Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.06.1959, Side 1

Verkamaðurinn - 26.06.1959, Side 1
vERKHmflmn XLII. árg. Akureyri, föstudaginn 26. júní 1959 23. tbl. Á sunnudaginn kemur er valdið í höndum kjósenda Um það verður kosið, hvort íhaldið á aS ráða stjórnar- stetnunni eSa hvort alþýSan sjáli á aS ráSa úrslitum á Alþingi Islendinga Alþýða Akureyrar leggur sitt lóð á vogarskálina með því aSkj ósa Björn Jónsson Það er alvörustund fyrir hvern kjósanda, þegar hann geng- ur að kjörborðinu til að velja þá menn, sem annast skuli æðstu stjórn landsins. Það er margt, sem kjósandinn verður að taka tillit til, vega og meta út frá sínu viðhorfi til al- mennra mála. En fyrst og fremst verður hver og einn að gera sér grein fyrir því, iiver hann vill, að sé lieildarstefnan um stjórn landsins. í þeim efnum togast einkum á tvö öfl, annars vegar auð- valdið í landinu, braskara- og stórgróðalýðurinn, afæturnar, sem lifa á striti annarra. Þessum afætulýð hefur teki/t að tæla til iylgis við sig ótrúlega marga hrekklausa kjósendur, svo marga að við undanfarandi kosningar hefur flokkur braskar- anna, Sjálfstæðisflokkurinn, verið stærsti flokkurinn. Sá flokkur hefur nú gert annan flokk, Alþýðuflokkinn, að band- ingja sínum, svo að hann gerir nú ekkert án leyfis Sjálfstæð- flokksins. Hins vegar er flokkur al- þýðunnar, Alþýðubandalagið, sem berst fyrir alliliða upp- byggingu atvinnulífsins, til iiagsbóta öllum landsmönn- um og tryggingar því að at- vinnuleysi verði óþekkt fyrir- bæri í þessu landi. Það berst einnig fyrir því, að allur er- lendur her hverfi burtu úr landinu og öllu hermangi verði aflétt. Alþýðubandalag- ið hefur einnig haft forystu um útfærslu landhelginnar og fjölmörgum framfaramálum fékk það komið í framkvæmd á nreðan það átti aðild að rík- isstjórn. Enn ber að telja Framsókn- arflokkinn. Hann hefur fyrir þessar kosningar neitað að geíu uppi nokkra stefnu í nokkru máli crðru en kjördæmamálinu, og hefui' logið því að þjóðinni, að nú væri kosið um það eitt. Ihn framtíð hans er mjög á huldu. Þar togast á hægri menn, sem raunverulega ættu heima í Sjálfstæðisflokknum og svo vinstri sinnaðir menn, sem óska samstarfs við Alþýðubanda- lagið að alhliða framförum. Um sinn hafa þeir framfarasinn- uðu orðið að lúta í lægra haldi og íhaldsöflin ráðið í flokkn um. En erfitt er að spá um það, hvernig flokkurinn þróast á næstunni. Hér á Akureyri þurfa kjósendur fyrst og fremst að gera upp á milli tveggja flokka, Alþýðubandalagsins og Sjálfstæð- isfloksins. Atkvæði Framsóknarflokksins hér falla engum til gagns, þeim er kastað í tóma tunnu, frambjóðandi þeirra er vonlaus um kosningu og vonlaus um uppbótarsæti. Alþýðu- flokkurinn er á falianda fæti og lítt þörf um hann að ræða. Þá er það, hvort kjósendur vilja fremur styðja flokk al- þýðunnar eða flokk braskaranna. Því miður verður að viðurkenna það, að ciruggt er, að frambjóðandi Sjálfstæðisflokksins, braskaralýðsins, verður kosinn hér. Svo mikið var fvlgi hans síðast. En Akureyringar eiga þess kost að senda fleiri á þing. Alþýða Akureyrar á þess kost, að fá einnig sinn fulltrúa kjörinn á Alþingi. Björn Jónsson hefur undanfarið kjörtímabil átt sæti á Jjingi seni landskjörinn Jjingmaður. Með Jjví að bæta við hann nokkru atkvæðamagni er hægt að tryggja, að svo verði áfram. Björn hefur á þingi sem annars staðar reynzt skeleggur og farsæll baráttumaður fyrir málstað alþýðustéttanna, cjg áunn- íð sér virðingu og traust þeirra, senr við hann hafa átt skipti. Þess vegna verður alþýða Akureyrar að leggja í það metnað sinn að eiga hann áfram sem sinn fulltrúa á þingi. Það er ekki aðeins gagnlegt fyrir okkur Akureyringa, heldur einnig fyrir allan verkalýð Jressa lands. Verkalýðurinn þarf að eiga sem flesta menn á borð við Björn innan veggja þingsins. Þá verð- ur síður á hlut hans gengið. Og verði Alþýðubandalagið sterkara á þingi nú en áður, þá mun það miklu ráða um stefnu næstu ríkisstjómar. Á Jjví, hvcjrt Alþýðubandalagið vinnur á eða tapar, veltur það, hvort sú ríkisstjórn, sem í sumar tekur við af núverandi kjara- skerðingarstjórn, verður vinstri sinnuð umbótastjórn eða hægii sinnuð afturhalds- og kyrrstöðustjórn. Á sunnudaginn leggja kjósendur sitt lóð á vog- arskál til að ákvarða það, hvort verður. Allir þeir Akureyringar, sem vilja efla málstað alþýðunnar og efla framfarir og atvinnulíf bæjar- ins, kjósa frambjóðanda Alþýðubandalagsins, þann eina frambjóðanda hér, sem alþýðan getur treyst til að spyrna gegn því, að á lienni verði troðið af valdhöfunum. — Þess vegna kjósum við á sunnu- daginn X BJÖRN JÓNSSON BJÖRN JÓNSSON alþingismaður. í Eyjafjarðarsýslu kjósa allir vinstri menn X G-LISTINN Frambjóðendur Alþýðubandalagsins í Eyjafjarð arsýslu eru traustir og vinsælir menn, og einu fram bjóðendurnir, sem vinstri menn geta veitt stuðn ing sinn. Tryggvi Helgason, Ingólfur í Fornhaga, Hartmann x Ólafsfirði og Daníel læknir á Dalvík eru allir vel þekktir í héraðinu og öruggir fulltrú ar alþýðunnar til sjávar og sveita. Allir þeir, sem vilja herinn burtu úr landinu, að staðið verði við útfærslu landhelginnar, að tryggð verði næg at vinna og innflutnixigur nýrra atvinnixtækja og komið í veg fyrir gengislækkun, þeir kjósa þessa menn, kjósa G listanxi, lista Alþýðubandalagsins. Tryggvi Helgason. Ingólfur Guðmundsson. Á sunnudaginn kem ur gefst kjósendum Suð ur Þingeyjarsýslu tæki fa*ri til að tryggja Páli Kristjánssyni sæti á AI þingi. Ef Alþýðubandalagið heldur velli í kosningun- um, og um það efast eng- inn, jafnvel ekki svæsn ustu andstæðingar þess, og dálítil aukning á at- kvæðamagni verður í Suður-Þingeyjarsýslu, þá ex kosning Páls tryggð. Með því að senda Pál Kristjánsson á þing eign- ast alþýðan á Húsavík og í sveitum Þingeyjarsýslu verðugan fulltrúa í söl um Alþingis, og í þing ílokk Alþýðubandalags- ins bætist góður liðsmað ur. — Þess vegna: X Páll Kristjánsson Ein AIKVÆOI getur ráðið úrslitum um það hvort fram- bjóðandi Alþýðu- bandalagsins, Björn Jónsson, nær kosningu sem landkjörinn þixig- maður og Akureyri fái þannig 2 þingmenn en ekki einn, eða hann nái ekki kosningu og Akureyri verði þannig svift öðrum þing manni sínum. Vinstri sinxiaðir Fram sóknarmenn og þeir sem til þessa hafa fylgt Alþýðuflokknum ættu að hafa þetta í huga og láta blindan áróður ekki hindra sig í því að tryggja hagsmuni Akureyrar fremur en að kasta atkvæðum sínum á vonlausa frambjóðendur.

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.