Verkamaðurinn - 11.08.1961, Blaðsíða 2
2
VERKAMAÐURINN
Föstudagur 11. ágúst 1961
Aðalfundnr
Prentsmiðju Björns Jónssonar h/f
verður haldinn í Ásgarði (Hafnarstræti 88)
Akureyri, laugardaginn 12. ágúst 1961, kl. 16.
D a g s k r á :
1. Venjuleg aðalfundarstörf.
2. Lagabreytingar.
3. Önnur mál.
Stjórn félagsins.
■ ■ ■
■ ■ ■
■■
í suiinu<l;i»sma4 iim
NÝTT HROSSAKJÖT í GULLASH
NÝTT NAUTAKJÖT I BUFF OG GULLASH
NÝTT KÁLFAKJÖT
DILKAKJÖT, allar tegundir
KJÚKLINGAR — SVARTFUGL
NÝR LAX.
Kjörbnð K E A
_■_■ ■
_■_■_■
Lrvalsgróður
hákarl
KJÖRBÚÐ KEA
AUGLÝSING
urn lán úr Veðdeild Búnaðarbankans
til greiðslu á lausaskuldum bænda.
Samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar og heimild í bráða-
birgðalögum frá 15. júlí 1961, verður opnaður nýr flokkur
Veðdeildar Búnaðarbankans og lánað úr honum samkvæmt
sérstökum reglum, til greiðslu á þeim lausaskuldum bænda,
er þeir hafa til stofnað vegna framkvæmda síðustu fimm árin.
Umsóknir um lán ber að senda til stjórnar bankans fyrir
1. október næstkomandi.
Lánbeiðnum þarf að fylgja:
1. Skrá um allar skuldir umsækjanda og hvenær til þeirra
er stofnað.
2. Veðbókarvottorð.
3. Virðingargjörð tveggja dómkvaddra manna um jarð-
eignina.
4. Afrit af síðasta skattframtali lánbeiðanda.
5. Veðieyfi, ef lánbeiðandi á ekki veðið.
6. Umboð, ef lánbeiðandi getur ekki sjálfur mætt við und-
irskrift lánsskjala.
Búnaðarbanki íslands.
TILKYNNING
Nr. 10, 1961.
Verðlagsnefnd hefur ákveðið eftirfarandi hámarksverð
á smjöriíki:
í heildsöiu pr. kg..... kr. 13.40
í smásölu pr. kg. með söluskatti.— 15.00
Reykjavík, 5. ágúst 1961.
VERÐLAGSSTJ ÓRINN.
SVESKJ UR
RÚSÍ N U R
GRÁFÍKJUR
DÖÐLU R
K Ú R E N U R.
Athugið!
Seljum framvegis ýmsar smá-
vörur, sem ekki hafa fengizt hjá
okkur áður, svo sem:
SILKITVINNA
SMELLUR
SKÁBÖND
NÁLAR
PRJÓNA
svarta
FLAUELSTEYGJU
svarta
HEKLUNÁLAR
PILSSTRENGI
og margt fleira
Markaðurinn
Sími 1261
TAURÚLLA
til sölu.
JJpplýsingar í sírna 2158.
Þannig hljóðar fyrirsögn yfir
þvera síðu blaðsins Nútíminn
hinn 22. fyrra mánaðar. Frásögn-
in, sem á eftir fylgir, er frá dans-
leikjum að Hellu og Hvoli á Rang-
árvöllum næsta laugardag á und-
an.
Oft hefur verið um það rætt í
töluðu og rituðu máli, að lítill
menningarbragur væri á dans-
leikjahaldi hjá okkur íslending-
um, en drykkjuskapur úr hófi
fram og alls konar ósómi í kjölfar
hans. Sérstaklega hafa farið slæm-
ar sögur af samkomuhaldi út um
sveitir í nágrenni kaupstaðanna,
en slíkar samkomur sækja ungl-
ingar kaupstaðanna ákaft til að
losna við eftirlitið heima fyrir og
geta sleppt rækilega fram af sér
beizlinu. Ymsar sögur hafa geng-
ið af svalli og sukki frá félags-
heimilunum hér í Eyjafirði, og þá
ekki síður frá samkomum í þeim
dásemdanna stað Vaglaskógi, en
ef trúa má frásögn Nútímans af
dansleikjunum á Hellu og Hvoli,
er það, sem hér nyrðra gerist allt
hreinasti barnaleikur miðað við
það, sem tíðkast þar syðra. Hér
koma nokkrar glefsur úr frásögn
Nútímans:
„Við fórum á dansleikinn í
Hellu-bíói .... Naumast var hœgt
að sjá þarna ódrukkinn karlmann
og fjöldi þeirra var ofurölvi. —
Konur voru þar allmargar af full-
orðnari tegundinni, en þó öllu
fleiri af yngri tegundinni allt nið-
ur í ferjningaraldur. En það skal
viðurkennt, að þær voru ekki all-
ar ölvaðar.“
„Þó þetta væri eins og í forsal
undirheima, tók þó útyfir á
Hvoli.“
„Þetta kvöld var hið glæsilega
félagsheimili ummyndað í við-
bjóðslegt spillingardýki. í stað
þess að vel helmingur samkomu-
gesta á Hellu var fullvaxinn, voru
nú, á þessum stað, tiltölulega fáir
komnir verulega yfir tvítugt. All-
ur fjöldinn virtist vera frá 19 ára
og allt niður í 13 ára að sjá. Okk-
ur var tjáð, að samkomu- og dans-
salurinn tæki 300 manns, — en
800 manns er vart ýkjur að leyft
hafi verið að hafast þarna við
inni í einu.“
„Þar höguðu menn sér siðlaust
og villt, — flöskur og stólar flugu
um salinn, flestir dönsuðu í faðm-
lögum, þéttfullir, drukknar stúlk-
ur sátu í fanginu á jafndrukknum
karlmönnum og föðmuðu þá og
kysstu allt í kring.“
„Útifyrir var viðurstyggðin
ekki í eins stórum stíl, né almenn.
Þó mátti í ýmsum bifreiðum rétt
við félagsheimilið sjá stúlku og
pilt eða stúlkur og pilta í miklum
faðmlögum, — faðmlögum, sem
betur hæfa lokuðum herbergjum,
með gluggatjöldum fyrir gluggun-
um.“
„Vafalaust hafa það þá heldur
ekki verið einu bifreiðarnar, sem
ekið var frá Hvoli þessa nótt af
ölvuðum ökumönnum, svo öfugt
sem hlutfallið var milli bílafjöld-
ans og þeirra, er ódrukknir voru.“
„Það má að lokum telja full-
víst, að þeim skemmtistað í
Reykjavík, sem boðið hefði upp á
slíka samkomu, eins og þœr sem
hér liefur verið lýst, þœtti ástœða
til að loka þegar í stað.“
STAK
Frá happdrœtti STAK. ísskáp-
ur fyrir 25 krónur. Laxveiðitæki
fyrir 25 krónur. Knittax prjóna-
vél fyrir 25 krónur. „GriU“-
steikarofn fyrir 25 krónur. — Ef
heppnin er með. — Starfsmanna-
félag Akureyrarbæjar.