður gæti beint gert sér grein fyrir, enda t-ngu líkara en þessi dökki uppskirping ur kæmi úr fleiri stöðum. Með an við vorum sunnan við for- undrið skein sólin glatt upp eftir reykjarstróknum og hef ég aldrei augum litið annað eins lýsigull. Við lónuðum til baka norðaustur með eynni, en mér virtist hún vera sem þríhyrning- ur í laginu, og er þó vont að á- kveða það, og hæst þar sem odd- inn liggur í norðaustur en lengst 3 29. nóv, 1963 — ALÞÝÐUBLAÐID

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.