Verkamaðurinn - 26.06.1959, Side 2
2
VERKAMAÐURINN
Föstudaginn 26. júní 1959
Alþýðuflokkurinn og landlielgin
Nokkrar athugasemdir við lokaræðu Friðjóns
Skarphéðinssonar
Hvenær laug Guðmundur?
Þegar AlþýÖuflokurinn hafði svikið skrifleg loforð sin um
að samþykkja útfærslu landhelginnar strax eftir Genfarfund-
inn var hann kallaður á ráðherrafund Nató í Kaupmannahöfn.
Áður en hann fór á fundinn fulvissaði hann ríkisstjórnina
um að landhelgismálið yrði ekki rætt á fundinum.
Heimkominn sagði Guðmundur að Loyd, brezki utanríkis-
ráðherrann, hefði lagt málið fyrir fundinn og hefði sér því
verði nauðugur sá kostur að taka þátt í umræðum um málið.
Nú segir Guðmundur, að hann sjálfur hafi „lagt málið fyrir
ráðherrafundinn“, þrátt fyrir heit sín.
Þannig er Guðmundur ráðherra staðinn að því frammi fyrir
alþjóð að vera þrísaga um sama atriðið.
Hver trúir slíkum manni og hver ti'eystir slíkum flokki,
sem hefur slíkan mann að leiðtoga —. fyrir lífshagsmunum
íslendinga?
Ólaíur Thors staðfeslir, að íhaldið
stefnir að gengislækkun
Ekki verður annað sagt en að
Friðjón Skarphéðinsson kynni
vel að nota sér þá aðstöðu sína
að hann hafði síðasta orðið í um-
ræðunum sl. mánudag og aftur í
almennu umræðunum á mið-
vikudagskvöldið. Það er að vísu
kallaður drengskapur af þeim,
sem hafa síðasta orðið að nota
ekki aðstöðu til stórfelldra og
óvæntra árása á andstæðingana,
en gagnvart þeim sem svo illa er
á vegi staddur, sem Friðjón nú,
ber að taka á misbrestum af
skilningi og umburðarlyndi.
Lokaræða Friðjóns var að
miklu leyti orðréttur upplestur á
ræðukafla, sem Guðmundur í.
Guðmundsson hefur lesið á fund
um víðs vegar, en aldrei þorað að
láta koma fyrir almenningssjónir
fyrr en í útvarpinu sl. þriðjudag.
Heldur víst að almenningur sé
Framsókn skipar
Fyrir kosningarnar 1956 hétu
Framsóknarmenn ákaft á kjós-
endur á Akureyri, að þeir kysu
Alþýðuflokinn, hvort sem þeir
hefðu áður fylgt Framsóknar-
floknum að málum eða einhverj-
um öðrum flokk, þá skyldu þeir
kjósa Alþýðullokinn, það væri
eina vitið.
Nú segir frambjóðandi Fram-
sóknar á Akureyri og aðrir Fram
sóknarmenn: Nú eigið þið að
kjósa Framsóknarflokkinn, hvar
svo sem þið annars standið í
flokki og hvort sem þið eigið
nokkra málefnalega samstöðu
með okkur eða ekki.
Það virðist svo sem frambjóð-
andi Framsóknar hér líti á kjós-
endur sem skynlausar skepnur,
þeir skuli reknir til réttar á kjör-
daginn og dregnir í ákveðinn
dilk, án tillits til eigin vilja eða
skoðana.
Frambjóðandi Framsóknar hér
þykist þess umkominn að skipa
kjósendum fyrir og reka þá tll
réttar eins og sauðfé á hausti.
Enginn veit hver næsta dag-
skipan hans verður eða Fram-
sóknarforystunnar, kannski verð
ur kjósendum þá sagt að kjósa
íhaldið.
En sem betur fer eru kjósend-
ur ekki skynlausar skepnur og
munu því ekki hlýða postulum
Framsóknar í blindni.
Hver og einn kjósandi á að
gera það upp við sjálfan sig,
hvernig hann ráðstafar atkvæði
sínu á kjördegi, og það hlýtur
hann að gera út frá þeim skoð-
unum, sem hann hefur mótað sér
um einstaka flokka og frambjóð-
endur.
Skipanir Framsóknarmanna
hér verða því heimskulegri sem
vitað er, að atkvæði þau, sem
frambjóðandi þeirar fær, falla
dauð og áhrifalaus, að öðru en
því, að aðstaða íhaldsins verður
sterkari sem fleiri íhaldsand-
stæðingar kasta atkvæðum á
Framsóknarflokkinn.
nú orðinn svo ærður í hita kosn-
inganna, að allt megi bjóða hon-
um. Og víst er um það, að það er
ekkert góðgæti, sem sá maður
hefur ekki talið rétt að bera á
borð fyrr en síðustu dagana fyrir
kosningar. En undrum þykir mér
það sæta að Friðjón Skarphéð-
insson skuli hafa geð í sér til að
matreiða þennan samsetning ut-
anríkisráðherrans, vel vitandi að
hér er um ómeti og óþverra ein-
an að ræða.
Sú ráðherralygi, sem hér ræðir
um ,er sú, að Lúðvík Jósefsson
hafi 1957 viljað falla frá 12-mílna
útfærzlu fiskveiðilögsögunnar en
taka í þess stað upp tímabundna
útfærzlu og breyta grunnlínum.
Hið sanna er þetta:
Eftir að alþjóða laganefndin
hafði komizt að þeirri niðurstöðu
að 12-mílna fiskveiðitakmörk
færu ekki í bága við alþjóðalög,
kom aldrei til mála önnur lausn
okkar máls en útfærzla í 12 míl-
ur hið minnsta a. m. k., ekki frá
Eftir
Björn Jónsson
hendi Lúðvíks Jósefssonar eða
Alþýðubandalagsins, og í slíka
útfærzlu var Alþýðubandalagið
tilbúið að ráðast fyrir Genfar-
ráðstefnuna. Á það var ekki fall-
ist af samstarfsflokkunum.
Kom þá fram sú hugmynd á
ráðstefnu, sem L. Jós. boðaðitil
fulltrúa úr öllum landsfjórð-
ungum, að til bráðabirgða,
fram að Genfarráðstefnunni,
yrði ráðist í grunnlínubreyt-
ingar og tímabundna útfærslu
á nokkrum helztu fiskveiði-
svæðunum — AUÐVITAÐ
ALLT BUNDIÐ ÞVÍ AÐ 12-
MÍLNA ÚTFÆRSLAN FÆRI
FRAM STRAX AÐ LOKINNI
GEFNARRÁÐSTEFNUNNI.
Hér var um algera hliðstæðu
þess að ræða þegar fiskveiðitak-
mörkin voru færð út um 1 sjó-
mílu hér fyrir Norðurlandi og
síðan í 4 mílur fyrir öllu landinu
2 árum síðar.
Sök L. Jós., ef einhver var, í
þessu atriði, var þá sú að honum
þótti biðin fram að Genfarráð-
stefnunni of löng til þess að ekk-
ert yrði aðhafst þann tíma til
þess að stíga spor í rétta átt — án
þess að falla í nokkru frá tví-
mælalausum rétti.
Það er því ekki aðeins ódrengi-
legt, heldur móðgandi við al-
menning og dómgreind hans,
þegar undansláttarmenn reyna
að koma höggi á Alþýðubanda-
lagið og L. Jós. á þennan hátt og
Slysavarnakonur, Akureyri,
fara í skemmtiferð 11. eða 18.
júlí, ef næg þátttaka fæst. Farið
verður að Bjarkarlundi á Barða-
strönd. Upplýsingar í síma 1261
og 1247. Áskriftarlisti í Markað-
inum.
getur aldrei orðið annað en klám
högg, sem hefnir sín fyrir þá
sjálfa.
Hver getur verið skýringin á
þessu síðasta klámhöggi ráð-
herravesalinganna? Sú ein, að
vitundin um eigin sakir ýtir þeim
til örvæntingarúrræða. Þeir vita
upp á sig skömmina af því að
hafa m. a.:
1. Hindrað að ráðist væri í nokkr
ar leiðréttingar á fiskveiðitak-
mörkunum í nærri tvö árin
fyrstu, sem vinstri stjórnin var
við völd.
2. Svikið gefin, skrifleg heit um
að samþykkja útfærzlu land-
helginnar strax að loknum
Genfarfundinum 1958.
3. Svikið skriflegan samning um
útfærzlu fyrir 20. maí 1958, en
í þess stað lagt til að gengið
yrði til samninga við Breta.
4. Lagt til, 12. maí 1958, að er-
lendum togurum yrðu leyfðar
veiðar innan fiskveiðitakmark-
anna næstu ár.
5. Neytt Hermann Jónasson til
þess að ákveða að slíta vinstri
stjórninni 23. maí 1958 með því
að neita að samþykkja út-
færzlu í 12 sjómílur.
7. Lagt til 28. júní 1958 — 2 dög-
um áður en útfærzlan skyldi
formlega tilkynnt, að henni
yrði enn frestað og samið.
8. Þvælst fyrir í 3 mán., sl. vet-
ur og vor, gegn því að Alþingi
gerði hreint fyrir sínum dyrum
og gerði einarða ályktun um
að ekki yrði hvikað frá 12-
mílna útfærzlunni.
Hér er fátt talið, en ætti þó að
nægja til þess að sýna, að eftir
það, sem á undan er gengið
Alþýðuflokksforingjunum og
Sjálfstæðisflokknum, sem í öllum
greinum hefur staðið við bak
hans í landhelgismálinu, ekki
treystandi fyrir lífshagsmunum
alþjóðar. Og það væri óbætanleg
yfirsjón að eiga þar nokkuð á
hættu. Þeir, sem margstaðnir eru
að því að rjúfa orð og eiða, geta
gert það þegar mest liggur við
og verst gegnir. Þess vegna
hljóta allir þeir, sem skilja hvað
í húfi er, að efla Alþýðubanda-
lagið með atkvæði sínu á sunnu-
daginn kemur.
VANTAR
BÍLA
Alþýðubandalagið hefur ekki
fjármagn til að kaupa upp
heilar bílastöðvar eins og
andstöðuflokkarnir — og ekki
heldur til að kaupa akstur svo
að nokkru nemi. Það treystir
því á, að ALLIR stuðnings-
menn, sem nokkur tök hafa á
og eiga einkabíla, leggi þann
mikilsverða skerf til sigurs í
kosningunum að aak fyrir
bandaalgið á kjördaginn.
Hringið í síma 2203 og til-
kynnið þátttöku ykkar.
ALÞÝÐUBANDALGIÐ.
Það hefur marga grunað, og
nokkrum sinnum verið vikið að
því hér í blaðinu, að íhaldið,
ásamt aðstoðaríhaldinu, ætli sér
að lækka gengi íslenzku krón-
unnar á hausti komanda, ef það
fengi nægan þingstyrk til að
koma því í framkvæmd. íhalds-
menn hér hafa hver um annan
þveran neitað því, að nokkuð
væri til í þessu, flokknum þeirra,
flokki „allra stétta“ hefði ekki
einu sinni komið þetta í hug.
En í útvarpsumræðunum á
þriðjudagskvöldið staðfesti sjálf-
ur formaður Sjálfstæðisfloksins,
Olafur Thors, að þetta væri rétt.
Sjálfstæðisflokurinn vildi koma
á gengislækkun.
Þá vita menn það. Loksins hef-
ur Sjálfstæðisflokurinn birt sín
úrræði í efnahagsmálunum. Þau
eru gengislækkun. Og sú gengis-
lækkun mun koma til fram-
kvæma strax eftir haustkosning-
arnar, ef íhaldinu og krötunum
tekst að ná meirihluta; og ey-
steinarnir í Framsóknarflokkn-
um hafa líka hug á gengis-
lækkun.
Og hvað myndi gengislækkun
þýða fyrir launafólk í landinu?
Vöruverð myndi hækka meira en
nokkru sinni áður væru dæmi til
á einu ári, varlega áætlað um
100%. Myndi þá ekki mörgum
þykja þröngt fyrir dyrum. Kaup-
ið myndi haldast óbreytt, og
sennilega verða bundið með lög-
um, svo að tekið væri fyrir þann
möguleika að verkalýðsfélögin
gætu hækkað það með frjálsum
Ingvar og forsetinn
Framsóknarframbjóðandinn
Ingvar Gíslason sendir kjósend-
um opið bréf í síðasta tölublaði
Dags. Efnislega er innihald bréfs
ins á þessa leið, í forsetakosning-
unuin 1952, þegar Ásgeir Ás-
geirsson var kosinn forseti, hlaut
hann atkvæði manna úr öllum
flokkum, og forystuliði flokkana
tókst ekki að hafa nein áhrif á
kosninguna. Nú er eg, lngvar
Gíslason, í íramboði til Alþingis
hér á Akureyri, og nú eigið þið,
kjósendur góðir, að fara eins að
og 1952, láta alla flokka lönd og
leið, en kjósa mig. Þið eigið að
nota þetta einstæða tækifæri.
Ojá, iniklir mcnn erum vér. . .
samningum við atvinnurekendur.
En stóreignamennirnir í Sjálf-
stæðisflokknum myndu græða
mikið fé, í þeirra vasa rynni allt
það, sem af launþegunum væri
tekið. Og þess vegna vilja þeir
gengislækkun.
Eina vonin til að koma í veg
fyrir þessa fyrirhuguðu stórárás
íhaldsins er, að efla svo gengi
Alþýðubandalagsins í kosning-
unum, að íhaldinu verði ógerlegt
að koma þessum áformum sínum
í framkvæmd. Ráðið er, að
Þyggja Alþýðubandalaginu fleiri
þingmenn.
Kauplækkun til hags-
bóta fyrir launþega!!
í útvarpsumræðunum á mánu-
daginn reyndi Friðjón Skarphéð-
insson að telja mönnum trú um,
að sú kauplækkun, sem lögfest
var í vetur og framkvæmd hefur
verið af núverandi ríkisstjóm,
hafi verið launþegum til hags-
bóta. í þessu sambandi leyfði
ráðherrann sér að fara með bein-
ar lygar og sagði m. a., að kaup-
lækkunin hefði numið 5,4% í
stað þess, að hún var 13,4% og
það vita víst flestir landsmenn.
Björn Jónsson svaraði fullyrð-
ingum Friðjóns um hagsbætur
launþega af kaupráninu þannig:
„Eg öfunda ekki Friðjón
Skarphéðinsson af að deila um
þetta við ykkur, hlustendur góð-
ir, sem allir finnið í ykkar dag-
lega lífi, hvernig kauplækkunar-
lög stjórnarflokkanna hafaþrengt
að afkomu ykkar og vitið, að
aldrei um árabil hefur verið erf-
iðara að ná saman cndum tekna
og útgjalda heimilanna. En ráð-
herrum Alþýðufloksins er kann-
ski vorkunn, því að tekjur þeirra
sjálfra minkuðu ekki, þegar þeir
settust í ráðherrastólana; 7—800
krónur ó inánuði er í þeirra
hendi aska ein, þótt það sé í
hendi venjulegs launamanns
sjóður, sem getur ráðið úrslitum
um það, hvort hann getur haldiö
nýbyggðri íbúð sinni eða veitt
hcimili sínu lífsnauðsynjar eða
ekki.“
x Björn Jónsson