Verkamaðurinn - 22.12.1948, Side 16
ÞORSTEINN JÓNATANSSON:
Unga fólkið og blöðin
í þrjá tugi ára liefur „Verkamaður-
inn“ liáð lífsbaráttu sína, vaxið og;
o
þrosktist. Hann hefur haldið lí'fi þrátt
fyrir hatrammar árásir öflugra and-
stæðinga og sífelldan fjárskort. F.n
vilji og áhugi þeirra, sem að útgáfu
„Verkamannsins“ standa, hefur verið
ódrepandi og jafnan, þegar horfur
hafa verið á að útgá'fa hans stöðvaðist
sökum fjárskorts, hefur verið leitað
aðstoðar hjá alþýðunni, þeim snauð-
ustu og verst settu í þjóðfélaginu. Og
sú aðstoð hefur aldrei brugðist. Hún
hefur jafnan verið fúslega veitt. Þó
að getan hafi oft verið lítil, hefur vilj-
inn verið þeim mun sterkari. Alþýða
Akureyrar hefur gert sér það Ijóst, að
„Verkamaðurinn“ er og hefur verið
sterkasta vopnið, sem hún hefur haft
yfir að ráða í baráttunni við óvini
hennar, kapítalistana á Islandi, sem
aldrei hafa skilið eða viljað skilja, að
alþýða landsins á jafnan rétt til lí'fsins
og þeir, jafnan rétt til að njóta allra
þeirra gæða, sem landið getur veitt
börnum sínum, jafna kröfu til þeirra
réttinda, sem þjóðfélagið getur veitt
einstaklingnum.
Og „Verkamaðurinn" hefur ekki
brugðist alþýðunni. Hann hefur aldrei
reynzt neitt svikavopn. í höndum
þeirra skeleggu baráttumanna, sem rit-
stjórn hans hafa annast, hefur hann
átt mikinn þátt í þeim sigrum, sem
unnizt hafa í réttindabaráttu fólksins,
og framförum í atvinnu- og menn-
ingarmálum síðastliðin þrjátíu ár.
„Verkamaðurinn" er elztur þeina
blaða, sem nú eru gefin út af íslenzk-
um sósíalistum, en enda þótt hann
hæfi göngu sína 20 árum áður en Só-
síalistaflokkurinn var stofnaður og 12
árum áður en Kommúnistaflokkurinn
var stofnaður, hefur hann alla tíð verið
boðberi hugsjóna sósíalismans og
sannleikans. Aðstandendur blaðsins
hafa sýnt þann drengskap og þor að
reynast jafnan trúir hugsjónum sínum
og hagsmunum verkalýðsins, en aldrei
skelfzt, þó að svo virtist, sem viðóvígan
her væri að etja, þar sem er margfaldur
blaðakostur afturhaldsins. En það er
líka munur að hafa sannleikann að
bakhjarli og heilsteypta fræðikenningu
sósíalismans.
Sú mikla hjálp, sem blöð sósíal-
ista hafa verði í sókn verkalýðsins á
undanförnum árum verður aldrei
metin til fulls, þeirra þáttur verður
aldrei fullþakkaður. En betur má, ef
duga skal. Enn er eftir að vinna stærstu
sigrana. Það er enn eftir að ná fullu
jafnrétti allra stétta þjóðfélagsins.
Blaðakostur andstæðinganna er
margfaldur á við blaðakost okkar sósí-
alista, og enn sem komið er, getur aft-
urhaldshersingin státað af því að eiga
útbreiddasta blað landsins, en það ef
eiturplantan „Moggi“. (Þjóðviljinn
er nr. 2). Við sósíalistar megum ekki
unna okkur hvíldar fyrr en blaðakost-
ur okkar er orðinn a. m. k. jafn og
andstæðinganna að síðutali ogeintaka-
fjölda, og dagblað okkar Þjóðviljinn
er orðinn útbreiddasta blað landsins.
Þessu marki verðum við að ná, og við
getum það, ef við bara liggjum ekki á
liði okkar. Og það er einmitt æsku-
lýður landsins, sem ætti að vinna ötul-
legast að því að þetta mark náist sem
fyrst. Þannig gæti hann bezt þakkað
þeim mönnum, sem ha'fa lyft blöðum
Sósíalistaflokksins yfir erfiðustu hjall-
ana, byrjunarörðugleikana. En það
er einmitt unga kynslóðin, sem fyrst
og fremst nýtur góðs af verkum þeirra,
{>ess vegna ber okkur, unga fólk, að
sýna það í verki, að við séum menn,
sem til einhvers sé treystandi.
Eflum og útbreiðum Verkamanninn!
Eflum og útbreiðum Þjóðviljann!
Fyrir 29 árum
Útlendar fréttir
„Sthalberg prófessor hefur verið kosinn
forseti Finnlands með 143 atkv. Mannerlieim
fékk 50 atkvæði.*)
Prentaraverkfall stendur yfir i Svíþjóð.
Bretar draga her sinn brott úr Rússlandi."
Grein þessi birtist 31. júlí 1919 í „Verka-
manninum", sem þá var undir stjóm Hall-
dórs Friðjónssonar. — 24 árum síðar var
Mannerheim ekki sem verstur, að dómi Hall-
dórs.
Það breytist margt á skemmri tíma en
aldarfjórðungi.
*) Mannerheim var foringi „hvítu her-
deildanna", sem beittu hinni örgustu grimmd
við alþýðu Finnlands, þegar þær náðu yfir-
hönd. — Ritstj.
Verkatnaðurinn
13. júní 1947. —
Svarað lögbrotum
og ofbeldi Þorst.
M. Jónssonar. —
^tUíisemjari Þorsteiiin M. Jónsson uprirsio brruii
lflMl<lisv(Tkuinvió**i>rótr*áSi«r|nrirÓi: ;
*mr tilraun lil {>cs< að laka tiildin af >t|V.rn lV-lagsins kjjúl.i
það úl lir UTklt ksa.iiliikiiriiirn
!*>"* %"■ ,lrl'r Ijinil »i» »i„ SjMirij .............'i"V,',h
*ktí.M'.ari,,,.,/,rir ,u„„ a kum þ„fJ>Uur j.’r.r.r sl: •w
>■„ rri,„la?r„W tn,U .viinA, á Si?|„.i ■ \ v j'.'V,- )
fin', lm,„. vm U,„„ tj, lln,|W: ' j. „
^jórnar IrúnaAarmannaráfts sam. •
þkkl mcá m alkvæðum ](,<>
....... *■...... ‘ M' J««*« fuil-l, S>»
rv'«m. jómson,
Ivmþnújmw
m<Sín **
? " r‘,k; m"m* fÞaiú ÚJ riitr*
R ***: ‘w^»hA«i«MftkUr,)in
P* tie, 4 b»,| Svn »
j» '•'*m ‘arað
. K'" * ýlkam
'íitlVt,,";;,,,— .....
16
P