Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 26.06.1959, Síða 6

Verkamaðurinn - 26.06.1959, Síða 6
Föstudaginn 26. júní 1959 VERKAMAÐURINN 7 Stefnuyfirlýsing AlfjýáuLandalag sins (Hér fer á eftir nokkur hluti af stefnuyfirlýsingu Alþýðubanda- lagsins fyrir þær kosningar, sem nú fara í hönd. Rúmsins vegna er ekki unnt að birta yíirlýsinguna í heild, en þeim sem vilja kynna sér hana í öllum atriðum, skal bent á, að hún var birt í heilu lagi í blaði Alþýðubandalagsins, Utsýn, hinn 22. þ. m.). Alþýðubandalagið berst fyr- ir því, að landinu verði stjórnað með bag og heill al- þýðunnar og þjóðarheildar- innar fyrir augum. Alþýðu- bandalagið berst fyrir því, að Islendingar ráði sjálfir og ein- ir landi sínu og landhelgi, að auðlindir lands og sjávar séu fullnýttar með íslenzku vinnu afli, svo að landsins börn njóti sjálf þeirra gæða, er land vort og sjór veitir. Alþýðubandalagið heitir á all- an verkalýð landsins og aðra launþega, á allar vinnandi stéttir til sjávar og sveita, á alla frjáls- huga og þjóðholla íslendinga að taka höndum sanian um Alþýðu- handalagið fyrst og fremst til þess að 1. tryggja að þing og stjórn standi vörð um þá 12 mílna landhelgi, sem þjóðin hefur fylkt sér um, og að Island verði aftur her- laust og hlutlaust ríki utan hernaðarbandalaga, 2. hrinda af höndum verkalýðs og annarra launþega þeirriárás á iífskjör og samtakarétt þeirra, sem þegar er hafin, og hindra að frekari árásir: geng- islækkun, kaupbinding og at- vinnuleysi fylgi í kjölfarið, 3. tryggja framgang þess mann- réttinda- og lýðræðismáls, sem í kjördæmafrumvarpinu felst. Alþýðubandalagið heitir á alla alþýðu, alla frjálshuga Islend- inga, að sameinast um eftirfar- andi stefnuskrá: I. Grundvallaratriði 1. Alþýðubandalagið lítur á það sem höfuðverkefni sitt að vera á stjórnmálasviðinu málsvariverka lýðshreyfingarinnar og allra launþega vera þeim samtakavopn í baráttu þeirra fyrir hagsmun- um sínum og réttindum. Alþýðu- bandalagið vill því samræma baráttu sína þörfum og heill verkalýðssamtakanna og allra vinnandi stétta, vinna að því að tryggja fulla atvinnu, berjast gegn árásum á lífskjör verka- lýðsins, en sækja fram við hlið verkalýðssamtakanna til þess að tryggja verkalýð og öllum laun- þegum meiri og réttlátari hlut- deild í þeim auði, er alþýðan skapar, og efla ennfremur sjálfa þjóðarframleiðsluna. Alþýðu- bandalagið varar alla alþýðu al- veg sérstaklega við því að nú eru í aðsigi stórfelldari árásir á lífs- kjör almennings en gerðar hafa verið í langan tíma. Hið lögboðna launarán 1. febr. 1959 var sam- kvæmt yfirlýsingu frumkvöðla þess aðeins fyrsta skrefið á braut inni til mikillar gengislækkunar, lögboðinnar kaupbindingar, er stórlækki allt kaup frá því, sem nú er, og atvinnuleysis, er tor- veldi verkalýð alla baráttu fyrir bættum kjörum, í réttlátri bar- áttu íslenzkrar alþýðu um lífs- kjör sín eru hættur framundan, sem kalla á sameiningu allra krafta alþýðunnar um hags- munamál sín. Alþýðubandalagið heyr á stjórnmálasviðinu þessa varnar- og sóknarbaráttu verka- lýðsins og allra launþega og mun gera allt, sem í þess valdi stend- ur, til þess að sú barátta verði sigursæl. 2. Alþýðubandalagið álítur nauðsynlegt að tékin sé upp heildarstjórn á þjóðarbúskapn- um, fjárfestingin sé skipulögð með hag alþjóðar fyrir augum samkvæmt fyrirfram gerðum áætiunum til lengri og skemmri tíma, starfsemi bankanna sam- ræmd þessum þörfum þjóðarinn- ar, útflutningsverzlunin tekin undir stjórn og eftirlit ríkisins og að verulegu leyti í þess hendur, innflutningsverzlunin sé undir eftirliti ríkisins og ríkið annist sjálft vérzlun með olíu, benzín, kol, salt og byggingarefni. Með þessu móti sé tryggð alhliða hag- nýting erlendra markaða og full atvinna handa öllum landsmönn- um. 3. Alþýðubandalagið sem hefur framkvæmt þann vilja þjóð- arinnar, að koma á 12 mílna land helgi, krefst þess að haldið sé fast á því máli og hvergi vikið frá 12 mílna landhelginni og jafnframt stefnt óhikað að frek- ari stækkun landhelginnar, unz landgrunnið allt lýtur íslenzkri lögsögu. 4. Alþýðubandalagið krefst þess að ályktun Alþingis frá 28. marz 1956 um brotflutning Banda- ríkjahers af íslandi sé fram- kvæmd og berst fyrir því að ís- land segi sig úr Atlantshafsbanda laginu og verði aftur hlutlaust ríki utan allra hernaðarbanda- laga. 5. Alþýðubandalagið berst fyr- ir samþykkt stjórnskrárfrum- varpsins, er tryggir réttlátari kjördæmaskipun, jafnari kosn- ingarétt og öruggara lýðræði í landinu en núverandi kjördæma- skipan, sem freistað hefur til herfilegustu misnotkunar undan- farið. Alþýðubandalagið vill, ef þess er kostur, að mynduð sé í landinu ríkisstjórn er vinni að hagsmunum alþýðunnar í landinu, hafi nána samvinnu við verkalýðssamtökin, tryggi fulla atvinnu í landinu, komi á heildarstjórn á fjárfesting- unni samkvæmt fyrirfram gerðri áætlun, standi fast á 12 mílna landhelginni og víki þar hvergi frá og láti herinn fara burt úr landinu. En því aðeins verður mögu- leiki á myndun ríkisstjórnar um þennan málstað, að Alþýðubanda lagið vinni stórsigur í kosning- unum ella er voði nýs afturhalds tímabils framundan. I einstökum atriðum er stefna Alþýðubandalagsins þessi: II. Uppbygging at- vinnulífsins 1. Stækkun landhelginnar. Alþýðubandalagið heitir því að standa trúan vörð um 12 mílna fiskveiðilandhelgina og vill stefna að því að landgrunnið allt lúti íslenzkri lögsögu. Alþýðu- bandalagið álítur sjálfsagt að svara ofbeldisaðgerðum brezku ríkisstjórnarinnar með því að slíta stjóinmálasambandi við Breta. Alþýðubandalagið hefur alltaf verið þeirrar skoðunar að það væri algerlega óviðunandi að ís- land væri í hernaðarbandalagi og léði land sitt sem herstöð með allri þeirii spillingarhættu, er því fylgir á friðartímum, og tor- tímingarhættu, ef ófriður skellur á. En Alþýðubandalagið álítur að með þeirri sáru reynslu, sem þjóðin öll hefur fengið af því hvers konar „vernd“ Bandaríkja her lætur í té, þegar „banda- maður“ Islands, Stóra-Bretland, traðkar sjálfstæði landsins, brýt- ur lög þjóðarinnar og hótar að drepa löggæzlumenn ríkisins að starfi sínu, og rýfur þannig sátt- mála Sameinuðu þjóðanna og samning Atlantshafsríkjanna, — beri þjóðinni að sameinast um það að láta bandaríska herinn fara úr landinu og segja ísland úr Atlantshafsbandaiaginu. 2. Togarakaup og smíði. Leitað sé nú þegar samninga við innlendar skipasmíðastöðvar um smíði fjögurra togskipa. Samið sé um smíði 10—15 tog- ara erlendis og séu lán tekin vegna kaupanna, hvar sem þ'au fást með beztum kjörum og án pólitískra skilyrða. Bæjarfélög- um og samtökum almennings, sem og einstaklingum, sé gefinn kostur á að kaupa þá. 3. Smíði íiskibáta innanlands. Stækkun skipastólsins. Smíði vélbáta (tré- og stál- báta) sé gerð að fastri fram- leiðslugrein í nokkrum kaupstöð um og kauptúnum landsins og stefnt að því, að íslendingar smíði alla sína fiskibáta sjálfir. Hlúð verði að skipasmíði inn- anlands, svo að hún verði sem fyrst samkeppnisfær við erlenda. Meðan innlend skipasmíði fullnægir ekki viðhaldi og nauð- synlegri aukningu fiskibátaflot- ans hafi innflutnings-’og gjald- eyrisleyfi fyrir fiskibátum for- gangsrétt fyrir öðrum leyfisveit- ingum, svo að tryggt sé, að flot- inn stækki a. m. k. svo að ríflega svari fjölgun þjóðarinnar. 4. Allir þættir tiskiðnaðar efldir. Alþýðubandalagið leggur áherzlu á að fiskvinnsluaðstaðan í öllum útgerðarstöðvum verði aukin og bætt. Sjá verður um að fiskiskipa- stóllinn sé Tullnægjandi fyrir íbúana á hverjum stað, en áherzla lögð á að aukningin fari fram þar sem almenn skilyrði eru bezt. Jafnframt þarf að tryggja að fiskvinnslustöðvar séu við hæfi í hverri útgerðarstöð: Hraðfrystihús, fiskherzlustöðvar, fiskimjölsverksmiðjur, lýsis- bræðslur og söltunarstöðvar. — Takmarkið verður að vera að unnt sé að vinna úr öllum afla fiskiflotans innanlands. Á þann hátt er bezt unnið að því að auka svo gjaldeyristekjur þjóðarinnar, að þær samsvari gjaldeyrisþörf- um hennar, — og tryggja þannig fast gengi krónunnar. Eðlilegast er að a. m. k. allar stærri fiskvinnslustöðvar séu bæjar- eða ríkiseign, en ef til vill reknar undir eftirliti eða stjórn samvinnusamtaka sjómanna og útgerðarmanna með þátttöku verkafólks. Stöðvarnar skili réttu verði til sjómanna og út- gerðar. Vextir af útgerðarlánum séu lækkaðir. Útgerðarnauðsynjar, eins og olía, salt og veiðarfæri, séu útvegaðar á réttu verði. 5. Efling landbúnaðarins. Landbúnaðurinn sé efldur, og aðgerðir allar miðaðar við þetta tvennt: a) Að landbúnaðurinn geti fullnægt þjóðinni um allar land- b'únaðarvörur og b) að lífskjör og aðstaða þess fólks, sem í sveitum býr, sé ekki lakari en verkalýðsins við sjáv- arsíðuna. Lánsfjármagn til ræktunar og bygginga í sveitum sé aukið, og lánin veitt til langs tíma með lágum vöxtum. Alþýðubandalagið vill stuðla að því, að sá helmingur Mótvirð- issjóðs er fara skal sem lánsfé til landbúnaðarins, renni sem óaft- urkræft framlag í stofnlánadeild Búnaðarbankans (Byggingarsjóð, Ræktunarsjóð og Veðdeild). 6. Iðnaðurinn efldur. Stefnt að stóriðju. Iðnaðurinn sé efldur, og þess sérstaklega gætt að hlúa vel að þeim iðngreinum, sem mesta þjóðhagslega þýðingu hafa. Þess skal vel gætt að tryggja nauðsynjaiðnaðinum hráefni með sem lægstum tollum og án ann- arrar ónauðsynlegrar álagningar. Þá ber þess vel að gæta, að innanlandsmarkaðinum sé ekki spillt með óþörfum influtningi iðnaðarvara. Stutt skal að útflutningi þeirra íslenzkra iðnaðarvara, sem sölu- möguleika hafa á erlendum mörkuðum. Hraðað sé sem mest má verða öllum rannsóknum á íslenzkum hráefnum, sem hugsanlegt er að nota til íslenzks iðnaðar. ÖIl stóríðja á fslandi skal vera ríkiseign. — Þannig skal tryggja það sem fyrst, að Áburðarverk- smiðjan sé ótvíræð eign ríkisins. Skipa skal sérstaka stóriðju- nefnd, sem með aðstoð sérfræð- inga geri 10 ára áætlun: a) Um þróun stóriðju á íslandi. b) Um beztu hagnýtingu vatnsorku, raforku og jarðhita. c) Um hvaða íslenzk hráefni og erlend verði haganlegast nýtt til íslenzkrar stóriðju. 7. Rafvæðingu íslands til al- mennarar notkunar og stóriðju sé liraðað. Áfram sé haldið rafvæðingu landsins, bæði til almennrar notk unar og með stóriðju fyrir aug- um. Um heildarrafvæðingu lands- ins sé gerð skipuleg áætlun og framkvæmd núverandi 10 ára áætlunar hraðað. Raforkusæstrengur, tengdur kerfi Sogsvirkjunarinnar, sé lagður til Vestmannaeyja á næsta ári. Orkuverin norðanlands verði tengd saman og vélakastur þeirra aukinn, til þess að þegar virkjað afl þeirra notist til fulls. Virkjun Efri Sogsfossa verði lokið um nýár, svo að komið verði í veg fyrir yfirvofandi raf- magnsskort á Suðvesturlandi og fullnægt hraðvaxandi orkuþörf þessa þéttbýla landshluta. Hraðað verði og lokið hið fyrsta sérfræðilegum undirbún- ingi að virkjun Þjórsár og stefnt að stórvirkjun, er í senn geti orðjð grundvöllur að stóriðju og jafnframt látið raforkuverunum víða um land viðbótarorku í té. 8. Betri bankaþjónusta. Stjórn bankanna sé við það miðuð, að þeir veiti atvinnuveg- um landsmanna sem bezta þjón- ustu, en gróðasjónarmið, umfram nauðsyn til að tryggja öryggi þeirra, verði látin víkja. Vextir af lánum til framleiðslu atvinnuveganna og byggingar íbúðarhúsnæðis skulu vera lægri en almennir vextir bankanna. Stofnaður verði verkalýðs- banki, á líkum grundvelli og norsku og dönsku verkalýðs- bankarnir. 9. Ríkið annist útflutning. Stefnt sé að því, að ríkið taki í sínar hendur útflutning sjávaraf- urða í nánu samstarfi við fisk- framleiðendur. Sjómönnum og útgerðarmönn- um sé tryggt rétt verð sjávaraf- urða. Skipulega sé unnið að því að stórauka útflutning bæði sjávar- afurða og annarra útflutnings- verðmæta. 10. Ríkiseftirlit með innflutn- ingsverzlun. Olíui, kol, salt og byggingarefni í landsverzlun. Ríkið taki í sínar hendui' ýmist beina yfirstjórn á, eða eft- irlit með allri innflutningsverzl- uninni í því skyni að koma á hallalausum gjaldeyrisviðskipt- um og tryggja landsmönnum jafnframt sem hagkvæmast verð. Ríkið annist sjálft verzlun með Framhald á 8. siðu.

x

Verkamaðurinn

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.