Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 11.10.1963, Side 8

Verkamaðurinn - 11.10.1963, Side 8
B þúsund farþegar í mjólhurbrúsum 91. föstudag voru mættir á flugvellinum á Akureyri nokkrir áhugasamir og glaðir náungar. Þeir voru að taka á móti 35 þús. ársgömlum laxaseiðum úr upp- eldisstöðinni við Elliðaár, sem komu með flugvélinni þennan morgun í mjólkurfötum frá K.E.A. Súrefnisgjöf var nauðsynleg, en annars voru þessir ungu farþegar prýðilega á sig komnir. Það eru veiðifélögin Straumar og Flúðir, sem gangast fyrir ræktun ánna hér nyrðra, að þessu sinni fóru 20 þús. í Eyjafjarðará, 10 þús. í Hörgá og 5. þús í Fnjóská. Álíka magni af kviðpoka seiðum var sleppt í þessar ár á sl. vori. Árnar hér í Eyjafirði hafa fyrst og fremst verið bleikju-ár, en veiði í þeim hefur farið minnk andi og ber mönnum ekki saman um hvað veldur. Nýstárleg leik- mannskenning er, að bleikjan kunni ekki að meta vaxandi hita ánna, sem gæti hafa átt sér stað við minnkandi jökla og góðæri. En hvað sem veldur hefur veiði farið ört minnkandi undanfarin ár. Þó má geta þess, að sagt var um Hörgá, að veiðin kæmi, þegar gránaði í fjöll. Mikil ganga kom í Hörgá nú um fyrstu göngur, en síðan bann kom við veiði í ám eftir 15. sept. hafa menn ekki fylgzt með haustgöngu, má því vera, að fiskimagn komi enn nokkurt í árnar, en sé aðeins svona gáfað að koma ekki fyrr en bannað er að veiða þar? Blaðamenn fengu að fylgjast með dreifingu seiðanna í árnar. Veiðifélagsmenn skiptu með sér verkum, tók hver hópur sinn „Mjólkurdúnk“ með ca. 2.500 seiðum, og fékk ákveðið svæði til „sáningar“. Þetta gekk prýði- lega, seiðin voru spræk og voru fljót að bora sér niður milli steina, sum fóru meir að segja að narta í slý. Þetta voru allt ársgamlir fiskar, um 4—5 sm á lengd, hljóta því að standa betur að vígi en þau, sem náttúran hrekur ósköpuð út í lífsbaráttuna. En þótt vonir áhugamanna séu vissulega bjartar um árangur, er það ekki há krafa, sem þeir gera um endurheimt laxa þessara í árnar. 3—4%o þætti gott. Klak, sem sett var í Eyja- fjarðará fyrir nokkrum árum, hef- ♦-----------------------------♦ VlSA VIKUNNAR Sumri töpuð virðast völd, vetrar sköpuð byrði. Heyri ég nöpur, nistingsköld Norðra köpuryrði. ' >----------------:—♦ ur borið allgóðan árangur. Það er því engin ástæða til að ör- vænta með þetta. Þó má geta þess, að þessi tilraun er í mjög smáum stíl á mælikvarða þeirrar miklu sóunar, sem náttúran sjálf er völd að. En slíkt bruðl væri dýrt fyrir veiðifélög. Hvað nú gerist á næstu árum í þessum ám, verður fróðlegt að vita. Fiskirækt í ám er svipuð skógrækt, árangurs er ekki að vænta um leið. En hér er verið að vinna merkilegt ræktunarstarf fyr- ir framtíðina og landeigendur mættu sýna því meiri áhuga. Þeirra verður gróðinn, og landið verður allt ríkara. Það, sem lifa kann af þessum sunnangestum í eyfirzkum ám, !—---—-----------------— SAGT OG KRATAR í Norðurlandskjördœmi eystra héldu fund í kjördœmis- ráði sínu næstliðinn sunnudag, þökkuðu þeir „ráðherrum flokks- ins giftudrjúg störf“ og sam- þykktu í framhaldi af því: „Telur fundurinn rétt að halda núverandi stjórnarsamstarfi áfram, meðan reynslan sýnir, að hœgt er að þoka þar fram stefnumálum Al- þýðuflokksins og auka þannig velmegun þjóðarinnar“. Er af þessu Ijóst, að kjördœmis- ráð þetta telur, að stefnumál Al- þýðuflokksins hafi verið að þok- ast fram á leið að undanfórnu og álítur rétt, að ríkisstjórnin haldi áfram á þeirri hraut, sern gengin hefur verið. Eins og áður hefur verið bent á hér í blaðinu, eru ýmsir flokks- brœður kratanna syðra ekki jafn- sannfœrðir og þeir norðlenzku um ágœti starfa ráðherranna, en eng- ar óánœgjuraddir munu hafa heyrzt á þessum fundi þeirra norðlenzku. Þeir leggja blessun sína yfir allt. —0— DAGBLAÐIÐ Vísir segir frá því s.l. mánudag, að verksmiðjuverka- maður í Sovét þurfi að vinna 50 tíma til að geta keypt barnavagn og 5 tíma til að geta keypt vodka- flösku. Mun Vísir hafa skýrt frá þessu til að sýna, hve dýrt vœri að lifa austur þar. En hér á Islandi þarf verka- maður að vinna 100 til 200 tíma til að geta keypt barnavagn og 9 tíma til að geta keypt þriggja pela flösku af vodka. Svona er það hér í viðreisninni. —0— / ALÞÝÐUBLAÐINU fyrir viku síðan mátti lesa eftirfarandi í forystugrein: mun halda sig þar næstu 3 árin. Þá halda þeir til hafs að sjá sig um í hinum stóra heimi. En eftir tveggja til þriggja ára dvöl þar, koma þeir væntanlega aftur í fóst- urárnar og vera kann að einhver þeirra seiða, sem sett voru í árnar s.l. föstudag, eigi eftir að bíta á öngul hjá hinum áhugasömu veiðifélögum, sem að flutningi þeirra stóðu hingað. Það skal tekið farm viðvíkjandi Hörgá, að þar hefur heyrzt getið um lax og lax á stangli. Staðreynd er, að Kristinn Þorsteinsson deildarstjóri hjá K.E.A. dró 6 pd. hæng í ánni undan Krossastaða- landi 10. september i sumar. Lax- inn var nýgenginn og spegilgljá- andi. Var hann einstakur flökku- fugl? -----------“ SKRIFAÐ -— --------~-- „Hér er verðbólga í verstu mynd. Hún setur fólk úr jafnvœgi, skapar ótta, og allir vilja gera einhverjar ráðstafanir til að verja sig — eða grœða. Árangurinn verður, að braskarar græða stór- fé án nokkurrar fyrirhafnar, en unga kynslóðin og efnalítið fólk ber þyngstu byrðarnar. Ástand eins og þetta hlýtur að vekja hugs- andi mönnum efa um, að Islend- ingar séu hœfir til „frjálsra við- skipta“ á þessu sviði. Það er eitt- hvað bogið við þjóðfélag, þar sem formað ur samvinnubyggingafé- lags talar af einskœru þakklœti og vinsemd um verðbréfakaup með 30% afföllum!“ Já, það er eitthvað bogið við þetta þjóðfélag, og þá ekki sízt þá ríkisstjórn, sem þar fer með œðstu völd. - MNG Jl N Framh. af 1. síðu. í fjórðungsstjórn auk sam- bandsstjórnar voru kosin: Oskar Garibaldason, Siglufirði. Guðrún Albertsdóttir, Sigluf. Hulda Sigurbjörnsdóttir, Sauð- árkróki. Ásgrímur Gunnarsson, Ólafsf. Kristján Larsen, Akureyri. Þorgerður Þórðardóttir, Húsav. Páll Ólafsson, Akureyri. Páll Árnason, Raufarhöfn. Valdimar Sigtryggsson, Dalvík. Björgvin Jónsson, Skagastr. Ein Grundar-vísa. Undir bú er gott á Grund, Gróttukvörn þar malar. Ekki þarf að halda hund, Hæstiréttur smalar. — r. Verkamaðurinn Eöstudagur 11. október 1963 frélldlfféf ,úr HöföoKoupstað Tíðarfarið í vor var hálfrysjótt og kalt. Sauðburður gekk vel. Vorgöngur töfðust um viku sök- um kulda og þoku. Þær voru hér í Höfðahreppi þann 20. júlí. Gras- spretta var fremur lítil og hófst sláttur með seinna móti, eða ekki fyrr en í byrjun júlímánaðar. Þann 21. júlí gerði austan og norðaustan rok og fauk talsvert af heyi, svo að menn urðu fyrir nokkrum skaða af þeim sökum. Kuldar voru miklir og úrkomur töluverðar. Dýpkunarskipið „Grettir“ var hér við gröft í höfninni í um það bil hálfan mánuð. Unnið var við hafnarframkvæmdir í sumar. Sjórinn braut stórt gat í fremsta ! hluta hafnargarðsins s.l. vetur, en ^ í sumar var unnið við að hlaða pokasteypu upp í það. Verkinu Stjórnaði Ingvar Jónsson, Sól- heimum. Þá vann einnig flokkur hafnarverkamanna við lagfæringu á hafnargárðinum á Blönduósi og einnig smávegis á Hvammstanga. I sumar hefur verið unnið að byggingu þriggja íbúðarhúsa og er smíði þeirra langt komið. Um- sjón með byggingu þeirra hefur haft Guðmundur Þórarinn Guð- laugsson. Þá hefur vinnuflokkur úr Höfðakaupstað unnið við slát- urhússbyggingu á Borðeyri, og er þeirri byggingu að verða lokið. Verkinu stjórnaði Guðmundur Lárusson byggingameistari. I sumar var félagsheimilið múr- að utan svo og þrjú íbúðarhús, og vonir standa til, að unnið verði við að múra félagsheimilið að innan í vetur. Múrarar eru Sig- mar Hróbjartsson og Jón Kr. Jónsson. Búið er nú svo til að mála félagsheimilið að utan, og framkvæmdi verkið Sveinbjörn Blöndal. Þann 22. júní var jarðsunginn frá Hólaneskirkju í Höfðakaup- stað Þórarinn Jónsson, bóndi á Fossi á Skaga, en hann fórst af dráttarvél á leið heim til sín frá PREDIKAR Á BIND- INDISDAGINN Hinn almenni bindindisdagur er á sunnudaginn kemur hinn 13. október. Áfengisvarnarráð bæjar- ins og Umdæmisstúka Norður- lands hafa fengið séra Kristinn Stefánsson áfengisvarnarráðu- naut ríkisins hingað norður til að kynna málefnið. Mun hann pre- dika við guðsþjónustu í Akur- eyrarkirkju á sunnudaginn í til- efni dagsins. Höfðakaupstað. Þórarinn heitinn stundaði lengi sjóróðra í Höfða- kaupstað og var lengst af skip- stjóri. Hann var ötuli maður og aflasæll og vel látinn af öllum, er hann þekktu. Hann lætur eftir sig konu og fjögur börn. Mikið fjöl- menni var við útförina, sr. Pétur Þ. Ingjaldsson jarðsöng, en Karla- kór Bólstaðarhlíðarhrepps söng undir stjórn Jóns Tryggvasonar. Þann 27. júlí var jarðsunginn frá Höskuldsstaðakirkju í Vind- hælishreppi bændahöfðinginn og fræðimaðurinn Magnús Björns- við útförina. Sóknarpresturinn, sr. Pétur Þ. Ingjaldsson, jarðsöng, en Karlakór Bólstaðarhlíðar- hrepps söng. Magnús heitinn læt- ur eftir sig konu og fimm börn. Þann 14. september var jarð- sungin frá Höskuldsstaðakirkju Sigurlaug Guðmundsdóttir, fyrr- um húsfreyja á Núpi í Laxárdal. Sigurlaug heitin dvaldist hin síð- ustu ár á Héraðshælinu á Blöndu- ósi, og þar andaðist hún. Mann sinn, Jón Guðmundsson, missti Sigurlaug fyrir nokkrum árum. Við búi þeirra tóku sonur þeirra, Þorvaldur Jónsson og fóstur- dóttir, Elísabet Hafliðadóttir, og einnig búa þar fóstursonur þeirra, Jökull Sigtryggsson, og kona hans, Valgerður Kristj ánsdóttir, ásamt börnum sínum. Á Núpi hefur ætíð verið mikil gestrisni, og öllum, er þar hafa komið, veittur hinn bezti beini og umhyggja, er hugsast gat. Sigurlaug var jarðsungin af sóknarprestinum, sr. Pétri Þ. Ingjaldssyni og kirkjukór Hóla- neskirkju í Höfðakaupstað söng undir stjórn Páls Jónssonar skóla- stjóra. Veður var kalt. Göngur hér í Höfðahreppi fórU fram mánudaginn 23. september s.l. Fengu gangnamenn gott veður, og réttað var sama daginn í Spá- konufellsrétt. Fátt fé kom úr göng- unum, enda hret nýafstaðið og féð komið niður. Þriðjudaginn 24. s. m. átti að koma fé úr þessum útréttum1 Hofsrétt, Kleifarrétt, Skrapatungu- rétt og Bakkarétt. Veður var slæmt þennan dag, norðan bleytuhríð og allhvasst, og fengu útréttamenn því hið versta veður, og komU ekki heim til sín úr réttunum fyrr en seint um kvöldið og sumir ekki fyrr en daginn eftir. Gekk illa að reka féð, þar sem snjór hlóðst r það og gerði það seinfært til rekstrar. Snjór var hér talsverður og litlir hagar fyrir fé, þar sent beita verður á túnin. Guðm. Kr. Guðnason■

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.