Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 29.01.1954, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 29.01.1954, Blaðsíða 5
Föstudaginn 29. janúar 1954 VERKAMAÐURINN 5 í umræðunum í kvöld og blöð- um flokkanna, sem flestu hafa ráð- ið um stefnuna í bæjarmálum Ak- ureyrar síðastl. kjörtímabil, tala og skrifa máltól flokkanna eins og sá, sem valdið liefur og peningana. Þessir sjálfsánægðu fulltrúar sér- hagsmunamanna og auðborgara keppast nú við að gefa sjálíum sér vottorð um, að þeim einum sé trú- andi fyrir málefnum almennings i bæjarstjórn. En þetta er ekki ný saga. Fyrir- mennirnir, kaupmenn og embættis- menn, hafa löngum sagt alþýðunni að þeir væru bezt fallnir til að fara með almenn mál. Og í krafti hæfi- leika sinna, til að ná arðinum at striti alþýðunnar í sinar hendur, jafnhliða fátækt og fáfræði almenn- ings, gekk lengst af vel fyrir hinum fínu fésýsiumönnum að hafa öll ráð alþýðunnar í hendi sér. Þessi bar- dagaaðferð hefði því gengið ágæt- iega fyrir 50 árum. En einmitt um það ieyti fer hið undirokaða og fá- tæka alþýðufólk að átta sig á mögu- leikum sínum til að brjótast undan okinu með því að mynda með sér samtök án íhlutunar heldri manna. Það féll i hlut verkamanna þessa bæjar að verða einhverjir fyrstu hérlendra verkamanna og sjómanna tii að mynda verkamannafélag. í stéttarfélögum hefur alþýðan þjálf- að hæfileika sína til að koma fram hagsmunamálum sínum og öðlast vaxandi skilning á gildi samtaka sinna. Og í verkalýðssamtökunum hfur alþýðan alið upp og þjálfað til starfa úr sinum hópi forystu- menn alþýðusamtakanna. Rísandi alþýðusamtök og sóknar- máttur þeirra er sögulegt sérkenni 20. aldarinnar. Einnig hér i þessum norðlenzka smábæ sækja alþýðu- samtökin fram til bættra lífskjara. Fyrir fáum árum voru launakjör verkamanna og yfirleitt allra lág- launamanna 10% og allt upp i 25% lægri hér á Akureyri en í höf- uðborginni. Það var ekki fyrr en alþýðan valdi sér róttæka 'og dug- andi forystu, að þessu gamla órétt- læti og smán var hrundið. Og nú hafa, að ég held allir félagsbundnir launþegar á Akureyri jöfn laun og Reykjavlk. Þessi barátta um launajafnréttið varð hörð og háð einmitt við þá, sem nú eru boðnir fram af ihaldi og Framsókn, og bjóða alþýðu bæj- arins að sjá um hagsmuni hennar í bæjarstjórn. En alþýða bæjarins hefir fengið nóg tækifæri til að sjá, hverra umboðsmenn fulltrúar þess- ara afturhaldsflokka eru, og ekki síst á s. 1. kjörtimabili. Alþýðan veit vel, hverjir hafa staðið i vegi fyrir því, að áfram væri haldið að búa í haginn fyrir útgerðina, sem er nú þegar orðin lifæð atvinnulífs- ins, og hlýtur að verða, um næstu framtíð. Alþýðan man vel, að íhald- ið og Framsókn og Alþýðuflokkur- inn, lögðu allir i sameiningu hinn illræmda og óréttláta skatt, á hús- eignir almennings, og taldi sig ekki muna um minna en að fimmfalda hann. En fyrir þessu var engin lagaheimild, enda engin fordæmi Bæjarstjórn verður að þurrka út smán atvinnuleysisins Hluti af ræðu Tryggva Helgasonar í útvarpsumræðunum í gærkvöldi fyrir slíkri skattpíningu á landi hér. Þessi bæjarstjórnarmeirihluti, lét sig ekki muna um það, að fá hinum unga þingmanni Akureyrar, það hlutverk,; að fá lagaheimild á Al- þingi fyrir^>essari svívirðingu. Eng- in bæjarstjórn önnur, hafði frum- kvæðið uni slíka skattheimtustefnu, og engin bæjarstjórn önnur, svo ég viti, hefur notað sér þessi lög, meira en i mesta lagi að þrefalda skatt- inn. Fulltrúar Sósíalistaflokksins hafa nú nýlega„reynt, til samkomulags, að fá fasteignaskattinn lækkaðan aftur á íbúðarhúsnæði, þó ekki væri meira en niður í það sem hann er t. d. í Reykjavík, en íhalds- og Framsóknarfulltrúarnir léðu ekki máls, á neinum réttarbótum í þessu efni. Langmikilvægasta verkefni alþýðusamtakanna í bænum, er að fá blett atvinnuleysisins þurrkaðan af okkar bæ. Atvinnuleysið er elli- sjúkdómur þjóðskipulagsins, og feigðarmörk þess, þar sem það er afleiðing þess, að einkaframtakið hefur brugðist margyfirlýstu skyldu- hlutverki, að halda uppi atvinnu- rekstrinum. Það er orðið langt síð- an auðborgarar á Akureyri drógu sig inn í skelina, og hættu, að á- hætta eigum sínum, í framleiðslu- atvinnurekstur. En þeir vilja verzla við fólkið, og láta á þann hátt loða, við fingur sér drjúgan hlut af at- vinnutekjum almennings. Alþýðusamtökin, hafa Sósíalista- flokkinn i þjónustu sinni, til að heyja baráttu fyrir fullnægjandi atvinnu í bæjarstjórn Akureyrar, og því býður hann nú fram, forvígis- menn verkalýðssamtakanna, til þess starfs. í kosningunum 1946 vann Sósíal- istaflokkurinn mikið á, og fékk 3 menn kjörna í bæjarstjórn. Eftir þær kosningar tókust — þó með miklum erfiðleikum — samningar, um að opna hlið Akureyrar, fyrir nýsköpunarstefnu þeirra ára. Aldrei hefur áhrif alþýðunnar, og Sósíal- istaflokksins, gætt jafn mikið í landsmálum og bæjarmálum Akur- eyrar sem þá. Þá var m. a. samið um að hefja togaraútgerð frá Ak- ureyri, sem var margra ára baráttu- mál Sósíalistaflokksins. A því kjör- tímabili, voru keyptir 3 nýjir tog- arar til bæjarins, og var mjög harð- sótt að fá í gegn í bæjarstjórn, að 3. skipið Svalbakur, yrði keypt. Virtist fyrst framan af, vera vakandi skilningur og vilji á að búa þyrfti sem allra bezt að þessum unga at- vinnuvegi í landi, m. a. var keypt efni í bryggju, sem átti að reisa við vinnslustöð útgerðarinnar, til að spara aksturskostnað. Átti með þessu að bæta upp að nokkru, að skipin hérna, þurfa oft að sigla lengri veg, af veiðisvæðinu til heimahafnar, en t. d. Reykjavíkur- skipin. S. 1. kjörtímabil hefur svo til alveg verið dregið í land, með að byggja upp aðstöðu fyrir togara- útgerðina, og er nú svo komið, að engurn togurum á landinu er búið eins illa að í landi og Akureyrar- skipunum. Skipin verða löngum að flakka um allar jarðir til að fá sjálfsagða hluti til útgerðarinnar, s. s. ís og jafnvel salt og til að losna við aflann. í bæjarstjórnarkosningunum 1950 voru stærstu mál Sósíalistaflokksins að auka við togaraflotann, og byggja frystihús, til að geta fram- leitt ís fyrir skipin, og hagnýtt bet- ur nokkurn hluta afla þeirra, með hraðfrystingu. Þá var ekki orðinn nægilega al- mennur, skilningur meðal bæjar- búa, á þörfinni fyrir þessar fram- þeirri tilhögun, sem hann ráðgerir, 10—12 stunda vinna á dag í 160— 200 daga á ári. Þar af alveg sam- felld vinna, fyrir nokkra menn, vegna ísframleiðslunnar. Vinnulaun þessa starfsliðs, eru áætluð nokkuð á þriðju millj. króna. Að sjálfsögðu er gert ráð fyrir að afli til frysti- hússins berist með togurunum úr hverri veiðiferð jafnhliða fiski 1 salt eða herzlu og þá að sjálfsögðu frystur nýjasti fiskurinn. Vinnslufiskurinn 5700 smálestir ætti að koma í 70—80 veiðiferðum 60—100 smálestir í ferð eftir aðstæð um. í þessu fiskmagni er áætlað 510 tonn aukfiskur steinbftur, ýsa og flatfiskur) fyrir um i/2 millj. kr. upp úr skipi en fullunninn um 1.2 nillj. kr., en sá fiskur fer nú svo tn ''llur forgörðum. Með frvstihús- .ekstrinum er gert ráð fyrir ao Krossanesverksmiðjan fái 3—4 þús. tonn af fiskúrgangi til vinnslu, en kvæmdir og mörgum fannst, að þessi nýi atvinnuvegur væri á ör- uggri leið. í þeim kosningum tap- aði Sósíalistaflokkurinn einum full- trúa sínum, úr bæjarstjórn. Þriðji maður á lista Sósíalistaflokksins for- maður Verkamannafélags Akureyr- arkaupstaðar féll, en 4. maður íhaldsins formaður Vinnuveitenda- félags Sverrir Ragnars, kom inn í bæjarstjórn. Þessi ósigur Sóslalistaflokksins, og alþýðusamtakanna, skipti sköp- um um framgang hins þýðingar- mesta áfanga í atvinumálum bæj- arins, byggingu hraðfrystistöðvar. Þetta mál hefur verið fyrir bæjar- stjórn, öðru hvoru allt kjörtímabil- ið og jafnlegni hefur skort eitt at- kvæði í bæjarstjórn, til þess að mál- ið næði fram að ganga. Nú nýlega hefur bæjarbúum verið kynntar í blöðum nýjar áætl- anir Gísla Hermannssonar um bygg- ingarkostnað og rekstursgrundvöll hraðfrystistöðvar á Akureyri. Sam- kvæmt þeirri áætlun, ætti þetta að vera vinnustöð fyrir 90 manns, þar af nær helmingur konur og með það svarar til 20 þús. mála síldar. Er það ekki smáatriði fyrir íbúa bæjarins að geta þannig tryggr rekstur bæjarverksmiðjunnar f Krossanesi, sem keypt var í góðri trú á hinn 30 ára gamla atvinnu- veg, síldveiðarnar, sem var alltaf veigamikdl þáttur í atvinnulífi bæjarbúa, en er nú að hverfa út, a. m. k. hér í bæ, eftir níu aflaleys- isár í röð. Nú eru aðeins eftir sjö síldveiðibátar 1 bænum, en voru 28 fyrir 15—16 árum. Með frystihúsrekstrinirm á að vera hægt að leggja niður leitar- ferðir hinna dýru skipa, sem kosta 15—20 þús. kr. á dag, vestur og suður á land eftir ís, sem kostar venjulega 8—9 þús. kr. í ferð. En því hef ég gert þetta mál að umtalsefni, að um það er nú kosið öllu öðru fremur. Það er aðeins sú breyting á orðin frá 1950, að allur almenningur áttar sig núorðið bet- ur á hinni brýnu þörf fyrir frysti- húsrekstur en þá. Sósíalistaflokkur- inn hefur aldrei þreytzt á, allt kjör- tímabilið, með blaði sínu að upp- lýsa almenning um þetta mál, og er nú svo komið, að almenningsálit- ið í bænum krefst þess, að fram- kvæmdir verði hafnar. Þið hafið, hlustendur góðir, sjálf- sagt flestir tekið eftir því, að hægri flokkarnir, íhaldið og Framsókn, skrifa nú í blöð sín, að þeir séu með því, að hafizt verði handa í þessu efni, og jafnvel, að þeir hafi aldrei verið því andvígir. Hins- vegar hafi þeir ekki viljað rasa um ráð fram. Sérstaklega lætur Dagur mikið yfir því, að fulltrúar Fram- sóknar hafi viljað athuga málið mjög gaumgæfilega. Eg hef aldrei heyrt þetta fyrr og veit ekki betur, en að fyrir einu ári síðan, þegar af- greidd var í bæjarráði tillaga um að heimila frystihúsnefnd að verja allt að 15 þús. kr. til að láta gera áætlanir um frystihúsrekstur og teikningar, þá var sú tillaga felld með öllum atkv. íhalds og Fram- sóknar, en hún slysaðist í gegn á bæjarstjórnarfundi. Á þessu sjáið þið, góðir Akureyringar, sannleiks- gildi þess, að þessir fulltrúar hafi haft hug á rannsókn málsins og hlutlausum upplýsingum. Og nú segja frambjóðendur þess- ara flokka, að málið sé í athugun hjá stjórn Útgerðarfélagsins, þ. e. m. ö. o. hjá þeim sjálfum. Nei, hlustendur góðir. Hver, sem ljær Sjálfstæðisflokknum og Fram- sóknarflokknum atkvæði sitt, legg- ur þessu framfaramáli ekki lið. En með því að auka kjörfylgi Sósíal- ÍStaflokksins, svo að hann fái þrjá fulltrúa í bæjarstjóm, eins og hann hafði tímabilið 1946—50ð eruð þið að leggja lið þessu máli og öðrum áríðandi framförum í atvinnumál- um Akureyringa. Sósíalistaflokkurinn berst fyrir því, að dráttarbraut verði byggð, þar sem hægt verði að taka upp nýsköpunartogarana. En eins og nú er, verða þeir að fara a. m. k. tvær ferðir á hverju ári til botn- hreinsunar og eftirlits til Rvíkur, og kostar hver ferð 100—150 þús. kr., auk viðgerðarkostnaðar. Klöss- un hvers skips, sem fer fram fjórða hvert ár, kostar 500-800 þús. kr„ en það er mest vinna verkamanna og iðnaðarmanna. Vinna, sem skap- . aðist með rekstri slíkrar dráttar- brautar, myndi vera geysimikil, bæði vegna skipanna hér og skipa, sem hingað myndu leita til við- gerðar, þar sem nú er aðeins ein dráttarbraut á landinu, sem tekur þessi skip upp, og er hún alltaf yfir- hlaðin störfum. Um byggingu togarabryggju þarf ekki að fjölyrða. Efnið 1 hana er búið að ryðga hér í nær fimm ár, og étur upp a. m. k. 60 þús. kr. á ári í vöxtum, af því fé, sem pínt er út úr almenningi. SHkir hlutir munu vera algert einsdæmi hér- lendis og eru þess eðlis, að það ætti að varða við lög að fara þannig með fé almennings. Á meðan eru togararnir látnir greiða háa leigu eftir bryggju eins bæjarfulltrúans. x C-listinn Ko$ninga§krifstofa C - listan§ verður á kjördag í Ásgarði, Hafnarstræti 88. - Símar 1516 og 1503.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.