Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 07.07.1961, Side 8

Verkamaðurinn - 07.07.1961, Side 8
Útsvör í Húsavík Húsavík 5. jálí. Frá fréttaritara. Brezknr togari tekinn í landhelgi nt af Skaga Dómur í máli skipstjórans var kveðinn upp á Akureyri Niðurjöínun útsvara er lokið í Húsavík. Alls var jafnað niður kr. 4.114.000.00, og er það 25% hækkun á útsvarsupphæðinni frá því, sem var í fyrra. Þrátt fyrir þessa miklu hækkun er útsvars- stiginn heldur lægri en í fyrra. í bæði skiptin hefur verið lagt á eftir hinum lögboðna gjaldstiga fyrir kaupstaðina og síðan lækk- að frá honum, í fyrra um 23-'/2% en nú 26%. Útsvar bera hér 455 einstakling- ar og 22 félög. Hæstu gjaldendur af félögum eru þessi: Kaupfélag Þingeyinga kr. 352.000.00. Flokkur manna frá þeirri ágætu stofnun Þj óðleikhúsinu ferðast nú um landið og sýnir sjónleikinn „Horfðu reiður um öxl“. Þetta kvað vera ágætur leikur og víst ber að meta það, að Þjóðleikhús- ið skuli sýna einhvern lit á því, að það sé til fyrir fleiri en Reyk- víkinga. En eins og stundum áður er ýmsu áfátt við stjórn þessara leik- ferða og líkast að þeir, sem þar um véla kunni ekki þá kurteisi, sem vera ætti sj álfsögð hj á svo merkri stofnun. Fyrsta sýningin á Akureyri var að þessu sinni á miðvikudags- kvöldið. Auglýst hafði verið, að aðgöngumiðar yrðu seldir frá kl. 2 til 6 síðdegis. Þegar kl. var tvö hafði margt manna safnazt í bið- röð og beið þess að fá keypta miða, en þegar að því kom að miðasalan var opnuð, kom í ljós, að sem næst uppselt var orðið í húsið. Miðarnir höfðu verið tekn- ir frá í síma eða eftir öðrum leið- um, og hafði þó ekkert verið aug- lýst um neina forsölu eða pöntun- artíma. Vert er að benda á það um leið, að það er leiður ósiður, sem Fiskiðjusamlag Húsavíkur h.f. kr. 167.700.00. Olíufélagið h.f. kr. 102.700.00. Útgerðarfélagið Barðinn h.f. kr. 38.200.00. Útgerðarfélagið Hreifi h.f. kr. 37.500.00. Af einstaklingum bera þessir yfir 20 þúsund krónur í útsvar: Sigurður Sigurðsson skipstjóri kr. 36.700.00. Daníel Daníelsson héraðslæknir kr. 34.700.00. Maríus Héðinsson skipstjóri kr. 25.600.00. Bjarni Þráinsson sjóinaður kr. 22.500.00. Lúðvík Jónasson hóteleigandi kr. 21.600.00. Jóhann Skaptason bæjarfógeti kr. 20.600.00. víða tíðkast við sölu aðgöngu- miða, og m. a. var þarna, að þeg- ar fjöldi manns bíður afgreiðslu situr sá, sem afgreiðsluna annast og svarar stöðugt í síma. Eiga ekki þeir, sem hafa lagt það á sig að bíða kannski lengri tíma eftir að fá keypta miða, einhvern rétt umfram þá, sem heima sitja og ekkert hafa á sig lagt? Þrátt fyrir þá miklu síldarsölt- un, sem verið hefur fyrir öllu Norðurlandi undanfarið, finnst þó einn stór staður, þar sem eng- in branda hefur verið söltuð. Þessi staður er Akureyri. í eina tíð var Akureyri þó mikill söltunarstaður og allt fram til síðustu ára hefur verið saltað hér á hverju sumri. Blaðið spurðist fyrir um það í vikunni hjá kunnugum mönnum, hvort ekki myndu hafa verið möguleikar á því að fá eitthvað af síld til söltunar hér og fékk þær upplýsingar, að hægt myndi hafa verið að fá hingað mikla síld, sennilega fleiri þúsund tunnur, en hér hafði bara enginn undirbúið sig undir að taka á móti síld, og enginn áhugi fyrir slíku. Síðastliðið mánudagskvöld kom varðskipið Þór að brezka togar- anum Khartoum GY 47 að veið- um í landhelgi út af Rifsnesi á Skaga. Togarinn var 1.7 mílur innan 6 mílna markanna, en sem kunnugt er mega brezkir togarar nú veiða upp að sex mílna línu fyrir Norðurlandi. Þór gaf togaramönnum stöðv- unarmerki með einu lausu skoii, og stöðvuðu togaramenn skip sitt Gordon Sleight skipstjóri. þá þegar og biðu komu varðskips- ins. Þeir sýndu varðskipsmönn- um engan mótþróa og komu, að sögn yfirmanna á varðskipinu, í alla staði mjög hógværlega og kurteislega fram, og féllust þegar á að fylgjast með Þór til lands. Skipin komu til Akureyrar kl. 8.30 á þriðjudagsmorguninn og var mál skipstjórans tekið fyrir hér, og dómur kveðinn upp seint Rétt er það, að oft er langt að sigla með síldina inn allan Eyja- fjörð, en þegar erfitt er að losna við aflann í salt annars staðar tel- ur enginn það eftir sér, ekki sízt þegar á það er litið, að hér á að vera fyrir hendi betri aðstaða til afgreiðslu en nokkurs staðar ann- arsstaðar, ótakmarkaður fjöldi til vinnu við söltunina og öll aðstaða til viðgerða og hvers konar fyrir- greiðslu betri en nokkurs staðar annars staðar á Norðurlandi. Það má furðulegt teljast, að KEA skuli ekkert láta salta hér. Það hefur bryggjuna til staðar og öll söltunaráhöld og engu fólki þarf að greiða tryggingu þótt lít- ið yrði að gera. um kvöldið. Skipstjórinn hlaut 190 þúsund króna sekt, og veiðar- færi skipsins og afli gert upptækt. Skipstjórinn viðurkenndi brotið, en áfrýjaði dóminum til Hæsta- réttar. Togarinn hélt síðan út aft- ur aðfaranótt miðvikudags. Nafn skipstjórans er Gordon Sleight. Hann er 36 ára að aldri og hefur verið togaraskipstjóri í 5 ár. Hann kvaðst mest hafa fisk- að við Færeyjar en sjaldan hafa verið hér við land. Að þessu sinni var hann búinn að vera hér tvo daga og aflinn var sáralítill. Þeg- ar Þór stöðvaði togarann var ör- lítill fiskur í vörpunni, en ýsa og flatfiskur það sem það var. Skipstjórinn kvaðst hafa verið sofandi, er Þór kom að togaran- um og sér hefði verið ókunnugt, að skip hans væri að fiska í land- helgi. Annar stýrimaður var á vakt. Það var hlýtt í veðri á Akur- eyri á þriðjudaginn, logn og sól- skin framan af deginum, og nokkrir hinna ensku togaramanna notuðu tækifærið til að fá sér bað í Pollinum. Þeir stungu sér fyrir borð, þar sem togarinn lá við Torfunefsbryggju og léku sér í sjónum. Meðfylgjandi mynd sýn- ir tvo þeirra, þar sem þeir eru aftur komnir um borð, sitja á borðstokknum og láta sólina þurrka sig. Verkamaðurinn Skál! í Mývatnssveit býr mývargur mikill, sem oft angrar menn og skepnur. Eina< vörnin gegn honum er að ganga með hauspoka, og það er jafnvel ekki vert að taka hann fró andlitinu, þó að menn þurfi að fó sér „einn lítinn". Engfin iöliun a Akureyrl

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.