Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 22.12.1950, Side 1

Verkamaðurinn - 22.12.1950, Side 1
49. tbl. VERKAMAÐURINN XXXIII. árg. Akureyri, föstudaginn 22. desember 1950 _ HUGLEIÐING Á JÓLUM 1950 Jólahátíðin, hátíð ljóssins, hátíð barnanna, hátíð friðarins er að hefjast. Skammdegið að þoka fyrir hækkandi sól, nóttin að styttast, dagurinn að lengjast. Kristnir menn hafa tengt saman fæðingarhátíð Jesú frá Nazaret og hátíð ljóssins .hækkandi sólar, og fer vel á því. Meistarinn, sem sagt er að hafi fæðst fyrir 1950 árum, var boðberi friðar manna á meðal, boð- beri ljóssins. Hitt er sorglegri stað- reynd, að ýmsir menn. sem kalla sig kristna, virðast með öllu hafa gleymt því, sem meistari þeirra sagði og blása nú sem óðast að kol- um haturs og úlfúðar manna á með- al. Lífsreglan gullvæga: svo sem þér viljið að aðrir menn geri yður, svo skuluð þér og þeim gera, virðist ekki í hávegum höfð um þessar mundir. En hverjar eru líkurnar fyrir því, að þjóðirnar, almenningur í heim- inum geti lialdið gleðileg jól að þessu sinni? Hvað t. d. um okkur íslendinga? Þó að ýmsir eríiðleikar, sjálfráðir og ósjálfráðir, hafi að okk- ur steðjað undanfarna mánuði og ár, erum við samt vel á vegi staddir, borið saman við þær þjóðir, sem nú berast á banaspjótum viðs vegar um heim. Þeirri kaldrifjuðu yfirstétt, sem m^ð völd fer í þessu landi nú um stundarsakir hefur að vísu tek- izt að veita til sín það miklu af þjóð- arauðnum, að litlar líkur eru fyrir því, að á sumum alþýðuheimilum verði hægt að halda neina jóla- gleði. Þar hefur skorturinn þegar barið harkalega að dyrum og hann flytur fátæklingunum engar jóla- gjafir. Jafnframt er kyrjaður óhugn- anlegur stríðssöngur með þeim ár- angri, að stríðsótti er farinn að gera verulega vart við sig meðal þjóðar- innar. Víða um heim eru háðar styrjald- ir gegn frelsisunnandi þjóðum. Við þekkjum þá atburði, sem eru að gerast í Kóreu, í Viet-Nam og á Malakkaskaga. Heimsvaldasinnarn- ir, sem að þeim styrjöldum standa eru allt saman „kristnir“ menn, að sjálfs sín sögn, en hver fæst til að trúa því, að styrjaldir gegn þjóðum, sem hafa það eitt til saka unnið, að vilja vera frjálsar og öllum óháðar, og njóta sjálfar gæða lands síns, sé í anda kristindómsins? Slíkt er viðhorfið. er jól ganga í garð að þessu sinni. Versnandi lífs- kjör almennings og styrjaldir sam- fara gífurlegustu hervæðingu í öll- um auðvaldsheiminum. En, sem betur fer.'hafa fleiri atburðir gerzt. Heimsfriðarhreyfingin er nú mátt- ugri en nokkru sinni fyrr. Friðar- þingið í Varsjá nú fyrir skömmu sýndi, að þjóðirnar eru ákveðnar í því að koma í veg fyrir að þriðja heimsstyrjöldin brjótist út, ef þess er nokkur kostur. Og þegar hefur mikill árangur náðst. Heimsfriðar- hreyfingin á sér ekkert fordæmi. Aldrei fyrr hefur verið gerð tilraun til að mynda slík samtök allra þjóða jarðarinnar, enda he|ur nauðsynin aldrei verið jafn brýn og nú. En einmitt á því, að heimsfriðarhreyf- ingunni takizt að ná settu marki: að tryggja varanlegan frið, er framtíð mannkynsins komin. Ný heimsstyjöld myndi óhjá- kvæmilega leiða slíkar þjáningar yfir allar þjóðir heims, að okkur skortir gersamlega hugmyndaflug, til að geta gert okkur þess nokkra grein. Slík styrjöld yrði endanlegt uppgjör milli auðvaldsins og sósíal- ismans og úrslit hennar geta ekki orðið nema á einn veg: sigur sósíal- ismans. En vegna þeirra óskapa, sem alheimsófriður hlyti að leiða yfir allar þjóðir, heyja nú allir góð- viljaðir. menn, sem ekki eru blind- aðir af pólitískum fordómum, harða og ótrauða baráttu fyrir því, að til slíkra átaka komi ekki. En þó að þannig líti út hjá okkur, íbúum auðvaldslandanna, að fjöldi fólks á ekki til næstu máltíðar, er húsnæðislaust og klæðlítið, er okk- ur það mikil örvun, að sjá þá glæsi- legu árangra, sem náðst hafa í ríkj- um alþýðunnar, Ráðstjórnarríkjun- um, Kína og alþýðulýðveldunum. Þar batna lífskjör fólksins með hverjum mánuðinum, sem líður, listir, vísindi og hvers konar menn- ing, andleg og efnaleg, stendur með miklum blóma, enda boðið upp á betri og þroskavænlegri skilyrði en annars staðar í heiminum. Og þessi þróun heldur áfram. Yf- irburðir þjóðskipulags sósíalismans verða með hverjum deginum aug-

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.