Verkamaðurinn - 11.08.1961, Blaðsíða 6
6
VERKAMAÐURINN
Föstudagur 11. ágúst 1961
Marjorie Benton Cooke:
14.
LISTAFÓLK OG HJÓNABÖND
„Já, Mary systir. Ja . . . .“ Strong var að átta sig.
„Eigið þér kannske fleiri systur?“
„Ja — já. Margar.“
„Margar. Er það svo? Hversu margar, ef ég má spyrja?“
„Þrettán,“ svaraði hann upp á von og óvon.
„Þrettán systur. Það er furðulegt. Og eruð þér eini bróðir-
inn?“
„Sá eini.“
„Og eru allar systurnar á lífi?“
„Nei, þær eru allar látnar.“
„Ekki Mary?“ skaut Bambí skelfd inn í.
„Nei, nei. Eg átti við fyrir utan hana. Allar nema Mary
eru farnar.“
„Hvað það er þungbært,“ andvarpaði prófessorinn.
„Þrettán systur. Hvað hétu þær?“
„Þær hétu nöfnum þrettán fyrstu fylkjanna í Bandaríkj-
unum,“ svaraði Ananías Strong.
„Undarlegt, en Mary ....?“
„Stytting úr Maryland,“ sagði Strong.
Bambí átti erfitt með að halda niðri í sér hlátrinum. Pró-
fessorinn virtist hafa áhuga á efninu.
„Er Mary gift?“
„Já svo að segja. Svo til alveg gift.“
„Hefur hún nokkurn tíma heimsótt okkur, dóttir góð?“
„Nei, hún hefur aldrei komið hingað til bæjarins.“
„En hvað þar er sorglegt, að gamlir vinir skuli týnast
svona.“
„Engan veginn. Það er hrein blessun,“ sagði Jarvís.
„Hugsa sér alla þá apaketti, sem voru leikfélagar manns í
gamla daga . . . . “
„Mary var enginn apaköttur,“ sagði Bambí móðguð.
„Ég var ekki heldur að tala um Mary,“ svaraði hann.
„Ég hélt, að þú hefðir sagt, að þú ætlaðir að borða uppi
á herberginu þínu í dag, Jarvís,“ sagði prófessorinn.
„Það var í gær,“ flýtti Bambí sér að segja.
„Einmitt, já ég man aldrei svona smávegis.“
„Ég hélt, að það væri hið eina, sem þú gleymdir ekki,“
sagði Jarvís stríðnislega.
„Ef þú ert að tala um tölur, þá eru þær ekkert smávegis,
heldur ósegjanlega þýðingarmiklar,“ byrjaði Parkhurst pró-
fessor.
„Nú-nú, börnin góð. Við skulum láta innri málefni fjöl-
skyldunnar liggja milli hluta í dag. Englabörnin geta nefni-
lega rifist endalaust um þýðingu stærðfræðinnar. Það er
alveg eins spennandi og nútíma herstjórnarlist, þegar þeir
byrja, en ég get ekki leyft þeim að sleppa sér lausum. Þeir
verða svo æstir.“
„Morgunverðurinn er til, ungfrú Bambí,“ tilkynnti Ar-
delía.
Með feginsandvarpi gekk Bambí á undan þeim inn í borð-
stofuna. Bara fyrirætlunin heppnaðist og hún gæti fengið
hina hamingjusömu fjölskyldu til að hverfa af sviðinu. Jar-
vís skyldi fá refsingu fyrir óviðeigandi framkomu, og hún
byrjaði strax á verkinu. Hún skipti sér ekki af öðrum en
Strong ritstjóra. Hún hló og minntist liðinna daga af blygð-
unarlausri óskammfeilni og leit á ritstjórann geislandi aug-
um. Það lá við hún kjassaði hann með röddinni, enda var
Strong stimamjúkur fram úr hófi.
Prófessorinn borðaði sinn mat og tók ekkert eítir skop-
leiknum, sem fram fór í kringum hann, en Jarvís gat varla
komið niður nokkrum munnbita. Ný sársaukatilfinning
greip hann. Hann gat ekki þolað, að þessi maður horfði á
Bambí. Hann langaði til að slá hann í rot eða skipa Bambí
að fara upp í herbergi sitt. En fyrst og fremst var hann reið-
ur yfir því, að þetta skyldi fá svona á hann. Hann ákvað að
fara, þegar að loknum morgunverði. Hún skyldi aldrei fá að
vita, hvað hún hafði gert honum mikið illt. Aumingja Jar-
vís! Hann gróf höfuðið í sandinn eins og strútur.
Þessi máltíð var eitt það skemmtilegasta, sem Strong hafði
komizt í, og Bambí var töfrandi sem fyrr. Hún skemmti sér
prýðilega, þangað til kaffið kom, en það var inngangur að
öðrum þætti, nefnilega viðskiptasamningum hennar og rit-
stjórans.
VIII.
Heimsókn ritstjórans hafði djúp áhrif á alla þrjá með-
limi fjölskyldunnar. Prófessorinn talaði um hann sem mann-
inn með hinar þrettán systur, og óskaði þess, að hann kæmi
einhvern tíma aftur. Bambí minntist dagsins með honum
sem gleðilegra tímamóta í ævi sinni. En Jarvís hafði aðeins
kvalafullar endurminningar um daginn.
Refsingin, sem Bambí lét hann þola, fékk mjög á hann.
Hann áleit Strong vera fornan aðdáanda Bambíar, sem hún
byði hjartanlega velkominn aftur. Hann þekkti hina undar-
legu skapgerð hennar nóg til þess að vera í fullkomnum
vafa um það, hvað hún mundi gera, ef hún uppgötvaði
skyndilega, að hún elskaði Strong. Það versta við það allt
saman var samt, að hann skyldi yfirleitt leiða hugann að
þessu, hann Jarvís, hinn frjálsi maður! Hann tók þetta fyrir
hættumerki, og hlýddi því með því að forðast Bambí alveg
fullkomlega næstu daga. Hún var of önnum kafin vegna
bókarinnar til þess að taka eftir því, enda þótt hún fyndi,
að hann gaf henni stundum einkennilegt hyggjuþungt augna-
tillit.
En nokkrum dögum eftir hina frægu heimsókn ritstjórans
var friðurinn rofinn að nýju af bréfi frá skrifstofu Belascos.
Leikhússtjórinn sendi leikritið aftur og kvartaði yfir því,
að það væri ekki alveg eftii hans smekk. Það væru að vísu
í því góð atriði og fram eftir þeim götunum, en því miður
hefði hann þegar ákveðið, hvaða leikrit yrðu tekin til sýn-
ingar á næsta leikári, svo að hann gæti ekki tekið við fleiri
leikritum í bili. Aftur á móti mundi hann með ánægju lesa
allt, sem herra Joycelyn sendi honum. Jarvís fékk Bambí
bréfið.
„Eins og ég hélt,“ sagði hann.
„Belesco hefur áreiðanlega ekki lesið það sjálfur,“ sagði
Bambí í huggunarskyni. „Annars hefði hann hlotið að finna
hið listræna gildi.“
„Er eitthvað að?“ spurði prófessorinn.
„Belasco er búinn að neita leikriti Jarvíss.“
„Svo að honum finnst það ekkert betra en mér!“
„Þegið þið nú, og lofið þið mér að hugsa málið,“ sagði
bjargvættur heimilisins, sem alltaf hafði ráð undir hverju
rifi. „Ég mundi senda það til Parke, Jarvís.“
„Til hvers væri það nú?“
„Láttu nú ekki svona. Allir leikhússtjórar í höfuðborg-
inni skulu fá að sjá það, áður en við hættum. Við sendum
konu hans það — kannske hún lesi það.“
SKRJÁF
í SKRÆÐUM
==■ — i
BRAGARBÓTIN.
Lárus Lárusson kallaður „jarla-
skáld" var um tíma I vist hjá
prestinum á Auðkúlu. Lárus var
frægur að ýmsum endemum í
skáldskap, svo sem margir kann-
ast við. Honum varð það á að gera
vísu um prestinn, húsbónda sinn.
Hún var svona:
A kamarinn gengur stórmennið,
oft hann syngur mjög mikið.
Utum sleikir eins og kýr
og svo hleypir í djöflabrýr.
An vilja Lárusar var presti flutt
þessi vísa hans og henti hann
gaman að, því hann var gleði-
maður og gáskafullur á stundum.
Nú kemur þar, að sýslumaður
Húnvetninga (sennilega Ari Arn-
alds) kemur að Auðkúlu og gistir
þar. Á kvöldvökunni bar prestur
upp þá kæru fyrir sýslumanni að
einn vinnumaður staðarins hafi
ort svo Ijóta vísu um sig, að hon-
um sé ómögulegt að liggja bóta-
laust undir. Biður hann sýslumann
að taka að sér málið og dæma
hinn seka í hæfilega sekt eða til
fangelsisvistar. Ekki vildi prestur
fara með vísuna sjálfur; sagði
hana svo yfirtaks Ijóta. Er þá
Lárus kallaður fyrir sýslumann,
sem var mjög brúnaþungur og
skipaði að hann segði fram vís-
una. Lárus var ófáanlegur til þess,
en annar vinnumaður staðarins
flutti hana þá. Sýslumaður ygld-
ist nú mjög, er hann heyrði kveð-
skapinn og spurði Lárus, hvort
hann hefði ort slíkt óféti. Lárus
játti því seinlega. Sýslumaður
segist þá verða að dæma hann í
tukthúsið, því ekki megi láta sliks
óhegnt í héraði, þó segir hann að
Lárus geti losað sig við betrunar-
húsið með því móti einu að hann
geri bragarbót, geri fallega vísu
um prestinn í stað hinnar. Þá varð
Lárus harla feginn og lofaði því.
Fær hann svo gott tóm til að sinna
andanum og leggst sem dýpst í
hugsunum sinum. Eftir nokkurn
tíma hefur hann lokið við bragar-
bótina, gengur fyrir yfirvaldið og
flytur þessa vísu:
Presturinn á Kúlu kær,
kann hann vel að tóna.
Aldrei heyra menn aðra eins
rödd
óskaplega fagra.
Sættust þá allir og höfðu gam-
an af.