Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.06.1946, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 15.06.1946, Blaðsíða 2
2 VERKAMAÐURINN Leo Krzycki: Ástandið í Póllandi (í eftirfarandi grein lýsir pólskur maður, sem er búsettur í Bandaríkjun- um, ástandinu í Póllandi. Dvaldi hann þar um fimm vikna skeið og stingur frá- sögn hans mjög í stúf við kynjasögur borgaralegu blaðanna hér um ástandið í Póllandi). Það er erfitt að trúa því, en sann- leikur er það samt, að vér höfum lítið lært af þeim dæmum sem hið nýafstaðna stríð hefði átt að kenna okkur. Víða um veröld á sér stað eyðilegging og áframhaldandi blóðsúthellingar og útlit fyrir að þær skelfingar útbreiðist. En ef vér nú snúum okkur að þeim hluta veraldar, þar sem hinar slavnesku þjóðir búa, þá vaknar ný von í brjósti og ábyggileg vitund að hér sé að rísa úr rústum skelfinganna, frelsishreyfing, þar sem með öllu hefir verið útrýmt úr valdasessi þeim burgeisum, sem að fyrir stríð réðu ráðum og lögum lands og lýðs. Kosningar í þessum löndum, t. d. Júgóslavíu, Búlgaríu og Tékkósló- vakíu, benda ótvírætt á það, að þar hafa myndast samhentar og samein- aðar verklýðshreyfingar, sem hafa fyrir augnamið alþýðuréttindi og frelsi og afnám sérréttindastétta. Á þeim tíma er eg dvaldi í Pól- landi, um fimm vikna skeið, fékk eg náin kynni af lifnaðarháttum, erfiðleikum og þrá alþýðu. Eg heimsótti verkafólk og sat til mat- yerðar, eg átti tal við stjórnarmenn, kom í stálmylnur, námur og marg- vísleg iðnaðarfyrirtæki, og þó að margir séu erfiðleikar þá eru allir lifandi af nýjum eldmóð og vonum um bætta framtíð og betri kjör. Pólitíkin er talsvert flókin, en þrátt fyrir það er eg ekki í neinum vafa að úrslit kosninga í oærliggjandi, slavneskum löndum rnunu hafa sín áhrif og almennt er það álitið bráð- nauðsynlegt að halda vinskap Rússa og Tékkóslóvakíu og hinum öðrum slavneskum ríkjum. Sögur þær, sem ganga fjöllunum hærra í heimalandí mínu, Banda- ríkjunum, að Rússar haldi Póllandi í járnklóm, er eintómur heilaspuni; Rússar rétta þeim vinarhönd og hjálplega samvinnu, og bera virð- ingu fyrir frjálsu Póllandi. Rúss- neski herinn sézt hvergi í bæjum né byggðum nema meðfram braut þeirri sem liggur í gegnum Pólland frá Rússaveldi til Þýzkalands, þar sem setulið þeirra er. Rokososavsky hershöfðingi hefir bækistöð sína í Breslau og í samvinnu með pólsk- um yfirvöldum, gæta þess, að lög- um sé hlýtt, handtaka óbótamenn, fasista og föðurlandssvikara, sem fylgdu pólsku klíkunni í Lundún- um. Pólland hefir um stærri sár að binda eftir þetta stríð en nokkur önnur þjóð, her Þjóðverja lagði allt í rústir, lét hendur sópa öllu sem laust var, og svo bættist við óhjá- kvæmilega meiri eyðilegging þegar nazistar flúðu til baka undan Rauða hernum. Hvernig gat þessi þjakaða þjóð fundið kjark til að ganga í gegnum allar þær skelfingar og byrja á ný að byggja og bæta sár- in, kjarkurinn og manndáðin lifði og brann í brjóstum verkalýðsins, sem allt í gegnum stríðið án afláts vann í leyni á móti nazistum, þessi verkalýður, og sérstaklega námu- menn, hafa sýnt það með þreki sínu og staðfestu, að þeir eru undirstaða og meginþáttur til viðhalds þjóðar- sóma. Þrátt fyrir matarskort, verk- færaskort og eyðilegging flutnings- tækja, þá hafa þeir nú þegar hafið framleiðslu, sem nemur 84% af framleiðslu fyrir stríðið, járnbraut- armenn komast næst í sinni grein og þá stálverkstæði og svo iðnaður allur að færast í betra ht>rf. AUir eru einhuga um að leggja fram sitt bezta til að byggja og framleiða. Pólsk alþýða dáist að Rauða hernum, ekki einungis fyrir lireysti og að hafa leyst það úr ánauð, heldur einnig fyrir hjálpfýsi og skipulagningu livar sem Jreir komu. Þegar Rauði herinn kom til Varsjá, í rústum, þá komu þeir fær- andi hendi, matvæli, mjöl og tilbú- in íbúðarhús; vélfræðingar og verk- fræðingar þeirra tóku strax til starfa að koma raflýsingu og vatns- veitingu í lag, brúin yfir Vistula var gerð brúkfær í skyndi, og hjálp- uðu þeir íbúum í bvívetna. Þúsundir íbúar Varsjá í sjálf- boðaliði, vinna á sunnudögum og allar frístundir að aka burt og hreinsa strætin rústum. Marszal- kowskastræti var rutt svo að spor- vagnar hófu göngu sína í október, þá var fögnuður mikil.l. Hvar sem eg fór, þá varð mér það augljóst, að verklýðsstéttin sameinuð eins og hún nú er í dag í Póllandi, er sá kraftur sem byggir úr rústum hið nýja, frjálsa Pólland. Öllum kemur saman um það, þó að halli skoðun- um, að ekkert megi standa í vegi fyrir samhentri starfrækslu allra fyrirtækja, til að byggja upp land- ið. Verkamenn hafa lofað því, að þegar kosningar fara í hönd, þá skidi þeir bera fyrir þjóðina sam- hent samvinnuprógram, sem þjóð- in í heild sinni getur komið sér saman um. Á verkamannaþingi, er eg sat 18. nóv., þar var það þungamiðja allra ályktana, að samvinna verkamanna og bændastéttar væri nauðsynleg fyrir heill þjóðar í heild sinni. Þing þetta sátu 640 fulltrúar auk heið- ursfulltrúa frá Rússlandi, Júgó- slavíu, Búlgaríu, Tékkóslóvakíu, Ungverjalandi, Frakklandi, Banda- ríkjunum og fleiri löndum. Þar talaði forseti Bierut og stjórn- arformaður Osubka Morwski, en eigi sáum við Mikolyzyk (sem til- heyrði Lundúnaklíkunni). Forseti Bierut sagði meðal ann- ars.^ið samvinna verkafólks, bænda og miðstétta befði allareiðu yfir- unnið helztu vandræði, og að allar þær breytingar, sem að stefnt væri að í innanlandsviðskiptum, fram- leiðslu og akuryrkjumálum, hvíldi á samvinnu allra. Þýðingarmesta spor sem stjórnin KU KLUX KLAN Amerískt „menningarfyirrbrigði“. Meðan Sameinuðu þjóðirnar eru önnum kafnar við það að i'itrýma nazismanum úr Þýzkalandi, virðist hann dafna vel og óáreittur í sum- um öðrum löndum. Það, sem gert verður hér að umtalsefni, er þó ekki Franco-Spánn, enda þótt aftök- ur verkamanna séu þar daglegir viðburðir og þýzkir sérfræðingar fái að stunda þar kjarnorkurann- sóknir sínar í friði og ró, jafnvel undir vernd Vesturveldanna — heldur er Jrað sjálft drottinlandið, Bandaríki Norður-Ameríku, sem talað verður um að þessu sinni. Ný- lega hefir borizt hingað símskeyti frá New York, og segir þar frá merkilegum ummælum, sem Nathaniel Goldstein, lögfræðingur ríkisins, hefir viðhaft um Ku Klux Klan. Ku Klux Klan er andstyggilegur félagsskapur, sem orðinn er allgam- all í sögu Bandaríkjanna. Þetta leynifélag var myndað strax eftir amerísku borgarastyrjöldina í þeim eina tilgangi að hindra það, að Negrar Suðurríkjanna gætu notið hinna nýfengnu, borgaralegu rétt- inda sinna. Við „réttar“athafnir þeirra, sem fóru fram að næturlagi, voru dóm- ararnir klæddir í síðar kápur og með hettur fyrir andlitinu, og kváðu upp dóma sína með guðræki- legum trúarathöfnum yfir þeim Negrum, sem höfðu gerzt sekir um þann glæp, áð álíta sjálfa sig menn. Finnig dæmdu þeir hvíta menn, sem barizt höfðu fyrir málstað Negranna. Hegningin var annað hvort skilyrðislaus aftaka eða þeir lömdu fórnarlömb sín með lurkum, Jtangað til gerði ekki betur en finn- ast með Jteirn lífsmark, dýfðu )>eirn síðan í tjöru og veltu þeim í fiður- bing. Goldstein lögfræðingur hefir fengið skýrslu frá lögreglunni um það, að þessi félagsskapur, sem ekki hefir látið á sér bæra um nokkurt skeið, sé nti aftur kominn á stiifana. Hann hefir þegar haft í frammi hefði stigið að þessu, taldi hann út- hlutun á stóreignajörðum til smá- bænda, fyrsta sporið til lýðræðis. Bierut forseti var einn af þeim sem eigi flúðu )>egar í raunir rak, en vann sleitulaust með huldumönn- um á móti nazistum. Eg hafði margra klukkustunda viðtal við hann og varð mér þá Ijóst hvers vegna hann var kosinn forseti. Maðurinn er framúrskarandi blátt áfram, hreinskilinn og gætinn, góða dómgreind og hvassan skiln- ing og alþýðlegt viðmót. — Sam- vinna allra frjálslyndra manna sér hann nauðsynlega til að sporna við )>ví að auðkýfingar og stóreigna- menn nái fótfestu í landinu, eins og áður var, til að kúga land og lýð, einnig lítur hann svo á, að Pólland, til þess að verða velmetandi þjóð á ný, þá verði hún að vera vinveitt Rússum og nærliggjandi slafnesk- um þjóðum. Th. Bardal (Wynyard). („Heimskringla"). ógnanir við marga Negra og Gyð- inga, og fjöMi af hvítum mönnum, sem tekið hafa málstað Negranna, hafa fengið ógnunarbréf. Ekki er annað sýnna en morð- og byltinga- alda eigi að nýju eftir að flæða yfir öll Bandaríkin. Ku Klux Klan notar sömit starfs- aðferði.r og nazistarnir, J>. e. halda Negrunum niðri með ofbeldi, og auk þess lært Gyðingahatrið af Hitler. Tilefni þessara kynþáttaofsókna er pólitískt. Það á að reyna að stað- festa djúp tortryggni og sundur- þykkju milli hins snauða fólks af hvíta kynstofninum og Negranna, því að það er vitað, að verkalýður- inn hefir ekki bolmagn gegn arð- ræningjunum nema aðeins með ]>ví móti, að allir hinir arðrændu verka- menn standi fast saman án tillits til kynþátta og trúarbragða. Af þessu sést, að hinir sömu menn og for- dærna kynþáttaofsóknir Þýzkalands, líta með velþóknun á það ofbeldi, sem haft er í frammi gegn Negrun- um í Ameríku. (Úr Land og Folk). STJÓRNiVíÁLAFUNDURINN (Framhald ai 1. uSu). « auðséð var á Bernharð, að honum leið bölvanlega undir ræðunni, enda er álitið óumflýjanlegt fyrir templara í Eyjafirði að lara af stað nteð áskorun og undirskriftasmölun fyrir Jrví, að Bernharð verði ekki kosinn í sýslunni, vegna þess að ' Framsóknar-templarar’ á Akureyri skora nú á kjósendur að kjósa Þor- stein M., svo að hann geti lokað ,,ríkinu“, en verði Bernharð einnig kosinn, gætu orðið ryskingar við dyrnarlll Ræður Framsóknarmannanna báru þess Ijósan vott, að örðugt er að verja málstað hrunstefnunnar og fengu þeir litlar undirtektir hjá fundarmönnum. Steindór og Bragi mættu þarna fyrir kratana. Voru þeir báðir sæmileg skemmtiatriði, og komu flestum áheyrendum til að hlæja. Bragi las upp punkta af blöðum, sem annar hvor, hann eða Halldór ,,bróðir“, höfðu hripað niður í flýti fýrir fundinn. Gekk Braga lestur- inn fremur illa og hentu menn gaman að. — Steindór belgdi sig upp og reyndi að sýnast heilmikill „pólitíkus". Hann skammaði kommúnista í sífellu og veittist að Einari Olgeirssyni með steytta hnefa og ópum, en gleymdi áheyr- endunum. Varð þá ókyrrð nokkur á áheyrendabekkjunum og heyrðist ekki sem bezt til Steindórs, þegar hann sneri sér aftur að háttvirtum kjósendum. Ekki þoldu skapsmun- ir hans Jrað og æpti hann þá ókvæð- isorð út yfir mannfjöldann. Góð- glaður Sjálfstæðismaður kallaði tvisvar sinnum fram í ræðu hans, mjög kurteislega þó, en þá ærðist þingmannsefnið, sagði honum að „halda sér saman“, ella yrði hann látinri tafarlaust út. Aðrir ræðumenn fengu ágætt hljóð og fór fundurinn prýðilega fram. — Fundarstjóri var Stefán Ág. Kristjánsson. i

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.