Verkamaðurinn - 22.12.1950, Blaðsíða 2
2
VERKAMAÐURINN 22. des. 1950
VALENTIN KATAJEFF:
EJNTAKIÐ
GAMANSAGA.
„í þessum skálp,“ sagði safnvörð-
urinn, sem var að sýna gestum safn-
ið, „höfum við mjög sjaldgæft ein-
tak sinnar tegundar, það eina í öllu
U. S. S. R., mann, sem lifði bylt-
inguna 1905.“
„Er það vaxmynd, eða er hann
stoppaður?“ spurði einn gestanna,
sýnilega fullur af áhuga.
„Nei, félagi,“ svaraði vörðurinn
hreykinn, „það er ekki vaxmynd,
og hann er heldur ekki stoppaður,
þetta er raunverulegur maður, sem
hvorki mölur né tímans tönn hefur
getað grandað, mjög eftirtektar-
vert eintak frá 1905.“
„Hvernig?" spurðu gestirnir í
einu.
„Nú skuluð þið fá að heyra. Þetta
er eina dæmið í veröldinni um dá-
svefn. Furðuverk í anda Wells, mað-
ur sem fallið hefur í dá, er staðið
hefur í tuttugu ár og hann er ekki
enn vaknaður.“
„Hvernig getur þetta átt sér
stað?“
„Maður skyldi ætla, að þetta væri
óhugsandi, en gangur málsins er
þessi: Þessi maður frá 1905 var fyrir
misgáning tekinn fastur ásamt
mönnum í kirkjugöngu og fluttur
á lögreglustöðina. „Hver ert þú?“
spurði lögreglustjórinn. „Yðar náð,
eg er embættismaðuur af tólftu
gráðu, ekkert annað.“ „Þú lýgur!
Það er hægt að sjá á augunum í þér,
að þú hefur frelsistilhneigingar! Þú
þegir? í hvaða flokki ertu?“ Hann
barði í borðið með krepptum hnefa.
í þessu féll maðurinn frá 1905 í
óminni, sem varð að dásvefni. Menn
skrifuðu á sínum tíma um þetta í
erlend blöð. Færustu læknar gátu
ekkert aðhafst. Einn frægasti pró-
fessorinn sagði blátt áfram: „Nú
eru engar líkur fyrir því, að þessi
sjúklingur vakni fyrr en eftir tutt-
ugu ár.“ Þannig er þessu háttað,
íélagar! “
„Og hefur hann í raun og veru
geymzt vel? Það er mjög eftirtekt-
arvert og lærdómsríkt að heyra
þetta!“
„Nú skuluð þið undir eins fá að
sjá hann. Þetta er virkilega
skemmtilegt eintak! Þið megið trúa
mér! Allt er eins og það var: regn-
lilíf, skóhlífar, silfurúr. . . . Þetta er
óvenjulega fullkomið eintak! En nú
getið þið sjálf sannfærst um þetta.
ljósari, og er nú komið svo, þrátt
fyrir að öll borgarablöð þessa lands
og ríkisútvarpið leggist á eitt um að
sverta Ráðstjórnarríkin og önnur
ríki sósíalismans, með meiri fítons-
anda og meiri ósvífni, en nokkru
sinni fyrr, fjölgar þeim stöðugt, sem
dylst ekki hversu geysi þroskavæn-
legra, bæði frá sjónarmiði einstakl-
inga og þjóðarheildarinnar, þjóð-
skipulag sósíalismans er, og senn er
að verða ljós sú staðreynd, að sigur
sósíalismans í öllum löndum er
óhjákvæmilegur. Hann getur ekk-
ert hindrað.
Allt bendir til þess, að næsta ár
verði örlagaþrungið ár í sögu mann-
kynsins. Mestar líkur eru til þess, að
á því ári verði hægt að sjá, hvort
stríðsæsingamönnum auðvaldsland-
anna tekst að koma af stað þriðju
heimsstyrjöldýrini eða hvort vanda-
Að svo mæltu opnaði safnvörður-
inn skápinn — en hann hrökk
skyndilega öfugur aftur á bak.
Skápurinn var tómur.
„Hann er horfinn,“ hrópaði safn-
vörðurinn hryggur.
„Hann hefur verið höggvinn,“
hélt einn gesturinn. „Það er ásökun-
arvert.“
„Nei, það getur ekki átt sér stað.
Krossunum á gröfunu mer að vísu
oft stolið. Já, það kemur fyrir. En
menn hafa hingað til látið líkin í
friði.“
„En hvað hefur þá skeð? Ekki
hefur hann farið sjálfur?“
„Augnablik, félagar! Það eru ná-
kvæmlega liðin tuttugu ár, ef til
vill er hann vaknaður. . . . “
„Það getur verið.“
„Ef svo er,“ sagði vörðurinn
taugaóstyrkur, „verðum við að leita
hans svo fljótt sem hægt er. Annars
getur hann orðið fyrir því óláni að
verða undir sporvagni. Eg ber
ábyrgð á honum. Þetta er einkenni-
legt. Dyravörðurinn hefur ekki
tekið eftir neinu. Afsakið, félagar,
eg verð að hlaupa, eg verð að
hlauþa!“
Þegar maðurinn frá 1905 vaknaði
af dásvefninum, var hans fyrsta
verk að teygja úr stirðum limum.
Síðan sannfærði hann sig um, að
skóhlífarnar hefðu ekki verið tekn-
ar, fálmaði eftir regnhlífinni sinni,
málunum verði ráðið til lykta á
friðsamlegan hátt.
í von þess, að alþýðunni takizt að
vinna friðinn og koma í veg fyrir
nýtt alheims blóðbað óska eg öllum
þeim, er þessar línur lesa
GLEÐILEGRA JÓLA
°g
GÆFURÍKS ÁRS 1951.
Þ. D.