Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.07.1961, Blaðsíða 5

Verkamaðurinn - 07.07.1961, Blaðsíða 5
föstudagur 7. júlí 1961 VERKAMAÐURINN 5 Reltttviður Kaupskip skráð í Prag Þótt undarlegt megi virðast eru ýmis lönd með álitlegan kaupskipaflota, en hafa samt engan aðgang að sjó. Þannig er um Tékkóslóvakíu. Fyrsta hafskip sitt keyptu Tékkar fyrir 10 árum, þegar viðskipti við Kína og önnur fjarlæg lönd fóru mjög að aukast. Þeir komust skjótt að því, að það er miklum mun ódýrara og öruggara, að flytja vörurnar á eigin skipum, en kaupa fraktir af Vesturevróu- mönnum, og hafa þeir því stöð- ugt aukið við flotann. Haffær kaupskipafloti þeirra er nú 105 þúsund rúmlestir brúttó eða helmingi stærri en kaupskipa- floti íslands. Aðeins Sviss hefur stærri kaupskipaflota af þeim löndum, sem ekki eiga aðgang að sjó, 170 þúsund rúmlestir, en Tékkar ætla að tvöfalda sinn hafskipastól á næstu 4 árum. Olíuhringunum stendur ógn af sovézkri olíu Rússar eru farnir að selja mikla olíu úr landi, eins og Is- lendingum er manna bezt kunn- ugt um, og er olíuhringum auð- valdsins olíuútflutningur þeirra mikill þyrnir í augum. Ítalía er það land Vesturevrópu, sem mest kaupir af sovézkri olíu og fær tunnu af hráolíu í höfn við Svartahafið fyrir 1$, og hefur þetta það í för með sér, að olíu- verðið hjá ítölskum hreinsunar- stöðvum er nú ekki nema 62.5% af olíuverðinu við höfn í Persa- flóa. Eru generálar Atlantshafs- bandalagsins að hugsa um að setja ofan í við Italíustjórn fyr- ir að sigla svona langt „fyrir austan“ vestræna hagsmuni. Einum fjórða veltunnar kastað ó glæ Það er mörgum eyrinum sóað til ónýtis í skipulagsleysi kapí- talismans, þetta kemur vel í Ijós, ef athugaðir eru verzlunarhætt- irnir. Óhætt mun að fullyrða, að álitlegum hluta þjóðartekn- anna sé eytt í fánýtar auglýs- ingar í háþróuðum auðvalds- löndum, og er þetta hrein eyðsla fyrir þjóðarbúið, þar eð þær skapa engin verðmæti. Þetta hef- ur lítillega verið rannsakað í Svíþjóð, og hafa menn komizt að því, að tannkrem muni mest auglýsta varan þar í landi. — 23.6% veltunnar fer í auglýs- ingakostnað. * Er ehhi tímabœrt fyrir íslenzh atvinnufyrirtshi oi homo opp bornoheimilum í sombondi við vinnuslvornor! Þessi skemmtilega mynd er ekki tekin hér á landi, heldur úti í Rostock í Austur-Þýzkalandi og nánar tiltekið í fiskiðjuveri staðarins, sem er mikið fyrir- tæki og hið langstærsta sinnar tegundar þar í landi. í þessu fiskiðjuveri vinna um 3000 manns. Það er að miklu leyti ungt fólk og konur í meiri hluta. Þær hafa þar sama kaup og karlar við alla vinnu, en að auki njóta þær ýmiss konar hlunninda og fyrirgreiðslu, sem er óþekkt fyrirbæri hér á landi. Er þar þýðingarmest, að inn- an vébanda fiskiðjuversins eru starfrækt barnaheimili, þar sem mæður, er vinnu stunda í fisk- iðjuverinu, geta látið börn sín dveljast á daginn og þurfa eng- ar áhyggjur að hafa af þeim. Barnaheimili eru þarna þrjú. Eitt er fyrir börn á aldrinum 1 til 3 ára, og einmitt frá því heim- ili er myndin hér að ofan. Þó að heimilið sé aðeins eitt, er því þó skipt í deildir, þannig að eins Framh. af 4. siðu. — Nei, það er í sjálfu sér að- eins undirbúningur undir stóru ferðina okkar, sem við höfum í hyggju að fara eftir 3—4 ár til Suður-Ameríku. Það yrði nokk- urra mánaða ferð á eigin bíl urn mörg lönd. Þar kemur reynslan frá Ítalíu og íslandi sér vel, bæði í skipulagslegum efnum og einnig í jarðfræðilegu tilliti, því að bæði eru þar jöklar og eld- fjöll. — Hvernig hefur ykkur ann- ars líkað hér á Islandi? — Við höfum ferðast um allt Þýzkaland (báða hluta þess) og einnig komið til annarra landa á meginlandinu, en þvílíka gest- risni sem hér höfum við aldrei fyrirhitt. Fólk er hér eðlilegt og elskulegt á þann máta, sem ekki árs hörn eru sér og svo aftur tveggja og þriggja ára. Börnin fá þarna alla umönnun og að- hlynningu og una lífinu hið bezta. Svo eru aftur tvö heimili fyrir eldri börn, og komast 80 börn á annað þeirra en 120 á hitt. Auk þess, sem börnin dveljast á heimilum þessum á daginn, geta þau einnig dvalizt þar all- t-— an sólarhringinn, ef svo ber und- ir, t. d. ef móðirin veikist. Sama er að segja, þegar móðirin fer í orlof. Ef hún fer eitthvað burtu úr borginni fá börnin að dvelj- ast á heimilum þessum allt að hálfum mánuði hverju sinni. Auk þess, sem fiskiðjuverið í Rostock starfrækir þessi barna- heimili og gerir þannig fjölda er til — því miður — í Þýzka- landi. Við urðum strax fyrsta kvöldið varir við þetta í sam- skiptum okkar við útlendinga- eftirlitið; það var engin reki- stefna út af vegabréfsáritun eins og annars er algengt með okkur Austurþjóðverja í Vesturevrópu, vegna þess að okkar ríki nýtur ekki stj órnmálalegrar viður- kenningar. Við höfum hvarvetna notið hinnar beztu fyrirgreiðslu, og í því sambandi ber sérstak- lega að nefna þýzk-íslenzka menningarfélagið í Reykjavík. Hvergi höfum við orðið varir við kala í okkar garð vegna ó- dáða Þjóðverja í heimsstyrj öld- inni. Það hefur okkur þótt vænt um, og langaði mjög til að stuðla að því, að þið kynntust hinu nýja Þýzkalandi og hinni kvenna fært að stunda vinnu ut- an heimilis, sem þær annars gætu alls ekki, þá hefur fiskiðju- verið einnig eigin sjúkrahús, eða heilsuverndunarstöð. Þar starfa 7 læknar og fylgjast með heilsu- fari verkafólksins, framkvæma minni háttar læknisaðgerðir og veita leiðbeiningar. Sé hins veg- ar um alvarlegri sjúkdóma að ræða eða þörf langrar sjúkra- hússvistar, er sjúklingnum kom- ið á stærri sjúkrahús inni í borg- inni. Slík fyrirgreiðsla sem þessi er ennþá nær eða alveg óþekkt hér á landi, og víst má segja, að hér séu vinnustaðir yfirleitt það fá- mennir, að óhugsandi sé, að starfrækja sérstök sjúkrahús í sambandi við þá. En myndi það nýju þýzku þjóð, sem er í upp- byggingu hjá okkur, laus við hernaðaranda og útþenslustefnu. -—- Hvað hefur ykkur fundizt furðulegast í ferðinni? — Tvímælalaust hinar björtu nætur (það kom fyrir lítið að burðast með vaxkerti frá Ber- lín), en þar næst þessi undarlegi matur, sem þið borðið margra mánaða gamlan með hafragraut, hvað þið kallið hann nú aftur — blóðmör. (En mér finnst nú skyr bezti íslenzki maturinn sem ég hef smakkað, segir Klaus.) (En Karlheinz horfir sínu brúnu augum dreymandi út í bláinn og strýkur um hrafnsvart alskegg- ið og segir alls ekki frá því, sem hann hefur fallegast séð á fs- landi, og nú fara félagarnir að stríða honum með dálitlu, sem vér skulum láta liggja milli hluta, og fellum þar með spjall- ið.) ekki vel þegið af mörgum kon- um, ef þær gætu komizt í vinnu, þar sem börnin gætu dvalið á sama stað yfir daginn á vistlegu og vel búnu barnaheimili við góða gæzlu og umhirðu. Gæli ekki verið, að það væri hag- kvæmt fyrir einhver atvinnufyr- irtæki hér að taka upp þetta fyr- irkomulag. Alveg er vafalaust, að fyrir þjóðarbúið væri þetta hagkvæmt. Vinnuaflið er auður þjóðarinnar, og því betur sem það nýtist því betri verður af- koma þjóðarinnar í heild og.um leið hvers einstaklings, ef stjórn- að er af einhverju viti. Fiskiðjuverið í Rostock er stórfyrirtæki, sem byggt hefur verið upp á síðasta áratug. Það gerir út nærfellt 100 fiskiskip og þeim fjölgar stöðugt. í landi vinna hjá fyrirtækinu 3000 manns og áætlað er, að 1965 verði tala landverkafólksins komin upp í 6000. Slrax á fyrstu árum fyrirtæk- isins var sjúkrahúsið reist og barnaheimilin. Þetta var talinn sjálfsagður og nauðsynlegur þáttur í uppbyggingu fyrirtæk- isins. Auk þess hefur fyrirtækið byggt utan Rostockborgar hvíld- arheimili fyrir verkafólkið, þar sem það dvelst í sumarleyfum. Og inni í borginni sjálfri hefur fiskiðjuverið reist geisistóra byggingu, sem togarasjómenn hafa til afnota í löndunarfríum, sem almennt eru tveir sólar- hringar. Er bygging þessi með hótelsniði, en öll þjónusta við togarasj ómennina ókeypis þenn- an tíma. Sé um heimilisfeður að ræða, sem búsettir’ eru utan borgarinnar, geta þeir einnig fengið að láta konur sínar og börn búa í byggingu þessari á meðan þeir eru í landi. Eins og verkafólkið í landi geta togara- sjómennirnir svo fengið dvöl á hvíldar- eða orlofsheimili á meðan þeir taka orlof sitt, sem er minnst 18 dagar. Austurþýzku jarðfræðingarnir r —'—* — —— — Af vettvnngi kveona

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.