Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.11.1963, Blaðsíða 2

Verkamaðurinn - 15.11.1963, Blaðsíða 2
Vonti yður tiúsgögn - þó veljiö það beito. Valbjörk Á sjónskífunni tekst, kenna minnihluta um allt, sem miður fer, það er pólitík einmitt nú tækifæri fyrir þessa herra að vitkast ofurlítið, það myndi milda dóm sögunnar yfir þeim, ef þeir viðurkenndu hrein- lega, að þeir hefðu gengið of langt, viðurkenndu, að upplýsing- ar njósnara þeirra í verkalýðs- hreyfingunni voru rangar, þess vegna hafi stjórnin dregið rangar ályktanir og ætlað að nota tæki- færið til að ná rétti „hins sundr- aða og sálarsljóa“ lýðs. Nei, hausnum skal enn barið við stein- inn. Sú staðreynd stendur óhögguð, að stjórnarandstaðan og fólkið í verka- lýðsféiögunum, stutt samhug þús- unda til lands og sjóvar, kom í veg fyrir að skammsýn og úrræðalaus ríkisstjórn ynni óhappaverk, sem hefði getað orðið orsök mikilla og illra atburða. Okkar litla þjóðfélog er ófært um að verða striðsvettvangur stéttapólitikur. Sanngirni og hugsunin um það, hvað er öllum fyrir beztu, verður að ríkja hér, annars er fram- tiðin i voða. —0— Stjórn allra flokka Það hlýtur að hvarfla að manni nú sú hugsun, hvort ekki væri ein- asta úrræðið til að bjarga við óráðsíu núverandi stjórnar, að hún segði af sér sem fyrst og fyrir Alþingi og með vamarræð-1 mynduð væri stjórn með fulltrú- unum fyrir því. Þjóðin veit nú um frá öllum flokkum. En það betur en áður hvernig stjórnar-j yrði einnig að velja nýja menn í liðar hugsa, og það kann að verða þá stjórn, menn, sem eiga glæst- Sigur nr. 1 Mikil tíðindi hafa gerzt síðan síðasta blað kom út. Þá var ekki annað að sjá en stjórnarflokk- arnir myndu koma fram frum- varpi sínu, sem miðaði að því skorinort að svipta meirihluta at- vinnustéttanna í landinu öllu frelsi til samninga um kaup og kjör, sem þeim er þó tryggt í stjórnarskrá að hafa ótvírætt. En stjómin kiknaði undir þessu ill- virki. Andstaðan á Alþingi og í félögum verkalýðsins var svo skel- egg og einörð, að blindingj amir fengu sýn. Það er eitt af því, sem kemur í Ijós í þessum aðgerðum öllum, hversu gjörókunnir núverandi | valdamenn syðra eru hug fólks- ins. Einangrun þeirra frá íslenzku fólki er svo fullkomin, að þeir vita ekkert hvemig það hugsar eða hvernig viðbrögð þess kunna að verða, þegar á að beita það fanta- tökum. Þeir fengu þó ofurlítinn skilningsvott í þetta sinn. Það mega hafa verið þung spor fyrir ríkisstj ómina að ganga til forystumanna verkalýðsins og biðja þá vægðar, gegn því að þrælalagafrumvarpið yrði tekið til bakas Stjórnarsinnar voru bún- ir að sýna sín réttu andlit, bæði með því að leggja slíkt frumvarp dagsins. Allir muna hvemig íhaldið hag- aði sér í stjórnarandstöðu á dög- um vinstri stjórnarinnar. Þeir gerðust þá helzti kaupkröfuflokk- urinn, af því að það var vænlegt til stundarfylgis í þeirra augum, og þeir gerðu allt til að tortryggja í augum landsmanna mál mál- anna, landhelgismálið. Þetta getur ekki gengið svo i okkar litla þjóðfélagi. Við, sem þurfum að byggja upp enn eftir langa kyrrstöðu og verðum ó öllum sviðum að keppa við þróaðari menningar- og viðskipta- lönd, höfum ekki efni ó cð liggja eins og hundar i óflogum um hvern bita fjórmuna og fylgis. Við erum ein þjóð, raunar litill hópur frændliðs ó einangruðu landi. Hér er enginn öðrum meiri, enginn borinn til betri hogs en annor, þvi ber okkur að vinna að heill allra, undantekningarlaust. Só moður, eða flokkur manna, sem tekur meir en honum ber í krofti aðstöðu, honn er ræningi i frændliðinu og refsiverður. Við eigum gott land, harðduglegt fólk, næg verkefni. Þoð er hort að pólitíkusar og falsspómenn eyði- leggi fromtíðina með spókaup- mennsku og persónulegu poti. Við þurfum að fó beztu menn allra flokk- anna til að taka höndum soman til að stjórna þjóðarbúinu með hag þess fyrir augum, og fólkið i landinu verð- ur að vaka yfir verkum þeirra, segja þeim til syndanna, ef miður fer, styrkja þó með viðurkenningu, ef rétt miðar. Það skal from tekið, að þetta eru algerlega persónulegar hugleiðingar, en ég er illa svikinn, ef ég hef ekki hér nokkuð til míns móls. k. Frá bæiarstjórn einhverjum minnisstætt, er næst verða valdir forráðamenn á þing og í ríkisstjórn. —0— Þar sem báðir sigra Ekki eru þó stjórnarsinnar allir menn til að viðurkenna uppgjöf sína. Morgunblaðið segir þannig frá, að verkalýðsfélögin hafi boð- ið að falla frá verkföllum og þá hafi stjómin dregið frumvarpið til baka. Þeir tala um sigur, en alþjóð fylgdist vel með málum og veit, að það var verkalýðurinn, sem sigraði. Hvernig má svona málflutningur geta átt sér stað í sæmilega siðmenntuðu landi ? Halda Morgunblaðsmenn virki- lega enn, að allir lesendur þess séu hálfvitar og hráætur á allt, sem stendur í Mogganum. Væri ekki ari fortíð en þessir herrar, sem nú sitja. Menn sem vilja hag lands og þjóðar í alvöru. Kraftahlutföllin milli „hægri og vinstri“, rnilli þeirra flokka, sem helzt veljast saman í stjórnir, eru svo jöfn, að mikil hætta er á, að gerðir bæði stjórnar og stjórn- arandstöðu miðist of mikið við atkvæðaveiðar. Stjórnin hyglar sínu liði og leggur girnilega beitu fyrir þá, sem hún telur líklegasta til að veita henni atfylgi í kosn- ingum. Stjórnarandstaða hefur tilhneigingar til að haga sér svo, sem hún telur líklegast til aukins lýðfylgis. Það er t. d. áberandi hve stj órnarliðar nú, hafa beitt sér af mikilli hörku gegn hverju einasta frumvarpi andstöðuflokka, og reynt að notfæra sér nauman meirihluta í eigingjörnum til- gangi. Að þakka sér allt, sem vel Bæjarstjórnarfundur var fyrra þriðjudag. Urðu þar allmiklar umræður um nokkra liði í hinum nýja kjarasamningi við starfsfólk bæjarins, en þó sérstaklega um bílastyrki, sem nokkrir starfsmenn hafa notið. Hafði bæjarráð lagt til, að hámark bílastyrkja yrði kr. 1.500.00 á mánuði, en síðan yrðu settar nánari reglur um styrki þessa. I Ijós kom, að þessi sam- þykkt bæjarráðs hefur vakið óánægju hjá þeim, sem hærri styrki hafa haft. Bæjarstjómin samþykkti að vísa máli þessu aft- ur til bæjarráðs og fresta greiðslu bílstyrkja, þar til gengið hefði verið frá reglugerð um þá. Ing- ólfur Arnason boðaði, að hann myndi í bæjarráði leggja til, að fyrirkomulagi á greiðslum þessum yrði breytt þannig, að í stað ákveðinnar greiðslu á mánuði kæmi ákveðið kílómetersgjald. Ekki lá fyrir fundinum, hve margir njóta bílstyrkja, en bæjar- stjóri kvaðst muna eftir 11 mönn- um, þar af væru 5 starfsmenn raf- veitunnar. Samþykkt var að veita Gunn- ari Steindórssyni slökkviliðs- manni „tveggja mánaða orlof frá starfi á fullu kaupi til að kynna sér brunavarnir og fyrirkomulag þeirra í þýzkalandi, en ambassa- dor Þýzkalands hér á landi hefur sent Gunnari boð þess efnis.“ — Um þetta urðu allharðar um- ræður, einkum hvernig mál þetta bæri að, að Gunnari skyldi boðið persónulega í þessu skyni, en boðið ekki sent bæjarstjóra eða slökkviliðsstjóra og þeim falið að tilnefna mann til fararinnar. Töldu fulltrúar Alþýðubanda- lagsins og einnig Jón H. Þorvalds- son, að með þessari samþykkt væri farið inn á mjög varhugaverða braut. Byggingalánas jóður. Bæjarstjóri skýrði utan dag- skrár frá úthlutun lána úr Bygg- ingalánasjóði bæjarins, en lánum úr sjóðnum var úthlutað í lok október. 96 umsóknir bárust, en 86 lán voru veitt að upphæð alls kr. 1.715 þús. Til úthlutunar voru þó ekki nema 1.450 þús., en nokkur lánanna koma ekki til útborgunar fyrr en á næsta ári vegna þess hve byggingum er skammt komið, og verða þau þá greidd út af tekjum næsta árs. Út á ný hús eða hús í byggingu voru veitt 42 lán að upphæð 25 þúsund kr. hvert og 14 lán að upphæð 20 þúsund kr. hvert. Út á eldri hús voru veitt 25 lán, 10 —15 þúsund kr. hvert lán. Skrijstojur Akureyrarbœjar eru auk venjulegs skrifstofutíma opnar frá kl. 5—7 e. h. á föstudögum til móttöku á bæjargjöldum. Jólamerki Framtíðarinnar til ágóða fyrir Elliheimilið fást á pósthúsinu á Akureyri. Nkhoi jyrir Þrettdndohiöld Það er óneitanlega mikið í fang færst af Leikfélagi Akur- eyrar, að kynna okkur norður- hjarafólki verk sjálfs konungs leiklistarinnar, Shakespeares. Þetta hefur það þó gert — og gert vel — með sýningum á Þrettánda- kvöldi undir stjóm Ágústs Kvar- an. Er skemmst af að segja, að þetta er ein bezta, ef ekki bezta og áferðarfallegasta leiksýning, se n ég hef séð á vegum L.A. — og hefur þó oft tekizt vel til. Leikur þessi er mjög erfiður bæði fyrir leikara og leikstjóra. Þar eru aðalpersónur margar, enginn einn getur haldið leiknum uppi, heldur fellur hann og stend- ur með leik margra. Þar að auki eru sviðsetningar mjög breytileg- ar og kalla á mikla hugkvæmni og vinnu. Þetta allt hefur þó farið furðulega vel úr hendi hjá hinu fámenna og fátæka leikfélagi okkar, sem margir hafa talið statt í öldudal að undanförnu. Áreiðanlega hafa margir orðið mikið á sig að leggja áður en Þrettándakvóld komst í þessum búningi upp á fjalirnar í Gúttó. Verður þar að sjálfsögðu mest að þakka leikstj óranum, en herfor- inginn vinnur ekki stórorustur án hers. Hér verður ekki dæmt milli ein- stakra leikara, en ég vildi segja að allir aðalleikararnir skila hlut- verkum sínum vel og ýmsir með ágætum. í smærri hlutverkin hef- ur einnig fengist áferðargott fólk, sem nærri má geta, að ekki megi finna ýmislegt að, — en kostirnir eru svo margir og svo stórir, og tilþrif ýmissa leikara svo góð, að sýningin verður heilsteypt og ánægjuleg. Ég vildi með þessum fáu orðum þakka L. A. og leikstjóranum þrek og áræði, ásamt góða skemmtun, — og hvetja fólk í bæ og héraði til að notfæra sér þær sýningar sem eftir kunna að vera. Það skemmta sér allir á Þrettánda- kvöldi. Þetta er leiklistarviðburð- ur. Og velkominn til Akureyrar, Shakespeare. Rósb. G. Snœdal. AmtsbókasajniS er opið alla virka daga kl. 4—7 e. h. 2) Verkamaðurinn Föstudagur 15. nóvember 1963

x

Verkamaðurinn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.