Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.06.1946, Blaðsíða 1

Verkamaðurinn - 15.06.1946, Blaðsíða 1
FRÁ STJÓRNMÁLAFUNDINUM: Alþýðan fylkir sér um uppbyggingar- stefnu Sósíalisfaflokksins en fordæmir niðurrifs- og hrunstefnu Þorsteins M. og Framsóknarflokksins. Bindindisaldan brotnaði á Bern- liarð Stefánssyni. Sig. Hlíðar mistókst að verja framferði heildsala- og landsalaklíkunnar í Sjálfstæðisflokknum Frambjóðandi kratanna, Steindór Steindórsson, logaði eins og naðra Einar Olgeirsson, alþm. og form. Sósíalistaflokksins, hefir að nndan- förnu ferðast um Vestur- og Norð- urland og haldið stjórnmálafundi í flestum þorpum og kaupstöðum. Síðastliðinn þriðjudag boðaði hann til stjórnmálafundar liér í hænum í Samkomuhúsinu. Öðrum flokkum var boðin þátttaka nreð jöfnum ræðutíma, og þáu þeir það. Aðsókn var mikil og húsið orðið troðfullt þegar l’undur skyldi hefjr ast. F.inar Olgeirsson rakti i fram- söguræðu sinni, hvernig Sósíalista- flokkurinn fékk því komið til leið- ar, að Sjálfstæðisflokkurinn og Al- þýðuflokkurinn, eða meirihluti þeirra, tækju þátt í að mynda þing- ræðisstjórn 1944, sem hafði róttæk- ari og víðtækari stefnuskrá, hvað snerti atvinnulífið í landinu, en nokkur íslenzk ríkisstjórn hefir sett sér. Hann rakti síðan gang málanna á þingi og í ríkisstjórn og sýndi fram á, að stjórnin hefði þegar á þessu H/2 ári framkvæmt meiri byltingu í atvinnulífinu, en hingað til hefir þekkst hérlendis. Fiski- skipaflotinn margfaldast, þegaí öll þau skip, sem ríkisstjórnin hefir heypt eða samið ttm smíði á, eru komin til landsins, flutningaskipa- flotinn tvöfaldast. Tvær nýjar, stór- virkar síldarversmiðjur taka til starfa á þessu sumri og afköst hinna eldri hafa verið stór-aukin. Nýir markaðir hafa verið unnir í mörg- um löndum meginlandsins fyrir af- urðir okkar, svo að nú er tryggt að við getum selt allar útflutningsvör- ur okkar það góðu verði, að kaup- gjald í landinu þarf ekki að lækka, heldur má það og mun hækka til stórra muna. Einar lýsti því, hvern- ig stór hluti Sjálfstæðisflokksins og afturhaldsklíka Alþýðufl. hafa fjandskapast við öllum þessum framkvæmdum og það, að þessir flokkar styðja og stilla örgustu fjandmönnum nýsköpunarinnar í tiltölulega örugg sæti við þessar kosningar, er Ijósasta sönnunin fyr- ir því, að nýsköpunin og viðreisnin er þessum flokkum ekki það hjart- ans mál, sem þeir vilja vera láta. Glæsileiki Einars Olgeirssonar, bæði hvað snerti flutning og með- ferð mála, hreif áheyrendur þannig, að engum ræðumanninum var fagn- að jafn mikið. Fyrir Sjálfstæðisflokkinn töluðu þeir Sig. Hlíðar og Magnús Jéms- son, hinn nýji ritstjóri íslendings. Sig. Hlíðar eyddi mesturn tíma í alls konar glamur, sem' ekkert kom málunum við. Ræða hans öll var veigalítil, en þó tók út yfir, þegar hann hugðist verja gerðir heildsal- anna og fjandskap þeirra í garð allra framfara og framkvæmda í landinu. Magnús Jónsson gerði sig dálítið merkilegan, byrjaði að tala um Rússa, en liætti því fljótlega, þegar hann heyrði að fundarmenn gerðu ekki annað með það, en hlæja að því. Hann ætlaði einnig að gylla Sjálfstæðisflokkinn með af- stöðu hans til herstöðvamálsins, en sagði þó að lokum, þegar honum var bent á landráðaskrif ,,Vísis“, að „Sjálfstæðis-æskan" væri a. m. k. á móti leigunni til Bandaríkjanna! Fyrir Framsókn töluðu þeir Þor- steinn M. Jónsson og Bernharð Stefánsson. Höfðu þeir lítið að segja, nema endurtaka tugguna um krekkur og hrun. — Þorsteinn M. hugðist slá um sig með templara- nafninu og kenndi nriv. ríkisstjórn um alla áfengisneyzlu í landinu, eins og aldrei lrefði verið drukkið á íslandi fyrr. Sagði hann sig og Framsóknarmenn vera vænlegasta til að þurrka vínbúðirnar og taka fyrir drykkjuskapinn. Ekki höfðu fundarmenn trú á þessu meðali, en Eramhald 2. síðu). FULLTRÚARÁÐ VERKLÝÐSFFXAGANNA Vegna tilmæla frá undirbúnings- nefnd hátíðahaldanna 17. júní n. k., skorar fulltrúaráð verkalýðsfé- laganna á öll stéttafélög í hænum að fjölmenna í skrúðgönguna þann dag kl. 1 e. h. STJÓRNIN. Almannatryggingarnar enn Alþýðufl. samdi við Sjálfstæðisfl. um að felía niður fast- an lifeyri til ekkna og einstæðra mæðra - í staðinn féll Sjálfstæðisfl. frá kröfu sinni um nýjan forstjóra við Tryggingarstofnunina og vildi gefa Haraldi sjálfdæmi um val starfsliðs stofnunarinnar út um alt land „Alþýðum.“ frá 12. þ. m. kallar greinar þær, sem eg hefi skrifað í „Verkam.“ um almanantrygging- arnar „lygasöguna um Alþýðu- flokkinn“ — og á þessi „lygasaga" að vera sögð í þeirn tilgangi „að draga úr þeirri smán“, sem eg og flokkur minn hafi hlotið fyrir af- skifti af tryggingamálunum. Eins og efni standa til, hefir „Al- þýðum.“ engin nothæf sönnunar- gögn fyrir máli sínu — heldur gríp- ur til þess að prenta 1 ANNAÐ SINN raunverulega lygasögu upp úr Morgunblaðinu, sem eg á sín- um tírna hrakti, í Þjóðviljanum, lið fyrir lið, og hefir ekki þótt nothæf á Morgunblaðsheimilinu síðan. Nú vil eg skora á „Alþýðum.“ að tilgreina nákvæmlega hverju eg þafi logið, í sambandi við þetta mál, hvort heldur hann getur fund- ið það í útvarpsræðu minni frá í vor eða í „Verkam.“-greinunum. Mun eg þá gefa honum tækifæri til að sanna mál sitt, svo að mark verði á tekið. Treysti „Alþýðum.“ sér ekki til að taka áskorun þessari, verður það ekki skilið á annan veg, en að lyg- arnar séu á hans hlið, en ekki mína. Til þess að gera „Alþm.“ auð- veldara fyrir, skal eg þegar leggja fyrir hann ákveðnar spurningar um þau atriði, sem einkum skifta máli í j)essu sambandi: 1. Er það lýgi, að í frumv. um almannatryggingar hafi verið ákvæði um fastan lífeyri til ekkna, og heimild til að láta það ákvæði einnig ná til einslæðra rnæðra? 2. Er Jtað lýgi, að við umræður tuálsins í heilbrigðis- og félagsmála- nefnd efri deidar, hafi fulltrúi Sjálf- stæðisfl., Gísli Jónsson, lagt á það mikla áherzlu, sem eitt af skilyrðum Sjál fstæðisf 1. fyrir framgangi frum- varpsins, að Sjálfstæðisfl. fengi nýj- an forstjóra fyrir stofnuninni, ásamt Haraldi Guðmundssyni? .4. Er það lýgi, að Haraldur Guð- mundsson, sem formaður heilbrigð- is- og félagsmálanefndar, feldi nið- ur fundi í nefndinni, um háls mán- aðar skeið — þegar mjög var liðið á ])ing og flýta þurfti afgreiðslu málsins — og notaði þann tíina til samninga við Sjálfstæðisfl. unt málið? 4. Er Jrað lýgi, að á fyrsta fundi nefndarinnar, eftir þetta hálfs mán- aðar hlé, lýsti Haraldur Guðmunds- son því yfir, að samkomulag væri á komið, milli Alþýðufl. og Sjálfstæð- isfl., um að lækka útgjöld til trygg- inganna um 4 milj. króna — og til þess að ná Jreim sparnaði væri m. a. feldur niður lífeyrir til ekkna og einstæðra mæðra? Jafnframt lýsti Haraldur því samkomulagi þessara flokka, að fresta til 3. umræðu ágreiningsefn- inu um „valdakafla" frumv. 5. Er það lýgi, að við undirbún- ing og framkvæmd þeirrar 3. um- ræðu EÉLL SJÁLFSTÆÐISEL. FRÁ KRÖEU SINNI UM NÝJAN (Framhald á 4. síðu). Kappskák bílstjóra í fyrradag komu hingað með flugvél 8 menn frá bílstjórafélaginu „Hreyfli" í Reykjavík, og þreyttu þeir kappskák við jafnmarga menn frá Bílstjórafélagi Akureyrar utn kvöldið. Orslit urðu þau, að Reyk- víkingar unnu á 4 borðum og Ak- ureyringar á 4. — Reykvíkingarnir færðu Bílstjórafélagi Akureyrar merka skákbók að gjöf. Þeir flugu aftur suður um kvöldið. Akur- eyrsku bílstjórarnir, sem unnu, voru þessir: Ragnar Skjóldal, Haf- steinn Halldórsson, Unnsteinn Stef- ánsson og Guðm. Jónsson. Frá Útgerðarfélagi Akur- eyringa h. f. Eramhaldsstofnfundur Utgerðar- félags Akureyringa h.f. var haldinn laugardaginn 8. þ .m. Eins og kunn- ugt er var félag Jretta stofnað í fyrravetur ög ]);t leitað eftir hlutafé frá bæjarbúum með það fyrir aug- um að festa kaup í fiskibátum, sem gerðir væru út héð'an. í vetur ákvað svo félagið að kaupa annan þeirra togara, sem koma eiga til bæjarins. — Bráðlega mun félagið innkalla hið lofaða hlutafé og eru þeir, sem skrifuðu sig fyrir hlutum beðnir að bregðast fljótt og vel við þegar auglýst verð- ur um innköllun fjárins. í stjórn félagsins voru kosnir: Steinn Steinsen, Tryggvi Helgason, fakob Erímannsson, Guðm. Guð- mundsson og Albert Sölvason.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.