Verkamaðurinn - 22.12.1948, Blaðsíða 13
RÓSBERG G. SNÆDAL:
Hugleiðing á tíu ára afmæli
Tíu ár eru nú liðin síðan hinn rót-
tæki armur íslenzkrar alþýðu stofnaði
sinn sameinaða stjórnmálaflokk —
Sameiningarflokk alþýðu — Sósíalista-
flokkinn. Þótt ekki séu fleiri ár að
baki, ber margt fyrir, þegar maður
rennir augum yfir gengna starfsbraut
flokksins nú á 10 ára afmælinu og það
hygg eg, að hver sósíalisti geri, enda
nauðsynlegt að vera minnugur þeirr-
ar reynslu, sem fengin er í unnu starfi.
Saga Sósíalistaflokksins heíur óaflát-
anlega mótast af tvennu: harðri bar-
áttu og stórum verkefnum. Æfi iians
hefur verið biðlaus tími í flestum
skilningi. Heimurinn hefur logað í
ófriði og boðaföll af hans völdum hafa
gjálpað við strendur þessa lands, með
þeim afleiðingum, að miklar viðsjár
hafa ríkt í þjóðlífi okkar og ríkja enn.
Þetta ástand varð til þess, að gera
hlutverk Sósíalistaflokksins stærra og
viðfangsefnin fjölþættari og yfirgrips-
meiri en verið hefði á „normal“-
tímum.
Sameiningarflokkur alþýðu og
forusta hans hlaut eldskírn sína í
viðureign við innlent auðvald á fyrra
helmingi heimsstyrjaldarirmar, þegar
það, í skjóli tveggja stórveldaherja og
með beinni hjálp þeirra, hugðist afmá
flokk alþýðunnar með valdbeitingu og
fólskuverkum og slá þar með hina rót-
tæku verkalýðshreyfingu niður í eitt
skipti fyrir öll.
En það átti nú svo að fara, að þessi
heiftúðuga flóðbylgja, sem auðstéttin
íslenzka beindi að alþýðustéttinni og
flokki hennar, brotnaði og féll inn í
sjálfa sig vegna forustuhæfni og skipu-
lagsstyikleika hins unga sameiningar-
flokks. Þannig hefur það og verið í
hvert sinn, sem auðvaldið hefur vegið
í þann knérunn, þó með mismunandi
vopnaburði væri.
Sósíalistaflokkurinn hefur þess
vegna margra og stórra sigra að minn-
ast, sigra, sem unnust fyrir atbeina
félags- og stéttarþroska meðlima lians
og fylgjenda, sigra, sem marka djúp
spor í sögu verkalýðshreyfingarinnar,
sigra, sem sanna okkur að allt það
mikla og fé)rnfúsa starf, sem baráttan
krafðist, hefur ekki verið unnið fyrir
gýg, heldur fært okkur hröðum skref-
um nær markinu.
Sósíalistaflokkurinn hefur á þessurn
fáu árum vaxið úr hóp áhugamanna,
upp í það að vera öflugur fjöldaflokk-
ur, sem hann nú er, leiðandi flokk-
ur alþýðustéttarinnar, forustuafl í
verkalýðshreyf ingunni.
Þótt andstöðuflokkunum sameinuð-
um takist enn að halda um stjórnar-
taumana í ríkisstjórn og á Alþingi og
reyni með meira og minna fasistískum
aðferðum að hindra vöxt og viðgang
Séjsíalistaflokksins og áhrif hans með
þjóðinni, hefur þeim samt ekki tekist
að brjóta skörð í brjóstfylkingu hans,
eða hefta þróun hans og einingu. Sósí-
alistaflokkurinn er í dag fjölmennari,
traustari og samvirkari, en nokkru
sinni fyrr. Að ætla sér að gera slíkan
flokk atkvæðalausan, er jafn fráleitt og
ætla að banna heilbrigðum manni að
hugsa.
Að þessi staðhæfing mín er stað-
reynd, sannast líka bezt á baráttuað-
ferðum og áróðri hinna þrfeinu auð-
valdsflokka gegn Sósíalistaflokknum.
Svo að segja öllu réimi allra hinna
mörgu málgagna sinna verja þeir dag
eftir dag og árið éit til að sverta og sví-
virða Sósíalistaflokkinn og forustu-
menn hans. Alla sína stjórnvizku og
alla sína hugkvæmni nota þeir til hins
ítrasta í baráttunni gegn áhrifum sósí-
alismans. En allt kemur l'yrir ekki.
Þeim getur að vísu tekist um stund að
tefja þr(iunina. Þeir geta notfært sér
stundlega aðstöðu til að níðast á al-
þýðunni og samtökum hennar, þeir
geta samið ný og ný launaránslög á Al-
þingi og þeir geta þar haldið áfram að
fella hvert einasta umbóta- og fram-
faramál Sósíalistaflokksins og þeir geta
gert fleiri vináttu- og varnarsamninga
við vini sína í Wall Street. En þróun-
inni fá þeir ekki snúið við. íslenzk al-
þýða veit hvað hún vill, og það er hém
— hún ein, sem hefur gert Sósíalista-
flokkinn að því þjóðfélagsafli, sem
hann er og hann mun enn halda áfrarn
að vaxa að styrkleika og hæfni. •
Séisíal istaflokkurinn hefur hingað til
átt því höfuðláni að fagna, að vera allt-
af heill og óskiptur innbyrðis, a. m. k. í
öllum stærri málum. Starfsgeta hans
og orka hefur því ekki lamast í reip-
drætti milli forustumannanna um
metorð, völd eða bitlinga eins og títt
er í herbúðum auðvaldsflokkanna. —
Nei, Sósíalistaflokkurinn hefur getað
staríað lieill að lausn hvers verkefnis
og staðið saman sem einn maður um
stefnu sína og áhugamál. í því liggur
fólgin gifta hans og styrkur.
Flokkurinn hefur verið sérstaklega
heppinn um val sinna forustumanna,
undantekningarlaust og um leið og
við sé)síalistar óskum honurn til ham-
ingju með afmælið, þökkum við for-
manni hans, miðstjórn og öðrum for-
ystumönnum fyrir starf þeirra og von-
umst til að flokknum rnegi auðnast að
njóta starfskrafta þeirra og leiðsagnar,
sem lengst.
Sósíalistar! Starf er að baki og enn
meira starf er framundan. Sósíalista-
flokkurinn hefur stóru og erfiðu hlut-
verki að gegna. En verum minnug
þess, að stór verkefni eru undirstaða
stórra sigra.
Rósberg G. Snœdal.
13