Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.06.1946, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 15.06.1946, Blaðsíða 5
VERKAMAÐURINN. 5 Nýsköpunin kemur ekki fil Akureyrar nema Akureyringar vilji það sjálfir Orðsending til rifstjóra Dags Nú, þegar nýsköpunaraðgerðir stjórnarflokkanna eru orðnar al- menningi svo augljósar, að vonlaust er fyrir Framsóknar-broddana að berja höfðinu við steininn og neita því, að þær eigi sér stað, hafa þeir tekið upp annan söng — og kvarta nú sáran yfir því, bæði í ræðu og riti, að lítið sem ekkert af nýsköp- unartifkjunum komi hingað til Ak- ureyrar — og á það að vera vegna fjandskapar stjórnarvaldanna í garð þessa bítejar. Nú ætti það að vera öllum heil- vita mönnum kunnugt, að hinum nýju atvinnutækjum, sem keypt eru til landsins, á vegum ríkisstjórnar- innar og Nýbyggingarráðs, er ekki útbýtt sem ölmusugjöfum, helclur eru þau boðin til kaups, einstakl- ipgum og félögum, hvar sem er á landinu. Ef Ákureyri verður afskipt í þessu efni, þá er það ekki sök stjórnarvalda ríkisins, heldur þeirra Akureyringa sjálfra, sem hafa fjár- ráð en vilja ekki leggja það frarn til kaupa hinna nýju atvinnutækja. Idins vegarer það svo um þennan nýja söng „Framsóknar", að hann er all-mjög falskur, eins og hinn fyrri. Akureyri fær sem sé nokkuð af ný- sköpuninni — þrátt fyrir harðvítuga andstöðu ,,Framsóknar“ og annara afturhaldsalfla bæjarfélagsins. Skal nú með fáum orðum rifjuð upp barátta sósíalistanna hér fyrir því að fá ný atvinnutæki til bæjar- ins og árangurinn, sem af því hefir orðið — þó hann sé enn lengt frá þvf að vera nægilegur. Verkamenn og sjómenn hér á Akureyri muna, án efa, þá lang- vinnu baráttu, sem sósíalistar í bæjarstjórn Akureyrar háðu, á ár- unum fyrir stríð, fyrir því að keypt- ur væri, þó ekki væri nema einn togari hingað til Iræjarins. Eftir mikið og mai;gvíslegt þóf í bæjar- stjórninni, sameinuðust flokkar afturhaldsins um það að kveða al- veg niður þessa tilraun til nýsköp: nnar í atvinnulífi bæjarins. Nú get- ur etiginn neitað því, liversu hag- kvæmt það hefði verið bæjarfélag- inu að eiga og reka togara á stríðsár- unum, og hversu auðveldara hel'ði þá verið nú að koma föstum fótum undir verulega togaraútgerð hér í bænum. Þegar samið var um byggingu Svíþjóðarliátanna, knúðu sósíalist- ar það fram í bæjarstjórninni, að hún pantaði þrjá hinna stærri báta hingað til bæjarins. En þegar kom til þess að gera endanlega út um kaupin, hörfaði afturhaldið lí bæjarstjórninni frá |æssari fyrri ákvörðun og afsalaði sér öllum þremur skipunum. Horfði þá svo, að ekkert Svíþjóð- arskipanna yrði keypt af Akureyr- ingum. Þá hófu sósíalistar merki nýsköp- únarinnar að nýju. Þeir höfðu enn verið ofurliði bornir af afturhald- inu f bæjarstjórn. En þá réðust þeir í það að panta sjálfir eitt þessara skipa og mynduðu um það félag nokkurra fátækra sjómanna og verkamaiína. Fyrir fráleitar vanefndir Svíanna um skipasmíðarnar, er þetta skip enn ekki komið til Akureyrar. En það kemur og verður rekið héðan af sjómönnunum sjálfum, sem tákn þeirrar framsýni og framtaks, sem þeir, á þessum tíma, liöfðu umfram bæjarfulltrúa hinna borgaralegu flokka á Akureyri. Þegar Nýbyggingarráð auglýsti eftir kaupendum að togurum þeim, sem ríkisstjórnin lætur nú smíða í Bretlandi, hófu sósíalistar enn bar- áttu fyrir því, í bæjarstjórn, að bæj- arstjórnin tryggði tvo til þrjá þeirra hingað til bæjarins. Bæjarstjórnin samþ. að sækja um tvö þessara skipa. En þegar til alvörunnar kom, sótti í sanra horfið og um Svíþjóð- arbátana. BÆJARSTfÓRNIN AF- SALAÐI SÉR ÖÐRU SKIPINU OG VILDI KAUPA AÐEINS F.ITT. Eftir bæjarstjórnarkosningarnar í vetur komu sósíalistar því til leið- ar, í sambandi við bæjarmálasamn- ing flokkanna, að aftur var sótt um annan togara. Er nú búið að út- hluta bænum öðrum þeirra — og verður hann eitt með fyrstu skipun- um, sem koma — en hins vegar stendur enn á bæjarstjórninni að setja greiðslutryggingu fyrir hinu skipinu — og það þó sósíalistar hafi komið því til leiðar á Alþingi, að bæjarfélög fái 85% kaupveiNðs tog- aranna að láni, með mjög lágum vöxtum. Vonandi verður þó ekki sleppt tækifærinu til að fá einnig þetta skip. Og að auki hefir svo einn út- gerðarmaður hér í bænum sýnt það framtak að láta byggja handa sér einn togara. Munu því innan skamms verða þrír nýtízku togarar hér í bænum — þar sem aldrei hefir verið togari áður — og afsannar það eitt ncildnr Framsóknar-broddanna um að nýsköpunin fari fram hjá Akureyri — þó gjarnan mættu vera meiri athafnir hér. Sömuleiðis hafa sósíalistar komið því til leiðar, að ríkið mun reisa hér og reka tunnuverksmiðju, sem taka mun til starfa þegar á næsta vetri — en bæjarstjórnin hér hafði alveg gefist upp við þann rekstur. Þó með því, sem hér hefir verið nefnt, sé langt frá því að vera n;egi- lega að gert, horfir samt ólíkt væn- legar en áður uni atvinnulíf þessa bæjar. Ef Akureyringar leggja sinn skerf, við kosningarnar 30. júní. ti þess að tryggja það að haldið verði áfrarn samstarfinu að nýsköpun at- vinnuveganna, þá mtinu þeir einn- ig eiga þess kost að fá sinn skerf a nýsköpunartækjunum. En þetta tryggja Akureyringar F.KKI með því qfi kjósa fulltrúa tjórnarandstöðunnar, frambjóð- anda ,,Framsóknárfl.“, sem fjand- skapast við nýsköpunarstarfið — heldur ineð því að fylkja sér um Herra ritstjóri! I blaði yðar sl. rimmtudag segið rér: „Það þarf brjóstheilindi til að bjóða eyfirzkum samvinnumönnum tjörlista með nafni Þórodds Guð- mundssonar efstu, eftir hin dæma- lausu lögleysu- og ofbeldisverk hans í Kaupfélagi Siglfirðinga". — Þessi rætna klausa sýnir vel, að yður skortir lífsreynslu til að skilja það, að það er aldrei hyggilegt fyrir menn í glerhúsi að kasta grjóti. Svo rnörg ofbeldisverk hafið þið „Fram- sóknarmenn" á samviskunni í sam- vinnufélagsskapnum, bæði á Siglu- firði og annars staðar, að varlegast er fyrir ykkur að nefna aldrei það orð. Á aðalfundi Kaupfélags Sigl- irðinga í fyrra urðu mjög harðar deilur ,skömmu áður en varð upp- lýst um ægilega vörurýrnun í mat- vörubúð félagsins, en deildarstjór- inn þar, skrifstofustjóri og kaupfé- lagsstjórinn eru allir „Framsóknar- menn“, auðvitað áttu þessir menn að svara þarna til saka, en ekki fé- lagsstjórnin, sem hafði setið hálft árið. í stað þess að „Framsóknar- menn" á Siglufirði hefðu átt að skammast sín og halda sér utan við umræður um þetta mal, hófu þeir æðisgenginn áróður rétt fyrir aðal- fundinn og ásökuðu félagsstjórnina um þessar „misfellur“. Þeir notuðu sér að um þetta leyti stóð Sósíalista- flokkurinn á Siglufirði í harðvítug- um deilum við Alþýðuflokkinn og Sjálfstæðisflokkinn og þeim tókst að korna á samfylkingu þriggja flokka gegn okkur sósíalistum og með innsmölun í félagið að slysast á að fá kosinn meirihluta fulltrúa á aðalfund, þó með aðeins nokkrum atkvæða mun. Á aðalfundinum átti svo að láta kné fylgja kviði, hver of- beldisráðstöfunin og lögleysan rak aðra. Það má hver sem vill lá okkur það, að við í félagsstjórninni grip- um til þess ráðs, að reka nokkra al' fulltrúunum úr félaginu, eftir að þeir höfðu brotið félagslögin og samvinnulögin. Dómstólarnir hafa að vísu ógilt þennan brottrekstur, en í forsend- um Hæstaréttardómsins er þó að ýmsu leyti gengið inn á okkar sjón- armið. Hæstiréttur virtist sem sé telja, að þeir hafi brotið lög, en það sé þó ekki nægileg ástæða til brott- rekstrar. í augum „Framsóknar- manna“ er Jressi dóraur í Hæstarétti sjálfsagt vegsauki, en í augum allra frjálslyndra rnantta mun verða litið svo á, að Hæstaréttardómararnir hafi með dóminum sannað, að Jreir séu svo þröngsýnir og afturhalds- þann flokk, Sósíalistaflokkinn, sem stöðugt hefir barist fyrir umbótum í atvinnulífi bæjarins, og á mestan Jráttinn í Jrví, sem þegar hefir unn- ist á í því efni. Akureyringar! Launið afturhaldi bæjarins alla tregðuna í því að endurbæta at- vinnulífið í bænum, með því að fá Sósíalistaiflokknum umboð kjör- dæmisins á Aljnngi. KJÓSIÐ STEINGRÍM AÐALSTEINSSON. samir menn, að þeir ættu betur heima í nazistisku ríki en lýðfrjálsu. Og svo mikið skoðanafrelsi er nú ennþá í landinu, að hverjum , er frjálst að hafa sína skoðun, jafnt á dómum Hæstaréttar, sem öðru. En nú fyrir nokkrum dögum var raldinn aðalfundur í Kaupfélagi Siglfirðinga, hin dómskipaða fé- lagsstjórn konr saman á fund, kvöldið áður en aðalfundir félags- deilanna skyldu hef jast, til að ganga frá kjörskrá hverrar félagsdeildar. En þegar á þennan fund kom urðu „meirihlutamennirinr“ áhyggju- fullir. Þrátt fyrir að venja hefir ver- ið að ganga frá kjörskrá deijdanna í Kaupfélagi Siglfirðinga daginn áður en aðalfundir hefjast, var nú samþykkt að halda henni opinni til kl. eitt næsta dag, eða santa dag og fyrsta deildin hélt aðalfund. Það kom fljótt í ljós til hvers leikurinn var gerður. Á öllu árinu höfðu gengið í félagið eitthvað 30—40 manns, en á þessum hálfa degi nær- fellt 100 manns, hvort þessir 100 menn verða góðir viðskiptamenn kaupfélagsins á nú reynslan eftir að skera úr, en flestir þeirra reyndust „Framsóknarmönnunum“ og sálu- félögum þeirra hinar prýðilegustu atkvæðavélar við fulltrúakosning- una. í deildinni fengum við sósíal- istar rúm 70 atkvæði en 3ja flokka samsteypan, undir forustu „Fram- sóknar" rúm 80 atkv. Svipaðar at- kvæðatölur urðu í II. deildinni. — Kosningar í hinum tveimur deild- unum létum við sósíalistar okkur litlu skipta, þar sem við gátum ekki eins og komið var, náð meirihluta fulltrúa. Við sósíalistar öfundum ykkur „Framsóknarmenn", ekki af þessum „sigri“, sem unnin er með því að brjóta reglur félagsins og smala inn fjölda fólks sarna dag sem aðal- fundur er haldinn og það sumpart hatrömmum andstæðingum sam- vinnustefnunnar. Þessar kosningar sýna líka ljóslega, að við vorum búnir að vinna meirihluta félags- manna og hin dómskipaða stjórn gat ekki fengið fulltrúa kosna nema beita bellibrögðum. Næsta frægðarverk hinnar dóm- skipuðu stjórnar var að leggja fram ársskýrslu um starfsemi félagsins. Tveir sósíalistar, þeir Gunnar Jó- hannsson og Páll Ásgrínrsson, eiga sæti í kaupfélagsstjórninni, þeim var aldrei sýnd skýrslan, en nöfn þeirra voru fölsuð undir skýrsluna og hún síðan prentuð, hafa þeir nú birt mótmæli gegn þessu athæfi í Siglul jarðarblöðunum. F.itt frægð- arverkið var Jrað að hafa nöfn þriggja dáinna manna á nafnalista einnar deildarinnar, með því móti fékkst einum fulltrúa meira frá deildinni, en það er kosinn 1 full- trúi fyrir hverja 10 félagsmenn. Eg læt þessi dæmi nægja til að sanan það, að það eru „Franlsókn- armennirnir" á Siglufirði, sem laga- leysurnar og ofbeldisverkin hafa framið í kaupfélaginu þar, en ekki við sósíalistar. F.n hvernig er það nú annars, herra íitstjóri, háldið þér að fólk

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.