Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.06.1946, Side 6

Verkamaðurinn - 15.06.1946, Side 6
6 VERKAMAÐURINN 17. júní Alþýðan sýnir það með einhuga og samfylkingu þennan I mesta hátíðisdag ársins, að hún er staðráðin í að vernda frelsi og fullveldi þjóarinar, þótt fulltrúum hennar sé vamað máls 17. júní er á mánudaginn kem- ur. Þá eru tvö ár liðin síðan hér var stofnað LÝÐVELDI. Þjóðin öll er minnug þess, hvern feng hún fékk þá í hendur og hvern vanda hún tók á sig með því að ísland var við- urkennt fullvalda ríki. Um lýðveld- isstofnunina stóð þjóðin svo til einhuga og aldrei fyrr hefir tekist að þjappa henni eins saman á ör- lagastund. Enginn íslendingur ef- ast um, að sporið, sem stigið var 17. júní 1944, var heillaspor og sjálf- stæðið er þjóðinni og þegnunum fyrir öllu. Það sýndi þátttakan í há- tíðahöldunum 17. júní í fyrra, á árs- afmæli lýðveldisins. Við 17. júní er líka bundin minning um hinn bezta og ötulasta foringja sem ísland hefrr alið. Skilningurinn á starfi Jóns Sigurðssonar er skilningur á frels- inu og virðing fyrir sjálfstæði lands- ins. Hér í bæ er efnt til fjölbreyttra hátíðahalda 17. júní og er dagskrá þeirra birt á öðrurn stað í blaðinu. Þau hátíðahöld verða áreiðanlega vel sótt og alveg sérstaklega mun allur almenningur fylkja 'sér undir fána sinn — fána íslands — í skrúð- göngunni um bæinn. En því er ekki að leyna, að svart- an skugga ber á fögnuð þjóðarinn- ar þennan dag, en það er hin glæp- samlega afstaða fáeinna valda- og auðmanna til herstöðvabeiðni Bandaríkjanna. Það var vilji þjóðarinnar, að hinn 17. júní í ár væri þessum fáu ólánsmönnum sýnt það á eftir- minnilegan hátt, að íslendingar ætla ekki að selja ísland. En nú hef- ir tekist þannig til að landsölu- mennirnir hafa getað haft þau áhrif við undirbúning hátíðahaldanna, að fulltrúum alþýðunnar er þar varnað máls. Fulltrúaráð verklýðs- félaganna í Reykjavík fór fram á, þegar því var boðið að hvetja verk- lýðsfélögin til þátttöku, að fulltrúi frá verkalýðssamtökunum yrði með- al ræðumanna dagsins, en þeim til- mælum var neitað, á þeim undar- legu forsendum, að ekki mætti tala um herstöðvamálið. Þannig eru þau fjöldasamtök, sem bezt og harðast hafa barist gegn afsali landréttinda, útilokuð frá því að túlka sjálfstæðismálið út frá vilja verkalýðsins og um leið allra íslendinga, þjóðhátíðardaginn 17. júní. trúi því sem blað yðar er að fullyrða um fylgisleysi mitt og Sósíalista- flokksins, þegar það sér hve miklu af hinu „dýrmæta“ rúmi blaðsins er varið til að rægja og ófrægja mig og flokkinn? Þ. G. Hér á Akureyri fékkst ekki held- ur að fulltrúar alþýðunnar mættu láta til sín heyra þennan dag. — Hvernig tekist hefir annars til um val ræðumanna, skal látið ódæmt um að sinni — en betur hefði áreiðanlega mátt fara. Alþýða landsins — verkalýðsstétt- in — hefir verið freklega móðguð, en það mun ekki hindra hana í því áformi, að lýsa fylgi sínu við hug- sjónir frelsisins — þvert á móti mun það þjappa henni saman og sýna undanlátsmönnunum, að lnin vill frjálst ísland. FYLKIÐ LIÐI 17. JÚNÍ. Iiátíðahöld Þjóðhátíðadaginn 17. júní TILHÖGUNARSKRÁ: Kl. 1.15 e. h. Lúðrasveit Akureyrar leikur á Ráðhústorgi. — Kl. 1.30 e. h. Skrúðganga frá Ráðhústorgi að hátíða- svæðinu, eða til kirkju, verði óhagstætt veður. Kl. 2 e. h. Hátíðahöld á túnunum sunnan við sundlaugina. — a) Hátíðin sett, Ármann Dalmannsson. Karlakórar bæjarins syngja: „Eg vil elska mitt land“. — b) Fánahylling. — c) Guðsþjónusta, séra Friðrik J. Rafnar prédikar. — d) Lýðveldisræða, Sigurður Guðmundsson, skólameistari. Karlakór: „Syng frjálsa land“ og „Land míns föður“. — e) Minni Jóns Sigurðssonar, Ólafur Halldórsson, stúdent. — f) Kantötukór Akureyrar syngur „Ó, guð vors lands“. Kl. 4 e. h. ÍÞRÓTTASXNINGAR. —- a) íslenzk glíma (skátar). — b) Fim- leikaflokkur kvenna úr íþróttafélaginu „Þór“. — e) Fimleikaflokkur karla úr íþróttafélaginu „Þór“. — d) Þjóðdansar, flokkur úr „íþróttafélaginu „Þór“. Kl. 8.20 e. h. Endurvarp frá Hljóm- skálagarðinum í Reykjavík. — Að því loknu hefst dans á palli á hátíðasvæðinu. Kl. 9.30 e. h. Dansað á Hótel Norður- land og í Samkomuhúsi bjæarins til kl. 2 e. miðnætti. — Ókeypis aðgangur að öllum skemmtiatriðum dagsins. Þess er fastlega vænzt, að allir bæjar- búar taki þátt í gleði dagsins, og geri það á þann hátt, sem sæmir merkilegri og þroskaðri menningarþjóð. Forstöð unefrtd in. Verkamannafélaé Akureyrarkaupstað- ar skorar eindregið á meðlimi sína að mæta við Verklýðshúsið kl. 1 e. h. 17. júní og taka þátt í skrúðgöngunni. Verkamaðurinn kemur næst út mið- vikudaginn 19. júní. Karlakór Mývetninga efnir til sam- söngs í Nýja-Bíó kl. 4 e. h. í dag. Það tilkynnist vinum og vandamönnum að BENEDIKT SIGURJÓNSSON andaðist á Akureyri 11. þ. m. Jarðarförin auglýst síðar. Vandamenn. Héraðsmót Sjálfstæðisfélaganna á Akureyri og Eyjafjarðarsýslu verður haldið þann 23. júní n. k. að Nansta- borgum við Akureýri. — Nánar auglýst síðar. Fulltrúaráðið. S<HKHKBKHKHKHKHKHKHKHKHKBKHKHKf<HKHKBKHKHKHKBKHKHKHKHKHKHK: Orðsending frá ÆFA Vegna yfirlýsinga frá öðrum pólitískum æskilýðsfélögum í bæn- um, sem hafa verið birtar í bæjar- blöðunum nú síðustu daga, vil eg taka fram eftirfarandi: Bréf þau, sern formenn umræddra félaga neita að hafa fengið, ritaði eg 24. maí sl. og setti í póst að morgni þess 25. — Til frekari árétt- ingar þessu birti eg hér afrit af einu þessarra bréfa, se mvoru öll eins, að undanteknu ávarpinu, senr vitanlega var breytilegt eftir því hvaða félag átti í hlut. •„Akureyri, 24. maí 1946 Félag ungra Framsóknarmanna, Akureyri. Á stjórnarfundi í Æsku- lýðsfylkingunni á Akureyri, félagi ungra sósíalista, sem haldinn var 19. þ. m., var samþykkt, að spyrjast fyrir um það hjá hliðstæðum æsku- lýðsfélögum í bænum, hvort þau myndu fáanleg til að taka þátt í sameiginlegum umræðufundi um stjórnmál, sem haldinn yrði ein- hvern tima í næsta mánuði, eftir nánara samkomulagi milli félag- anna. Leyl'um við oss því að senda yður bréf þetta og vonum, að þér til- kynnið oss fyrir 1. júní næstk., hvort rélag yðar myndi vilja vinna að því að koma upp slíkum fundi með öðrum pólitískum æskulýðsfé- lögttm í bænum. Virðingarfyllst. F. h. stjórnar Æ. F. A. sign: Einar Eggertsson, Gránufélagsgötu 11, Akureyri." Bréf þessi sendi eg formönnum nefndra félaga, sem almenn bréf, en keypti ekki ábyrgð á þau, þar sem eg hefi ekki orðið þess var, að póstafgreiðsla hér væri með þeim hætti, að slíkt væri nauðsynlegt. Einar Eggertsson. ÞAKKIR Hér með flyt eé mínar innileéustu þakkir til starfsfólksins á Klæðaverk- smiðjunni „Cefjurí' fyrir þá höfðinéleéu éjöf, kr. 1500.00, sem það hefir fært mér oé börnum mínum til hjálpar, t vandræð- um mínum eftír Érunann á Kotá síðastl. þriðjudaé■ Akureyri 14. júní 1946. UNA SIGRÚN KARLSDÓTTIR. | Benedikt Sigurjónsson | sem þekktur var um land allt undir nafninu FJALLA-BENSI, varð bráðkvaddur hér í bænum 11. þ. m., 70 ára að aldri. Benedikt var annálaður ifjalla- garpur og hraustmenni, svo að af bar. Hann er söguhetjan í Aðventu Gunnars Gunnarssonar, en ýmissa æfintýra hans og þrekrauna er getið í bókinni Ódáðahraun. [Sjómeiin! iHöfum venjulega fyrir- |liggjandi: Vinnufatnað Vinnuvettlinga Ullarbuxur Ullarpeysur Ullarnærföt Ullarsokka Ullarteppi Vattteppi Fatapoka o. m. fl. af nauðsylegum fataði. Brauns Verzlun Páll Sigurgeirsson. Kosningaskrifstofa sósía- lista er opin frá kl. 1-7 og 8-10 e. h. — Sími 516 PrentviIIá. Á 1. síðu blaðsins í dag er prentvilla í frásögninni af stjórnmála- fundinum. Þar stendur neðarlega í 2. dálki: krekkur og hrun, en á að vera: kreppur oé hrun.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.