Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.07.1961, Blaðsíða 6

Verkamaðurinn - 07.07.1961, Blaðsíða 6
6 VERKAMAÐURINN Föstudagur 7. júlí 1961 Marjorie Benton Cooke: LISTAFÓLK OG HJÓNABÖND geymdi það, þangað til englabörnin höfðu dregið sig í hlé og flýtti sér svo út' í hengirúmið á garðsvölunum. Það var spennandi augnablik. „Verðlaunasaga eftir nýjan glæsileg- an rithöfund“, stóð með stórum stöfum á forsíðunni. Smá- sagan hennar var í heiðurssæti í ritinu og var prýdd teikn- ingum — báðum megin á opnunni! — eftir James Montgo- mery Flagg, en enginn ungur höfundur getur óskað sér betri teiknara. Hún þrýsti tímaritinu að brjósti sér. Hún virti það fyrir sér aftanfrá og framanfrá, setti það á borðið og tók það aftur í hönd sér og sló kæruleysislega upp á fyrstu sög- unni til þess að njóta viðburðarins enn betur. Svo safnaði hún saman heilu fjalli af púðum og setti upp í hengirúmið, lagðist í það og dró undir sig fæturna og fór að lesa verk sitt. Hún brosti fyrst svolítið, fór svo að smáhlæja, og að lokum skellihló hún og kreisti blaðið í höndunum. í þeim óheppi- legu svifum kom Jarvís út, og henni var hverft við, varð eins og glæpamaður, sem staðinn er að verknaði. „Hvað er svona skemmtilegt?“ „Ég er að hlæja að sögu í þessu blaði.“ „Hvernig getur þú lagt þig niður við að lesa svona þvætt- ing?“ „Þetta er enginn þvættingur, þetta er afbragðsgott.“ „tlvað er það?“ Hann kom nær, en hún hélt um blaðið krampakenndu taki. „Æ það er bara verðlaunasaga-“ „Verðlaunasaga! Og nógu skemmtileg til þess að þú hlæir. Er hún eftir 0’Henry?“ „Auðvitað ekki. Hann er dauður. Hún er eftir nýjan höf- und, segja þeir.“ „Ég kom hingað til að lofa þér að heyra efnið í nýja leik- ritinu mínu. Viltu hlusta á?“ „Með mestu ánægju,“ svaraði hún einlæglega og lokaði blaðinu. Þannig heppnaðist að stýra fram hjá slysinu. Leyndar- mál hennar varð ekki uppvíst. Hún faldi hið dýrmæta blað í herbergi sínu og las það og las, og strauk mjúklega um það. Eftir að hafa fengið eina smásögu í viðbót frá Bambí sendi Strong henni símskeyti: „Má ég koma á fimmtudag? Ný áætlun um smásögurnar. Járnbrautarlestin við Sunny- side kl. 10 árdegis.“ Hún sendi svarskeyti að hann væri vel- kominn, en fór svo að íhuga, hvernig hún skyldi útskýra nærveru hans fyrir englabörnunum. Hann myndi sennilega verða í hádegismat — og hún yrði að gefa einhverja skýr- ingu. Hún hratt frá sér ýmsum hugmyndum, sem sóttu á hana, og ákvað að lokum að kynna hann sem bróður eins skólafélaga síns. Hún ætlaði að sjá um að prófessorinn og Jarvís hyrfu fljótlega í hurtu eftir máltíðina, svo að hún og Strong hefðu gott næði. Hvað í ósköpunum ætlaði hann að tala við hana um? Það hlaut að vera eitthvað merkilegt, að hann skyldi fara um svo langan veg til að segja henni það. Kannske hafði hann orðið fyrir vonbrigðum með seinni sög- una og vildi segja samningnum upp. Það var nú vingjarn- legt af honum að koma til að segja henni það í staðinn fyrir að skrifa, en það var samt áfall. Henni virtist sjálfri, að seinni sagan væri betri en sú fyrri. IJún fór yfir hana í hug- anum til að reyna að finna galla á henni. Nú jæja, hún gæti nú alltént snúið sér að dansinum, ef allt annað brygðist! Hún lét þess getið eins og af tilviljun við morgunverðinn, að Richard Strong kæmi í heimsókn á fimmtudaginn, og bætti því við, að hún vonaðist til, að þeir yrðu báðir heima við til að fagna gestinum. „Hver er Richard Strong?“ spurði faðir hennar. „Hann er bróðir einnar skólasystur minnar í gamla daga, Mary Strong.“ „Býr hann hér?“ spurði Jarvís. „Nei, hann á heima í Nýju Jórvík.“ „Hvað er hann að gera hér í Sunnyside?“ „Hann hefur ekkert skrifað um það.“ „Ég hef aldrei heyrt hans getið áður,“ sagði Parkhurst prófessor. „Jú, víst. Ég hef svo oft talað um hann, því að hann er svo indæll maður.“ „Var hann einhver sérstakur vinur?“ spurði Jarvís, en nú var áhuginn vaknaður hjá honum. „Já, alveg sérstakur. Ekki náinn, en sérstakur.“ „Hvað gerir hann?“ spurði faðir hennar. „Það man ég ekki.“ „Ríkur auðnuleysingi, náttúrlega,“ sagði Jarvís háðs- lega. „Hann var nú iðjusamur, þegar ég þekkti hann.“ „Jæja, þessi ungi maður skal vera hjartanlega velkominn, á ég að bregða vana mínum síðdegis og vera heima?“ „Nei — það skaltu þó ekki gera!“ sagði Bambí með mikl- um ákafa, svo að Jarvís starði á hana. „Hann stendur ekki lengi við, og okkur langar til að tala um gamlar minningar. Hann myndi líka ganga af þér dauðum með leiðindum,“ hætti hún við. „Mig langar nú til að vera vinsamlegur í garð aðdáenda þinna.“ „Ég er gift kona.“ „Já það er satt,“ sagði þá prófessorinn. „Ég er nú húinn að gleyma því. Ef hann er alltof leiðinlegur, ætti ég kannske að lofa ykkur hjónunum að vera einum með honum og borða sjálfur úti.“ „Það er kannske eins gott, að ég geri slíkt hið sama,“ sagði Jarvís myrkur á svip. „Alls ekki. Ég vil helzt, að þið verðið báðir heima,“ sagði Bambí svolítið gröm. Hún hafði það á tilfinningunni, að hún hefði nú ekki undirbúið jarðveginn svo vel, sem hún hafði ætlað sér. VII. r A sínum tíma kom hinn óttalegi fimmtudagur og Strong ritstjóri. Bambí var þess fullviss, að koma hans niundi binda skjótan enda á rithöfundarferil hennar. Þrátt fyrir hinar dapurlegu horfur gat hún ekki annað en skemmt sér yfir hinu undarlega háttalagi Jarvíss. Allt frá því nafn Strongs ritstjóra var nefnt í fyrsta skipti, hafði hann sýnt það á hinn greinilegasta hátt, að hann gat ekki þolað þann mann. Þó að hann léti Bambí alveg afskiptalausa eftir sem áður, virtist það kvelja hann, að vita annan mann gera sér títt um hana. Hann var oft með freklegar háðsglósur um Strong. Bambí var ákveðin að notfæra sér þennan mannlega veikleika, sem hún var hér vitni að, og lítillækka Jarvís. Hún hugðist vera alveg nógu leikin í listinni að elska, en hún var samt ekki hárviss með tilliti til Strongs. Samt mundi hún eftir sérstökum glampa í augum hans, sem spáði góðu. SKRJÁF í SKRÆÐUM == 90 VANDARHÖGG. Á Alþingi 1697 bar þetta til tíð- inda m. a.: — Idem var þar og strýktur GuS- mundur Guðmundsson á Baulhús- um (í Arnarfirði) með stórkost- legri rúðlótsrefsingu, 90 vandar- högg, hverja hann vel þoldi og sá lítið á, gekk til tjalds síns eftir afstaðna refsingu og fékk sér mat, tók svo hest sinn og reið af þingi í Lundarreykjadal, og þótti öllum stór undur að hann svo stóra refs- ingu þola skyldi og afbera." — Eyrarannáll. Baulhúsa-Gvendur, en svo er hann kallaður ! sumum heimildum, hlaut þessa refsingu mestmegnis fyrir Ijót eða ósæmileg orð um yfirvöldin. Hann hefur sennilega ekki beðið fyrir þeim að heldur, þegar hann reið af Alþingi í þetta sinn með 90 vandarhögg brenn- andi á baki sér. *v DAUFDUMB SYSTKINI. ,,l Olafsfirði fyrir norðan átti maður (Jón Þorsteinsson, Garði) barn við skyldmenni sínu, mál- lausri og daufri konu (Solveigu Guðmundsdóttur) hverja hann ektaði (átti) með konungs leyfi, hennar systkini voru þrjú, öll mál- laus. Systkini voru og þrjú með sama slag á Skíðastöðum í Skaga- firði. Allar þessar manneskjur gátu stundað búskap og allan verknað, sem óhindruð væru, bæði hagleik og ullarverk, og höfðu bjargvænlegan búskap." — Grrímsstaðaannáll 1696. *V* LJÓTT LAMB. Anno 1696: „I júní-mánuði fæddi ær lamb vanskapað í Bakkakoti í Skorradal, svo stórt að vexti sem þriggja vikna gamalt, með svlns- augum og svínshala; það vantaði efri skoltinn upp undir augu, hékk svo tungan laus fram fyrir kjálk- ana; voru þeir lausir við haus- skelina og engin mynd til augn- anna, eyrun síð sem á dýrhundi." — Grímsstaðaannáil. *V* ÓÖLD í LANDI. Anno 1756: „Þjófnaðurinn engu minni en fyrirfarandi ár allstaðar til að frétta. Fénu var stolið úr fjörunni við sjóinn, úr húsunum á landi, einninn úr haganum. Sumir átu hross opinberlega, bæði fyrir norðan og í Dölum, einninn í kringum Jökul ! sumum stöðum og það fyrir hungurssakir." — Sami annáll.

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.