Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.07.1961, Blaðsíða 3

Verkamaðurinn - 07.07.1961, Blaðsíða 3
Föstudagur 7. júlí 1961 VERKAMAÐURINN 3 (jöfin mihlfl ÞqS munu morgir hafo orSið undrcndi, er þeir lósu þó frétt i Verkamanninum fyrir viku siSan og fengu hana staSfesta í útvarp- inu daginn eftir, aS Ragnar Jóns- son bókaútgefandi hefSi gefiS Al- þýSusambandi Islands mólverka- safn sitt, stærsta og vandaSasta einkasofn mólverka, sem til hefur veriS hér á landi. MálverkasafniS var afhent Al- þýSusambandinu á laugardaginn var. Daginn áSur lauk nærri fimm vikna verkfalli Dagsbrúnar í Reykjavík. Mcstan hluta þess tima hafSi veriS deilt um þaS, hvort atvinnurekendur skyldu greiSa ákveSna prósentu af kaupi bcint til Dagsbrúnar í sjúkrasjóS félagsins. Dcgsbrún vann sigur og fékk sinn sjúkrasjóS. ÞaS er mikill sigur fyrir Al- þýSusamband Islands, mikill styrkur og viSurkenning, aS því skuli hcfa veriS færS sú gjöf, sem er einna dýrust gjafa, sem gefnar hafa veriS á þessu landi. AlþýSusamband Islands var stofnaS fyrir 45 árum. ÞaS varS ekkert stórveldi viS stofnun. En vegna þess, aS félögin, sem þaS er byggt upp af, hafa á þessum 45 árum unniS marga slika sigra, sem þann, er Dagsbrún og fleiri félög r~- --------— Júnímánuður var mánuður mikilla átaka milli auðvaldsins á Islandi og íslenzkrar verka- lýðslireyfingar. Þessum át'ók- um er nú lokið að mestu, og verkalýðssamtökin hafa borið sigur af hólmi. Það, sem lengst var deilt um, var ekki hvort verkafólkið skyldi fá nokkrum krónum meira á dag í útborguðu kaupi, heldur var um það deilt, hvert vera skyldi verksvið, vald og styrkur verkalýðshreyfingar- innar á komandi árum. At- vinnurekendavaldið gerði það ekki með góðu að fallast á, að verkalýðsfélögin fengju eitt prósent af útborguðu kaupi greitt í sjúkrasjóði sína. En krafan um eina prósentið fékkst samt fram, og sá sigur þýðir, að í fyrsta skipti í sögu verkalýðsfélaga á Islandi koma þau nú til með að hafa nokk- urt fjármagn undir höndum. Allt framundir 1940 urðu verkalýðsfélögin að heyja harða baráttu til að fáá viður- kenningu sem samningsaðili urn kaup og kjör sinna félags- manna. En smátt og srnátt unnu félögin svo algeran sigur í þeirri baráttu, að nú heyrist varla nokkru sinni orðað, að verkalýðsfélög eigi ekki að vera til og starfa að hagsmuna- málum félagsmanna. En það er eitt að vera til og hafa tekið að sér að gegna á- kveðnu hlutverki, annað að vera fœr urn að leysa hlutverk- ið vel af hendi í öllu tilliti, hafa yfir þeim mœtti og því valdi að ráða, sem til þarf hverju sinni. Fjarri fer því, að hér sé œtl- unin að drótta því að íslenzkri verkalýðshreyfingu, að hún hafi ekki reynzt hlutverki sínu vaxin. Hún hefur þvert á móti gegnt sínu hlutverki svo vel, við erfiðar aðstœður, að það hlýtur að vekja aðdáun allra. En einmitt vegna þess, hve vel hefur verið staðið í ístaðinu, heitstrengdu atvinnurekendur þegar fyrir mörgum árum, að þeir skyldu aldrei fallast á, að ákveðinn hundraðshluti af kaupi rynni í sjóði verkalýðs- félaganna. Þá heitstrengingu gerðu þeir vegna þess, að þeirn var öllum öðrum betur Ijóst, livert vald peningar eru í okk- ar kapítaliska þjóðfélagi. Þeir gerðu sér fulla grein fyrir því, að um leið og verkalýðsfélög- in fengju fé, sem einhverju næmi, í sjóði sína, yxu völd þeirra og áhrif margfaldlega. Nú hefur févana verkalýður Islands brotið þessa heitstreng- ingu auðstéttarinnar á bak aft- ur, og sjóðir félagsmanna munu af þeirri ástæðu vaxa mjög á nœstu árum og áhrif þeirra og máttur vaxa að sama skapi. Hin síðari ár hefur starf- semi verkalýðssamtakanna ver- ið mjög bundin við kaup- gjaldsbaráttuna eina. — A bernskuárum félaganna var starfsemi þeirra miklu fjöl- þœttari, enda voru og eru kjaramál íslenzkrar alþýðu mörg. Flest þau mál, sem að var starfað áður, öðrum en kaupgjaldsbaráttunni, eru nú til lykta leidd á einn eða ann- an hátt og því er ekki ástæða til að prédika neitt afturhvarf til fyrri tíma. En önnur verkefni eru kom- in í staðinn og ný bætast stöð- ugt við. Að ótal kjaramálum er stöðugt þörf að vinna, og á sviði hvers konar félags- og menningarmála bíður óunn- inn akur. Hin auknu fjárráð verka- lýðshreyfingarinnar gera henni fœrt að snúa sér að fleiri verk- efnum og margþœttari en hún hefur haft með höndurn. Auk kjarabaráttunnar ber verka- lýðshreyfingunni að taka for- ystu á ótal sviðum menningar- mála. Traust alþýðunnar á eigin samtökum fer sívaxandi og þá um leið kröfur þœr, sem til samtakanna eru gerðar. Það þarf mikið til að samtökin geti gegnt hlutverki sínu til fulls og orðið við síauknum kröfum, en nú síðast í næstliðnum mán- uði hafa samtökin sýnt, að máttur þeirra er mikill, og með betri aðstöðu vex hann enn. Forysta samtakanna er sterk og kannski traustari en nokkru sinni fyrr og samstaða félag- anna almennt góð. Það er því óþarft að óttast, að íslenzk verkalýðshreyfing bregðist því trausti, sem á hana er sett, en hún verður þó strax að gera sér Ijóst, að aukna möguleika verður að nýta vel alþýðu ís- lands til gagns og farsœldar. Yaxandi afl unnu í siSasta mánuSi, sigra, sem ekki hafa fengizt fyrirhafnarlaust heldur fyrir fórnfýsi og baráttu- kjark ótal fátækra erfiSismanna. Vegna þessara sigra islenzkra erfiSismanna er AlþýSusamband- iS orSiS svo traust og mikiIsverS stofnun, aS því er færS slík gjöf sem aS ofan greinir og treyst til aS varSveita hana. Hvorki Ragnar Jónsson né aSrir hefSu árætt aS gefa erfiSismönnum Islands slika gjöf, ef þeir hefSu ekki veriS bún- ir meS langri og harSri baráttu aS byggja upp sterk samtök, sem bæSi er treystandi til aS standa vörS um Iífskjör alþýSunnar og menningarverSmæti. Þannig er ákveSiS samband á milli gjafar Ragnars Jónssonar og þeirrar hörSu kjarabaráttu og viS- urkenningarbaráttu, sem verka- lýSur Islands hefur svo oft mátt heyja og siSast i næstliSnum mán- uSi. ÞaS var ætlun harSsviraSasta hluta atvinnurekenda aS láta Dagsbrún beygja sig og viSur- kcnna, aS þaS væru aSrir aSilar í þessu landi sterkari en verkalýSs- samtökin. Dagsbrún beygSi sig ekki. Verkamannafélag Akureyr- arkaupstaSar og mörg önnur verkalýSsfélög norSanlands höfSu áSur náS ennþá betri samnlngum ÍBA og Fram d sinnudag ÍBA VANN ÞRJÚ STIG UM SÍÐUSTU HELGI Staðan í fyrstu deildar keppn- inni er nú þannig, að Akurnes- ingar eru efstir meS 6 stig, KR hefur hlotiS 5, Akureyringar, Val- ur og Fram 3 stig hverjir. Hafn- firSingar hafa enn ekki komizt á blaS. Rétt er aS taka fram, aS Val- ur og Fram hafa þegar leikiS 4 leiki hvort félag, en hin félögin aSeins 3 leiki hvert. en Dagsbrún. Þau beygSu sig hvergi. Þessi verkalýSsfélög sýndu, aS þeim er treystandi, þau láta ekki sinn hlut fyrir rangsleitni né of- sóknum, heldur heimta sinn rétt. Og þegar hin einstöku félög eru svo sterk, þá er AlþýSusambandiS þaS lika. Þess vegna geta menn glaSir og óhræddir faliS þvi mikil verSmæti til varSveizlu og þess vegna geta einnig forystumenn Al- þýSusambandsins glaSir og ó- hræddir veitt slikum verSmætum móttöku. Akureyringar kepptu við Val í Reykjavík á föstudaginn fyrir viku síðan. Þeim leik lauk með jafntefli 2:2. Fyrra mark Akur- eyringanna skoraði Haukur Jak- obsson úr vítaspyrnu, en síðara markið skoraði Páll Jónsson og segja sunnanblöð það fallegasta mark leiksins. Mikil rigning var þegar leikurinn fór fram og á- horfendur fáir. Leikurinn mun hafa verið heldur ófagur og gróf- ur á köflum. Segir það m. a. sína sögu, að tveir Akureyringanna urðu að yfirgefa völlinn vegna meiðsla. Á sunnudaginn léku Akureyr- ingar svo við Hafnfirðinga og höfðu þar sigur 3:1. Sá leikur fór fram á heimavelli Hafnfirðinga. Leikdómarar sunnanblaða segja sigur Akureyringanna hafa veríð verðskuldaðan, leikur þeirra hafi verið mun betri og jafnari en Hafnfirðinga og markamunur hefði jafnvel mátt vera meiri. Steingrímur og Skúli skoruðu mörkin. Áhorfendur voru fáir. KR og Fram kepptu á Laugar- dalsvellinum á sunnudaginn og skildu jöfn, hvorugu liðinu tókst að skora mark. Þá kepptu Akurnesingar og Valsmenn einnig á sunnudaginn. Sá leikur var háður á Akranesi, og sigruðu heimamenn með einu marki gegn engu. Á sunnudaginn kemur koma Framarar norður og keppa við Akureyringa. Þarf ekki að efa, að margmennt verður þá við íþrótta- völlinn, því að mönnum er for- vitni á að sjá, hvernig Akureyrar- liðið stendur sig eftir þá keppnis- reynzlu, sem það hefur fengið í sumar og tiltölulega hagstæð úr- slit í suðurferðinni um síðustu helgi. Þetta verður fjórði leikur Ak- ureyringa í fyrstudeildar-keppn- inni. í þeim þremur leikjum, sem búnir eru hafa þeir sett 8 mörk en fengið á sig 9. 4 ÍSLENZIR SUND- MENN FARA TIL ROSTOCK Á morgun halda fjórir sund- menn og fararstjórar á Eystra- saltsvikuna. Þau sem taka þátt í sundkeppni eru: Guðmundur Gíslason, Ágústa Þorsteinsdóttir, Hrafnhildur Guðmundsdóttir og Árni Kristjánsson, Hafnarfirði. Fararstjórar verða Guðbrandur Guðjónsson og Ernst Backmann. Sundfólk okkar mætir þarna í keppni ýmsum beztu sundmönn- um Evrópu í dag. Nokkrir frjálsíþrótta- menn keppa í Rostock 10. þ. m. verður haldin frjáls- íþróttakeppni í sambandi við Eystrasaltsvikuna og eru þáttak- endur héðan Grétar Þorsteinsson, Jón Ólafsson, Sigurður Björnsson og Hörður Haraldsson,

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.