Verkamaðurinn


Verkamaðurinn - 15.11.1963, Side 7

Verkamaðurinn - 15.11.1963, Side 7
Sflmií um kflup og kjör hjd Akureirorhe Um alllangt skeið hafa staðið yfir samningar milli Starfs- mannafélags Akureyrarbæjar og fulltrúa bæjarstjórnarinnar um kaup og kjör starfsmanna bæjarins. Var samningur und- irritaður hinn 30. fyrra mánaðar eða daginn áður en frum- varp ríkisstjórnarinnar um kaupbindingu var lagt fram. Nær hann til flestra fastra starfsmanna Akureyrarkaupstaðar ann- arra en verkamanna. í fyrstu grein samningsins er þess getið, að samkomulag hafi orðið um, að launaflokkar yrðu 26 og mánaðarlaun í hverjum flokki þau sömu og í launastiga kjaradóms frá 3. júlí í sumar. í 2. grein er rakið, hvernig bæjarstarfsmönnum hefur verið skipað í launaflokka. Þar sem mörgum mun leika nokkur for- vitni á að vita, hvernig sú skipt- ing er, birtum við þann kafla sainningsins orðréttan í sl. viku. í 3. grein er kveðið á um, hversu langur vikulegur vinnutími hæjarstarfsmanna skuli vera. Er sú skipting þannig: 48 stunda vinnuvika: Bifreiða- stjórar, verkstjórar og verka- menn, ráðskonur, starfsfólk við eldhússtörf, svo og aðrir þeir, er vinna á reglubundnum vinnuvökt- um og ekki eru taldir annars stað-1 ar. 44 stunda vinnuvika: Lögreglu- j menn, slökkviliðsmenn, starfsfólk við sundlaug, hjúkrunarfólk, að-j stoðajrfólk við hjúkrun, starfs- menn á verkstæðum, við birgða- gæzlu, vélgæzlu og hliðstæð störf. 38 stunda vinnuvika: Starfs- menn á skrifstofum, teiknistofum, rannsóknarstofum, söfnum og aðr ir, sem hliðstæð störf vinna. 36 stunda vinnuvika: Sjúkra- hússlæknar, sjúkraþjálfarar og starfsfólk við röntgen, svo og aðr- ir, er hliðstæð störf stunda. í 5. grein er tekið fram, að framangreind ákvæði skuli eigi valda því, að vinnutími nokkurs starfsmanns lengist frá því, sem nú er. í 8. og 9. grein ræðir um yfir- vinnu og kaup fyrir hana. Eftir- vinnu, svo og matartíma á tíma- l)ilinu frá kl. 08.00 til kl. 19.00, eru, skal greiða með ef unnir 60% álagi miðað við dagvinnu- kaup, en unnir nætur- og helgi- dagatímar skulu greiðast með 100% álagi á dagvinnukaup. Dag vinnukaup hvers starfsmanns skal fundið með því að deila með töl- unni 150 í föst mánaðarlaun við- komandi launaflokks miðað við 6 ára starfsaldur. Ymis fleiri ákvæði um vinnutil- högun og launagreiðslur eru í samningi þessum, en ekki er rúm til að rekja það allt hér. í samninganefnd af hálfu bæj- arstjórnar Akureyrar áttu sæti Magnús E. Guðjónsson, Bragi Sig urjónsson, Ámi Jónsson, Baldur Svanlaugsson og Arnþór Þor- steinsson. En í samninganefnd Starfsmannafélags Akureyrarbæj- ar voru: Ingólfur Krisltinsson, Gunnar Steindórsson, Kjartan Sigurðsson, Sigurður Halldórs- son og Valgarður Baldvinsson. Nýjung í frsðslustaríi MYNDLIST Á CAFÉ SCANDIA Nú eru myndir Einars Helga- sonar kennara og markvarðar i Í.B.A.-liði komnar upp á veggi kaffistofunnar, og sá þarf nú ekki að fyrirverða sig. Þetta eru af- bragðsmyndir. Maðurinn sýnist hafa alla hæfileika til að verða góður listmálari. Þetta eru með beztu myndum, sem hengdar hafa verið upp á þessa veggi hingað til. Þarna eru mannamyndir, hús, garðar, tré o. s. frv. Ef þetta er ekki list, þá má fá einhvern annan en mig til að dæma. Abstrakt kvenmaðurinn, sem hékk fyrst í sýningarskápn- Um frammi, er fyrirmyndar kven- kostur, þó er sú, sem hangir á stafni mót dyrum fullkomnari. — Teikning og litaval kunnáttu- Uiannsins. k. Ein dýrasta perla Akureyrar er Nonnahúsið. Það voru konur í Zontaklúbbi bæjarins, sem björg- uðu húsinu frá eyðingu og niður- rifi og verður það viðbragð aldrei fullþakkað. Þær létu gera húsið upp og tóku að safna bókum, minjum og munum, sem við koma húsinu og Nonna. Þar eru nú fjöl- skyldumyndir úr ætt hans og gamlir munir og bækur Nonna á fjölda tungumála. Mikil og góð viðbót fékkst við þetta merka safn, er konurnar létu gera skála við húsið og komu þar upp safni mynda, sem listamenn ýmsra þjóða hafa gert úr verkum þessa vinsæla höfundar, sem milljónir bama dá um allan heim. Þessar myndir era margar dásamleg list. Gaman er t. d. að sjá hugmyndir fjarskyldra þjóða um viðureign Skipalónsmanna við ísbirnina. Nonnahúsið hefur verið opið safn um nokkur ár og hefur f j öldi manna sótt það, ekki sízt útlend- ingar, sem fengu kannske sín fyrstu kynni af landinu við lestur Nonnabóka. Þeir koma hér í nokkurs konar pílagrímsför. Har- aldur Hannesson hagfræðingur hefur veitt konunum ómetanlega aðstoð, en hann er sérfróður í öllu, sem við kemur Nonna. Nú hafa konur í Nonnanefnd tekið upp þann hátt að bjóða bömum úr 6. bekk barnaskólans, einni deild í einu, að koma og sjá húsið, og kynna þær börnunum sögu þess og muni, segja þær frá þeim og frá ævi og starfi Nonna og fá þau til að lesa smákafla upp úr bókum skáldsins. Síðan er ætl- ast til að börnin skrifi ritgerð um þessi viðfangsefni. Þessi fræðslustarfsemi hófst s.l. fimmtudagsmorgun og var blaða- mönnum boðið að vera viðstödd- um, þegar fyrsti hópurinn kom. 30 börn komu, undir stjórn kenn- ara síns og var hópnum skipt í tvennt. Annar hlutinn skoðaði húsið og muni þess, undir leið- sögn, en hinn fór í skálann og hlýddi á fróðleik um Nonna, svo var skipt og báðir hópar nutu hins sama. Þetta er góð hugmynd og mun verða bömunum mikill ánægju- auki. Þau, sem ekki hafa lesið Nonnabækur munu vissulega fyll- ast áhuga um að kynna sér þær, hin rifja þær upp og auka við. Það mun ólíkt hollara hugarfóður en margt af því, sem börnum býðst nú, og tengsl við fortíð og sögu er lífakkeri hverrar þjóðar. Þessi fræðslustarfsemi er þakk- arverð og mættu fleiri söfn upp taka. Nonnanefnd Zontaklúbbsins skipa þessar konur: Ragnheiður Arnadóttir form., Margrét Gunn- arsdóttir, Jóhanna Jóhannesdóttir, Þórhalla Steingrímsdóttir og Ingi- bj örg Magnúsdóttir. Safnvörður er Stefanía Armannsdóttir. HEBA AUGLÝSIR Enskar á kr. 1870—og 1960— nýkomnar ALLTAF EITTHVAÐ NÝTT Verzlunirt Heba Sími 2772. Kringsja vikunnar V O R U R F Y R I R S Y K U R - SJÚKLINGA Hindberjamarmelaði Jarðarberjamarmelaði Appelsínumarmelaði Apricosumarmelaði Jarðarberjasaft Blönduð saft Átsúkkulaði Nýlenduvörudeild Messað verður í Akureyrarkirkju n.k. sunnudag kl. 2 e. h. Biskupinn yfir Is- landi herra Sigurbjörn Einarsson pre- dikar. Minnst verður 100 ára afmælis kirkju á Akureyri. Kvenfélag kirkjunn- ar hefur kaffisölu í kirkjukapellunni að lokinni messu. — Sóknarprestar. Frjálsíþróttamenn! Æfingar hefjast í íþróttahúsinu miðvikudaginn 20. nóv. kl. 6 e. h. — Ollum heimil þátttaka. — F. R. A. Þrettándakvöld! Allra síðasta sýn- ing verSur n. k. sunnudagskvöld. — L. A. Minjasafnið er opiS kl. 2—5 e. h. á sunnudögum. Austfirðingafélagið á Akureyri hefur kvöldvöku á Bjargi föstudaginn 15. nóv. n.k. kl. 8.30. Sagnaþáttur, litskugga- myndir frá Austurlandi og félagsvist. Félagar taki meS sér gesti. — Skemmti- nefndin. Happdrœttismiðar Styrktarfélags van- gefinna fást í BókabúS Rikku. Frjáls sala. Blindravinafélag íslands. í merkja- sölu félagsins 20. okt. s.l. hlutu þessi númer vinning: Nr. 43801 Sófasett, 29824 Plaststól, 35470 Kaffistell, 46596 KörfuborS, 45559 Taukarfa, 46568 BrauSrist, 35308 SímaborS, 31995 BlaSagrind, 28787 Bréfakarfa og 49152 Burstasett. — Vinninganna má vitja í skrifstofu félagsins Ingólfsstræti 16 Reykjavík. — Blindravinafélag Islands. I. 0. G. T. ÆskulýSsheimili templara. FyrirhugaS er námskeiS í aS smíSa úr harSviði og hornum. — Upplýsingar í VarSborg eSa í síma 2600. — Stjómin. ÍJ Vikublað. — Utgefendur: Sósíalista- félag Akureyrar og Fulltrúaráð Alþýðu- bandalagsins í Norðurlandskjördæmi eystra. Skrifstofa blaðsins er í Brekku- götu 5, Akureyri, sími 1516. — Ritstjórar: Þorsteinn Jónatansson (áb.) og Kristján Einarsson frá Djúpalæk. — Áskriftarverð kr. 100.00 árgangurinn. — LausasöluverS kr. 3.00 eintakiS. — Blaðið kemur að jafnaði út á föstudögum. — Prentað í Prentsmiðju Björns Jónssonar h.f., Aku-eyri. III Causa Nostra Að undanförnu hafa í blöðum og útvarpi verið fluttar frósagnir af hinni viðtæku glæpa- storfsemi, sem stunduð er í Bandaríkjunum. I útvarpinu lýstu þeir Efstúbaugsmenn þessum úhrifarika félogsskap, sem nefnist Causa Nostra. Ahrifa hans gætir í öllu þjóðlífinu og ó hann sterka stuðningsmenn ó flestum sviðum stjórn- móla- og efnahagslifs. I einu dagblaðanna var nýlega fró því skýrt oð í Bandarikjunum væri glæpastarfsemin ein viðtækasta og gróðavæn- lcgosto atvinnugreinin og glæpamennirnir i Causa Nostra og fulltrúar þeirra sætu i æðstu virðingarstöðum þjóðfélagsins. Um svipað leyti og þessar frósagnir birtust fluttu blöðin hverja frósögnina af annarri um glæpomól, sem uppvis höfðu orðið hér ó landi, og athyglisverðast i sambandi við þau er það, að við þau eru bendlaðir ýmsir hóttscttir menn. II svo sem lögfræðingar, forseti hæstaréttar og bankcstjórar. Og óður en langt líður mun hefj- ast lokcstig einhvers mesto svika-, þjófnaðar- og lögbrotamóls, sem ó Islandi hefur upp komið, oliumólsins svokallaða, og fer þó ekki hjó því oð ó bekk hinna saksóttu sitji aðalbankastjóri Seðlubankans, yfirmaður gjaldeyriseftirlits og fjórmólalífs landsins. Það er ennfremur vitað, að stöðugt er að fjölga hér deildum úr alls konar félagsskap, sem sérstoklega blómstrar i Bandarikjunum og eru það sérstaklega Heimdellingar og uppveðraðir og metnaðargjarnir ungir Framsóknarmenn, sem sækjast eftir tyllistöðum í þcssum félögum. Þó Islcnd sé ekki stórt gæti það orðið eitt sæmilegt umdæmi fyrir einhvern glæpaforingjann í Causa Nostra, og hver veit nema deild úrþessum merka félagsskap hafi verið stofnuð hér, þó ekki hafi verið birtar um það fréttir opinbcrlega. Hitt leynir sér ekki, að þeir, sem þegar hafa hafizt handa ó verklega visu, kunna ekki enn meist- aratökin ó starfinu og hafa ekki enn tryggt sér nægilega góða bandamenn ó æðstu stöðum. ^östudagur 15. nóvember 1963 Verkamaðurinn (7

x

Verkamaðurinn

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Verkamaðurinn
https://timarit.is/publication/215

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.