Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.01.1954, Blaðsíða 8

Verkamaðurinn - 29.01.1954, Blaðsíða 8
8 VERKAMAÐURINN Föstudaginn 29. janúar 1954 I I einigarmanna Einingarmenn sjálfkjörnir í Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar - Fá hærri atkvæðatölu en nokkru sinni fyrr í Dagsbrún - Meirihluti affurhaldsins í Sjó- Stjórn Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar. mannafél. Reykjavíkur minnkar um nær þriðjung Aðalfundir standa nú yfir í verkalýðsfélögunum víða um land. Einkennast þeir af mark- vissari og hraðari sókn einingarmanna en verið hefur. Þannig voru einingarmenn sjálfkjörn ir í Verkamannafélagi Akureyrarkaupstaðar, í Dagsbrún fengu þeir nú fleiri atkvæði en nokkru sinni áður og hafa að baki sér meira en helming allra Dagsbrúnarmanna, í Sjó- mannafélagi Reykjavíkur lækkaði atkvæðatala afturhaldsins úr 625 í 560, í Þrótti á Siglu- firði urðu einingarmenn sjálfkjörnir og þannig inætti halda áfram að telja. Þessir miklu sigrar einingaraflanna gefa vissulega ekki svo litla bendingu um, hversu kosn- ingarnar til bæjarstjórna og hreppsneínda, er lara fram nú á sunnudaginn, muni fara. Þær munu eins og kosningarnar í verkalýðsfélögunum einkennast af sókn alþýðunnar. 692 atkv. í fyrra hlutu einingar- menn 1192 atkv. og kratar, sem þá buðu fram einir, 606 atkv. Þetta er einhver allra glæsileg- asti sigur einingarmanna í Dags- brún, traustasta vígi verkalýðs- ins á íslandi. Aldrei fyrr hafa þeir fengið jafnháa atkvæðatölu, meira en helming allra félags- manna Dagsbrúnar — á kjörskrá voru 2610. — Kratarnir urðu að leita til íhaldsins og höfðu upp úr krafsinu 86 atkv.! Stjórn Dagsbrúnar skipa nú: Hannes M. Stephensen form., Tryggvi Emilsson varaform., Eð- varð Sigurðsson ritari, Vilhjálm- ur Þorsteinsson gjaldkeri, Guðm. J. Guðmundsson fjármálaritari, Sveinn O. Ólafsson og Ragnar Gunnarsson meðstj. Sjómannafélag Reykjavíkur. Þá eru ekki síður athyglisverð- ar niðurstöður stjórnarkosning- arinnar í Sjómananfélagi Reykja- víkur, sem hefur verið styrkasta stoð afturhaldsins innan verka- lýðshreyfingarinnar. Listi starf- andi sjómanna hlaut 406 atkv., en listi afturhaldsins 560 atkv. Síðast þegar kosið var í félaginu, 1952, voru atkvæðatölurnar 409 og 625, þannig að meirihluti aft- urhaldsins í félaginu hefur minnkað um því nær þriðjung. Einingarmenn fengu nú 42% greiddra atkvæða. Þessi úrslit sýna að þess mun nú skammt að bíða, að einingar- menn taki völdin í stærsta sjó- mannafélagi landsins eins og öðrum öflugustu verkalýðsfélög- unum. Önnur félög. Sama er niðurstaðan af stjórn- arkosningum annars staðar á landinu, hér verður aðeins getið nokkurra. í Þrótti á Siglufirði varð ein- ingarstjórn sjálfkjörin. í vörubíl- stjórafélaginu Þrótti í Reykjavík uku einingarmenn atkvæðamagn sitt um nær því þriðjung frá þyí sem var í fyrra. Á Skagaströnd unnu einingarmenn í allsherjar- atkvæðagreiðslu með 75 : 64 atkv. Og þannig mætti halda áfram að telja. Allt bendir til þess að árið 1954 verði mikið sigurár eining- armanna í verkalýðshreyfing- Verkamannafélag Akureyrarkaupstaðar. Aðalfimdur Verkamannafélags Akureyrarkaupstaðar var hald- inn sl. sunnudag. Fráfarandi for- maður, Bjöm JónSson, flutti skýrslu félagsstjórnarinnar að vanda. Félagar eru nú 491 og hefur fjölgað á árinu um 21. — Starfsemi félagsins á árinu var með svipuðu sniði og áður. Meg- inverkefni voru atvinnumálin og hefur félagið látið þau mikið til sín taka á árinu eins og verið hefur, hafði m. a. frumkvæði að því, að hraðfrystihússmálið var tekið upp að nýju og að verulega var fjölgað í bæjafvinnu fyrir hátíðar í vetur. Fjárhagur félagsins er góður. Hrein eign er nú kr. 104,183,31 og jókst á árinu um kr. 18,174,51. Er umræðum um skýrslu stjómarinnar var lokið og reikn- ingar höfðu verið samþykktir fór frEim stjómarkjör og kjör ann- arra trúnaðarmanna félagsins. Uppstillinganefnd félágsins, en í henni áttu sæti þeir Ámi Þor- grímsson, Gestur Jóhannesson, Ingólfur Árnason (hann gat ekki starfað í nefndinni vegna veik- inda), Stefán Hólm Kristjánsson og Þórður Valdimarsson, lagði til einróma tillögur um stjórn félagsins, varastjóm, trúnaðar- mannaráð og varamenn í trúnað- armannaráð og voru tillögur hennar samþykktar allar án at- kvæðagreiðslu. Stjómin er óbreytt, að öðm leyti en því, að Bjöm Jónsson, sem verið hefur formaður félags- ins sl. sjö ár, baðst nú eindregið imdan endurkosningu og vom honum færðar þakkir fyrir mikil og vel unnin störf í þágu félags- ins. Stjórnina skipa nú: Formaður: Jóhannes Jósepsson. Varaform.: Bj örn Jónsson. Ritari: Þórir Daníelsson. Gjaldkeri: Svavar Jóhannesson. Meðstjórnendur: Sverrir Georgs- son og Guðmundur Baldvinss. Varastjórn skipa þeir Rósberg G .Snædal, Gestur Jóhannesson og Júlíus Davíðsson. Trúnaðarmannaráð skipa: Ingólfur Ámason, Fjólugötu. Hjálmar Halldórsson. . Stefán Hólm Kristjánsson. Gestur Jóhannesson. Björgvin Einarsson. Loftur Meldal. Sigurjón Jóhannesson. Ólafur Þórðarson. Ólafur Aðalsteinsson. Ágúst Ásgrímsson. Rósberg G. Snædal. Þórður Valdemarsson. Árstillag félagsmanna var ákveðið kr. 110.00, var þessi 10 króna hækkun samþykkt eftir tillögu frá fundarmönnum og rennur hún í vinnudeilusjóð og að auki 5 krónur, eða alls 15 kr. af hverju árgjaldi. Fundurinn var vel sóttur, mið- að við hvað margir félagsmenn eru nú fjarverandi og mikill éin- hugur ríkjandi um allar sam- þykktir. Verkamannafélagið Dagsbrún. Aljgherjaratkvæðagreiðsla um stjórn og trúnaðarmannaráð Dagsbrúnar fór fram sl. laugar- dag og sunnudag. Úrslitin urðu þau, að A-listinn — einingar- manna — hlut 1331 atkvæði en B-listinn — íhald og kratar — unni. Sá sigur verður enn meiri ef alþýðan veitir Sósíalista- flokknum meira brautargengi en nokkru sinni fyrr á sunnudag- inn. Fólkið má ekki gleyma því að baráttan á pólitíska sviðinu er ekki síður nauðsynleg en hags- munabarátta verkalýðsfélaganna og hverjum ætti það að treysta betur til að fara með mál sín í bæjarstjórn en því fólki sem það hefur falið forsjá samtaka sinna. Bæjarstjórnarkosningarnar og húsmæðraskólinn Húsmæðraskólinn á Akureyri var byggður fyrir forgöngu og ötula baráttu akureyrskra kvenna, undir forystu frk. Jóninnu Sigurðar- dóttur og annarra ágætra forustukvenna um menningarmál bæjar- nis. Skólinn hefur miklivægu uppeldis- og mennnigarstarfi að gegna, en samt vilja afturhaldsflokkamir allir, að hann verði lagð- ur niður. Sósíalistaflokkurinn einn er óskiptur um þá stefnu að vandkvæði skólans verði leyst með því að efla hann frá því sem nú er og það er einnig stefna allra akureyrskra kvenna sem bera hag æskunnar fyrir brjósti. 1 eftirfarandi grein kveður kona, sem ekki hefur áður haft afskipti af pólitískum kosningum, sér hljóðs um nauðsyn þess að akureyrskrar konur eigi sinn málsvara í bæjar- stjórn, í þessu menningarmáli, sem öðrum. Mun ekki flestum akureyrsk- um konum svíða sárt, að sjá og vita af hinu veglega húsmæðra- skólahúsi bæjarins standa svo að segja autt ár eftir ár? Þetta hús var byggt og búið öllum nýjustu og fullkomnustu kennslutækjum fyrir atbeina áhugasamra, akur- eyrskra kvenna, sem þá stóðu þétt saman um hugsjón sína og létu hvergi undan síga. Ein úr þeim hópi var og er í bæjarstjórn Akureyrar, hún fylgdi þessu máli fast fram, eins og öðrum velferð- armálum bæjarins. Nú höfum við konur ekki minna verk að vinna það er að koma þessum afrækta skóla aftur á réttan kjöl. Og nú eru það þið, ungu stúlkur og konur þessa bæjar, sem getið unnið að því að heimavist skól- ans taki serr) fyrst til starfa með því að ganga í Húsmæðraskóla- félagið og vinna þar að þessu mikla menningarmáli Akureyr- arbæjar. Fyrir ykkur var hann byggður. Það var og er markmið okkar, sem börðumst fyrir bygg- ingu hans, að veita æskunni fjöl- þættari og fleiri möguleika til þroska og þekkingar. Okkur er það fullkomlega ljóst, að mikil þörf er fyrir byggingu heimavist- ar við skólann og vinnur nú félagið að fjáröfuln í því skyni. En við vitum líka að þar mun við ramman reip að draga, og er því mjög áríðandi að eiga duglega og skynsama konu í bæjarstjórn- inni. Eina konan ,sem til greina getur komið nú við þessar í höndfarandi kosningar, er Guð- rún Guðvarðardóttir, 3. maður C-listans. Hún hefur með skrif- um sínum um skólann í Verka- manninum sýnt, að hún er hlynnt framgangi skólans, auk þess sem hún er viðurkennd réttsýn og viljasterk gáfukona. Kjósum C- listann og tryggjum Guðrúnu sæti í bæjarstjóm, og verður þá sæti hins ágæta fráfarandi kven- fulltrúa, Elísabetar Eíirksdóttur, vel skipað. Kona úr Húsmæðraskólafélagi Akureyrar. x C-listinn

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.