Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.01.1954, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 29.01.1954, Blaðsíða 2
2 VERRAMAÐURINN Föstudaginn 29- jantiar 1954 grmII,' -W... Í'■ 1 ■.-zr— ., ■■ VERKflmflÐURlfUt - VIKUBLAÐ. - Útgofandi: SÓSÍALISTAFÉLAG AKUREYRAR. Ritnefnd: Björn Jónss., ábyrgðarm., Jakob Arnas., t>órir Daníalss. Aígreiðsla: Hafnarstræti 88. — Sími 1516. — Pósthólf 21. Áskriftarverð 30 kr. árg. Lausasöluverð 75 au. eintakið. Prentverk Odds Björnssonar h.f. Mikilvægt tækifæri NÆSTA sunnudag er það lagt í vald bæjarbúa hvaða menn eigi að stjóma bæjarfélaginu næstu fjögur árin og jafnframt eftir hvaða meginstefnu skuli stýrt í málefnum bæjarins yfir þennan tíma. Á ÞEIRRI stimdu er kosningar þessar fara fram, er Akureyri og framtíð hennar stödd á vegamót- um, þar sem um tvær leiðir er að velja. Önnur leiðin er sú, að aft- urhaldsmeirihluti fráfarandi bæj arstjómar heftn- gengið á síðustu árum leið kyrrstöðu í atvinnulíf- inu, vaxandi gjaldabyrða launa- fólks, sem hvort tveggja hefur leitt til þess að fjöldi bæjarbúa hafa orðið að flýja bæinn, sumir til skemmri tíma og aðrir að fullu og öllu. Þetta hefur leitt til þess að vöxtur bæjarins er stöðvaður og reynzlan frá öðrum stöðum hefur sannað okkur að hætti slík- ir staðir eðlilegum vexti bíður hrunið á næsta leiti. Vaxandi bær gefur miklum fjölda fólks tæki- færi til atvinnu og velmegunar vegna þess eins að verið er að búa þegnum hús og heimili og önnur lífsskilyrði. Þar sem kyrrstaðan ríkir er ekkert rúm fyrir það fólk, sem að slíkum framkvæmdum vinnur og það verður atvinnu- leysi, eða flótti til annarra staða, þar sem betur blæs að bráð. HIN LEIÐIN, sem Akureyri á um að velja, er leiðin, sem Sósíal- istaflokkurinn og verkalýðshreyf ingin í bænum berst fyrir að far- in verði: að allt kapp verði á það lagt að koma upp nýjum atvinnu- tækjum, svo að vinnuafl bæjar- manna verði fullnýtt og til þess að enginn vinnufær maður eða kona þurfi að yfirgefa þennan hlýlega og fagra bæ af þeirri ástæðu að honum sé þar ofaukið eða lífsbjargir bannaðar. ÞAÐ ERU þessar tvær leiðir og engar aðrar, sem kjósendur geta valið á milli á sunnudagirm kemur. Svo einfaldur og auðskil- inn er sá vandi, sem kjósendum er lagður á herðar, þegar öllu moldviðri og blekkingum er svift burtu. VERKALÝÐSSTÉTT bæjarins hefur til þessa því nær ein orðið alvarlega fyrir barðinu á kyrr- stöðustefnunni. Á henni hefur atvinnuleysið mætt fyrst og mest. En ef svo heldur fram, sem horft hefur að undanfömu, kem- ur röðin að öðrum vinnustéttum, sem byggja afkomu sína á kaup- mætti hennar. Hvað verður um iðnaðarfólkið þegar undirstöð- unni er kippt í burtu? Liggur ekki næst að álykta að þeirra starfsstétta bíði þá einnig útlegð eða síversnandi kjör. VISSULEGA er fyrst og fremst kosið á milli stefna, en það er einnig kosið á milli manna. Sósíalistaflokkurinn lítur svo á að verkalýðsstéttinni sjálfri sé bezt treystandi til þess að fram- kvæma þá stefnubreytingu um stjóm bæjarins, sem nú er meiri þörf á en nokkru sinni áður og einmitt þess vegna hefur hann valið á lista sinn það fólk, sem fremst hefur staðið í baráttu verkalýðsstéttarinnar á undan- fömum árum, fólk, sem af eigin reynzlu og raun gerþekkir kjör alþýðunnar, veit hvað hún vill og hefu rsýnt að það kann að beita því valdi, sem því er fengið í Iðgjaldal æ k k u n Vegna þess, hve rekstur Samvinnutrygginga varð hagstæður á árinu 1953, hefir stjórn trygginganna ákveðið eftirfarandi iðgjaldalækkun: I. Af Brunatryggingum: 10% af öllum iðgjöldum ársins 1953. II. Af Sjótryggingum: 10% af öllum endurnýjunariðgjöldum þessa árs. III. Af Bifreiðatryggingum: Iðgjaldalækkun á ábyrgðartryggingum, sem samsvarar því, að end- urnýjunariðgjöld verða 35—45% lægri en brúttó iðgjaldstaxtar nema nú miðað við bifreiðar, sem eru í hæsta bónusflokki. Nær iðgjalda- lækkunin til allra bifreiða, sem tryggðar eru hjá félaginu. Þegar hafa verið lagðar til liliðar fjárhæðir til þess að mæta iðgjalda- lækkunum þeim, sern að ofan greinir. — Auk þess hefir stjórn Samvinnu- trygginga ákveðið, að greitt verði inn á stofnsjóðsreikninga tryggingartak- anna á sama hátt og síðastliðið ár, eftir því, sem afkoman leyfir. — Þannig fá þeir, sem tryggja hjá Samvinnutryggingum, aukna innstæðu í stofnsjóði, auk þess, sem þeir fá nú beina iðgjaldalækkun. SAMVINNUTRYGGINGAR Umboð á Akureyri: Vátryggingardeild KEA. hendur, í þágu stéttar sinnar, HINIR FLOKKARNIR tefla eingöngu fram mönnum úr stétt forstjóra, embættismanna og at- vinnurekenda. Þeir treysta því og trúa að slíkir menn gangi fremur í augu kjósenda en óbreyttir alþýðumenn, sem skoða sig félaga og jafningja þess fólks, sem það er fulltrúar fyrir. En í þessu fara þeir herrar villur veg- ar. Þeir tímar eru liðnir að verka lýðsstéttin líti á sjálfa sig sem einhverjar vanmetakindur, sem aðeins lifa fyrir náð höfðingj- Allsherjarskráning atvinnulausra manna og kvenna í Akureyrarkaup- stað fer fram dagana 1., 2. og 3. febrúar næstkom- andi á bæjarskrifstofunum kl. 1—5 e. h. BÆJARSTJÓRINN. anna. Vanmáttarkennd hennar er að hverfa og vitund hennar um mátt sinn og vald að vakna. Það mun hún sýna næsta sunnudag með því að senda þrjú stéttar- systkini sín inn í bæjarstjóm Akureyrar til þess að tala þar máli sínu og fara með umboð sitt. BIFREIÐAEIGENDUR! Um síðastliðin áramót ákváðum vér að lækka allmikið iðgjöld af ábyrgðartryggingum bifreiða frá 1. maí n. k., og um leið sögðum vér oss úr iðgjaldasambandi tryggingarfélaganna. Þessi ráðstöfun vor er því að líkindum tilefnið til þeirrar iðgjaldalækkunar, sem einn keppinauta vorra hefir auglýst í blöðum og útvarpi undanfarna daga. — Ef þér viljið kynna yður hina nýju iðgjalda- skrá vora, munuð þér komast að raun um: AÐ iðgjöld vor eru sízt hærri, en þau lægstu annars staðar. AÐ vér höfum átt frumkvæðið að iðgjaldalækkuninni og AÐ vér spörum yður stórfé með þessari ráðstöfun. Leitið upplýsinga hjá umboði voru á Akureyri, Hafnarstræti 100. — Símar 1600 og 1601. ALMENNAR TRYGGINGAR H.F. & ö>

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.