Alþýðublaðið - 29.11.1963, Síða 16
Fundur i Alþýðuflokks
félagi Reykjavíkur
■ ALÞYÐUFLOKKSFELAG Reykjavíkur efnir til almenns
félag-sfundar í Iðnó (niffri) í kvöld (föstudag) kl. 8,30 e. h. Launa
málin verða umræðuefni fundarins og frummælandi verður
Emil Jónsson félagsmálaráðherra. Alþýðuflokksmenn eru hvatt
ir til að sækja fundinn vel og stundvíslega. — Stjórnin.:
IWWAWUVVVWWWWWVVWUWUVWWVI
Kvikmyndafélagið Geysir sendi
starfsfólk sitt á vettvang, þeg-
ar gosið varð við Vestmanna-
eyjar á dögunum — 3ja manna
lióp undir stjórn Þorgeirs Þor-
geirssonar. Tóku þeir þremenn
ingarnir myndir af gosinu, ann-
ars vegar til sýninga í sjónvarpi
og var það efni strax sent utan
og hefur nú verið sýnt í 59
sjónvarþsstöðvum víðs vegar
um lieim.
Þá voru einnig teknar mynd-
ir á litfilmu og Cinema Scope
og fór Þorgeir utan á þriðju-
daginn í fyrri viku til að vinna
úr því efni lijá Nordisk Fílms
Teknik í Kaupmannahöfn, og
eru fullgerð, hljómsett eintök
væntanleg heim um eða upp
úr miðri viku, og verður mynd-
in þá þegar tekin til sýninga
■sem aukamynd í Austurbæjar-
bíói. Um sýningarrétt utan
Reykjavíkur er enn ósamið. —
Þessi stutta skyndiútgáfa af
gosmynd félagsins mun vera
fyrsta íslenzka brciðtjaldsmynd
in, sem sýnd er, en félagið hef-
ur nú í smíðum, éins og kunn-
ugt er, íslandsmynd í litum og
CinemaScope, sem Reynir Odds
son stjórnar og hélt hann til
Slokkhólms í fyrri viku þeirra
erinda að klippa þá mynd og
ganga frá henni endanlega til
sýninga. Mun hún verða tilbú-
in í byrjun næsta árs og hefur
Austurbæjarbíó einnig tryggt
sér sýningarrétt á henni.
Blaðamaður og ljósmyndari
Alþýðublaðsins áttu stutt við-
tal við Þorgeir Þorgeirsson
niðri í Vonarstræti 12 í gær, en
þar var hann önnum kafinn við
ýmislegt, sem gera þarf, áður
en kvikmynd verður til. Á
veggnum hékk blátt spjáld, og
á því stóð: Kvikmyndafélagið
GEYSIR sýnir FYRSTU MYND
IR FRÁ SÉSTEY.
— Þetta er titilinn, Þorgeir.
— Já, og myndin er tekin í
Eastman Colour og Cinema-
Scope. Ég held við höfum tek-
ið um 15 minútna mynd í allt,
og er mest af henni nýtilegt, en
þessi skyndiútgáfa, sem ég
klippti í Kaupmannahöfn varð
miklu minni en til stóð vegna
jólaanna hjá Nordisk Film. En
okkur langaði samt sem áður til
Framliald á 3. síðu.
(UWWWU „Stórl »%%%%%%%%%%%v [ostleí IWW jas »%%%%%%%v f járglæframaður, sem
rétturinn f CD jr CD ji5 ti m eðferði
- sagði saksóknari
í Hæstarétti í gær
Reykfjavík 28. nóv. — KG
Valdimar Stefánsson saksókn-
«ri lauk í dag að flytja sóknar-
ræ'ðu sína í Olíumálinu fyrir
Xfæstarétti. Hefur flutningur ræð
|Miifer því tekið fjóra daga, enda
íþr mál þetta, eins og oft hefur
tcomið fram, óvenjulega yfirgrips-
Ipaikið. í ræðú saksóknara var í
«lag fjallað um þá liði sem eftir
war að ræða um í ákærunni gegn
Bauki Hvannberg, en auk þess
ílutti saksóknari ákæruna um
«amsekt Jóhanns Gunnars Stef-
iíuissonar forstjóra Olíufélagsins,
.|iilh<jálms Þórs fyrrverandi for-
C^jóra Sambandsins, Helga Þor-
Steinssonar stjórnarformanns OIíu
ffelagsins og Hins íslenzka stein-
Olíuhlutafélags og stjórnarmeð-
'fima í sömu félögum þeim Ástþór
Mattlúasarsyni, Karvel Ögmunds
siyni og Jakobi Frímannssyni.
í ræðu sinni í dag fjallaði sak-
sóknari fyrst um brot á gjaldeyr-
.islöggjöfinni, en samkvæmt ís-
lenzkum lögum er öllum skyit
að gera grein fyrir gjaldeyriseign
sinni og meðferð á gjaldeyrinum.
Rakti saksóknar.i meðal annars
sögu láns, sem Olíufélagið veitti
skrifstofu Sambandsins í Ne\v
York að upphæð 145 þúsund doll
ara, sem félagið átti án vitundar
gjaldeyriseftirlitsins og yfiryöld-
unum var ekki gerð grein fyrjr
fyrr en löngu seinna, og þá án
þess að rétt væri frá málunupi
skýrt. Upphæð þessi, sem á núver
andi gengi samsvarar rúmum G*2
milljónum króna, var yfirfærð til
Sambandsins af reikningi Olíþ-
félagsins samkvæmt bréfi frá J[ó
hanni Gunnari. Þegar Vilhjáhnur
Þór yar fyrst inntur eftir þessn
við yfirheyrslu sagðist hann geta
látið sér detta í hug að hér væri
um skyndilán að ræða, þó að
hann^minntist þess ekki aö það
hefði komið til sinna kasta. En
Jóhann Gunnar hélt því fram að
hann hefði skrifað bréfið sam-
kvæmt beiðni Vilhjálms Þórs-
Hjalti Pálsson forstjóri véladeild
ar SÍS sagði í vitnisburði sínum,
að þegar losnaði um bílainnflutn-
ing á árinu 1954 liafi hann rætt
um það við Vilhjálm Þór að út-
vegað yrði lán til þess að greiða
fyrir bílaviðskiptunum og hægt
yrði að veita greiðslufrest til kaup
li’ramhald á 3 líitn
iMMhi
44. árg. — Föstudagur 29. nóvember 1963 — 255. tbl.
Jökulsá á Dal
mjog
Reykjavík 28. nóv. — GO
í dag og í gær hafa Fljótsdæling
ar fundið megnan brennisteins-
þef af suðvestangolunni. Þefur-
inn er að visu ekki eins megn í
dag og hann var í gær, enda var
þá hvassara. Helzt er álitið að þef
urinn stafi frá eldgosinu við Ves
mannaeyjar, en einhverjir þótt
ust sjá bjarma yfir Vatnaiökli í
gær og datt mönnum í hug að
þar gæti- verið um einhver elds-
uinbrot að ræða.
FréttartJari Alþýðublaðsins, á
Egilsstöðum átti leið um Fjarðar
heiði í gær. Hann segist hafa
skyggnst til jökulsins ofan af
heiðinni en ekki séð nokkurn
bjarma. Hins vegar hefur hann
það eftir manni, sem var að vinna
með jarðýtu við Jökulsá á Dal,
að áin hafi í gær verið eins og
drullupollur á að líta óhemju leir
borin og minnist hann þess ekki
að liafa séð hana svo útlítandi og
er hann þó alinn upp á Jökuldal.
Fróðir menn segja að þetta á-
stand árinnar geti sem liægast
stafað af framhlaupi Brúarjökuls
Aurinn í ánni sé það sem jökull-
inn ryður á undan sér.
í fyrradag gerði mikla hláku á
Héraði og tók upp allan snjó. Bú
peningur er allur á beit, nema
að sjálfsögðu kýrnar.
Washington, 28. nóvember
FRÚ Jacqueline Kennedy fór í dag
ásamt börnum sínum tveim og
systur sinni, Lee Radziwall prin-
sessu, til Hyannisport í Massa-
chusetts til þess að vera þar um
þakkargjörðardaginn (Thanksgiv-
ing Day) með Kennedy-fjölskyld-
unni.
Fyrir brottförina fór hún í
fimmta sinn síðan maður hennar
var jarðsettur til heiðurskirkju-
garðsins í Arlington og lagði
blómakranz á leiðið.
Þakkargjörðardagurinn, sem
Bandaríkjamenn halda hátíðleg-
an í þakklætisskyni við þá, sem
lögðu grundvöllinn að Bandaríkj-
unum, einkenndist af þjóðarsorg,
vegna fráfalls Kennedys. Miklum
liátíðahöldum, sem venjulega fara
fram, var aflýst, svo og ýmsum í-
þráttakappleikjum. — Þúsundir
manna gengu fram hjá leiði Ken-
nedys forseta.
í öllum kirkjum var lesinn sér-
stakur boðskapur í tilefni dagsins,
sem Kennedy hafði samið vikuna
fyrir andlát sitt og hafði Johnson
forseti hvatt til þess að það yrði j
dag-
ar til
HAB-
dags
Jólavinningur: Volks-
wagenbíll.
Kaupið miða stra!
Aðalumboðið
Hverfisgötu 4