Verkamaðurinn - 22.12.1948, Qupperneq 20
ef „Verkamannsins" hefði ckki notið
við til að skapa það almenningsálit og
vekja þann baráttudug, sem nauðsyn-
legur var til þess að sigur ynnist.
Af afskiptum „Verkamannsins“ af
verkalýðsmálum hin síðari ár, er bar-
átta hans fyrir sameiningu verka-
manna á Akureyri í eitt félag með
þeim merkari. Blaðið átti þá sinn
mikla þátt í sigri akureyrskra verka-
manna, er þeim tókst að ráða niður-
lögum á klofningsstarfi afturhaldsins
og sameinuðust allir í Verkamarina-
félagi Akureyrarkaupstaðar.
Þárinig mætti telja mörg dæmi um
þátt blaðsins í baráttu verkalýðssam-
takanna, og er þó ótalið það veiga-
mesta, en það eru þau áhrif, sem blað-
ið hefur haft í þá átt, að vekja alþýð-
una til skilnings á þjóðiélagslegu
hlutverki sínu, boðun sósíalismans.
Eins og nærri má geta um eitt
skeleggasta málgagn íslenzks verka-
lýðs, hefur „Verkamaðurinn" sætt
hatri og ofsóknum afturhaldsins, frá
fyrstu tíð. En allar tilraunir þess til að
knésetja blaðið og hefta útgáfu þess,
hafa strandað á skilningi verkamann-
anna, hér í bænum, á nauðsyn þess, að
eiga sinn eigin málsvara á opinberum
vettvangi.
Stx nauðsyn fer ekki minnkandi.
Aldrei hefur öskurkór afturhaldsblað-
anna kyrjað hærra níð sitt um verka-
lýðssamtökin, né barizt af meiri heift
gegn hagsmunum hins vinnandi
manns, en einmitt nú. Aldrei hefur
meiru fé né blaðakosti verið varið til
þess að brjála heilbrigða hugsun og
rugla dómgreind almennmgs. En
Jón Benediktsson við aðra aðaiprentvélina í Prentverki Odds Bjömssonar.
völd, misl>eiting valdsins, misskipting
arðsins, hinir ríku verði ríkari, hinir
fátæku fátækari. Undurfagrar hug-
sjónir!!!
Öll þessi þrílita hjörð á þó eitt sam-
eiginlegt áhugamál, það að rógbera og
afflytja á hinn lúalegasta hátt flokk al-
þýðunnar, Sósíalistaflokkinn. Ekkert
vopn þætti þeim svo biturt, ekkert vél-
ræði svo lreiskt, að þeir myndu ekki
nota það ti'l atlögu við flokkinn, hvort
heldur um væri að ræða að leggja hon-
um í bak eður brjóst, ef þeir með því
gætu komið honum fyrir kattarnef.
Einræði, landráðalýður, Moskvamenn,
járntjald o. s. frv. hrópa þessir fulltrú-
ar hrörnunarinnar í örvæntingu sinni.
Slík eru vopnin sem vegið er að Sósí-
alistaflokknum nteð. Enginn ærlegur
blóðdropi eða nýt taug á að vera í
þeirra líkama. En hversvegna allt
þetta?
Einungis vegna þess, að afturhalds-
hjörðin veit að Sósíalistaflokkurinn
hefur á stefnuskrá sinni göfgandi og
mannbætandi hugsjónir, hugsjónir,
sem liann berst djarflega fyrir og er
fullkomlega trúr, en það er meira en
þessir herrar geta sagt um sjálfa sig,
þessvegna óttast þeir Sósíalistaflokkinn
og hata meira en sinn óhugnanlega
eigin skugga. En þeir vita, að þeim
muni reynast ofurefli að sporna fótum
við hinni eðlilegu þróun, sem er og
verður Sósíalisminn.
Guðm. Snorrason
verkamennirnir treysta því, að þótt
blöð þeirra séu lítil og verði það sénni-
lega enn um skeið í samanburði við
málgögn auðstéttarinnar, þá reynist
öruggur og æðrulaus málfiutningur
þeirra fyrir verkalýðsstétíina, sigur-
sælli en hróp forheimskunarkórsins.
Þeir vit;t að án „Verkam.“ og ann-
arra málgagna verkalýðshreyfingar-
innar væru samtök þeirra ekki þar á
vegi stödd, sem þau nú eru. Án þeirra
væru þau ekki voldugt og vaxandi afl
í þjóðfélaginu. Björn Jónsson.
Hvers er að minnast?
(Framhald af bls. 12)
Sjálfstæðisflokknum (réttara væri:
íhaldsflokknum) þarf ekki lengi að
lýsa. Áhugamál þeirra herra eru pen-
ingar, meiri peningar, peningar og
Frá Nóvudeil-
unui. Eftir ó-
sigur hvítlið-
anna.
20