Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.12.1948, Qupperneq 5

Verkamaðurinn - 22.12.1948, Qupperneq 5
EINAR OLGEIRSSON: I’rjátíu ár eru liðin síðan „Verka- maðurinn“, elzta núlifandi alþýðu- blað Islands, hóf göngu sína. í þrjátíu ár hefur „Verkamaðurinn" verið merkisberi þess málstaðar, sem alþýð- an hefur eignast beztan, — málstaðar lítilmagnans, málstaðar hins vinnandi og kúgaða manns, málstaðar sósíalism- ans. Tveim árum áður hafði verið stofnað „jafnaðarmannafélag“ á Akur- eyri fyrir forgöngu Ólafs Friðriksson- ar, Ingimar Eydal var fyrsti formaður þess, 1918 hófu þeir Friðjónssynir út- gáfu „Verkamannsins“, úthrópaðir sem bolshevikkar af afturhaldinu. Ymsir þeirra er hófu merkið í upp- hafi, liafa fallið frá, — sumir þeirra, er eitt sinn hjuggu stór högg með vopn- um „Verkamannsins“, vega nú úr víg- stöðvum andstæðinganna, — en „Verkamaðurinn“ hefur haldið heit sitt sem vopn verkalýðsins og ætíð ver- ið beitt, þar sem mest reið á! Og hve stórkostlegur er ekki árangur þess rétt- láta stríðs alþýðunnar, sem „Verka- maðurinn“ hefur verið lítið en gott vopn í, þegar litið er yfir þessi þrjátíu ár heima og erlendis. Verklýðssamtökin íslenzku voru fá- menn og veik að stíga sín fyrstu spor, er „Verkamaðurinn" hóf göngu sína. „Verkamaðurinn“ hefur verið þeim hið bezta vopn, jafnt í baráttunni fyrir einingu þeirra, — því í tvígang hefur afturhaldið reynt að kljúfa þau, er róttæk forusta var mynduð í þeim ("1924 og 1934), — sem og er barizt var um bætt kjör. Og nú standa verklýðs- samtök íslands sem voldugasta sam- takaheild þjóðarinnar, ef því valdi er beitt alþýðunni í hag. Og síðustu 6 ár Þrjátíu ára stríð sýna live stórkostlega alþýðan getur bætt sín kjör, ef samtökum hennar er beitt rétt. „Verkamaðurinn“ á þakkir allrar íslenzku verklýðshreyfingarinn- ar skilið fyrir Jjað, hve vel hann liefur varið og barist fyrir einingu alþýðu- samtakanna, undirstöðunni að valdi þeirra, sem eitt sinn voru lítilmagnar og verða það aftur, ef þeir eru sundr- aðir og hugdeigir. „Verkamaðurinn ' hefur alltaf hjálpað til að kveða í þá mörgu, smáu einingu og stórhug, — hjálpað þannig til þess að gera alþýð- una vald. En „Verkamaðurinn“ hefur ekki látið þar við sitja, þessi þrjátíu ár. Hann hefur einnig á flestum skeiðum æfi sinnar unnið að því að gera alþýð- una markvissa og stefnufasta: skapa henni forustuflokk, er setti markið hátt: yfirráðin til alþýðunnar, — og stefndi að því marki, svikalaust og djarft, þótt sigrar og ósigrar, sókn og undanhald skiptist á, svo sem ætíð er í öllum stríðum og ekki sízt alþýðunn- ar, sem alltaf reynir að nota ósigrana jafn vel, til að læra af þeim eins og sigrana til að græða á þeim fyrir fjöld- ann. Stoltur getur „Verkamaðurinn" lítið til baka yfir farinn veg á þessu sviði frá 1918. Sósíalistaflokkurinn, útgefandi „Verkamannsins", persónu- gerfing sósíalistiskrar markvissu og stefnufestu íslenzkrar alþýðu, er nú orðið vald, sem ekki aðeins allt ís- lenzkt afturhald óttast og hræðist, heldur nýtur einnig þeirrar virðingar, að liættulegasta óvin íslenzku þjóðar- innar, ameríska auðvaldinu, finnst ástæða til að svívirða hann og ofsækja á alþjóðavettvangi. En það hefur ekki aðeins verið hlut- verk „Verkamannsins“ að vera mál- gagn og vopn norðlenzkrar alþýðu í baráttu hennar. Það hefur og verið hlutverk hans, sent blaðs, að flvtja fréttirnar af frelsisbaráttu alþýðunnar um víða veröld, láta fólkið í fámenn- inu á „norðurhjara veraldarinnar“ finna hjartaslög fjöldans hjá milljóna- þjóðunum. Um það leyti sem „Verka- maðurinn" hóf göngu sína, orti Step- han G. um rússnesku alþýðubvlting- una, sem „lítilmagnans morgunroða1/. Þá töluðu auðmenn veraldar um verklýðsvöldin í Rússlandi með háði og fyrirlitningu, sent dægurflugu, er drepast mvndi á rnorgun úr eigin am- lóðahætti. En nti skjálfa þeir af ótta við völd alþýðunnar í veröldinni, því Frá Nóvudeil- unni. Hvítliðar hafa strengt kaðal yfir byrggjuna. 5

x

Verkamaðurinn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.