Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.06.1946, Blaðsíða 4

Verkamaðurinn - 15.06.1946, Blaðsíða 4
4 VERKAMAÐURINN Einar Bragi Sigurðsson: Bóndinn Gunnar Benediktsson: Bóndinn í Kreml. Bókaútg. Reykholt h.f. Rvík. Prentsmiðjan Hólar h.f. 1945. Eg mun hafa verið tíu ára, orð- inn kommúnisti fyrir aðeins einu ári, hafði verið sósíaldemókrati fram til þess tíma! Það kom oft til snarpra átaka við íhaldsstrákana á Eskifirði, og því var nauðsyn að vera vel heima í sósíölskum fræðum og fróður um Sovétríkin, því að þá sem nú voru öll helztu „rök“ gegn sameignarstefnunni tjáð í sefasjúk- um óhróðursvaðli um hið unga verkalýðsríki í austri. Þá kom til Austfjarða í fyrirlestraferð maður á léttu skeiði, skömmu hættur prests- þjónustu, stálharður kommúnisti. Það var Gunnar Benediktsson frá Einholti í Austur-Skaftafellssýslu. Hann boðaði til útifundar á Reyð- arfirði, og ég brá mér þangað ásamt fjölmörgum fleirum, sem fýsti að hlýða á orð hins „drottins smurða" byltingarmanns. Hann stóð undir dökkum skúrræfli og talaði til all- margra alþýðumanna, er safnazt höfðu umhverfis hann, fræddi þá um fræðikenningu Marx og þá til- raun, sem verið væri að gera til að gera hana að veruleika. Eg minnist þess, að hann var að segja okkur frá því, að bændurnir og skuldalið þeirra hefðu komið fylktu liði á móti fyrstu dráttarvélinni, er þeim var úthlutað, sungið gleðisöngva og fagnað þessu járnbákni sem lausnara sínum. „Skelfing hefir fólkið verið heimskt", greip eitt- hvert gáfnaljósið fram í. „Þannig skildi tsarstjórnin við það“, svaraði fyrirlesarinn. Maðurinn varð hundslegur og þagnaði, en Gunnar hélt erindinu áfram jafnbrosmild- ur og elskulegur sem fyrr. Síðan hefi ég lesið hverja bók og hvern pésa, sem Gunnar Ben. hefir látið frá sér fara, og sennilega hefi ég af engum einum manni meira lært, og mun svo um þúsundir ann- arra íslendiriga, þótt þeir geri sér þess kannski ekki fulla grein. Og öll verk hans hafa mér virzt með sömu einkennum óg ég þóttist greina strax við fyrstu kynni undir hinum skakka skúr austur á Reyð- arfirði: Þau verka á mann sem fræðsluerindi eða hugvekjur, leið- arljós í myrkviði kapítalisks blekk- inga- og forheimskvunarvaðals. En hinn glettni undirómur og síferska stílsnilli gera þau skemmtileg af- lestrar og minnisstæðari faðirvor- inu eða trúarjátningunni, sem öllu heilli var í okkur troðið í bernsku. Er helztu stríðshetjur á ísa láði höfðu sett sinn rama finnagaldur af slíkum myndugleik, að brjálandi eiminn lagði orðið að vitum vel flestra íslendinga með hinum hörmulegustu afleiðingum fyrir margan, annars geðprúðan mann, þá tók Gunnar Ben. sér fyrir hend- ur að veita fersku lífslofti inn yfir landsbyggðina, meðbræðrum sín- um til vitkunar. Og heiðvirðar sál- ir sulgu hið hreina loft, hristu höf- uðin, nudduðu stýrur úr augum sem vaknandi menn, vörpuðu önd í Kreml inni léttan og gáfu svohljóðandi játningu: „Það var miklu logið að okkur í þessari Finnlandsstyrjöld.“ Eitt sinn voru pólitískir mektar- menn vel á veg komnir með að telja hinni þekktu söguþjóð trú um, að hagalínskt hysterí væri hinn eini sanni bókmenntaelixíf, en snilld- arverk Kiljans væru níð um íslenzkt alþýðufólk, einkum saklausa bænd- ur landsins, og þjóðhættuleg jafn- skjótt og þeim hefði verið snarað á tungu annarrar þjóðar, sökum þess, hve fölsk landkynning þau væru!! (Ja, hvað skyldi maður halda um Norðmenn eftir að hafa lesið „Sult“ Hamsuns?) Einnig að þessu sinni reyndist Gunnar Ben. sá öldubrjót- ur, sem holskefla fákænsku og for- heimskvunar brptnaði fyrst og fremst á. Og Saga kerling hefir þeg- ar fellt dóm sinn í báðum þessum málum sem fjölmörgum fleirum — og vitanlega Gunnari í vil. Það er nefnilega sígildur sannleikur, sem hinn kunni Framsóknarmaður sagði: „Það er svo bölvað að kné- setja þá, sem alltaf hafa á rétlu að standa." Það eru nú þrjátíu ár liðin og rúmlega þó, síðan Gunnar Ben. hóf rithöfundarferil sinn. Vígreifur sem fyrr vappar hann yfir þröskuld fjórða tugsins og veifar nú á lofti bók, er hann nefnir: „Bóndann í Kreml“. Þetta eru nokkrar ritgerðir um atburði, þar sem félagi Jósep Djúgasvílí — kunnari undir nafn- inu Stalín — hefir sérstaklega verið viðriðinn. Þetta er trúlega veiga- mesta rit höfundarins til þessa. Hér er okkur gefið skemmtilegt, skýrt og viturlega samið yfirlit um þróun marxismanus í Garðaríki, allt frá því er hann fyrst skýtur þar rótum fram til þessa dags. Jafnframt er hér —• óhjákvæmilega — lýst í höfuð- dráttum stjórnmálaþróuninni í Ev- rópu síðastliðinn mannsaldur og þróun alþjóðamála á síðastliðnum árum. Gunnar skýrif eðli þeirrar þróuriar á hinn einfalda og skarpa hátt, sem honum er svo laginn. Bókin er öll stórfróðleg og frá- munalega skemmtilega skrifuð. Kafli sá, er höfundurinn' nefnir: „Hvorki Gyðingar né Grikkir“, er eitt hið fullkomnasta snilldarstykki, sem eg hefi lesið. Mér finnst hann verðskulda, að hverju barni í barna- skóla væri gert að skyldu að lesa hann, til dæmis til fyllri skilnings á bræðralagshugsjón kristindómsins. Hvað sem segja má um skáldrit Gunnars Ben., þá verður ekki um það deilt, að sem ritgerðarhöfundur (essayist) stendur hann fremstur allra núlifandi manna á íslandi — ef til vill að Kiljan undanskildum. (Og eg vil geta þess, að þegar eg segi „fremstur á íslandi", þýðir það hið sama og „einn hinna fremstu í heiminum", og tel það ekkert ætt- jarðarraup). Auðvitað munu póli- tískir andstæðingar hans ekki við- urkenna það í orði, en þeir hafa þegar viðurkennt það í verki, því að þeir, sem snjallastir hafa þótt úr þeirra hópi, hafa ekki þorað að mæta Gunnari, þótt hann hafi skor- að þá ti! hólmgöngu með þeim hætti, að ómögulegt var undan að skorast án Jæss að viðurkenna van- mátt sinn. Listi Sósíalistaflokks- ins í Eyjafjarðarsýslu er C-listinn. ALMANNATRYGGINGARNAR (Framhald af 1. síðu). FORST JÓRA og lét standa óbreytt ákvæðin, sem gera Alþýðufl. kleift að koma upp launuðu starfsliði flokksins út um allt land — á kostn- að trygginganna? 6. Ef „Alþýðum." neyðist til að svara öllum þessum spurningum játandi — eða svara þeim ekki, sem gildir hið sama — vill hann þá samt segja að það sé lygi, að Al- þýðufl. hafi verzlað við Sjálfstæð- isfl., í þessu máli OG HAFI MEÐ ÞEIRRI VERZLUN FARGAÐ FYRIRH LJGUDUM, FÖSTUM LÍFEYRI EKKNA OG EIN- ETÆDRA MÆÐRA TIL ÞESS AD FÁ FRAM VALDA-AÐ- STÖÐU ALÞÝÐFLOKKSINS VIÐ FRAMKVÆMD TRYGG- INGANNA? Og að lokum: Er það hins vegar satt, að stÖrf sjúkrasamlagsstjórn- anna séu bara bitlingar handa kommúnistum — eins og „Alþm.“ hefir tví-prentað upp úr „Moggan- um“? | Vænti greiðra svara „Alþm.“ hið fyrsta. Steingr. Aðalsteinsson. Stúlkur vantar okkur til síldarsöltunar og til að leggja síld í pönnur til frystingar. Áskriftalisti liggur frammi á frystihúsi voru á Oddeyrartanga. Kaupfélag EyfirÖinga HKrtHKrtHKHKrtHKHKrtrtHKrtHKrtHKrtrtHKHKH><HKHKHKHKHKHKHKHKHKW AÐALFUNDUR Nautgriparæktarfélags Akureyrar verður haldinn sunnudaginn 16. þ. m. kl. 1 e. h. í Aðalstræti 12, Akureyri. Kosningahandbókin Hin vinsæla kosningahandbók Þjóðviljans er nú komin. - Fæst í kosningaskrifstofu Sósíalistaflokksins. þANNIG líta miðarniir í Verðlauna-getraun Æskulýðjsfylkingarinnar út. Þeir eru til sölu í Bókabúð Akureyrar, Bókaverzlun Pálma H. Jónssonar og í kosninga- skrifstofu Sósíalistafl. — Ú tfylltum eyðublöðum sé skilað í kosningaskrif- stofuna eð!a Bókaverzlun Pálma H. Jónssonar.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.